Nýsköpun og opinber innkaup

Lögmaður hjá Ríkiskaupum segir nýsköpun við opinber innkaup skila aukinni samkeppni og um leið hagkvæmni við innkaupin.

Auglýsing

Nú á dögunum lauk fyrsta Nýsköpunarmóti hins opinbera. Nýsköpunarmótið var sameiginlegt verkefni Nýsköpunarmiðstöðvar, Ríkiskaupa og Fjármála-og efnahagsráðuneytisins.

Markmiðið með mótinu var að auka enn frekar nýsköpun í opinberum rekstri og koma á samtali á milli opinberra stofnana og fyrirtækja.

Nýsköpunarmótið var í formi „match making” og voru um 230 örfundir haldnir milli opinberra aðila og einkafyrirtækja. 26 opinberrar stofnanir voru skráðar til leiks og gekk mótið vonum framar!

Auglýsing

En af hverju nýsköpun og opinber innkaup?

Ein megináhersla ríkisstjórnarsáttmála sitjandi ríkisstjórnar er að stuðla að nýsköpun og rannsóknum. Þar gegna opinber innkaup veigamiklu hlutverki enda er markmið laga um opinber innkaup að efla nýsköpun og þróun. Hið opinbera getur haft gríðarleg áhrif á aukningu í nýsköpun og þar með stuðlað að meiri hagkvæmni í innkaupum. Sýnt hefur verið fram á að gæði og skilvirkni stjórnsýslu aukast með áherslu á nýsköpun. Því er til mikils að vinna!

Hvað geta opinberir aðilar gert til að stuðla að aukinni nýsköpun og þar með hagkvæmni í innkaupum? 

Fyrst og fremst er hægt að huga betur að undirbúningi útboða með því að kanna markaðinn áður en útboðslýsing er skrifuð. Undirbúningurinn er lykilatriði en eins og margir vita er því miður oft skammur tími til stefnu þegar opinber aðili hefur fengið það fjármagn sem vantar til kaupanna.

Í langflestum útboðum er ákveðnum kröfum lýst til þess sem skal kaupa. Kröfurnar eru nákvæmar og lítið svigrúm til að bjóða aðra valkosti. Ein leið til þess að auka nýsköpun og þar með efla samkeppni og hagkvæmni í innkaupum er að lýsa frekar þörfum kaupanda til þess sem boðið er út. Hvað þarf kaupandinn í stað þess að skilgreina niður í smæstu smáatriði hvaða kröfur hann gerir til þess sem boðið er út.

Hverju skilar nýsköpun við opinber innkaup?

Samkeppni eykst og um leið hagkvæmni við innkaup. Opinberum aðilum geta boðist nýjar lausnir á hagkvæmari máta. Nýsköpunarlausnir gagnast einnig þjóðfélaginu í heild t.d. með því að draga úr kolefnisspori eða einfalda stjórnsýslu og þjónustu við borgarana.

Hér hefur verið stiklað á stóru varðandi opinber innkaup og nýsköpun en höfundur vonar að með þessari stuttu grein veki hann áhugamenn um opinber innkaup til umhugsunar um nýjar leiðir við undirbúning útboðs. 

Höfundur er lögmaður hjá Ríkiskaupum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Baldur Thorlacius
Áfram gakk og ekkert rugl
Kjarninn 22. júní 2021
Sema Erla telur að dómsmálaráðherra og staðgengill Útlendingastofnunar ættu að segja starfi sínu lausu.
„Ómannúðlegar, kaldrifjaðar og forkastanlegar“ aðgerðir ÚTL
Formaður Solaris segir að aðgerðir Útlendingastofnunar séu okkur sem samfélagi til háborinnar skammar – að æðstu stjórnendur útlendingamála gerist sekir um ólöglegar aðgerðir gegn fólki á flótta.
Kjarninn 22. júní 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, ásamt samstarfsaðilum frá Namibíu er þeir komu í heimsókn til Íslands.
Samherji „hafnar alfarið ásökunum um mútugreiðslur“
Starfshættir Samherja í Namibíu, sem voru að frumkvæði og undir stjórn Jóhannesar Stefánssonar, voru látnir viðgangast allt of lengi og hefði átt að stöðva fyrr. Þetta kemur fram í „yfirlýsingu og afsökun“ frá Samherja.
Kjarninn 22. júní 2021
Afsökunarbeiðnin sem birtist í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í morgun. Undir hana skrifar Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji biðst afsökunar á starfseminni í Namibíu: „Við gerðum mistök“
Forstjóri Samherja skrifar undir afsökunarbeiðni sem birtist í á heilsíðu í tveimur dagblöðum í dag. Þar segir að „ámælisverðir viðskiptahættir“ hafi fengið að viðgangast í starfsemi útgerðar Samherja í Namibíu.
Kjarninn 22. júní 2021
Neyðarástandi vegna faraldurs kórónuveiru var aflétt í Tókýó í gær.
Allt að tíu þúsund áhorfendur á hverjum keppnisstað Ólympíuleikanna
Ákvörðun hefur verið tekin um að leyfa áhorfendum að horfa á keppnisgreinar Ólympíuleikanna á keppnisstað en Japönum einum mun verða hleypt á áhorfendapallana. Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast þann 23. júlí.
Kjarninn 21. júní 2021
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Aðförin að lýðræðinu
Kjarninn 21. júní 2021
Guðrún Johnsen hagfræðingur og lektor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn.
Segir dálkahöfundinn Tý í Viðskiptablaðinu hafa haft sig á heilanum í meira en áratug
Guðrún Johnsen hagfræðingur segir allt sem hún hafi sagt í viðtali við RÚV um sölu á Íslandsbanka í byrjun árs hafa gengið eftir. Afslátturinn sem hafi verið gefinn á raunvirði bankans sé 20-50 prósent.
Kjarninn 21. júní 2021
Tæpum helmingi íslenskra blaðamanna verið ógnað eða hótað á síðustu fimm árum
Samkvæmt frumniðurstöðum úr nýrri rannsókn um þær ógnir sem steðja að blaðamönnum kemur fram að helmingur blaðamanna hafi ekki orðið fyrir hótunum á síðustu fimm árum. Töluvert um að siðferði blaðamanna sé dregið í efa.
Kjarninn 21. júní 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar