Opið bréf til ríkisstjórnar Íslands

Sema Erla Serdar ritar opið bréf til ríkisstjórnar Íslands.

Auglýsing

Hér á landi býr ung stúlka að nafni Rewida. Hún er 12 ára göm­ul. Hún hefur búið hér á landi í meira en tvö ár. Hún er nú í felum frá íslenskum stjórn­völdum ásamt for­eldrum sínum og þremur bræðrum sínum sem allir eru yngri en hún. Þau eru í felum vegna kerf­is­bund­ins ofbeldis íslenskra stjórn­valda á börnum á flótta.

Í stað þess að ganga í skóla, sem hún hefur unun af, hefur hún nú verið í felum í meira en viku ásamt fjöl­skyldu sinni. Í stað þess að vera að leika við vini sína, í stað þess að vera að læra og upp­götva nýja hluti um sig sjálfa, lífið og sam­fé­lagið sem hún til­heyr­ir, er hún í fel­um. Í stað þess að fá að njóta þess sak­leysis sem felst í því að vera barn, í stað þess að upp­lifa þau ævin­týri sem börn upp­lifa á hverjum degi, í stað þess að njóta alls þess sem við hin tökum sem sjálf­sögðum hlut­um, er hún eflaust hel­tekin af ótta og óör­yggi um fram­tíð sína, bræðra sinna og for­eldra og með áhyggj­ur, örvænt­ingu og kvíða þeirra allra á öxl­un­um.

Rewida er frá Egypta­landi. Í Egypta­landi eru 90% stúlkna og kvenna fórn­ar­lömb ofbeldis sem felst í lim­lest­ingum á kyn­færum þeirra. Hættan á slíku ofbeldi – sem Sam­ein­uðu þjóð­irnar skil­greina sem pynt­ingar og flest ríki heims for­dæma – er hvergi hærri en í Egypta­landi. Hvergi í heim­inum eru fleiri þolendur slíks ofbeldis og pynt­inga.

Auglýsing

Alþjóð­legur dagur gegn lim­lest­ingum á kyn­færum kvenna er hald­inn árlega. UNICEF og UN Women eru á meðal þeirra sam­taka sem koma að því átaks­verk­efni að afnema lim­lest­ingar á kyn­færum kvenna fyrir árið 2030 vegna skað­semi slíks ofbeld­is. Það er í sam­ræmi við heims­mark­mið Sam­ein­uðu þjóð­anna sem öll ríki heims hafa skuld­bundið sig til þess að fram­fylgja. Utan­rík­is­ráðu­neyti Íslands hefur styrkt slíkt átak frá árinu 2011 um tugi millj­óna króna árlega. Guð­laugur Þór, utan­rík­is­ráð­herra í rík­is­stjórn Íslands, skrif­aði árið 2018 síð­ast undir samn­ing um stuðn­ing við átaks­verk­efn­ið.

Lim­lest­ingar á kyn­færum stúlkna og kvenna í Egypta­landi hefur vegið stórt í ákvörð­unum Útlend­inga­stofn­unar um að veita flótta­fólki frá því landi alþjóð­lega vernd á Íslandi. Fjallað hefur verið um slíkar pynt­ingar með veiga­miklum hætti hjá stofn­un­inni. Við­ur­kennt er í lögum um útlend­inga að hætta á slíku setur stúlkur og konur í sér­stak­lega við­kvæma stöðu sem lýsir mik­illi þörf fyrir vernd. Þrátt fyrir það er hvergi vikið að slíku í máli Rewi­du, sem er tíu ára þegar umsóknin um alþjóð­lega vernd er lögð fram.

„Lim­lest­ing á kyn­færum kvenna er heil­brigð­is­vanda­mál, brot á mann­rétt­indum og birt­ing­ar­mynd á kyn­bundnu ójafn­rétti og ofbeld­i,“ segir Guð­laugur Þór, utan­rík­is­ráð­herra. Í mati á hags­munum Rewidu og mati á því sem er henni fyrir bestu - þegar hún sækir um vernd hér á landi – er stúlkan aldrei spurð um hvort hún sé þol­andi slíkra pynt­inga eða eigi í hættu á að verða fyrir slíku ofbeldi og hvergi er vikið að því í nið­ur­stöðu Útlend­inga­stofn­unar um að neita henni og fjöl­skyldu hennar um vernd hér á landi.

Þegar bent er á þá stað­reynd að eflaust hefði mátt spyrja stúlk­una meira um ofbeldi og pynt­ingar sem hún gæti hafa und­ir­geng­ist eða eigi á yfir­vof­andi hættu að und­ir­gang­ast – og minna um hvort það sé gaman að vera í Egypta­landi – stígur Útlend­inga­stofnun (sem yfir­leitt „má ekki tjá sig um ein­staka mál“) fram með opin­bera yfir­lýs­ingu þar sem 10 ára stúlku er kennt um að slíkt hafi ekki verið rætt því hún hafi ekki nefnt það af fyrra bragði!

Þetta gerir stofn­unin sem ber ábyrgð á að meta hags­muni barna á flótta. Þess má geta að Útlend­inga­stofnun ber laga­leg skylda til þess að fram­kvæma sjálf­stætt mat á hags­munum stúlkunnar á grund­velli Barna­sátt­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna, barna­laga og rann­sókn­ar­reglu stjórn­sýslu­rétt­ar. Þessi vinnu­brögð hafa ráð­herrar í rík­is­stjórn Íslands og þá sér­stak­lega dóms­mála­ráð­herra, félags- og barna­mála­ráð­herra og for­sæt­is­ráð­herra stimplað sem eðli­leg vinnu­brögð – sum hver án þess að kynna sér málið almenni­lega „því málið er ekki á þeirra borði" og aðrir með þögn sinni.

Á sama tíma heyr­ist ekk­ert í þeim stofn­unum og sam­tökum sem gefa sig út fyrir að standa vörð um hags­muni barna og berj­ast gegn ofbeldi og pynt­ingum gegn börnum og kon­um. Á meðan almenn­ingur í land­inu berst harka­lega gegn þeirri ómannúð og grimmd sem fjöl­skyld­unni er sýnd af yfir­völd­um.

Svo lengi sem eng­inn af þessum aðilum kemur Rewidu til varnar er hún enn í fel­um. Á meðan þau sem hafa völd til þess að tryggja Rewidu vernd frá ofbeldi og pynt­ingum sem íslensk stjórn­völd hafa skuld­bundið sig til þess að berj­ast gegn er fjöl­skyldan enn í fel­um. Á meðan leitar lög­reglan að fjöl­skyld­unni sem nú er eft­ir­lýst.

„Börn þurfa á því að halda að við, hin full­orðnu, verndum þau svo best sem okkur er mögu­legt. Í því sam­hengi skiptir upp­runi barna ekki máli. Börn eru börn, hvaðan sem þau kom­a.“

Hvað Rewidu finnst um þessi orð barna­mála­ráð­herra Íslands er erfitt að segja. Því hún er jú í felum frá kerf­is­bundnu ofbeldi íslenskra stjórn­valda á börnum á flótta.Höf­undur er for­maður Sol­aris – hjálp­ar­sam­taka fyrir hæl­is­leit­endur

og flótta­fólk á Íslandi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Við höfum staðið við það sem lofað var,“ sagði Bjarni Benediktsson um opinberar fjárfestingar á þingi í dag.
Kennir sveitarfélögum um samdrátt í opinberri fjárfestingu
Þingmaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina ekki hafa efnt loforð um aukna innviðafjárfestingu. Fjármálaráðherra segir sveitarfélögin bera ábyrgð á því að opinber fjárfesting hafi dregist saman en tölur frá Samtökum Iðnaðarins segja aðra sögu.
Kjarninn 4. mars 2021
Mjólkursamsalan er í markaðsráðandi stöðu hérlendis.
Hæstiréttur: MS misnotaði markaðsráðandi stöðu og á að greiða 480 milljónir í ríkissjóð
Tæplega áratugalangri deilu, sem hófst þegar fyrrverandi forstjóri Mjólku fékk óvart sendan reikning sem hann átti ekki að fá, er lokið. Niðurstaða æðsta dómstóls landsins er að Mjólkursamsalan hafi brotið alvarlega gegn samkeppnislögum.
Kjarninn 4. mars 2021
Samtök iðnaðarins héldu sitt árlega Iðnþing í dag. Myndin er af svonefndu Húsi atvinnulífsins í Borgartúni.
Auka þurfi gjaldeyristekjur um 1,4 milljarða á viku næstu fjögur ár
Samtök iðnaðarins telja að til þess að skapa „góð efnahagsleg lífsgæði“ á Íslandi þurfi landsframleiðsla að aukast um 545 milljarða króna á næstu fjórum árum. Þau kalla eftir því að ríkisfjármálum verði beitt af fullum þunga til að skapa viðspyrnu.
Kjarninn 4. mars 2021
Guðmundur Ragnarsson
Hvar eru störfin?
Kjarninn 4. mars 2021
Spútnik V bóluefnið er komið í áfangamat hjá Lyfjastofnun Evrópu.
Spútnik V komið í áfangamat hjá Lyfjastofnun Evrópu
Rússneska bóluefnið Spútnik V er komið í áfangamat hjá sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu. Nýlegar niðurstöður sem voru birtar í Lancet gefa til kynna að bóluefnið veiti 91,6 prósent vörn gegn COVID-19 og sé laust við alvarlegar aukaverkanir.
Kjarninn 4. mars 2021
Sigurður Páll Jónsson þingmaður Miðflokksins er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Félag flugmanna telur hugmyndir Miðflokks um varaflugvöll í Skagafirði óraunhæfar
Það er „með öllu óraunhæft“ að byggja upp Alexandersflugvöll í Skagafirði eins og þingflokkur Miðflokksins telur vert að kanna, að mati Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Bent er á að aðrir flugvellir, sem séu í reglulegri notkun, þurfi viðhald.
Kjarninn 4. mars 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma Möller landlæknir.
„Góðar líkur“ á að veiran hafi verið upprætt innanlands
Sóttvarnalæknir segir að þó að góðar líkur séu á því að veiran hafi verið upprætt innanlands sé nauðsynlegt að halda vöku sinni því aðeins eitt afbrigði, einn einstaklingur, getur sett faraldur af stað. 90 hafa greinst með breska afbrigðið hér á landi.
Kjarninn 4. mars 2021
Kynnti vísbendingar um ferðavilja fyrir ríkisstjórn
Ráðherra ferðamála fór á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag yfir þær vísbendingar sem eru til staðar um ferðavilja erlendra og innlendra ferðamanna næstu misserin. Kjarninn fékk samantekt á minnisblaði sem ráðherra kynnti frá ráðuneytinu.
Kjarninn 4. mars 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar