Um efnahagslegar afleiðingar Trumps

Hver verða áhrifin af efnahagsstefnu Trumps fyrir umheiminn? Hvað þýðir tollastríðið fyrir fyrirtæki og þjóðríki? Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, rýnir í breytingar sem Donald Trump hefur leitt fram í valdatíð sinni sem Bandaríkjaforseti.

Gylfi Zoega
Donald Trump
Auglýsing

Per­sóna Don­ald Trumps kemur oft fyrir í frétta­tímum sjón­varps­stöða þessa dag­ana og eru skoð­anir skiptar um ágæti for­set­ans. Hins vegar er mik­il­vægt að geta aðreint per­sónu hans og aðgerð­ir. Hvað hefur breyst með hinum nýja for­seta og hverjar eru lík­legar afleið­ingar gerða hans? Í við­tali við Fin­ancial Times fyrir nokkrum vikum lýsti Henry Kissen­ger því yfir að Trump væri hold­gerv­ingur breyttra tíma en ekki með­vituð orsök. Svo hvernig hefur heim­ur­inn breyst og af hverju er per­sóna Trump hold­gervin­ugur þess­ara breyt­inga?

Orsakir vin­sælda for­set­ans

Stjórn­mál á Vestu­löndum hafa þró­ast á óvæntan hátt und­an­farin ár. Bret­land á í deilum við önnur ríki Evr­ópu­sam­bands­ins um skil­mála brott­hvarfs úr Evr­ópu­sam­band­inu. Í Pól­landi og Ung­verja­landi eru þjóð­ern­is­sinn­aðir hægri­flokkar við völd og á Ítalíu er komin rík­is­stjórn sem hefur efa­semdir um ágæti Evr­ópu­sam­starfs­ins og evr­unn­ar. Hægri­s­inn­aðir þjóð­ern­is­flokkar eru einnig vin­sælir í Hollandi, Frakk­landi, Sví­þjóð og Þýska­landi og þótt þeir séu ekki við völd í þessum síð­ast­nefndu löndum þá setja vin­sældir þeirra stjórn­völdum skorð­ur.

Stjórn­mála­hreyf­ing Trumps og sam­bæri­legar hreyf­ingar í Evr­ópu eiga sam­eig­in­leg þrenn ein­kenni. Í fyrsta lagi eru þau undir stjórn ein­stak­lings og sækja fylgi til per­sónu hans. Þessi ein­stak­lingur ákvarðar stefn­una og það er dóm­greind hans sem ræður en ekki sam­þykktir flokks­þinga. Í öðru lagi sýna stjórn­mála­hreyf­ing­arnar inn­lendum stofn­unu, alþjóða­sam­vinnu og alþjóða­sam­tökum litla virð­ingu. Hreyf­ing­arnar fara þannig á móti fjöl­miðl­um, háskól­um, fjár­mála­stofn­unum og alþjóða­sam­tök­um, svo nokkur dæmi séu nefnd. Evr­ópu­sam­bandið verður oft fyrir gagn­rýni og árásum þess­ara aðila enda bygg­ist það á sam­vinnu þjóða og sam­eig­in­legu reglu­verki. Í þriðja lagi leggja þessir aðilar áherslu á hags­muni „inn­fæddra“ og þá ógn sem að þeim steðjar frá inn­flytj­endum og fólki sem hefur annað húð­lit, trú­ar­brögð eða venj­ur. Slíkar hreyf­ingar sem byggja á sterkum leið­toga, þjóð­ern­is­hyggju og and­ófi gegn ríkj­andi viðhorfum og stofn­unum hafa verið kall­aðar „pop­ul­ískar“ af stjórn­mála­fræð­ing­um.

Auglýsing

Orsakir vin­sælda þjóð­ern­is­hreyf­ing­anna hafa verið rann­sak­aðar und­an­farin ár og hefur komið í ljós að fylgi þeirra má rekja til hópa kjós­enda sem van­treysta hinum hef­bundnu flokkum og hræð­ast breyt­ing­ar. Þessir kjós­endur eru yfir­leitt eldri, búsettir í stjál­býli, minna mennt­aðir og telja hags­munum sínum ógnað af inn­flutn­ingi vinnu­afls og alþjóða­við­skipt­um. Þetta á einnig við í Banda­ríkj­un­um. Hlut­skipti hvíta minni­hlut­ans í Banda­ríkj­unum sem ekki hefur háskóla­próf er ekki gott. Dán­ar­tíðni innan hóps­ins hefur farið hækk­andi um nokk­urt skeið, þannig eru dán­ar­líkur fimm­tugs hvíts manns sem ekki hefur háskóla­próf nú hærri en föður hans þegar hann var á sama aldri. Ástæð­una má rekja til lyfja­nokt­un­ar, mis­notk­unar á áfengi og sjálfs­morða. Þannig hafa hvítir Banda­ríkja­menn sem ekki hafa háskóla­próf það að jafn­aði slæmt og verra en kyn­slóð for­eldra hafði það. Á meðan for­eldr­ar, afar og ömmur höfðu betur launuð störk í iðn­aði þá þarf núlif­andi kyn­slóð að láta sér nægja lágt launuð störf í þjón­ustu­geir­an­um. Heilsu­kvillar er algengir, t.d. er tíðni krónískra verkja há, og lyfjum er þá beitt til þess að bæta líð­an, t.d. opi­odar og heróín. Lyfja­mis­notkun fylgir oft í kjöl­far­ið.

Donald Trump hefur stillt Kína upp sem óvini núm er eitt, þegar kemur að efnahagsmálum.

Áhyggjur af vax­andi veldi Kína hafa einnig aukið vin­sældir Trumps. Sú von að frjáls alþjóða­við­skipti auki frelsi og mann­rétt­indi í Kína hefur ekki ræst og vax­andi her­veldi Kína er farið að ógna alþjóð­legum skipa­leið­um. Við­skipta­halli Banda­ríkj­anna gagn­vart Kína nam 375 millj­örðum doll­ara árið 2017 en þá fluttu Banda­ríkin út vörur og þjón­ustu til Kína fyrir 130 milljar­aða á meðan Kín­verjar flutti vörur til Banda­ríkj­anna fyrir 506 millj­arða doll­ara. Unnt er að reikna út hversu mörg störf hafa tap­ast í Banda­rískum iðn­aði vegna inn­flutn­ings á iðn­varn­ingi frá Kína og skipta þau nokkrum millj­ón­um.

Aðgerðir Trumps

Hingað til hafa ákvarð­anir og stefna Trumps haft áhrif á sviði dóms­mála, alþjóða­við­skipta, skatta og reglu­verks.

Rík­is­stjórn Trump hefur skipað fjölda hægri­s­inn­aðra dóm­ara í emb­ætti. Nú stendur til að skipa nýjan hæsta­rétt­ar­dóm­ara en skipan Brett Kavin­augh gæti, m.a., orðið til þess að afnema rétt kvenna til fóst­ur­eyð­inga. Áhrifa emb­ætt­is­veit­ing­anna mun gæta um langa fram­tíð.

Skattar á fyr­ir­tæki og hátekju­fólk hafa verið lækk­að­ir, einkum á fyr­ir­tæki sem eiga í fast­eigna­við­skipt­um. Þessi skatta­lækkun magnar upp­sveiflu efna­hags­lífs­ins þegar til skamms tíma er litið en eykur skuldir rík­is­sjóðs mikið þegar lengri tíma er lit­ið. Skatta­lækk­an­irnar hafa aukið hag­vöxt og skýra að hluta af hverju efna­hags­líf­inu gengur vel um þessar mund­ir.

En skatta­lækk­an­irnar hafa sína skugga­hlið. Skulda­staða rík­is­sjóðs er bág og fer ört versn­andi. Skuld­irnar eru nú rúm­lega ein lands­fram­leiðsla og Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn spáir því að rík­is­skuldir muni vaxa meira í Banda­ríkj­unum en í öðrum þró­uðum ríkjum næstu árin, aukast um 8.9% af vergri lands­fram­leiðslu fram til árs­ins 2023. Á næstu þremur árum mun halli á rík­is­sjóði Banda­ríkj­ann nema einni trilljón doll­ara. Þessi halla­rekstur hefur tvenns konar áhrif. Í fyrsta lagi verður meiri spenna í hag­kerf­inu þegar til skemmri tíma er litið sem kallar á hærri vexti og sterk­ari doll­ar.  Þetta mun engan veg­inn hjálpa hvítum Banda­ríkja­mönnum vegna þess að útflutn­ingur iðn­að­ar­vara verður erf­ið­ari, sam­keppn­is­staða verri. Í öðru lagi verða skuldir rík­iss­ins hærri þegar hag­kerfið fer í næstu kreppu og þá erf­ið­ara að bregð­ast við krepp­unni með því að slaka á aðhaldi í rík­is­fjár­málum eins og gert var árin 2008 og 2009.

Rík­is­stjórn Trump hefur lagt á tolla á inn­flutn­ing frá Kína, Kanada og Evr­ópu­sam­band­inu.  Nú í vik­unni voru lagðir tollar á 200 millj­arða doll­ara inn­flutn­ing frá Kína. Þessi lönd hafa síðan svarað í sömu mynt.  Með toll­unum á að minnka við­skipta­halla Banda­ríkj­anna við Kína og flytja störf frá Kína til Banda­ríkj­anna. Ekki er lík­legt að toll­arnir bæti hag Banda­ríkj­anna. Í fyrsta lagi er veru­legur hluti af inn­flultn­ingi frá Kína fram­leiddur af banda­rískum fyr­ir­tækjum í Kína sem þá nota ódýrt vinnu­afl. Far­símar Apple fyr­ir­tæk­is­ins eru fram­leiddir í Kína og verða þá tollar til þess að hækka verð á þeim fyrir banda­ríska neyt­end­ur. Í öðru lagi geta banda­rísk fyr­ir­tæki brugð­ist við toll­unum með því að flytja fram­leiðslu til þriðja rík­is, t.d. Víetnam. Í þriðja lagi gætu þau flutt fram­leiðsl­una til Banda­ríkj­anna en látið vélar og tölvur um fram­leiðsl­una en ekki inn­lent vinnu­afl.

Það sem mestu máli skiptir er þó að við­skipta­halli þjóðar felur í sér að hún eyðir um efni fram, þjóð­ar­út­gjöld eru meiri en þjóð­ar­fram­leiðsla. Tollar breyta hér engu um. Við­skipta­halli Banda­ríkj­anna minnkar ein­ungis ef Banda­ríkja­menn fara að spara meira, opin­ber sparn­aður er auk­inn eða fjár­fest­ing minnk­ar. Minni sparn­aður í við­skipta­löndum hefur sömu áhrif, aukin útgjöld í Þýska­landi, svo dæmi sé tek­ið, myndi minnka við­skipta­af­gang þess lands og þá einng við­skipta­halla Banda­ríkj­anna, sparn­aður í síð­ar­nefnda land­inu myndi aukast. Skatta­lækk­anir Trumps minnka opin­beran sparnað sem að öðru óbreyttu eykur á við­skipta­hall­ann.

Höf­undur er pró­fessor í hag­fræði. Lengri og ítar­legri útgáfa af grein­inni birt­ist í Vís­bend­ingu sem kom til áskrif­enda í dag, 28. sept­em­ber. Hér er hægt að ger­ast áskrif­andi.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efsta lagið á Íslandi á nær öll verðbréf í beinni eigu einstaklinga hérlendis
Á sex ára tímabili hefur verðbréfaeign Íslendinga vaxið um 192 milljarða króna, eða um 52 prósent. Af þeirri upphæð hefur 175 milljarðar króna farið til þeirra tíu prósenta landsmanna sem mest eiga, eða 91 prósent.
Kjarninn 27. september 2020
Vörur Gaza Company byggja hvort tveggja á íslenskum og palenstínskum hefðum í saumaskap.
Gjöf frá Gaza
Markmið verkefnisins Gjöf frá Gaza er að hjálpa palestínskum konum að halda fjárhagslegu sjálfstæði sínu svo þær geti framfleytt sér og fjölskyldum sínum. Nú má kaupa vörur Gaza Company á Karolinafund og styðja þannig við verkefnið.
Kjarninn 27. september 2020
Eggert Gunnarsson
Stórihvellur
Kjarninn 27. september 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir
Nokkur orð um stöðuna
Kjarninn 27. september 2020
Halldór Benjamín var gestur í Silfrinu í dag.
Segir algjöran skort hafa verið á samtali
Halldór Benjamín Þorbergsson sagði í Silfrinu í morgun að verkalýðshreyfingin hefði hafnað því að eiga í samtali um útfærsluatriði Lífskjarasamnings. Kosning fyrirtækja innan SA um afstöðu til uppsagnar kjarasamninga hefst á morgun.
Kjarninn 27. september 2020
Tuttugu ný smit innanlands – fjölgar á sjúkrahúsi
Fjórir einstaklingar liggja nú á sjúkrahúsi vegna COVID-19 og fjölgar um tvo milli daga. Einn sjúklingur er á gjörgæslu.
Kjarninn 27. september 2020
Framundan er stór krísa en við höfum val
„Okkar lærdómur af heimsfaraldrinum er sá að við höfum gengið of hart fram gagnvart náttúrunni og það er ekki víst að leiðin sem við vorum á sé sú besta,“ segir Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur.
Kjarninn 27. september 2020
James Albert Bond er hér til vinstri ásamt Daniel Craig sem hefur farið með hlutverk njósnarans James Bond síðustu ár.
Bond, James Bond
Margir kannast við eina frægustu persónu hvíta tjaldsins, James Bond njósnara hennar hátignar. Sem ætíð sleppur lifandi, þótt stundum standi tæpt. Færri vita að til var breskur njósnari með sama nafni, sá starfaði fyrir Breta í Póllandi.
Kjarninn 27. september 2020
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar