Guð og náttúran

Örn Bárður Jónsson skrifar þanka um Guð og hans góðu sköpun.

Auglýsing

Nú á tímum er mörgu fólki tamara að tala um veröldina sem náttúru en sköpun.

Íslensk náttúra er gjarnan rómuð fyrir fegurð og þau skipta þúsundum sem ár hvert halda á vit hennar til að upplifa hið stóra samhengi. Margir leitar náttúruupplifunar í trúarlegum tilgangi. Vissulega segir náttúran ýmislegt um lífið og tilveruna. Hún talar sínu máli, hún getur til að mynda bent til Guðs eða gefið fólki þá upplifun að Guð sé að baki öllu lífi, allri fegurð. En náttúran segir okkur fátt ef nokkuð um eðli Guðs. Sálin, samviskan, vitnar líka um Guð og segir okkur sitthvað um hann, en til að vita hver Guð er í raun og veru hefur mannkynið fengið opinberun í Biblíunni og skærast í Jesú Kristi. Hin sögulega trú og hinn sögulegi Kristur tjá okkur margt mikilvægt um eðli Guðs, að hann sé til að mynda kærleikur, að Guð hafi skapað allt sem er, að Guð sé uppspretta elskunnar, að hjá honum einum sé að finna fullkomið réttlæti og svo mætti lengi telja. Það sem Biblían og Jesús Kristur segja okkur um Guð fáum við hvorki að vita í samvisku okkar né náttúrunni.

Í klassískri guðfræði eru gerð skil á milli skaparans og sköpunar hans. Guð er Guð og sköpunin er sköpun hans en ekki hann sjálfur. Hann getur hins vegar með einhverjum hætti verið þar nærri eða „í, með og undir" eins og Lúther sagði um altarissakramentið. Forsjón hans er merkjanleg í sköpuninni, í sálu manneskjunnar, í samfélagi manna, karla og kvenna, barna og fullorðinna, sem hann hefur skapað. Sköpunin er ekki Guð, náttúran og vistkerfið ekki heldur því þá erum við komin með það sem kallað hefur verið allt-er-guð-ismi eða panteismi sem er ein höfuðkenninga hindúismans. Til er einnig kenning sem kölluð er guð-í-öllu-ismi eða panenteismi og er líka austræn hugsun að uppruna. Náttúran er ekki Guð og Guð er ekki í öllu, en áhrifa hans gætir þó í sköpunarverkinu og í manneskjunni.

Auglýsing
Þegar menn rökræddu á alþingi hinu forna um nýjan sið var meðal annarra orða sagt nokkuð sem tjáir skýrt að Guð og sköpun/náttúran eru ekki eitt og hið sama. 

Við þekkjum söguna um að hraun hafi runnið á Hellisheiði, er Alþingi var haldið árið 999 eða 1000, skammt frá Þingvöllum og stefnt í átt að bæ eins kristna höfðingjans. Töldu heiðnir menn að þetta væri merki um að guðirnir reiddust. Á þá Snorri Þorgrímsson á Helgafelli að hafa mælt „Um hvað reiddust goðin, þá er hér brann hraunið, er nú stöndum vér á?

Snorri goði hafði sína teodice guðfræði á hreinu og greindi að skapara og sköpun. Um hann segir Haraldur Sigurðsson, jarðfræðingur í pistli sem ég fann á Netinu: „Þar með flutti Snorri goði íslenska menningu út úr forneskju og hjátrú, inn í meira raunsæi, þar sem hamfarir eins og eldgos eru náttúruviðburður, og ekki stjórnað af reiðum guðum."

Kristnin færði okkur þessa hreinu hugsun og ennfremur stafrófið, ritmenninguna, æðstu menntir og listir þess tíma í Evrópu. Andstæðingar kirkju og kristindóms mættu gjarnan íhuga þessar staðreyndir sér til upplýsingar.

Þegar flóðbylgjan mikla skall á ströndum Tælands og víðar á jóladag 2004 heyrðust þær raddir í erlendum fjölmiðlum að Guð hefði látið flóðið skella á ferðamannastöðum í SA-Asíu til að hefna sín á barnaperrun og hórkörlum, einkum af sænskum uppruna! Ég fann mig knúinn til að leiðrétta slíkar dellutilgátur og fordóma í prédikun á sínum tíma með teodice kenningunni en orðið er myndað af teo=guð og dice=réttlæti og merkir að réttlæta Guð andspænis illskunni í heiminum og segja m.ö.o. að hann beri ekki ábyrgð á illskunni, náttúruhamförum, sjúkdómum, slysum o.s.frv.

Merkilegt hvað hún er lífseig þessi kenning um að Guð og náttúran séu eitt og hið sama. Ef Guð er náttúran, vistkerfið, þá eru eldgosin af hans völdum, flóðbylgjurnar, krabbameinin, Covid-19 og allt sem ógnar manneskjunni þegar náttúran byltir sér og bröltir.

Kristnir í Róm forðum daga voru m.a. ofsóttir fyrir að vera guðleysingjar - ateistar - því þeir höfnuðu öllu guðastóði Rómverja. Kristnin hefur ætíð hafnað öðrum guðum og goðmögnum, tröllum og forynjum, álfum og draugum. Slík fyrirbrigði, ef fyrirbrigði skal kalla, geta hins vegar búið um sig í hugsun manna og sálarlífi en það er allt önnur Ella sem rita mætti margt um.

En sem sagt: Guð er Guð, náttúran náttúra og vistkerfið vistkerfi. Náttúran og vistkerfið eru sköpun hans og lúta sínum lögmálum, fara sínu fram og hafa gert um aldir og árþúsund og lengur en manneskjan hefur lífsandann dregið, manneskjan sem nú tröllríður þessari jörð og er helsta ógn náttúrunnar, sköpunar Guðs.

Höf­undur er fyrr­ver­andi sókn­ar­prest­ur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Þögnin rofin á ný
Hundruð íslenskra kvenna hafa í vikunni stigið fram opinberlega með sínar erfiðustu minningar, í kjölfar þess að stuðningsbylgja reis upp með þjóðþekktum manni sem tvær konur segja að brotið hafi á sér. Lærði samfélagið lítið af fyrri #metoo-bylgjunni?
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar