Opið bréf til ríkisstjórnar Íslands

Sema Erla Serdar ritar opið bréf til ríkisstjórnar Íslands.

Auglýsing

Hér á landi býr ung stúlka að nafni Rewida. Hún er 12 ára göm­ul. Hún hefur búið hér á landi í meira en tvö ár. Hún er nú í felum frá íslenskum stjórn­völdum ásamt for­eldrum sínum og þremur bræðrum sínum sem allir eru yngri en hún. Þau eru í felum vegna kerf­is­bund­ins ofbeldis íslenskra stjórn­valda á börnum á flótta.

Í stað þess að ganga í skóla, sem hún hefur unun af, hefur hún nú verið í felum í meira en viku ásamt fjöl­skyldu sinni. Í stað þess að vera að leika við vini sína, í stað þess að vera að læra og upp­götva nýja hluti um sig sjálfa, lífið og sam­fé­lagið sem hún til­heyr­ir, er hún í fel­um. Í stað þess að fá að njóta þess sak­leysis sem felst í því að vera barn, í stað þess að upp­lifa þau ævin­týri sem börn upp­lifa á hverjum degi, í stað þess að njóta alls þess sem við hin tökum sem sjálf­sögðum hlut­um, er hún eflaust hel­tekin af ótta og óör­yggi um fram­tíð sína, bræðra sinna og for­eldra og með áhyggj­ur, örvænt­ingu og kvíða þeirra allra á öxl­un­um.

Rewida er frá Egypta­landi. Í Egypta­landi eru 90% stúlkna og kvenna fórn­ar­lömb ofbeldis sem felst í lim­lest­ingum á kyn­færum þeirra. Hættan á slíku ofbeldi – sem Sam­ein­uðu þjóð­irnar skil­greina sem pynt­ingar og flest ríki heims for­dæma – er hvergi hærri en í Egypta­landi. Hvergi í heim­inum eru fleiri þolendur slíks ofbeldis og pynt­inga.

Auglýsing

Alþjóð­legur dagur gegn lim­lest­ingum á kyn­færum kvenna er hald­inn árlega. UNICEF og UN Women eru á meðal þeirra sam­taka sem koma að því átaks­verk­efni að afnema lim­lest­ingar á kyn­færum kvenna fyrir árið 2030 vegna skað­semi slíks ofbeld­is. Það er í sam­ræmi við heims­mark­mið Sam­ein­uðu þjóð­anna sem öll ríki heims hafa skuld­bundið sig til þess að fram­fylgja. Utan­rík­is­ráðu­neyti Íslands hefur styrkt slíkt átak frá árinu 2011 um tugi millj­óna króna árlega. Guð­laugur Þór, utan­rík­is­ráð­herra í rík­is­stjórn Íslands, skrif­aði árið 2018 síð­ast undir samn­ing um stuðn­ing við átaks­verk­efn­ið.

Lim­lest­ingar á kyn­færum stúlkna og kvenna í Egypta­landi hefur vegið stórt í ákvörð­unum Útlend­inga­stofn­unar um að veita flótta­fólki frá því landi alþjóð­lega vernd á Íslandi. Fjallað hefur verið um slíkar pynt­ingar með veiga­miklum hætti hjá stofn­un­inni. Við­ur­kennt er í lögum um útlend­inga að hætta á slíku setur stúlkur og konur í sér­stak­lega við­kvæma stöðu sem lýsir mik­illi þörf fyrir vernd. Þrátt fyrir það er hvergi vikið að slíku í máli Rewi­du, sem er tíu ára þegar umsóknin um alþjóð­lega vernd er lögð fram.

„Lim­lest­ing á kyn­færum kvenna er heil­brigð­is­vanda­mál, brot á mann­rétt­indum og birt­ing­ar­mynd á kyn­bundnu ójafn­rétti og ofbeld­i,“ segir Guð­laugur Þór, utan­rík­is­ráð­herra. Í mati á hags­munum Rewidu og mati á því sem er henni fyrir bestu - þegar hún sækir um vernd hér á landi – er stúlkan aldrei spurð um hvort hún sé þol­andi slíkra pynt­inga eða eigi í hættu á að verða fyrir slíku ofbeldi og hvergi er vikið að því í nið­ur­stöðu Útlend­inga­stofn­unar um að neita henni og fjöl­skyldu hennar um vernd hér á landi.

Þegar bent er á þá stað­reynd að eflaust hefði mátt spyrja stúlk­una meira um ofbeldi og pynt­ingar sem hún gæti hafa und­ir­geng­ist eða eigi á yfir­vof­andi hættu að und­ir­gang­ast – og minna um hvort það sé gaman að vera í Egypta­landi – stígur Útlend­inga­stofnun (sem yfir­leitt „má ekki tjá sig um ein­staka mál“) fram með opin­bera yfir­lýs­ingu þar sem 10 ára stúlku er kennt um að slíkt hafi ekki verið rætt því hún hafi ekki nefnt það af fyrra bragði!

Þetta gerir stofn­unin sem ber ábyrgð á að meta hags­muni barna á flótta. Þess má geta að Útlend­inga­stofnun ber laga­leg skylda til þess að fram­kvæma sjálf­stætt mat á hags­munum stúlkunnar á grund­velli Barna­sátt­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna, barna­laga og rann­sókn­ar­reglu stjórn­sýslu­rétt­ar. Þessi vinnu­brögð hafa ráð­herrar í rík­is­stjórn Íslands og þá sér­stak­lega dóms­mála­ráð­herra, félags- og barna­mála­ráð­herra og for­sæt­is­ráð­herra stimplað sem eðli­leg vinnu­brögð – sum hver án þess að kynna sér málið almenni­lega „því málið er ekki á þeirra borði" og aðrir með þögn sinni.

Á sama tíma heyr­ist ekk­ert í þeim stofn­unum og sam­tökum sem gefa sig út fyrir að standa vörð um hags­muni barna og berj­ast gegn ofbeldi og pynt­ingum gegn börnum og kon­um. Á meðan almenn­ingur í land­inu berst harka­lega gegn þeirri ómannúð og grimmd sem fjöl­skyld­unni er sýnd af yfir­völd­um.

Svo lengi sem eng­inn af þessum aðilum kemur Rewidu til varnar er hún enn í fel­um. Á meðan þau sem hafa völd til þess að tryggja Rewidu vernd frá ofbeldi og pynt­ingum sem íslensk stjórn­völd hafa skuld­bundið sig til þess að berj­ast gegn er fjöl­skyldan enn í fel­um. Á meðan leitar lög­reglan að fjöl­skyld­unni sem nú er eft­ir­lýst.

„Börn þurfa á því að halda að við, hin full­orðnu, verndum þau svo best sem okkur er mögu­legt. Í því sam­hengi skiptir upp­runi barna ekki máli. Börn eru börn, hvaðan sem þau kom­a.“

Hvað Rewidu finnst um þessi orð barna­mála­ráð­herra Íslands er erfitt að segja. Því hún er jú í felum frá kerf­is­bundnu ofbeldi íslenskra stjórn­valda á börnum á flótta.Höf­undur er for­maður Sol­aris – hjálp­ar­sam­taka fyrir hæl­is­leit­endur

og flótta­fólk á Íslandi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar