Upplýsingamengun í boði Alþingis

Dr. Bjarni Már Magnússon segir óboðlega upplýsingaóreiðu vera í boði Alþingis sem snerti grundvallaratriði fyrir lýðræðisþjóðfélag og réttindi borgaranna.

Auglýsing

Að und­an­förnu hafa birtst fréttir af alvar­legum brota­lömum við birt­ingu alþjóða­samn­inga sem Ísland hefur gerst aðili að. Um nokkuð alvar­legt mál er að ræða þar sem ein af for­sendum rétt­ar­rík­is­ins er að reglur séu birtar opin­ber­lega, til að ein­stak­lingar sem og lög­að­ilar geti áttað sig á rétt­indum sínum og skyld­um. Óljóst er hvort íslensk fyr­ir­tæki eða ein­stak­lingar hafi misst af tæki­færum vegna þessa.

Fleiri brotala­mir

Þetta eru ekki einu brotala­mirnar sem snerta birt­ingu alþjóða­samn­inga hér­lend­is. Síðan fyrir alda­mót hefur í kafla 2.c. í íslenska laga­safn­inu verið birtir nokkrir ólög­festir alþjóða­samn­ingar sem tengj­ast mann­rétt­ind­um. Í kafla 2.c. fá umræddir samn­ingar laga­númer sem er í flestum til­vikum númer samn­ing­anna í stjórn­ar­tíð­indum C en ekki númer á lög­gjöf. 

Furðu­leg­heit

Óljóst er af hverju nákvæm­lega þessir samn­ingar eru birtir í laga­safn­inu en ekki aðr­ir. Sem dæmi þá er samn­ingur Sam­ein­uðu þjóð­anna um rétt­indi fatl­aðs fólks ekki birtur þar þrátt fyrir að Ísland hafi full­gilt hann og hann snerti marga. Hvernig ber að skilja það? Það vekur sér­staka athygli að Barna­sátt­máli Sam­ein­uðu þjóð­anna er birtur í kafl­anum undir núm­er­inu 18/1992. Eins og margir vita hefur samn­ing­ur­inn verið lög­festur í íslenskum rétti og birt­ist á öðrum stað í laga­safn­inu sem fylgi­skjal við lög nr. 19/2013. Barna­sátt­mál­inn er því birtur á tveimur stöðum í laga­safn­inu undir tveimur mis­mun­andi núm­er­um. Ann­ars vegar sem alþjóða­samn­ing­ur, hins vegar sem íslensk lög­gjöf. 

Auglýsing

Ósjá­an­legir fyr­ir­varar

Ísland hefur gert fyr­ir­vara við ákvæði nokk­urra þess­ara samn­inga sem eru enn í gildi. Upp­lýs­ing­arnar um fyr­ir­var­ana koma hvergi fram í laga­safn­inu. Með því að gera fyr­ir­vara við til­tekið ákvæði, eða hluta ákvæð­is, er sá hluti ekki þáttur af samn­ings­skuld­bind­ingu Íslands. Ísland gerði t.a.m. fyr­ir­vara við ákvæði samn­ings­ins um borg­ara­leg og stjórn­mála­leg rétt­indi um bann gegn stríðs­á­róðri, það er því ekki bannað með lögum hér­lendis að hvetja til árás­ar­stríðs. Les­andi laga­safns­ins hefur engar upp­lýs­ingar um það. 

Rugl­ingur

Þetta skiptir máli því að mik­ill munur er á stöðu lög­festra og ólög­festra alþjóð­samn­inga í íslenskum rétti, ein­stak­lingar geta t.a.m. almennt ekki byggt rétt á alþjóða­samn­ingi fyrir íslenskum dóm­stólum fyrr en þeir hafa verið lög­fest­ir, þrátt fyrir að Ísland sé aðili að þeim. Ofan­greindur birt­ing­ar­háttur hefur leitt til þess að fjöl­margir aðilar – m.a. dóm­stól­ar, Alþingi sjálft, stjórn­sýslan, lög­menn og Lög­manna­fé­lag Íslands – hafa vísað til umræddra samn­inga sem laga. Það sama sést í fræði­skrifum auk þess sem nem­endur í lög­fræði vísa oft til samn­ing­anna sem laga. 

Þetta er óboð­leg upp­lýs­inga­óreiða í boði Alþingis sem snertir grund­vall­ar­at­riði fyrir lýð­ræð­is­þjóð­fé­lag og rétt­indi borg­ar­anna. Það er von und­ir­rit­aðs að þessu verði kippt í lag sem fyrst. 

Höf­undur er pró­fessor við laga­deild HR.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands.
Hjálmar ætlar að hætta sem formaður Blaðamannafélags Íslands
„Tímabært að ný kynslóð taki við,“ sagði Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, á aðalfundi hans í kvöld. Hann mun ekki vera í framboði á næsta aðalfundi sem fram fer á næsta ári.
Kjarninn 29. október 2020
Mikill hagnaður hjá ríkisbönkunum
Bæði Landsbankinn og Íslandsbanki skiluðu yfir þriggja milljarða króna hagnaði á síðasta ársfjórðungi. Í báðum bönkunum hefur rekstrarkostnaður minnkað og húsnæðislánum fjölgað.
Kjarninn 29. október 2020
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins.
Segir fullyrðingar Bjarna rangar
„Það er ánægjulegt að fá loks að ræða þessi mál við þig, og við erum tilbúin til þess hvenær sem er, eins og ósvaraðir tölvupóstar síðustu þriggja ára í innhólfi tölvu þinnar bera vott um,“ segir í bréfi formanns ÖBÍ til fjármálaráðherra.
Kjarninn 29. október 2020
Jeremy Corbyn, fyrrverandi leiðtogi breska Verkamannaflokksins.
Jeremy Corbyn vikið úr Verkamannaflokknum
Fyrrverandi formanni breska Verkamannaflokksins var í dag vikið tímabundið úr flokknum vegna viðbragða sinna við nýrri skýrslu um gyðingaandúð innan flokksins. Corbyn sagði þau mál öll hafa verið blásin upp í pólitískum tilgangi.
Kjarninn 29. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifar undir reglugerðarbreytinguna.
Ísland býður erlenda sérfræðinga velkomna ef þeir eru með milljón á mánuði eða meira
Til að fá langtímavegabréfsáritun til að stunda fjarvinnu á Íslandi þurfa útlendinga að vera með að minnsta kosti eina milljón króna á mánuði. Ef maki er með í för þurfa tekjurnar að vera að minnsta kosti 1,3 milljónir króna.
Kjarninn 29. október 2020
Sjómenn hafa á undanförnum árum ítrekað kvartað til Verðlagsstofu skiptaverðs yfir því hve lágt hráefnaverðið á uppsjávartegundum er á Íslandi.
Margt gæti skýrt að miklu meira sé greitt fyrir síld í Noregi en hér
Verðlagsstofa skiptaverðs birti á dögunum samanburð á síldarverðum í Noregi og á Íslandi, sem sýndi að hráefnisverð síldar var að meðaltali 128 prósentum hærra í Noregi en hér á landi á árunum 2012-2019, á meðan að afurðaverðið var svipað.
Kjarninn 29. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Boðar hertar aðgerðir á landsvísu „sem fyrst“
Sóttvarnalæknir boðar hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins og vill að þær verði samræmdar um allt land. Langflest smit hafa komið upp á höfuðborgarsvæðinu en þeim fjölgar nú á Norðurlandi. Á Austurlandi er ekkert smit.
Kjarninn 29. október 2020
Enn greinast smit hjá starfsfólki og sjúklingum á Landakoti
Smit greinast ennþá hjá starfsfólki og sjúklingum sem voru útsettir á Landakoti fyrir COVID-19. Ekkert nýtt smit hefur greinst utan hins skilgreinda útsetta hóps starfsmanna og sjúklinga.
Kjarninn 29. október 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar