Upplýsingamengun í boði Alþingis

Dr. Bjarni Már Magnússon segir óboðlega upplýsingaóreiðu vera í boði Alþingis sem snerti grundvallaratriði fyrir lýðræðisþjóðfélag og réttindi borgaranna.

Auglýsing

Að und­an­förnu hafa birtst fréttir af alvar­legum brota­lömum við birt­ingu alþjóða­samn­inga sem Ísland hefur gerst aðili að. Um nokkuð alvar­legt mál er að ræða þar sem ein af for­sendum rétt­ar­rík­is­ins er að reglur séu birtar opin­ber­lega, til að ein­stak­lingar sem og lög­að­ilar geti áttað sig á rétt­indum sínum og skyld­um. Óljóst er hvort íslensk fyr­ir­tæki eða ein­stak­lingar hafi misst af tæki­færum vegna þessa.

Fleiri brotala­mir

Þetta eru ekki einu brotala­mirnar sem snerta birt­ingu alþjóða­samn­inga hér­lend­is. Síðan fyrir alda­mót hefur í kafla 2.c. í íslenska laga­safn­inu verið birtir nokkrir ólög­festir alþjóða­samn­ingar sem tengj­ast mann­rétt­ind­um. Í kafla 2.c. fá umræddir samn­ingar laga­númer sem er í flestum til­vikum númer samn­ing­anna í stjórn­ar­tíð­indum C en ekki númer á lög­gjöf. 

Furðu­leg­heit

Óljóst er af hverju nákvæm­lega þessir samn­ingar eru birtir í laga­safn­inu en ekki aðr­ir. Sem dæmi þá er samn­ingur Sam­ein­uðu þjóð­anna um rétt­indi fatl­aðs fólks ekki birtur þar þrátt fyrir að Ísland hafi full­gilt hann og hann snerti marga. Hvernig ber að skilja það? Það vekur sér­staka athygli að Barna­sátt­máli Sam­ein­uðu þjóð­anna er birtur í kafl­anum undir núm­er­inu 18/1992. Eins og margir vita hefur samn­ing­ur­inn verið lög­festur í íslenskum rétti og birt­ist á öðrum stað í laga­safn­inu sem fylgi­skjal við lög nr. 19/2013. Barna­sátt­mál­inn er því birtur á tveimur stöðum í laga­safn­inu undir tveimur mis­mun­andi núm­er­um. Ann­ars vegar sem alþjóða­samn­ing­ur, hins vegar sem íslensk lög­gjöf. 

Auglýsing

Ósjá­an­legir fyr­ir­varar

Ísland hefur gert fyr­ir­vara við ákvæði nokk­urra þess­ara samn­inga sem eru enn í gildi. Upp­lýs­ing­arnar um fyr­ir­var­ana koma hvergi fram í laga­safn­inu. Með því að gera fyr­ir­vara við til­tekið ákvæði, eða hluta ákvæð­is, er sá hluti ekki þáttur af samn­ings­skuld­bind­ingu Íslands. Ísland gerði t.a.m. fyr­ir­vara við ákvæði samn­ings­ins um borg­ara­leg og stjórn­mála­leg rétt­indi um bann gegn stríðs­á­róðri, það er því ekki bannað með lögum hér­lendis að hvetja til árás­ar­stríðs. Les­andi laga­safns­ins hefur engar upp­lýs­ingar um það. 

Rugl­ingur

Þetta skiptir máli því að mik­ill munur er á stöðu lög­festra og ólög­festra alþjóð­samn­inga í íslenskum rétti, ein­stak­lingar geta t.a.m. almennt ekki byggt rétt á alþjóða­samn­ingi fyrir íslenskum dóm­stólum fyrr en þeir hafa verið lög­fest­ir, þrátt fyrir að Ísland sé aðili að þeim. Ofan­greindur birt­ing­ar­háttur hefur leitt til þess að fjöl­margir aðilar – m.a. dóm­stól­ar, Alþingi sjálft, stjórn­sýslan, lög­menn og Lög­manna­fé­lag Íslands – hafa vísað til umræddra samn­inga sem laga. Það sama sést í fræði­skrifum auk þess sem nem­endur í lög­fræði vísa oft til samn­ing­anna sem laga. 

Þetta er óboð­leg upp­lýs­inga­óreiða í boði Alþingis sem snertir grund­vall­ar­at­riði fyrir lýð­ræð­is­þjóð­fé­lag og rétt­indi borg­ar­anna. Það er von und­ir­rit­aðs að þessu verði kippt í lag sem fyrst. 

Höf­undur er pró­fessor við laga­deild HR.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“
Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.
Kjarninn 1. júlí 2022
Bjarni Beneditsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Gjör rétt – ávallt“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að laun dómara eins og annarra æðstu embættismanna séu ekki lækka. Um sé að ræða leiðréttingu. Hann segir að það sé ekkert minna en siðferðisbrestur að skila því ekki sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum.
Kjarninn 1. júlí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar