BRAS – ekki bara eitthvað bras

Karna Sigurðardóttir fjallar um menningarhátíð barna og ungmenna á Austurlandi þar sem börnum er gefið tækifæri til að skapa og upplifa listir í sem víðustu samhengi.

Auglýsing

Tækifæri barna og ungmenna á Austurlandi til listnáms og þátttöku í listviðburðum eru eðli málsins samkvæmt ekki jöfn þeim tækifærum sem börn á höfuðborgarsvæðinu hafa. Öflugir tónlistarskólar hafa þó sinnt tónlistarfræðslu eftir fremsta megni og vert er að fylgjast með þróun verkefna eins og listadeildar Seyðisfjarðarskóla sem leggja grunn að fjölbreyttri listfræðslu fyrir fólk á öllum aldri í litlu samfélögunum. Staðsetningin á Austurlandi gefur einnig aðgengi að annarskonar innblæstri, til dæmis gegnum einstaklingsmiðaðra nám, nánd við náttúruöflin, rými einstaklingsins sem skapast í fámenni og áhersluna sem oft er á átthagafræði í smærri samfélögum. 

Margir listamenn hafa sprottið uppúr lítilfjörlegum en óneitanlega nærandi jarðvegi strjálbýlisins, og varla fengu þeir Þórbergur Þórðarson og Jóhannes S. Kjarval mikilfenglegt menningaruppeldi austur á landi á æskuárum sínum. En nú eru breyttir tímar og almenn samstaða ríkir um að börn allsstaðar á landinu skuli hafa jafnt aðgengi að fjölbreyttri fræðslu og upplifunum.

Lítill vinnuhópur á Austurlandi setti það að markmiði sínu sumarið 2017 að auka aðgengi barna og ungmenna á Austurlandi að listnámi og listviðburðum og vinna samhliða meðvitað með styrkleika fámennisins og töfrandi umhverfi fjalla og fljóta. Með stuðningi frá sóknaráætlun, fyrirtækjum og sveitarfélögum á svæðinu sprakk bókstaflega út nýtt verkefni; BRAS.

Auglýsing

BRAS er menningarhátíð barna og ungmenna á Austurlandi þar sem börnum er gefið tækifæri til að skapa og upplifa listir í sem víðustu samhengi. Einkunnarorð hátíðarinnar eru Þora! Vera! Gera! enda er það eitt megin leiðarljós hátíðarinnar að hvetja börn á Austurlandi til að þora að hvíla í sjálfum sér og framkvæma á eigin forsendum. 

Árið 2011 kom út skýrsla um rannsókn á list- og menningarfræðslu á Íslandi. Rannsókninni var stýrt af Anne Bamford, prófessor og mennta- og menningarfulltrúa Lundúnaborgar. Hún stýrði einnig umfangsmikilli rannsókn á listkennslu í yfir 40 löndum en niðurstöðurnar úr henni voru gefnar út árið 2006 í bókinni The WOW factor; Global reasearch compendium on the impact of the arts in education. Í þessari grein verður hugmyndafræði BRAS og dagskrá hátíðarinnar sett í samhengi við inntak og niðurstöður úr þessum tveimur rannsóknum.

BRAS sprengjan Mynd: Aðsend

BRAS er haldið að hausti og leggur þannig línurnar fyrir skapandi og skemmtilegan vetur. BRAS gefur börnum og foreldrum tækifæri til að upplifa saman menningarviðburði, auk þess að gefa börnum aukið aðgengi að ýmiskonar listnámi meðan á hátíðinni stendur. Dagskrá BRAS er fjölbreytt enda er reynt að höfða til breiðs aldurshóps og snerta á sem flestum listformum. Dagskráin er tvískipt; Opin almenn dagskrá annarsvegar þar sem foreldrar eru hvattir til að upplifa listviðburði og vinnustofur með börnum sínum, og lokuð dagskrá hinsvegar sem unnin er inn í almennt skólastarf leik-, grunn- og framhaldsskóla á Austurlandi. 

Mikilvægur liður BRAS eru fræðsluverkefni menningarmiðstöðvanna þriggja; Skaftfells með áherslu á myndlist, Tónlistarmiðstöðvar með áherslu á tónlist og sviðslistaáherslu Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs. Lagt er upp með vandaða listfræðslu þar sem unnið er náið með skólastofnunum undir leiðsögn fagfólks í listum eða listkennslu. Markmiðið er að börn kynnist faglegum aðferðum í listum og fái fjölbreyttar fyrirmyndir á sviði lista. Fræðslunni er ætlað að stuðla að sjálfstæði og sjálfsöryggi barna til að iðka listsköpun í sínu daglega lífi, í leik og starfi. Fræðsluverkefnin eru byggð upp á mismunandi aðferðum til að miðla þessari hugmyndafræði til barna og ungmenna, t.d. með vinnustofum, sýningarheimsóknum, fyrirlestrum og viðburðum. Lagt er upp með að börn tileinki sér aðferðir til tjáningar og miðlunar á hugmyndaheimi sínum, og að gefa þeim innsýn í fjölbreytt tækifæri hvað varðar nám og starf til framtíðar. 

Í samantekt rannsóknarinnar um list- og menningarfræðslu á Íslandi leggur Anne Bamford til að samvinnu skólakerfis, menningargeirans og skapandi starfsgreina skuli festa í sessi því virk samvinna skóla við utanaðkomandi aðila (listafólk, fyrirtæki og menningarstofnanir) sé ekki algeng á Íslandi.

Skaftfell, miðstöð myndlistar á Austurlandi, hefur unnið brautryðjendastarf á sviði myndlistarfræðslu á landsbyggðinni síðan 2007. Skaftfell hefur árlega fjármagnað og þróað vandað fræðsluverkefni sem býðst ákveðnum aldurshópi í öllum skólum á Austurlandi sem svar við vöntun á gæða-myndlistarkennslu í mörgum skólum. Fræðsluverkefni Skaftfells leiðir saman listafólk, skólana og menningarstofnun rétt eins og mælt er með í skýrslunni. Með tilkomu BRAS þróuðu Tónlistarmiðstöð og MMF einnig fræðsluverkefni til að auka enn frekar aðgengi að gæða-listfræðslu í skólum á Austurlandi. Auk fræðsluverkefna menningarmiðstöðvanna ferðaðist Þjóðleikhúsið í leik- og grunnskóla meðan á BRAS stóð, sem hluti af sýningarferð leikhússins um landið, og sýndi leiksýningar fyrir tvo aldushópa. Sirkushópurinn Hringleikur hélt úti fræðslu í framhaldsskólum og í samstarfi við íþróttafélög auk þess að sýna sirkus fyrir börn í öllum grunnskólum á Austurlandi undir hatti grunnskólaverkefnisins List fyrir alla.

Það má því með sanni segja að BRAS hafi stuðlað að virku samstarfi skólakerfisins við menningarstofnanir og sjálfstætt starfandi listafólk. Í einni af fimm útlistuðum tillögum sem lagðar eru fram í skýrslunni segir um menningarstofnanir þjóðarinnar, sem að staðaldri eru staðsettar í Reykjavík: Menningarstofnanir eiga í starfi sínu áfram að höfða til almennings, sérstaklega til fólks sem býr fjær þessum stofnunum. Skipa ætti nefnd um það sérstaka verkefni að auka fjölbreytni og fylgjast með aðgengi.

Með starfsemi BRAS sinnir Austurland vissum skyldum sem lagt er til í skýrslunni að hvíli hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, og ganga skrefinu lengra en að kortleggja – aðgengið er hreinlega búið til.

Höfundur er meistaranemi við Listkennsludeild Listaháskóla Íslands og sat í verkefnastjórn BRAS 2017-2019.

--

BRAS var haldið í fyrsta skipti í september 2018. Stofnaðilar BRAS voru þrjár menningarmiðstöðvar á Austurlandi; Skaftfell á Seyðisfirði, Tónlistarmiðstöð Austurlands og Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs (MMF), Skólaskrifstofa Austurlands, Fjarðabyggð, Fljótsdalshérað og Austurbrú.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðherra sveitarstjórnarmála mun ekki hafa frumkvæði að sameiningum sveitarfélaga með færri en 1.000 íbúa eins og upphaflega var lagt til í frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Hagræn áhrif fækkunar sveitarfélaga geti orðið fimm milljarðar
Nýlega voru breytingar á sveitarstjórnarlögum samþykktar en ein meginbreytingin felur í sér að stefnt skuli að því að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga verði ekki undir 1.000 manns. Upphaflega stóð til að lögfesta lágmarksíbúafjölda.
Kjarninn 20. júní 2021
Ferli Rauða barónsins lauk á sama stað og hann hófst, á Stokkseyrarvelli sumarið 2016, er hann dæmdi leik heimamanna gegn Afríku.
Saga Rauða barónsins gefin út á bók
Rauði baróninn - Saga umdeildasta knattspyrnudómara Íslandssögunnar er ný bók eftir fyrrverandi knattspyrnudómarann Garðar Örn Hinriksson. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 20. júní 2021
Helga Björg segist óska þess að það væri meiri skilningur hjá fjölmiðlum á valdatengslum og á stöðu fólks í umfjöllunum.
„Framan af var aldrei hringt í mig, enginn hafði samband“
Fyrrverandi skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra og borgarritara gagnrýnir fjölmiðlaumfjöllun um eineltismál í ráðhúsinu en hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa í langan tíma.
Kjarninn 20. júní 2021
Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu Seðlabankans.
Segir mikla verðbólgu bitna verst á tekjulágum
Varaseðlabankastjóri peningastefnu Seðlabankans segir áhrif mikillar verðbólgu vera sambærileg skattlagningu sem herji mest á lágtekjufólk. Samkvæmt henni er peningastefnan jafnvægislist.
Kjarninn 20. júní 2021
Tveir fossar, Faxi og Lambhagafoss, yrðu fyrir áhrifum af hinni fyrirhuguðu virkjun í Hverfisfljóti.
Auglýsa skipulagsbreytingar þrátt fyrir ítrekuð varnaðarorð Skipulagsstofnunar
Skipulagsstofnun ítrekaði í vor þá afstöðu sína að vísa ætti ákvörðun um virkjun í Hverfisfljóti til endurskoðunar aðalskipulags Skaftárhrepps sem nú stendur yfir. Við því var ekki orðið og skipulagsbreytingar vegna áformanna nú verið auglýstar.
Kjarninn 20. júní 2021
Christian Eriksen var borinn af velli eftir að hann hneig niður í leik Dana gegn Finnum um síðustu helgi.
Eriksen og hjartastuðið
Umdeildar vítaspyrnur, rangstöðumörk, brottvísanir eða óvænt úrslit voru ekki það sem þótti fréttnæmast í fyrstu umferð Evrópukeppninnar í fótbolta. Nafn Danans Christian Eriksen var á allra vörum en skjót viðbrögð björguðu lífi hans.
Kjarninn 20. júní 2021
Þórdís Kolbrún hafði betur í oddvitaslagnum í Norðvesturkjördæmi.
Þórdís Kolbrún sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi
Öll atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi hafa verið talin. Haraldur Benediktsson, sem leiddi listann í síðustu kosningum, lenti í öðru sæti en hann sagði nýverið að hann hygðist ekki þiggja annað sætið ef það yrði niðurstaðan.
Kjarninn 20. júní 2021
Þórdís Kolbrún tilkynnti það síðasta haust að hún myndi fara fram í Norðvesturkjördæmi og sækjast eftir oddvitasætinu.
Þórdís Kolbrún leiðir eftir fyrstu tölur í Norðvesturkjördæmi – Haraldur þriðji
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Talin hafa verið 798 atkvæði úr flestum en ekki öllum kjördeildum af um 2200 greiddum atkvæðum Teitur Björn Einarsson er sem stendur í öðru sæti.
Kjarninn 19. júní 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar