Opið bréf til ríkisstjórnar Íslands

Sema Erla Serdar ritar opið bréf til ríkisstjórnar Íslands.

Auglýsing

Hér á landi býr ung stúlka að nafni Rewida. Hún er 12 ára göm­ul. Hún hefur búið hér á landi í meira en tvö ár. Hún er nú í felum frá íslenskum stjórn­völdum ásamt for­eldrum sínum og þremur bræðrum sínum sem allir eru yngri en hún. Þau eru í felum vegna kerf­is­bund­ins ofbeldis íslenskra stjórn­valda á börnum á flótta.

Í stað þess að ganga í skóla, sem hún hefur unun af, hefur hún nú verið í felum í meira en viku ásamt fjöl­skyldu sinni. Í stað þess að vera að leika við vini sína, í stað þess að vera að læra og upp­götva nýja hluti um sig sjálfa, lífið og sam­fé­lagið sem hún til­heyr­ir, er hún í fel­um. Í stað þess að fá að njóta þess sak­leysis sem felst í því að vera barn, í stað þess að upp­lifa þau ævin­týri sem börn upp­lifa á hverjum degi, í stað þess að njóta alls þess sem við hin tökum sem sjálf­sögðum hlut­um, er hún eflaust hel­tekin af ótta og óör­yggi um fram­tíð sína, bræðra sinna og for­eldra og með áhyggj­ur, örvænt­ingu og kvíða þeirra allra á öxl­un­um.

Rewida er frá Egypta­landi. Í Egypta­landi eru 90% stúlkna og kvenna fórn­ar­lömb ofbeldis sem felst í lim­lest­ingum á kyn­færum þeirra. Hættan á slíku ofbeldi – sem Sam­ein­uðu þjóð­irnar skil­greina sem pynt­ingar og flest ríki heims for­dæma – er hvergi hærri en í Egypta­landi. Hvergi í heim­inum eru fleiri þolendur slíks ofbeldis og pynt­inga.

Auglýsing

Alþjóð­legur dagur gegn lim­lest­ingum á kyn­færum kvenna er hald­inn árlega. UNICEF og UN Women eru á meðal þeirra sam­taka sem koma að því átaks­verk­efni að afnema lim­lest­ingar á kyn­færum kvenna fyrir árið 2030 vegna skað­semi slíks ofbeld­is. Það er í sam­ræmi við heims­mark­mið Sam­ein­uðu þjóð­anna sem öll ríki heims hafa skuld­bundið sig til þess að fram­fylgja. Utan­rík­is­ráðu­neyti Íslands hefur styrkt slíkt átak frá árinu 2011 um tugi millj­óna króna árlega. Guð­laugur Þór, utan­rík­is­ráð­herra í rík­is­stjórn Íslands, skrif­aði árið 2018 síð­ast undir samn­ing um stuðn­ing við átaks­verk­efn­ið.

Lim­lest­ingar á kyn­færum stúlkna og kvenna í Egypta­landi hefur vegið stórt í ákvörð­unum Útlend­inga­stofn­unar um að veita flótta­fólki frá því landi alþjóð­lega vernd á Íslandi. Fjallað hefur verið um slíkar pynt­ingar með veiga­miklum hætti hjá stofn­un­inni. Við­ur­kennt er í lögum um útlend­inga að hætta á slíku setur stúlkur og konur í sér­stak­lega við­kvæma stöðu sem lýsir mik­illi þörf fyrir vernd. Þrátt fyrir það er hvergi vikið að slíku í máli Rewi­du, sem er tíu ára þegar umsóknin um alþjóð­lega vernd er lögð fram.

„Lim­lest­ing á kyn­færum kvenna er heil­brigð­is­vanda­mál, brot á mann­rétt­indum og birt­ing­ar­mynd á kyn­bundnu ójafn­rétti og ofbeld­i,“ segir Guð­laugur Þór, utan­rík­is­ráð­herra. Í mati á hags­munum Rewidu og mati á því sem er henni fyrir bestu - þegar hún sækir um vernd hér á landi – er stúlkan aldrei spurð um hvort hún sé þol­andi slíkra pynt­inga eða eigi í hættu á að verða fyrir slíku ofbeldi og hvergi er vikið að því í nið­ur­stöðu Útlend­inga­stofn­unar um að neita henni og fjöl­skyldu hennar um vernd hér á landi.

Þegar bent er á þá stað­reynd að eflaust hefði mátt spyrja stúlk­una meira um ofbeldi og pynt­ingar sem hún gæti hafa und­ir­geng­ist eða eigi á yfir­vof­andi hættu að und­ir­gang­ast – og minna um hvort það sé gaman að vera í Egypta­landi – stígur Útlend­inga­stofnun (sem yfir­leitt „má ekki tjá sig um ein­staka mál“) fram með opin­bera yfir­lýs­ingu þar sem 10 ára stúlku er kennt um að slíkt hafi ekki verið rætt því hún hafi ekki nefnt það af fyrra bragði!

Þetta gerir stofn­unin sem ber ábyrgð á að meta hags­muni barna á flótta. Þess má geta að Útlend­inga­stofnun ber laga­leg skylda til þess að fram­kvæma sjálf­stætt mat á hags­munum stúlkunnar á grund­velli Barna­sátt­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna, barna­laga og rann­sókn­ar­reglu stjórn­sýslu­rétt­ar. Þessi vinnu­brögð hafa ráð­herrar í rík­is­stjórn Íslands og þá sér­stak­lega dóms­mála­ráð­herra, félags- og barna­mála­ráð­herra og for­sæt­is­ráð­herra stimplað sem eðli­leg vinnu­brögð – sum hver án þess að kynna sér málið almenni­lega „því málið er ekki á þeirra borði" og aðrir með þögn sinni.

Á sama tíma heyr­ist ekk­ert í þeim stofn­unum og sam­tökum sem gefa sig út fyrir að standa vörð um hags­muni barna og berj­ast gegn ofbeldi og pynt­ingum gegn börnum og kon­um. Á meðan almenn­ingur í land­inu berst harka­lega gegn þeirri ómannúð og grimmd sem fjöl­skyld­unni er sýnd af yfir­völd­um.

Svo lengi sem eng­inn af þessum aðilum kemur Rewidu til varnar er hún enn í fel­um. Á meðan þau sem hafa völd til þess að tryggja Rewidu vernd frá ofbeldi og pynt­ingum sem íslensk stjórn­völd hafa skuld­bundið sig til þess að berj­ast gegn er fjöl­skyldan enn í fel­um. Á meðan leitar lög­reglan að fjöl­skyld­unni sem nú er eft­ir­lýst.

„Börn þurfa á því að halda að við, hin full­orðnu, verndum þau svo best sem okkur er mögu­legt. Í því sam­hengi skiptir upp­runi barna ekki máli. Börn eru börn, hvaðan sem þau kom­a.“

Hvað Rewidu finnst um þessi orð barna­mála­ráð­herra Íslands er erfitt að segja. Því hún er jú í felum frá kerf­is­bundnu ofbeldi íslenskra stjórn­valda á börnum á flótta.Höf­undur er for­maður Sol­aris – hjálp­ar­sam­taka fyrir hæl­is­leit­endur

og flótta­fólk á Íslandi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einar S. Hálfdánarson
Meðreiðarsveinar Pútíns
Kjarninn 24. maí 2022
Indriði H. Þorláksson
Allt orkar tvímælis þá gert er
Kjarninn 24. maí 2022
Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Húsnæði ætti ekki að vera uppspretta ávöxtunar – heldur heimili fólks
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að húsnæðismarkaðurinn eigi ekki að vera fjárfestingarmarkaður. Það sé eitt að fjárfesta í eigin húsnæði til að eiga samastað og búa við húsnæðisöryggi, annað þegar íbúðarkaup séu orðin fjárfestingarkostur fyrir ávöxtun.
Kjarninn 24. maí 2022
Kalla eftir hækkun atvinnuleysisbóta
Í umsögn sinni við frumvarp um mótvægisaðgerðir vegna verðbólgu segir ASÍ að nokkrir hópar séu viðkvæmastir fyrir hækkandi verðlagi og vaxtahækkunum. ASÍ styður þá hugmyndafræði að ráðast í sértækar aðgerðir í stað almennra aðgerða.
Kjarninn 24. maí 2022
Meirihlutaviðræður Viðreisnar, Framsóknar, Pírata og Samfylkingar í Reykjavík eru hafnar.
Málefnin rædd fyrst og verkaskipting í lokin
Oddvitar Framsóknarflokks, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar í Reykjavík lýsa öll yfir ánægju með viðræður um myndun meirihluta í Borgarstjórn Reykjavíkur sem eru formlega hafnar. Öll áhersla verður lögð á málefni áður en verkaskipting verður rædd.
Kjarninn 24. maí 2022
Emil Dagsson.
Emil tekinn við sem ritstjóri Vísbendingar
Ritstjóraskipti hafa orðið hjá Vísbendingu. Jónas Atli Gunnarsson kveður og Emil Dagsson tekur við. Kjarninn hefur átt Vísbendingu í fimm ár.
Kjarninn 24. maí 2022
Einar Þorsteinsson og Þordís Lóa Þórhallsdóttir leiða tvö af þeim fjórum framboðum sem munu ræða saman um myndun meirihluta.
Framsókn býður Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn til viðræðna um myndun meirihluta
Bandalag þriggja flokka mun ræða við Framsókn um myndun meirihluta í Reykjavík sem myndi hafa 13 af 23 borgarfulltrúum á bakvið sig. Boðað hefur verið til blaðamannafundar klukkan 11 til að svara spurningum fjölmiðla um málið.
Kjarninn 24. maí 2022
„Á meðan helvítis eftirspurnin er þá er framboð“
Vændi venst ekki og verður bara verra með tímanum, segir viðmælandi í nýrri bók þar sem rætt er við sex venjulegar konur sem hafa verið í vændi. Þær lýsa m.a. ástæðum þess af hverju þær fóru út í vændi og þeim skelfilegu afleiðingum sem það hafði á þær.
Kjarninn 24. maí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar