USMarine

Ísland mitt á spennusvæði í norðri

Varaforseti Bandaríkjanna, Mike Pence, er á leið til Íslands 4. september í opinbera heimsókn. Titringur hefur verið vegna komu hans, og spurt er; hvert er hans meginerindi? Heimsóknin ber upp á sama tíma og Bandaríkin hafa sýnt málefnum norðurslóða vaxandi áhuga. Viðskiptasamband Íslands og Bandaríkjanna hefur aldrei verið nánara en nú, eftir mikinn vöxt í komu Bandaríkjamanna til Íslands.

Þó Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti steli oftar en ekki sviðs­ljós­inu þá á það ekki alltaf við. Á dög­unum var það Græn­land, en þó á þeim for­sendum að Trump hafði lýst yfir áhuga á því að rík­is­sjóður Banda­ríkj­anna hrein­lega keypti landið með öllu til­heyr­andi. Hug­mynd­inni var mætt með háði í Græn­landi og raunar Dan­mörku einnig, enda þótti hug­myndin fjarri raun­veru­leik­an­um, bein­línis móðg­andi. Brand­arar flugu í fjöl­miðl­um, og var því meðal ann­ars velt upp í danska blað­inu Politi­ken hvort Græn­land gæti ekki keypt Banda­ríkin frek­ar.

Vina­ríki þrátt fyrir allt

For­sæt­is­ráð­herra Dan­merk­ur, Mette Fred­riksen, var ósátt við yfir­lýs­ingar Trumps um áhug­ann á Græn­landi og einnig þegar hann ákvað að aflýsa opin­berri heim­sókn sinni til Dan­merk­ur. Hún sagði Banda­ríkin vina­ríki Dana, og það væri móðg­andi að aflýsa heim­sóknum á síð­ustu stundu, útaf ein­hverju sem ekki væri hægt að taka alvar­lega. 

Engu að síður hefur Trump sagt að þau hafi skilið í góðu og að opin­ber heim­sókn muni fara fram á öðrum tíma. 

Þessi áhugi á Græn­landi – sem fyrst var greint frá í fréttum Was­hington Post og Wall Street Journal – hefur sett stöðu norð­ur­slóða í nýtt sam­hengi og umræða um þær er nú komin inn á hita­kort helstu umfjöll­un­ar­efna þegar kemur að utan­rík­is­stefnu Banda­ríkj­anna. 

Áhug­inn er hluti af alþjóða­pólistíkum breyt­ingum þar sem norð­ur­slóðir eru sífellt að verða eft­ir­sókn­ar­verð­ara svæði fyrir stór fyr­ir­tæki og þjóð­ríki. Opnun sigl­ing­ar­leiða, mögu­legar ónýttar nátt­úru­auð­lindir og góð stað­setn­ing fyrir her­stöð á ófrið­ar­tím­um, hafa verið nefndar sem ástæður fyrir því að Banda­ríkin horfi nú meira til norð­ur­slóða.

Varn­ar­mála­ráð­herr­ann sýndi klærnar

Hug­myndin um að Banda­ríkin kaupi Græn­land er ekki ný af nál­inni. Harry Truman vildi að Banda­ríkin keyptu Græn­land fyrir 100 millj­ónir Banda­ríkja­dala, um 12,5 millj­arða króna, árið 1946. Þá var staðan í heim­inum óstöðug enn eftir seinna stríð, sem lauk 1945. Truman taldi að Banda­ríkin gætu betur tryggt hags­muni sína með því að eiga Græn­land, og til fram­tíðar yrði það til þess að auka líkur á að Banda­ríkin gætu tryggt frið og örygg­i. 

Í umfjöllun PolitiFact, sem meðal ann­ars hefur hlotið Pulitzer verð­laun fyrir umfjöllun sína um alþjóða­mál, segir að áhugi Banda­ríkj­anna á auknum umsvifum á norð­ur­slóðum hafi glögg­lega sést við mörg til­efni að und­an­förn­u. 

Þannig hafi James Matt­is, fyrr­ver­andi varn­ar­mála­ráð­herra Banda­ríkj­anna, haft bein afskipti af því þegar Kín­verjar voru að reyna að auka umsvif sín með fjár­mögnun inn­viða­fram­kvæmda á Græn­landi. Þetta gerð­ist meðal ann­ars þegar kín­verskur verk­taki sótti það fast að fá að byggja flug­völl, en Mattis lét emb­ætt­is­menn vern­ar­mála­ráðu­neyt­is­ins hafa beint sam­band við Dani og koma í veg fyrir að Kín­verjar fengju að breiða úr sér enn meira. Að lokum fór það svo að Danir breyttu aðferð­inni við fjár­mögnun fram­kvæmd­anna, og urðu að hluta eig­endur að verk­efn­inu beint og fjár­mögn­uðu það einnig en ekki Kín­verj­ar.

Mattis er sagður hafa rætt tölu­vert um norð­ur­slóðir á til­tölu­lega stuttum starfs­tíma sínum í varn­ar­mála­ráðu­neyt­inu, en hann sagði af sér vegna ágrein­ings við Trump og hans helstu ráð­gjafa 21. des­em­ber í fyrra. Áhug­inn byggir meðal ann­ars á auknum hern­að­ar­um­svifum Rússa og Kín­verja á öllum norð­ur­slóð­um. Frá því að banda­ríski her­inn fór frá Íslandi árið 2006 hafa umsvif Rússa og Kín­verja auk­ist á norð­ur­slóð­u­m. 

Einkum á þetta við um síð­asta ára­tug, og virð­ast Banda­ríkja­menn ótt­ast að sama staða geti mynd­ast á norð­ur­slóðum og í Suð­ur­-Kína­hafi. Þar er víg­bún­að­ar­kapp­hlaup og deilur um yfir­ráða­svæði í algleym­ingi og ekki sér fyrir end­ann á þeitti stöðu. Mike Pompeo, utan­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna,  gerði þetta meðal ann­ars að umtals­efni í ræðu sinni í maí þegar Ísland tók við for­mennsku í Norð­ur­skauts­ráð­inu. Í ræð­unni sagði hann meðal ann­ars: „Viljum við að norð­ur­slóðir þró­ist með sama hætti og í Suð­ur­-Kína­hafi?“ Síðan sagði hann að Rússar hefði verið að auka umsvif sín og Banda­ríkin myndu nú ein­beita sér meira af því að byggja upp sterk­ari sam­vinnu við ríki á norð­ur­slóð­um, og nefndi Græn­land sér­stak­lega í því sam­hengi.

Ísland er í lyk­il­stöðu

Ísland tók við for­mennsku í Norð­ur­skauts­ráð­inu í maí og má segja að það sé í lyk­il­hlut­verki þegar kemur að því að byggja upp sam­vinnu ríkja sem eiga aðild að því. Ríkin sem eiga aðild að ráð­inu eru Norð­ur­lönd­in; Ísland, Sví­þjóð, Dan­mörk, Nor­egur og Finn­land; ásamt Banda­ríkj­un­um, Rúss­landi og Kanada. Sam­an­lagður íbúa­fjöldi þess­ara landa er 534 millj­ón­ir, eða svip­aður íbúa­fjöldi og nemur lönd­unum sem eru í Evr­ópu­sam­band­inu. Það er um 7 pró­sent af heildar­í­búa­fjölda jarð­ar.

Þrjú ríki eru aðilar að Evr­ópu­sam­band­inu af þeim sem eru í ráð­inu, Sví­þjóð, Dan­mörk og Finn­land. Lang­fjöl­menn­ast er Banda­ríkin með 327 millj­ónir íbúa og síðan Rúss­land með 144 millj­ón­ir. 

Oft­ast nær, frá stofnun 1996, hefur tek­ist að hafa sam­vinn­una þétta og hafa yfir­lýs­ingar land­anna verið sam­eig­in­legar um meg­in­mark­mið. Breyt­ing varð á í þetta sinn, í fyrsta skipti frá stofn­un, en Banda­ríkin settu sig upp á móti ýmsum atriðum í hinni sam­eig­in­legu yfir­lýs­ingu, þar á meðal til­vís­unum í lofts­lags­mál. Eftir sem áður lýstu allir ráð­herra, í sér­stakri ráð­herra­yf­ir­lýs­ingu, yfir vilja til sam­starfs um mik­il­væg mál­efni Norð­ur­slóða. 

Vax­andi við­skipta­sam­band

Eitt atriði hefur breyst veru­lega á und­an­förnum árum, þegar Ísland og Banda­ríkin eru ann­ars veg­ar. Við­skipta­sam­band þjóð­anna hefur gjör­breyst og raunar kúvenst. Það er nú orðið mun umfangs­meira en það var, og má segja að hag­vaxt­ar­skeiðið á und­an­förnum árum - frá 2011 til og með 2018 – hafi ekki síst byggt á sterkar við­skipta­sam­bandi við Banda­rík­in. Ferða­menn frá Banda­ríkj­unum hafa þar verið í lyk­il­hlut­verki. Frá árinu 2010 hefur vöxt­ur­inn í ferða­þjón­ustu verið ævin­týra­legur en hann hefur ekki síst byggt á betri flug­sam­göngum til Banda­ríkj­anna. WOW air byggði meðal ann­ars um lof­brú til Banda­ríkj­anna, en fall félags­ins hefur verið tölu­vert áfall þegar kemur að teng­ingu við Banda­rík­in. 

Icelandair hefur einnig byggt upp sterka loft­brú við Banda­rík­in, en sam­drátt­ur­inn miðað við töl­urnar frá ágúst í fyrra til júlí á þessu ári hefur ekki verið eins mik­ill og ótt­ast var í fyrstu eftir fall WOW air í mar­s. 

Sam­tals fækk­aði komum Banda­ríkja­manna um 7,1 pró­sent á fyrr­nefndu tíma­bili miðað við árið á und­an. Engu að síður eru banda­rískir ferða­menn lang­sam­lega fjöl­menn­asti hóp­ur­inn sem heim­sækir Ísland. Á fyrr­nefndu tíma­bili komu 581 þús­und banda­rískir ferða­menn til lands­ins eða um 27,3 pró­sent af heild­inni. Næst á eftir Banda­ríkja­mönnum koma Bret­ar, en þeir voru 275 þús­und, eða um 11 pró­sent af heild. 

Íslensk ferða­þjón­usta – og þar með landið allt – á því mikið undir því að loft­brúin hald­ist góð við Banda­rík­in. Sam­hliða þessum mikla vexti í komum Banda­ríkja­manna til lands­ins hafa önnur við­skipti, með vörur og þjón­ustu, einnig verið að vaxa. Vöxt­ur­inn hefur verið á bil­inu 20 til 30 pró­sent á árunum 2016 til 2018. Í þessum vexti er loft­brúin lyk­il­at­riði þar sem vöru­flutn­ingar hafa auk­ist umtals­vert með henni.

Sókn­ar­færi fyrir hendi

Þrátt fyrir að við­skipta­sam­band Íslands og Banda­ríkj­anna sé í miklum blóma þessi miss­er­in, og hafi aldrei verið mik­il­væg­ara fyrir Ísland, þá eru marg­vís­leg tæki­færi fyrir hendi í að styrkja það. Þetta á einkum við um vöru­út­flutn­ing, sjáv­ar­af­urðir þar á með­al. Þrátt fyrir að Banda­ríkin sé mik­il­vægt mark­aðs­svæði, þá er það ekki eins og stór mark­aður og það gæti ver­ið, með öfl­ug­ara mark­aðs- og sölu­starfi. Bret­land, Spánn og í seinni tíð Aust­ur-­Evr­ópu­ríki sömu­leið­is, eru mik­il­væg­ari þegar kemur að sjáv­ar­af­urð­um.

Ísland hefur færi á að ræða við­skipta­sam­bandið við Mike Pence og hans föru­neyti. Nýr sendi­herra, Jef­frey Russ Gunter, hefur talað fyrir því við íslensk stjórn­völd – á fundum og á öðrum vett­vangi þar sem við­ræður hafa átt sér stað – að hann vilji styrkja sam­band ríkj­anna, á breiðum grunni. Vina­þjóða­sam­band Íslands og Banda­ríkj­ana eigi sér langa sögu, og það sé hans mark­mið - og bandrískra stjórn­valda – að styrkja það. 

Opnun sigl­ing­ar­leiða og orkan

Líkt og Pompeo kom inn á í ræðu sinni á fundi Norð­ur­skauts­ráðs­ins í maí, þá hefur vax­andi athygli verið á norð­ur­slóðum vegna sigl­inga bæði austur og vestur yfir. Sigl­ing­ar­leið­irnar eru taldar vera fram­tíð­ar­flutn­inga­leiðir og gæti farið svo að mikil tæki­færi skap­ist sökum þessa fyrir ríki á norð­ur­slóð­um. Ísland er þar á með­al, og það sama á við um Græn­land, Fær­eyj­ar, Noreg og Skotland, svo dæmi séu nefnd. 

Stór­fyr­ir­tæki fylgj­ast grannt með þróun mála á svæð­inu, ekki ein­unigs á sviði flutn­inga heldur einnig olíu­við­skipta og orku­við­skipta. Eins og marg hefur komið fram þá eru lagn­ing sæstrenga, til að selja um raf­magn, eitt af því sem gæti orðið stórt mál á norð­ur­slóðum í fram­tíð­inni. Að mörgu leyti er það þegar orðið það en Norð­menn vinnu nú eftir áætlun um að koma upp sex sæstrengjum til að selja raf­magn til Evr­ópu en sá fyrsti sem lagður var frá Nor­egi til Rott­er­dam í Hollandi hefur reynst mun ábata­sam­ari fyrir Noreg heldur en áætl­anir gerðu ráð fyrir í upp­hafi. 

Auk þess byggir ákvörðun Norð­manna um lagn­ingu sæstrengja á því að með því að útvega Evr­ópu raf­magn sem kemur frá end­ur­nýj­an­legum orku­gjöf­um, meðal ann­ars vatns­afli og vind­orku, þá sé Nor­egur að leggja sitt af mörkum til að skipta út meng­andi orku og hjálpa til við að nýta orku bet­ur, sem er eitt stærsta við­fangs­efni sam­tím­ans og lyk­il­at­riði í alþjóð­legum aðgerðum til að sporna gegn mengun og orku­só­un. 

Sam­kvæmt skrifum PolitiFact hafa banda­rísk yfir­völd meðal ann­ars rætt um að Græn­land geti orðið mik­il­vægt í fram­tíð­inni til að útvega umheim­inum raf­magn. Það muni geta í raun virkað eins og batt­erý í umheim­inn. Áhugi Banda­ríkj­anna á Græn­landi byggir meðal ann­ars á þessu mati, þó það vegi þyngra að tryggja það að Banda­ríkin ráði yfir umráða­svæð­inu frekar en Kín­verjar eða Rúss­ar.

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.
Mynd: Birgir Þór

Rússar ögra Norð­mönnum

Her­æf­ingar Rússa við landa­mæri Nor­egs í norð­ur­hluta Nor­egs hafa valdið miklum titr­ingi í norskum stjórn­málum og hafa yfir­menn norska hers­ins sagt að Rússar séu að ögra Nor­egi og NATO með æfingum sín­um. 

Síð­ast um miðjan ágúst þá hófust umfangs­miklar her­æf­ingar Rússa í Nor­egs­hafi, og lét Haakon Brun-Han­sen, flota­for­ingi í norska hern­um, hafa eftir sér í við­tali við norska rík­is­út­varpið að með þessu væru Rússar að loka aðgangi NATO að Eystra­salti, Norð­ur­sjó og Nor­egs­hafi á mik­il­vægum tímum fyrir stöðu mála á norðslóð­um. Æfingin – eða aðgerð­in, eftir því hvernig á það er litið - er veru­lega umfangs­mikil en um 30 her­skip Rússa taka þátt í henni. Þar á meðal eru kaf­bát­ar, birgða­skip og tund­ur­spillir af stærstu gerð. 

Han­sen sagði í við­tali að mik­il­vægt væri fyrir Noreg að taka þessu ekki af létt­úð. Þetta væru ögr­anir við land­ið. Með þaul­skipu­lögðum aðgerðum væru Rússar sífellt að sækja í sig veðrið á norð­ur­slóðum og væru alls staðar að sjá til þess að hags­munir þeirra væru ofar hags­munum ann­arra þjóða á svæð­in­u. 

Í norðri, við landa­mæri Nor­egs og Rúss­lands, hafa verið sér­stak­lega umfangs­miklar her­æf­ingar und­an­farna mán­uði og var meðal ann­ars þús­und manna herð­lið þar við æfing­ar, með þátt­töku tíu her­skipa, í sum­ar. Æfing­arnar fóru fram á her­stöðvum Rússa og á Kams­tjaka-skaga, en margar her­stöðvar Rússa hafa að und­an­förnu verið vopn­væddar með nýjum vopnum og öll aðstaða verði bætt til muna. Nú er ekki hægt að segja eins og sagt var fyrir tíu árum um her Rússa, að hann væri ein­fald­lega með léleg vopn og ekki lík­legur til þess að ógna nein­um. Þvert á móti hefur rúss­neski her­inn verið að ganga í gegnum upp­færslu­á­ætlun sem er far­inn að skila árangri. 

Rússar að æfa innrás, á heræfingu í norðurhluta Rússlands.

Han­sen lét hafa eftir sér í við­tal­inu, að Nor­egur væri að upp­lifa spennu á þessu svæði vegna legu sinnar en spennu­þrungin staða - með víg­bún­að­ar­kapp­hlaupi - væri hluti af stór­veldaslag, þar sem Banda­rík­in, Rússa­land og mögu­lega Kína væru und­ir. Han­sen sagði að Nor­egur gæti beitt sér til að stuðla að meiri stöð­ug­leika á svæð­inu, og það væri hlut­verk sem þyrfti að taka alvar­lega. 

Rússar hafa einnig verið að víg­bú­ast með upp­setn­ingu á skot­pöllum fyrir skamm­drægar flaugar skammt frá landa­mærum Nor­egs og Finn­lands. Yfir­stjórn Norð­ur­flota Rússa til­kynnit nýverið um þessar aðgerðir og sagði þær lið í því að verja loft­helgi Rússa á þessu svæði, en þessi skot­pallur verður á Pet­samó-­svæð­inu, skammt frá landa­mær­unum nágrann­anna. Her­stöð Rússa, sem meðal ann­ars mun þjón­usta þetta svæði, er ein­ungis 10 kíló­metrum frá landa­mærum Nor­egs, sam­kvæmt umfjöllun Barent Obser­ver, sem fjallar um varn­ar­mál á þessu svæð­i. 

Getur smá­ríkið stillt til friðar og sam­starfs?

Eitt af því sem íslensk stjórn­völd munu vafa­lítið und­ir­búa, áður en Mike Pence vara­for­seti kemur til Íslands, 4. sept­em­ber, er hvernig þau eigi að koma fram með sín sjón­ar­mið þegar kemur að stöðu mála á Norð­ur­slóð­um. Sem leið­toga­þjóð í Norð­ur­skauts­ráð­inu þá getur Ísland haft mikil áhrif á það hvernig sam­starf þjóða verður á þessu svæði á næst­unn­i. 

Eng­inn hefur áhuga á víg­búnaða­kapp­hlaupi á norð­ur­slóð­um, en að hluta til - þegar horft er til stöð­unnar í norð­ur­hluta Nor­egs og Rúss­landi, þá er það þegar haf­ið. Miklar æfingar rúss­neska hers­ins á sjó segja líka sína sögu. Valda­brölt stór­velda heims­ins teygir nú anga sína, í það minnsta að hluta, til Íslands. Fyrir frið­elsk­andi smá­ríki eins og Íslands getur skap­ast tæki­færi til að jákvæð áhrif, með sam­tölum við Pence og föru­neyti hans. Á sama tíma og rætt er um hvernig megi tryggja hið mik­il­væga og ört vax­andi við­skipta­sam­band Íslands og Banda­ríkj­anna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar