Auglýsing

Tollastríð Bandaríkjanna og Kínverja - og síðan einnig Evrópu - eru mikið áhyggjuefni fyrir Ísland. Ástæðan er ekki aðeins að allir tapi á tollastríðum að lokum, vegna neikvæðra áhrifa á hagvöxt og lífskjör, heldur einnig af því að það getur verið erfitt að spila rétt úr varnarleiknum.

Hvernig birtist tollastríðið á Íslandi? 

Í fyrsta lagi er endunýjaður áhugi Bandaríkjanna á norðurslóðum og Íslandi þar á meðal, augljóslega hluti af stórveldakapphlaupi við Kína og að einhverju leyti Rússland. Þetta þykir orðið nokkuð augljóst, sé horft til þess hvernig skrifað er um málin af helstu sérfræðingum. Staðan var meðal annars til umfjöllunar í ítarlegri fréttaskýringu Kjarnans, 30. ágúst síðastliðinn.

Auglýsing

Ísland þarf að marka sér stefnu gagnvart stöðunni, og þá hvort Ísland verði hluti af Belti og braut innviðastefnu Kínverja, eða geri viðskiptasamninga við Bandaríkin, sem styrkja viðskiptasambandið í sessi. Stórveldakapphlaupið er hluti af því sem kalla má tollastríð - þar sem stórveldin reyna að safna liði bandalagsþjóða og tryggja hagsmuni á einstökum svæðum.

Bandaríkjamenn eru langfjölmennasti ferðamannahópurinn á Íslandi.Ísland á orðið mikið undir viðskiptasambandi við Bandaríkin og er það land orðið stærsta viðskiptaland Íslands, þegar ferðaþjónustan er tekin með í reikninginn. Við erum orðin háð bandarískum ferðamönnum og áhuga þeirra á Íslandi, og megum ekki við því að það verði mikill afturkippur í þeim viðskiptum. 

Ólíkt mörgum öðrum þjóðum hefur Ísland verið að gera viðskiptasamninga við Kínverja og átt í viðræðum við Bandaríkin á sama tíma. Segja má að íslensk stjórnvöld séu að reyna að nýta stöðu sína til að opna dyr til austurs og vesturs, þrátt fyrir stórveldakapphlaupið.

Þessi misserin eru viðskipti með breiðþotur Boeing einnig í eldlínu tollastríðsins. Bandarísk stjórnvöld vilja hamla viðskiptum með Airbus þotur - mögulega (og líklega) - en kyrrsetningin á 737 Max vélum Boeing er farin að bíta verulega í flugvélaframleiðandann. 

Í þeirri stöðu sem upp er komin er kyrrsetningin á Max vélunum orðin að vopni þeirra þjóða, sem eiga í tollastríði við Bandaríkin. Um þetta var meðal annars skrifað í FT í vikunni. Boeing er stærsta útflutningsfyrirtæki Bandaríkjanna og greinilegt virðist, að þrýstingur á það að kyrrsetningu verði aflétt er að aukast mikið. Þetta nýta viðsemjendur Bandaríkjanna sér, ef marka má skrifin í FT.

Þetta hefur slæm áhrif á Íslandi. Loftbrúin milli Íslands og umheimsins er nú mikilvægasta fyrirbærið í hagkerfinu, ekki síst eftir uppgang ferðaþjónustunnar á undanförnum árum. Kyrrsetningin kemur sér illa fyrir Icelandair, eins og þekkt er, og því lengra sem hún dregst á langinn, því alvarlegri verður staðan fyrir Ísland. Flóknara er það ekki, eins og glögglega hefur mátt sjá á rekstri Icelandair að undanförnu. Loftbrúin er ekki aðeins mikilvæg fyrir ferðaþjónustuna heldur einnig vöruflutninga.

Stjórnvöld standa frammi fyrir erfiðu verkefni, að tryggja hagsmuni Íslands, því tollastríð eins og þessi sem farin eru af stað núna, eru ekki leyst með einni undirskrift. Þau eru hluti af þungum straumum sem vara lengi. 

Fyrir ári síðan skrifaði Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor, ítarlega greiningu á efnahagsstefnu Bandaríkjanna í Vísbendingu, þar sem tollum er beitt miskunnarlaust til að vinna að framgangi einhvers sem eiga að vera bandarískir hagsmunir. 

Í grein sinni sagði Gylfi meðal annars: „Ekki er lík­legt að toll­arnir bæti hag Banda­ríkj­anna. Í fyrsta lagi er veru­legur hluti af inn­flutn­ingi frá Kína fram­leiddur af banda­rískum fyr­ir­tækjum í Kína sem þá nota ódýrt vinnu­afl. Far­símar Apple fyr­ir­tæk­is­ins eru fram­leiddir í Kína og verða þá tollar til þess að hækka verð á þeim fyrir banda­ríska neyt­end­ur. Í öðru lagi geta banda­rísk fyr­ir­tæki brugð­ist við toll­unum með því að flytja fram­leiðslu til þriðja rík­is, t.d. Víetnam. Í þriðja lagi gætu þau flutt fram­leiðsl­una til Banda­ríkj­anna en látið vélar og tölvur um fram­leiðsl­una en ekki inn­lent vinnu­afl.“

Erfitt er að greina sigurvegara úr þessari lýsingu á áhrifum tollastríðsins.

Tollastríð eru vondar fréttir fyrir lítið eyríki eins og Ísland, sem er langt frá mörkuðum og er verulega háð góðu markaðsaðgengi. Þau eru að mörgu leyti versti óvinur smáþjóða sem geta verið berskjölduð fyrir óbeinum áhrifum þeirra. Mikilvægt er að stjórnvöld geri ekki lítið úr stöðunni, sem komin er upp, og reyni að tryggja hagsmuni Íslands sem best. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meiri líkur en minni á því að hægt verði að mynda miðjustjórn sem teygir sig til vinstri
Þrjár gerðir fjögurra flokka stjórna sem innihalda miðju- og vinstriflokka mælast með meiri líkur á að geta orðið til en sitjandi ríkisstjórn hefur á því að sitja áfram.
Kjarninn 20. september 2021
Frá undirritun lífskjarasamningsins í apríl árið 2019.
Forsendur brostnar og örlög lífskjarasamningsins ráðist 30. september
Forsendunefnd ASÍ og SA hefur komist að þeirri niðurstöðu að forsendur lífskjarasamningsins frá 2019 séu brostnar, hvað aðgerðir stjórnvalda varðar. Formaður VR segir að örlög samninganna muni ráðast á fundi samninganefnda ASÍ og SA 30. september.
Kjarninn 20. september 2021
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu er engin töfralausn
Kjarninn 20. september 2021
Þorvarður Bergmann Kjartansson
Þegar sumir hafa vald yfir öðrum
Kjarninn 20. september 2021
Hildur Gunnarsdóttir
Húsnæðispólitík og arkitektúr
Kjarninn 20. september 2021
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins
Gæti kostað 50-60 milljarða að gera 350 þúsund króna laun skatt- og skerðingalaus
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Ingu Sæland um að færsla á persónuafslætti frá „þeim ríku“ til hinna efnaminni geti fjármagnað 350 þúsund króna skattfrjálsa framfærslu.
Kjarninn 20. september 2021
Segja mikilvægt að undirbúa innviði og regluverk fyrir græna orkuframleiðslu
Íslendingar ættu að nýta þau tækifæri sem felast í orkuskiptum hérlendis og undirbúa innviði og regluverk fyrir samkeppnishæfa framleiðslu á kolefnislausum orkugjöfum, að mati tveggja verkfræðinga hjá EFLU.
Kjarninn 20. september 2021
Jóhann Friðrik Friðriksson
Heilbrigðiskerfi ekki óheilbrigðiskerfi
Kjarninn 20. september 2021
Meira úr sama flokkiLeiðari