Upplýsingamengun í boði Alþingis

Dr. Bjarni Már Magnússon segir óboðlega upplýsingaóreiðu vera í boði Alþingis sem snerti grundvallaratriði fyrir lýðræðisþjóðfélag og réttindi borgaranna.

Auglýsing

Að und­an­förnu hafa birtst fréttir af alvar­legum brota­lömum við birt­ingu alþjóða­samn­inga sem Ísland hefur gerst aðili að. Um nokkuð alvar­legt mál er að ræða þar sem ein af for­sendum rétt­ar­rík­is­ins er að reglur séu birtar opin­ber­lega, til að ein­stak­lingar sem og lög­að­ilar geti áttað sig á rétt­indum sínum og skyld­um. Óljóst er hvort íslensk fyr­ir­tæki eða ein­stak­lingar hafi misst af tæki­færum vegna þessa.

Fleiri brotala­mir

Þetta eru ekki einu brotala­mirnar sem snerta birt­ingu alþjóða­samn­inga hér­lend­is. Síðan fyrir alda­mót hefur í kafla 2.c. í íslenska laga­safn­inu verið birtir nokkrir ólög­festir alþjóða­samn­ingar sem tengj­ast mann­rétt­ind­um. Í kafla 2.c. fá umræddir samn­ingar laga­númer sem er í flestum til­vikum númer samn­ing­anna í stjórn­ar­tíð­indum C en ekki númer á lög­gjöf. 

Furðu­leg­heit

Óljóst er af hverju nákvæm­lega þessir samn­ingar eru birtir í laga­safn­inu en ekki aðr­ir. Sem dæmi þá er samn­ingur Sam­ein­uðu þjóð­anna um rétt­indi fatl­aðs fólks ekki birtur þar þrátt fyrir að Ísland hafi full­gilt hann og hann snerti marga. Hvernig ber að skilja það? Það vekur sér­staka athygli að Barna­sátt­máli Sam­ein­uðu þjóð­anna er birtur í kafl­anum undir núm­er­inu 18/1992. Eins og margir vita hefur samn­ing­ur­inn verið lög­festur í íslenskum rétti og birt­ist á öðrum stað í laga­safn­inu sem fylgi­skjal við lög nr. 19/2013. Barna­sátt­mál­inn er því birtur á tveimur stöðum í laga­safn­inu undir tveimur mis­mun­andi núm­er­um. Ann­ars vegar sem alþjóða­samn­ing­ur, hins vegar sem íslensk lög­gjöf. 

Auglýsing

Ósjá­an­legir fyr­ir­varar

Ísland hefur gert fyr­ir­vara við ákvæði nokk­urra þess­ara samn­inga sem eru enn í gildi. Upp­lýs­ing­arnar um fyr­ir­var­ana koma hvergi fram í laga­safn­inu. Með því að gera fyr­ir­vara við til­tekið ákvæði, eða hluta ákvæð­is, er sá hluti ekki þáttur af samn­ings­skuld­bind­ingu Íslands. Ísland gerði t.a.m. fyr­ir­vara við ákvæði samn­ings­ins um borg­ara­leg og stjórn­mála­leg rétt­indi um bann gegn stríðs­á­róðri, það er því ekki bannað með lögum hér­lendis að hvetja til árás­ar­stríðs. Les­andi laga­safns­ins hefur engar upp­lýs­ingar um það. 

Rugl­ingur

Þetta skiptir máli því að mik­ill munur er á stöðu lög­festra og ólög­festra alþjóð­samn­inga í íslenskum rétti, ein­stak­lingar geta t.a.m. almennt ekki byggt rétt á alþjóða­samn­ingi fyrir íslenskum dóm­stólum fyrr en þeir hafa verið lög­fest­ir, þrátt fyrir að Ísland sé aðili að þeim. Ofan­greindur birt­ing­ar­háttur hefur leitt til þess að fjöl­margir aðilar – m.a. dóm­stól­ar, Alþingi sjálft, stjórn­sýslan, lög­menn og Lög­manna­fé­lag Íslands – hafa vísað til umræddra samn­inga sem laga. Það sama sést í fræði­skrifum auk þess sem nem­endur í lög­fræði vísa oft til samn­ing­anna sem laga. 

Þetta er óboð­leg upp­lýs­inga­óreiða í boði Alþingis sem snertir grund­vall­ar­at­riði fyrir lýð­ræð­is­þjóð­fé­lag og rétt­indi borg­ar­anna. Það er von und­ir­rit­aðs að þessu verði kippt í lag sem fyrst. 

Höf­undur er pró­fessor við laga­deild HR.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gunnar Tryggvi Halldórsson
Bændur og afurðastöðvar
Kjarninn 5. mars 2021
Jón Þór Ólafsson þingmaður og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.
Jón Þór vill að skrifstofa Alþingis kanni hvenær trúnaður geti talist brotinn
Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar telur sig ekki hafa brotið trúnað með ummælum um það sem fram fór á fundi nefndarinnar með lögreglustjóra í vikunni. Hann vill fá skrifstofu Alþingis til að kanna hvar formleg mörk um trúnaðarrof liggi.
Kjarninn 5. mars 2021
Íslandspóstur hagnast um 104 milljónir
Viðsnúningur var í rekstri Íslandspósts á síðasta ári, sem skilaði hagnaði í fyrsta skiptið í þrjú ár. Samkvæmt forstjóra fyrirtækisins létti endurskipulagning og niðurgreiðsla langtímalána umtalsvert á félaginu.
Kjarninn 5. mars 2021
Í þingsályktunartillögu um rafræna birtingu álagningar- og skattskrár er lagt til að hætt verði að birta þessar upplýsingar á pappír.
Telja rafræna birtingu skattskrár auka launajafnrétti
ASÍ hvetur til þess að þingsályktunartillaga um rafræna birtingu álagningarskrár nái fram að ganga. Í umsögn Persónuverndar segir að mikilvægt sé að huga að rétti einstaklinga til persónuverndar. Slík tillaga nú lögð fram í fimmta sinn.
Kjarninn 5. mars 2021
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir
Þögla stjórnarskráin
Kjarninn 5. mars 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra laut í lægra haldi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Menntamálaráðherra tapaði í Héraðsdómi Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á kröfu Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um að úrskurði kærunefndar jafnréttismála yrði hnekkt. Úrskurðurinn í kærumáli Hafdísar Helgu Ólafsdóttur, skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu, stendur.
Kjarninn 5. mars 2021
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Íbúar í gömlu hverfunum í Reykjavík ánægðir með Dag sem borgarstjóra en efri byggðir ekki
Fleiri Reykvíkingar eru ánægðir með störf Dags B. Eggertssonar borgarstjóra en óánægðir. Mikill munur er á afstöðu eftir hverfum og menntun. Borgarstjórinn er sérstaklega óvinsæll hjá fólki á sextugsaldri.
Kjarninn 5. mars 2021
Frá þurrvörum til þrautaleikja: COVID-áhrifin á heimilislífið
Bakað, eldað, málað og spilað. Allt heimagert. Ýmsar breytingar urðu á hegðun okkar í hinu daglega í lífi á meðan faraldurinn stóð hvað hæst. Sum neysluhegðun er þegar að hverfa aftur til fyrra horfs en önnur gæti verið komin til að vera.
Kjarninn 5. mars 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar