Banksy og blómvöndurinn

Magnús Hrafn Magnússon lögmaður veltir fyrir sér höfundarrétti á verkum listamannsins Banksy, sem enginn veit hver er.

Auglýsing

Fyrir tæpu ári skapaðist nokkur umræða um eftirprentun af listaverki eftir listamanninn Banksy sem enginn veit hver er. Þessa tilteknu eftirprentun var að finna á skrifstofu borgarstjóra þegar Jón Gnarr gegndi því embætti. Jón tók verkið með sér þegar embættistíð hans lauk. Umræðan varð til þess að Jón fargaði eftirprentuninni. 

Um var að ræða eftirprentun af verki eftir listamanninn Banksy sem nefnist „Rage, the flower thrower“. 

Upphaflega var verkið unnið á vegg í Jerúsalem. Hægt er að nálgast eftirprentun af verkinu á 10 dollara á Amazon. Margir aðilar, ótengdir listamanninum, selja ýmsar vörur sem skreyttar eru með verkum hans. 

Við þetta gerir Banksy almennt ekki athugasemdir. Eitt af verkum hans er graffiti verk sem inniheldur setninguna „Copyright is for losers“ merkt hinu þekkta (c) í hring sem almennt er ætlað að gefa til kynna höfundarrétt (e. copyright) ásamt bókstöfunum „TM“ sem stendur fyrir trademark. Grafitti verk eftir Banksy.

Banksy hefur jafnvel gengið svo langt að veita aðgang að verkum sínum í hárri upplausn til afnota fyrir fólk. Í bók sinni „Wall and Peace“ lýsir listamaðurinn meðal annars skoðun sinni á höfundarétti á verkum auglýsenda sem birta auglýsingar í almennu rými. Hann telur að fráleitt sé að leita leyfis áður en hver geri það sem hann vill við slíkar auglýsingar. 

Að leita leyfis sé eins og að biðja sérstaklega um að fá að eiga steininn sem einhver hendir í hausinn á manni. 

Listamaðurinn virðist nú hafa farið þá leið að skrá sín þekktustu listaverk sem vörumerki innan Evrópusambandsins fyrir ýmsar vörur og þjónustu, þar með talið fyrir verkið sem skapaði umræðu hér á landi. Skráningin er í nafni félagsins Pest Control Office Limited. Í fyrsta skiptið sem Banksy höfðaði mál fyrir brot á réttindum sínum var það fyrst og fremst á grundvelli vörumerkjaréttar. Félagið sem er eigandi vörumerkjanna fékk nýlega staðfest lögbann gegn safni á Ítalíu sem setti upp sýningu með eftirprentunum af verkum hans. Meðal annars var krafist lögbanns gegn sölu á vörum merktum með listaverkum Banksy sem seld voru í gjafaverslun safnsins. 

Auglýsing
Athygli vekur að ekki var fallist á kröfuna á grundvelli höfundarréttar (e. copyright). Slíkt hefði getað gert það að verkum að félagið Pest Control Office Limited hefði þurft að sanna að það hefði öðlast höfundarrétt á verkum Banksy sem hefði hugsanlega haft í för með sér að nauðsynlegt hefði verið að nafngreina listamanninn í málinu.

Ekki er vitað hvort það að Banksy hafi ákveðið að höfða opinberlega sitt fyrsta mál á þessum grundvelli, þ.e. gegn sölu minjagripa í verslun safns, tengist á einhvern hátt þekktri heimildarmynd hans frá 2010 sem hét Exit through the gift shop.

Nú hefur þriðji aðili (sem selur heillaóskakort) krafist þess að vörumerkjaskráningin fyrir „Rage, the flower girl“ hjá Evrópusambandinu verði ógilt. Rökin eru meðal annars þau að eigandi vörumerkisins selji engar vörur eða þjónustu með vörumerkinu (myndinni) og hafi þvert á móti engar athugasemdir gert við að fjöldi ótengdra aðila selji vörur auðkenndar með vörumerkinu. Því hafi vörumerkið misst það grundvallar hlutverk sitt að vísa neytendum á uppruna þeirra vara sem merkið er skráð fyrir.

Þeir aðilar sem nú krefjast ógildingar á vörumerkjaskráningu á þeirri mynd sem hékk í eftirprentun á skrifstofu borgarstjóra halda því meðal annars fram að Banksy hafi aldrei ætlað sér að nota vörumerkið til að auðkenna vörur (enda hafi hann sjálfur ekki selt neinar vörur eða þjónustu undir merkinu) heldur hafi hann ætlað sér að „komast framhjá“ reglum um höfundarrétt með því að skrá vörumerkið og tryggja sér þannig vernd. Ýmsar ástæður gætu legið þar að baki, meðal annars að tryggja áframhaldandi nafnleynd listamannsins.

Listamaðurinn Banksy hefur brugðist við ógildingarmálinu með því að opna pop-up verslun í London þar sem unnt er að kaupa ýmsar vörur sem eru auðkenndar með þeim myndum hans sem skráðar eru sem vörumerki. 

Málið vekur upp áhugaverðar spurningar um skörun milli vörumerkjaréttar og höfundarréttar og er enn til meðferðar hjá European Intellectual Property Office.

Höfundur er lögmaður sem sérhæfir sig m.a. í hugverkarétti. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Einkarekstur í forgrunni – Umhverfisstefna Sjálfstæðisflokksins
Kjarninn 19. september 2021
Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Segir gæði vísindastarfs á Landspítala hafa hrakað á síðustu árum
Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir að öfugþróun hafi átt sér stað í vísindastarfi á Landspítala eftir að hann var gerður að háskólasjúkrahúsi árið 2000, og að ekkert skilgreint fjármagn hafi fengist til að sinna því.
Kjarninn 19. september 2021
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdraganda alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar