Banksy og blómvöndurinn

Magnús Hrafn Magnússon lögmaður veltir fyrir sér höfundarrétti á verkum listamannsins Banksy, sem enginn veit hver er.

Auglýsing

Fyrir tæpu ári skap­að­ist nokkur umræða um eft­ir­prentun af lista­verki eftir lista­mann­inn Banksy sem eng­inn veit hver er. Þessa til­teknu eft­ir­prentun var að finna á skrif­stofu borg­ar­stjóra þegar Jón Gnarr gegndi því emb­ætti. Jón tók verkið með sér þegar emb­ætt­is­tíð hans lauk. Umræðan varð til þess að Jón farg­aði eft­ir­prent­un­inni. 

Um var að ræða eft­ir­prentun af verki eftir lista­mann­inn Banksy sem nefn­ist „Rage, the flower thrower“. 

Upp­haf­lega var verkið unnið á vegg í Jer­úsal­em. Hægt er að nálg­ast eft­ir­prentun af verk­inu á 10 doll­ara á Amazon. Margir aðil­ar, ótengdir lista­mann­in­um, selja ýmsar vörur sem skreyttar eru með verkum hans. 

Við þetta gerir Banksy almennt ekki athuga­semd­ir. Eitt af verkum hans er graffiti verk sem inni­heldur setn­ing­una „Copyright is for los­ers“ merkt hinu þekkta (c) í hring sem almennt er ætlað að gefa til kynna höf­und­ar­rétt (e. copyright) ásamt bók­stöf­unum „TM“ sem stendur fyrir tra­de­mark. Grafitti verk eftir Banksy.

Banksy hefur jafn­vel gengið svo langt að veita aðgang að verkum sínum í hárri upp­lausn til afnota fyrir fólk. Í bók sinni „Wall and Peace“ lýsir lista­mað­ur­inn meðal ann­ars skoðun sinni á höf­unda­rétti á verkum aug­lýsenda sem birta aug­lýs­ingar í almennu rými. Hann telur að frá­leitt sé að leita leyfis áður en hver geri það sem hann vill við slíkar aug­lýs­ing­ar. 

Að leita leyfis sé eins og að biðja sér­stak­lega um að fá að eiga stein­inn sem ein­hver hendir í haus­inn á mann­i. 

Lista­mað­ur­inn virð­ist nú hafa farið þá leið að skrá sín þekkt­ustu lista­verk sem vöru­merki innan Evr­ópu­sam­bands­ins fyrir ýmsar vörur og þjón­ustu, þar með talið fyrir verkið sem skap­aði umræðu hér á landi. Skrán­ingin er í nafni félags­ins Pest Control Office Limited. Í fyrsta skiptið sem Banksy höfð­aði mál fyrir brot á rétt­indum sínum var það fyrst og fremst á grund­velli vöru­merkja­rétt­ar. Félagið sem er eig­andi vöru­merkj­anna fékk nýlega stað­fest lög­bann gegn safni á Ítalíu sem setti upp sýn­ingu með eft­ir­prent­unum af verkum hans. Meðal ann­ars var kraf­ist lög­banns gegn sölu á vörum merktum með lista­verkum Banksy sem seld voru í gjafa­verslun safns­ins. 

Auglýsing
Athygli vekur að ekki var fall­ist á kröf­una á grund­velli höf­und­ar­réttar (e. copyright). Slíkt hefði getað gert það að verkum að félagið Pest Control Office Limited hefði þurft að sanna að það hefði öðl­ast höf­und­ar­rétt á verkum Banksy sem hefði hugs­an­lega haft í för með sér að nauð­syn­legt hefði verið að nafn­greina lista­mann­inn í mál­inu.

Ekki er vitað hvort það að Banksy hafi ákveðið að höfða opin­ber­lega sitt fyrsta mál á þessum grund­velli, þ.e. gegn sölu minja­gripa í verslun safns, teng­ist á ein­hvern hátt þekktri heim­ild­ar­mynd hans frá 2010 sem hét Exit through the gift shop.

Nú hefur þriðji aðili (sem selur heilla­óska­kort) kraf­ist þess að vöru­merkja­skrán­ingin fyrir „Ra­ge, the flower girl“ hjá Evr­ópu­sam­band­inu verði ógilt. Rökin eru meðal ann­ars þau að eig­andi vöru­merk­is­ins selji engar vörur eða þjón­ustu með vöru­merk­inu (mynd­inni) og hafi þvert á móti engar athuga­semdir gert við að fjöldi ótengdra aðila selji vörur auð­kenndar með vöru­merk­inu. Því hafi vöru­merkið misst það grund­vallar hlut­verk sitt að vísa neyt­endum á upp­runa þeirra vara sem merkið er skráð fyr­ir.

Þeir aðilar sem nú krefj­ast ógild­ingar á vöru­merkja­skrán­ingu á þeirri mynd sem hékk í eft­ir­prentun á skrif­stofu borg­ar­stjóra halda því meðal ann­ars fram að Banksy hafi aldrei ætlað sér að nota vöru­merkið til að auð­kenna vörur (enda hafi hann sjálfur ekki selt neinar vörur eða þjón­ustu undir merk­inu) heldur hafi hann ætlað sér að „kom­ast fram­hjá“ reglum um höf­und­ar­rétt með því að skrá vöru­merkið og tryggja sér þannig vernd. Ýmsar ástæður gætu legið þar að baki, meðal ann­ars að tryggja áfram­hald­andi nafn­leynd lista­manns­ins.

Lista­mað­ur­inn Banksy hefur brugð­ist við ógild­ing­ar­mál­inu með því að opna pop-up verslun í London þar sem unnt er að kaupa ýmsar vörur sem eru auð­kenndar með þeim myndum hans sem skráðar eru sem vöru­merki. 

Málið vekur upp áhuga­verðar spurn­ingar um skörun milli vöru­merkja­réttar og höf­und­ar­réttar og er enn til með­ferðar hjá European Intellect­ual Property Office.

Höf­undur er lög­maður sem sér­hæfir sig m.a. í hug­verka­rétt­i. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar