Dánaraðstoð eða líknardráp

Fyrrverandi forseti Alþjóðasamtaka lækna svarar grein stjórnarmanna í Lífsvirðingu, félags um dánaraðstoð.

Auglýsing

Bjarni Jóns­son og Syl­vi­ane Lecoul­tre, stjórn­ar­menn í Lífs­virð­ingu, félags um dán­ar­að­stoð leggja orð í belg í Kjarn­anum 26. Sept­em­ber sl. og fjalla um „Heil­brigð­is­starfs­fólk og dán­ar­aðsoð.” Í pistl­inum er m.a. gagn­rýnd sú orða­notkun að nota „líkn­ar­dráp” fyrir gríska orðið „eut­hanasia” sem víða er notað óþýtt en þó er stundum notað hug­takið „mercy kill­ing” á ensku). 

Höf­undar pistils­ins leggja til að nota orðið „dán­ar­að­stoð” enda er það í heiti félags­ins sem þau tala fyr­ir. Sam­setta orðið „líkn­ar­dráp” hefur óvenju mikið innra ósam­ræmi þar sem saman fara orðið „líkn” sem hefur mjög jákvæða skírskotun og orðið „dráp” sem er óneit­an­lega nei­kvætt hlað­ið. Það hefur þó verið notað sem lýs­ing á því sem á grísku heitir „eut­hanasia” (ekki lat­ínu eins og segir í skýrslu ráð­herra) sem þýðir „góður dauði” og er líkn­ar­dráp því ekki bein þýð­ing. Dán­ar­að­stoð hefur mun jákvæð­ari blæ og því ekki und­ar­legt að þeir sem styðja þann verkn­að, að einn maður stytti öðrum aldri í líkn­ar­skyni, noti það. Und­ir­rit­aður notar hins vegar orðið „líkn­ar­dráp”, ekki síst vegna þess hversu mikil sið­fræði­leg tog­streita felst í þeim verkn­aði að líkna ein­hverjum með því að binda endi á líf hans. 

Áfram um orða­notk­un. Í skýrslu Heil­brigð­is­ráð­herra) er hug­takið dán­ar­að­stoð notað sem yfir­heiti og undir því eru skil­greind fjögur und­ir­heiti. Byggt er á hug­taka­notkun í meist­ara­rit­gerð við Laga­deild Háskóla Íslands) með þeirri und­an­tekn­ingu að í rit­gerð­inni var líkn­ar­með­ferð ekki skil­greind sem dán­ar­að­stoð en það er hins vegar gert í skýrsl­unni af ástæðu sem ekki er rök­studd. Þessi fjögur und­ir­heiti eru í skýrsl­unni:

  • „Líkn­ar­með­ferð” (e.: palli­ative care). Þeir eru fáir sem hafa talið líkn­ar­með­ferð til dán­ar­að­stoðar enda vand­séð að svo sé. Líkn­ar­með­ferð er einmitt með­ferð í lif­anda lífi og ástunduð þegar um alvar­legan sjúk­dóm er að ræða í því skyni að draga úr sárs­auka og annarri van­líð­an. Með­ferðin getur verið notuð í daga og vikur en getur einnig staðið í mörg ár. Það er hins vegar á engan hátt verið að aðstoða ein­hvern við að kom­ast yfir móð­una miklu. 
  • „Óbein dán­ar­að­stoð” (e: passive eut­hanasi­a). Hér er átt við með­vitað athafna­leysi, þ.e. ekki er gripið til lífs­lengj­andi með­ferðar og henni jafn­vel hætt heldur en nátt­úran látin hafa sinn gang. Að fella þetta undir hug­takið dán­ar­að­stoð er lang­sótt því þá má segja að mik­ill hluti and­láta á heil­brigð­is­stofn­unum í dag verði við „óbeina dán­ar­að­stoð”. Á síð­ustu dögum lífs­ins, þegar séð er að hverju stefn­ir, er lífs­lengj­andi með­ferð ekki beitt svo sem notkun önd­un­ar­vélar eða öðru tækni inn­gripi eða með því að gefa vökva í æð eða um slöngu niður í maga. Stöku sinnum er slíkri með­ferð bein­línis hætt svo sem að taka önd­un­ar­vél úr sam­bandi eða hætta vökva­gjöf í æð og er um það deilt hvort það falli undir dán­ar­að­stoð en það er auð­vitað ekki athafna­leysi (passive eut­hanasia) eins og gefið er í skyn er í skýrsl­unni því það felur í sér athöfn.
  • „Sjálfs­víg með aðstoð lækn­is” (physician assi­sted suicide). Ekki er um það deilt að um er að ræða aðstoð við að nota beint inn­grip í því skyni að enda lífið og er þetta lög­legt í sumum ríkjum svo sem í Sviss og Kanada. 
  • „Líkn­ar­dráp” (eut­hanasia) er inn­grip læknis gert bein­línis í því skyni að enda lífið skjótt og án erf­ið­leika fyrir sjúk­ling­inn. Hol­land er það ríki sem lengst hefur gengið og leyft þess konar inn­grip árum saman á grund­velli laga. Um þetta má hafa mörg orð en hér er aðeins verið að horfa á orða­notkun og einu deil­urnar í því til­liti eru um hvaða orð skuli notað á íslensku en engar deilur eru um inni­hald verkn­að­ar­ins.

Auglýsing
Algengast virð­ist að nota tvö hug­tök um verknað sem styttir líf­ið, eut­hansia (hér þýtt sem líkn­ar­dráp) og sjálfs­víg með aðstoð læknis en ekki þau tvö fyrstu í upp­taln­ing­unni hér að ofan. Þegar ekki er góð sam­staða um hug­taka­notkun verður að taka allar skoð­ana­kann­anir með fyr­ir­vara, ekki síst við sam­an­burð milli landa og milli tíma. Þetta á við hvort sem kann­anir bein­ast að almenn­ingi eða heil­brigð­is­starfs­fólki. Ef líkn­ar­með­ferð er talin vera hluti af dán­ar­að­stoð er t.d. lík­legt að  95-100% séu fylgj­andi dán­ar­að­stoð.  Bjarni og Syl­vi­ane, stjórn­ar­menn í Lífs­virð­ingu og höf­undar pistils­ins hvetja til þess að gerð verði könnun meðal heil­brigð­is­starfs­fólks um þetta mál­efni á næst­unni og skal tekið undir það. Miklu máli skiptir þá hvaða hug­tök verða notuð og hvert er orða­lag spurn­ing­anna.

Að end­ing­u. Í pistl­inum umrædda eru færð ýmis rök fyrir því að skoð­anir heil­brigð­is­starfs­fólks við dán­ar­að­stoð séu vax­andi. Það skal þó á það bent að af 113 aðild­ar­fé­lögum í Alþjóða­sam­tökum lækna eru aðeins tvö sem leyfa beina dán­ar­að­stoð og sam­tökin sendu frá sér afdrátt­ar­lausa yfir­lýs­ingu um þetta efni af síð­asta aðal­fundi í októ­ber 2019).

Höf­undur er fyrr­ver­andi for­seti Alþjóða­sam­taka lækna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar