Síðustu dómar Ruth Bader Ginsburg

Magnús Hrafn Magnússon lögmaður skrifar um fyrsta málflutning fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna sem sendur var út í beinni útsendingu á netinu. Dómurinn í málinu var sá síðasti sem Ruth Bader Ginsburg samdi meirihlutaatkvæði í áður en hún lést.

Auglýsing

Þann 4. maí síð­ast­lið­inn braut Hæsti­réttur Banda­ríkj­anna blað þegar mál­flutn­ingur við rétt­inn var fyrst sendur út í beinni útsend­ingu á net­inu. Til þessa var gripið vegna sótt­varna. Lög­menn fluttu því mál í gegnum fjar­fund­ar­búnað og dóm­ar­arnir skráðu sig inn að heim­an. Dómur í þessu fyrsta raf­ræna máli var kveð­inn upp þann 30. júní 2020. Örlögin hafa hagað því svo að um var að ræða síð­asta dóm­inn þar sem Ruth Bader Gins­burg samdi meiri­hluta­at­kvæði í Hæsta­rétti Banda­ríkj­anna.

Málið sem um ræðir verður seint talið til stærstu eða fræg­ustu mála þar sem hún samdi meiri­hluta­at­kvæði á sínum 27 ára ferli sem dóm­ari við rétt­inn. Það segir hins vegar ýmis­legt um áhrif hennar og frægð að Teen Vogue og Cosmopolitan eru meðal þeirra fjöl­mörgu miðla sem tekið hafa saman lista yfir hennar mik­il­væg­ustu dóma á síð­ustu dög­um. 

Um afrek Ruth Bader Gins­burg er víða fjallað og óhætt að benda áhuga­sömum til dæmis á einn af þáttum hlað­varpss­er­í­unnar More Per­fect . Raunar er alveg óhætt að mæla með því hlað­varpi í heild sinni fyrir þá sem hafa áhuga á Hæsta­rétti Banda­ríkj­anna. 

Síð­asta málið sem Ruth Bader Gins­burg skrif­aði meiri­hluta­at­kvæðið í var vöru­merkja­mál. Deilt var um laga­heim­ild til skrán­ingar á vöru­merk­inu BOOK­ING.COM eða hvort sú afstaða banda­rísku hug­verka­stof­unnar (USPTO) að synja því vöru­merki skrán­ingar stæð­ist lög. Synjun skrán­ing­ar­innar byggði á kröfu vöru­merkja­laga um sér­kenni. Eitt af skrán­ing­ar­skil­yrðum vöru­merkja er að vöru­merki sé ekki lýsandi fyrir þá vöru eða þjón­ustu sem því er ætlað að auð­kenna. USPTO hélt því fram að BOOK­ING fyrir bók­un­ar­þjón­ustu væri almennt heiti og það jafn­vel þó að „gener­ic“ lén-end­ingu væri bætt við (.com).

Ruth Bader færði fyrir því rök að ekki væri unnt að marka almenna reglu með þeim hætti sem USPTO óskaði eftir heldur yrði alltaf að meta hvernig neyt­endur upp­lifa vöru­merk­ið. Nið­ur­staða dóms­ins, meðal ann­ars með vísan til gagna máls­ins, var sú að neyt­endur myndu ekki upp­lifa BOOK­ING.COM sem almennt heiti heldur sem vöru­merki sem bendi á ákveðin við­skipta­legan upp­runa. Sam­an­dregin nið­ur­staða dóms­ins var:

That should resolve this case: Because “Book­ing.com” is not a generic name to consu­m­ers, it is not gener­ic. 

Þess má geta að vöru­merkið BOOK­ING.COM er skráð á Íslandi. Merk­inu var synjað í upp­hafi en skrán­ing síðar sam­þykkt á grund­velli gagna sem stað­festu svo­nefnt áunnið sér­kenni.

Auglýsing
Síðasta álitið sem Ruth Bader rit­aði var hins vegar í dómi sem kveð­inn var upp þann 8. júlí 2020. Það mál var flutt þann 6. maí  og var einnig flutt raf­rænt. Þá hafði Ruth Bader verið lögð inn á spít­ala í Mar­yland og þaðan tók hún þátt í mál­flutn­ingn­um. Hún var ósam­mála meiri­hlut­anum og skrif­aði því svo­kallað minni­hluta­á­lit (e. dis­sent) en hún var þekkt fyrir bein­skeytt minni­hluta­á­lit sín. Henni gafst þó ekki tæki­færi í þetta sinn til að setja upp sína frægu kraga sem hún að jafn­aði bar við upp­kvaðn­ingu dóma þegar hún var í minni­hluta.

Síð­asta álit Ruth Bader Gins­burg var nokkuð lýsandi fyrir ævi­langa bar­áttu henn­ar. 

Málið var frekar tækni­lega flókið en fjall­aði í grunn­inn um til­tekna und­an­þágu frá þeim reglu­gerðum og lögum sem oft eru nefnd einu nafni Obamacare. Þær reglur lögðu m.a. þá skyldu á vinnu­veit­endur eða trygg­ing­ar­fé­lög þeirra að taka þátt í kostn­aði starfs­manna sinna við getn­að­ar­varn­ir. Und­an­þágan sem um ræðir var að finna í reglu­gerð sem sett var eftir að Trump komst til valda og veitti vinnu­veit­endum heim­ild til að kom­ast undan þeirri skyldu á grund­velli trú­ar- og sið­ferð­is­skoð­ana (religous and moral exemptions). Lægri dóm­stig höfðu þegar hafnað und­an­þág­unni en Hæsti­réttur snéri því. Því var Ruth Bader ósam­mála og taldi að með slíkri nið­ur­stöðu væri verið að veita trú­ar­legum rétt­indum of mikið vægi. Hún sagði m.a. í minni­hluta­á­liti sín­u: 

In accomm­odating claims of religi­ous freedom, this Court has taken a balanced app­roach, one that does not allow the religi­ous beli­efs of some to overwhelm the rights and inter­ests of others who do not share those beli­efs.

[…]

Today, for the first time, the Court casts totally aside countervail­ing rights and inter­ests in its zeal to secure religi­ous rights to the nth degree.

Í mál­flutn­ingi fyrir Hæsta­rétti Banda­ríkj­anna er ekki óal­gengt að dóm­arar við rétt­inn spyrji spurn­inga og oft skap­ast þar nokkur umræða milli dóm­ara og lög­manna. Þær spurn­ingar sem Ruth Bader beindi til lög­manns rík­is­ins í þessu máli gáfu til kynna afstöðu henn­ar. Frá sjúkra­rúmi sínu í Mar­yland sagði Ruth Bader við lög­mann rík­is­ins: 

You have just tossed entirely to the wind what Con­gress thought was essenti­al, that is, that women be provided these service -- services, with no hass­le, no cost to them. Instead, you are shift­ing the employer's religi­ous beli­efs, the cost of that, on to these employees who do not share those religi­ous beli­efs. 

Atkvæði í mál­inu skipt­ust þannig að Sonya Sotom­a­yor studdi minn­i­hluta­á­lit Ruth Bader. Hinir dóm­ar­arnir sjö voru í meiri­hluta.

Algengt er að atkvæði við rétt­inn skipt­ist eftir hug­mynda­fræði­legum línum milli íhalds­samra og frjáls­lyndra dóm­ara eins og þau hug­tök eru notuð þar í landi. Skipt­ist þannig eftir sömu línum og repúblikanar vilja dýpka enn frekar með til­nefn­ingu dóm­ara fyrir kosn­ingar í nóv­em­ber. Slík til­nefn­ing yrði sú þriðja í valda­tíð Trump.

Höf­undur er lög­maður sem sér­hæfir sig m.a. í hug­verka­rétt­i. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar