Dánaraðstoð eða líknardráp

Fyrrverandi forseti Alþjóðasamtaka lækna svarar grein stjórnarmanna í Lífsvirðingu, félags um dánaraðstoð.

Auglýsing

Bjarni Jóns­son og Syl­vi­ane Lecoul­tre, stjórn­ar­menn í Lífs­virð­ingu, félags um dán­ar­að­stoð leggja orð í belg í Kjarn­anum 26. Sept­em­ber sl. og fjalla um „Heil­brigð­is­starfs­fólk og dán­ar­aðsoð.” Í pistl­inum er m.a. gagn­rýnd sú orða­notkun að nota „líkn­ar­dráp” fyrir gríska orðið „eut­hanasia” sem víða er notað óþýtt en þó er stundum notað hug­takið „mercy kill­ing” á ensku). 

Höf­undar pistils­ins leggja til að nota orðið „dán­ar­að­stoð” enda er það í heiti félags­ins sem þau tala fyr­ir. Sam­setta orðið „líkn­ar­dráp” hefur óvenju mikið innra ósam­ræmi þar sem saman fara orðið „líkn” sem hefur mjög jákvæða skírskotun og orðið „dráp” sem er óneit­an­lega nei­kvætt hlað­ið. Það hefur þó verið notað sem lýs­ing á því sem á grísku heitir „eut­hanasia” (ekki lat­ínu eins og segir í skýrslu ráð­herra) sem þýðir „góður dauði” og er líkn­ar­dráp því ekki bein þýð­ing. Dán­ar­að­stoð hefur mun jákvæð­ari blæ og því ekki und­ar­legt að þeir sem styðja þann verkn­að, að einn maður stytti öðrum aldri í líkn­ar­skyni, noti það. Und­ir­rit­aður notar hins vegar orðið „líkn­ar­dráp”, ekki síst vegna þess hversu mikil sið­fræði­leg tog­streita felst í þeim verkn­aði að líkna ein­hverjum með því að binda endi á líf hans. 

Áfram um orða­notk­un. Í skýrslu Heil­brigð­is­ráð­herra) er hug­takið dán­ar­að­stoð notað sem yfir­heiti og undir því eru skil­greind fjögur und­ir­heiti. Byggt er á hug­taka­notkun í meist­ara­rit­gerð við Laga­deild Háskóla Íslands) með þeirri und­an­tekn­ingu að í rit­gerð­inni var líkn­ar­með­ferð ekki skil­greind sem dán­ar­að­stoð en það er hins vegar gert í skýrsl­unni af ástæðu sem ekki er rök­studd. Þessi fjögur und­ir­heiti eru í skýrsl­unni:

  • „Líkn­ar­með­ferð” (e.: palli­ative care). Þeir eru fáir sem hafa talið líkn­ar­með­ferð til dán­ar­að­stoðar enda vand­séð að svo sé. Líkn­ar­með­ferð er einmitt með­ferð í lif­anda lífi og ástunduð þegar um alvar­legan sjúk­dóm er að ræða í því skyni að draga úr sárs­auka og annarri van­líð­an. Með­ferðin getur verið notuð í daga og vikur en getur einnig staðið í mörg ár. Það er hins vegar á engan hátt verið að aðstoða ein­hvern við að kom­ast yfir móð­una miklu. 
  • „Óbein dán­ar­að­stoð” (e: passive eut­hanasi­a). Hér er átt við með­vitað athafna­leysi, þ.e. ekki er gripið til lífs­lengj­andi með­ferðar og henni jafn­vel hætt heldur en nátt­úran látin hafa sinn gang. Að fella þetta undir hug­takið dán­ar­að­stoð er lang­sótt því þá má segja að mik­ill hluti and­láta á heil­brigð­is­stofn­unum í dag verði við „óbeina dán­ar­að­stoð”. Á síð­ustu dögum lífs­ins, þegar séð er að hverju stefn­ir, er lífs­lengj­andi með­ferð ekki beitt svo sem notkun önd­un­ar­vélar eða öðru tækni inn­gripi eða með því að gefa vökva í æð eða um slöngu niður í maga. Stöku sinnum er slíkri með­ferð bein­línis hætt svo sem að taka önd­un­ar­vél úr sam­bandi eða hætta vökva­gjöf í æð og er um það deilt hvort það falli undir dán­ar­að­stoð en það er auð­vitað ekki athafna­leysi (passive eut­hanasia) eins og gefið er í skyn er í skýrsl­unni því það felur í sér athöfn.
  • „Sjálfs­víg með aðstoð lækn­is” (physician assi­sted suicide). Ekki er um það deilt að um er að ræða aðstoð við að nota beint inn­grip í því skyni að enda lífið og er þetta lög­legt í sumum ríkjum svo sem í Sviss og Kanada. 
  • „Líkn­ar­dráp” (eut­hanasia) er inn­grip læknis gert bein­línis í því skyni að enda lífið skjótt og án erf­ið­leika fyrir sjúk­ling­inn. Hol­land er það ríki sem lengst hefur gengið og leyft þess konar inn­grip árum saman á grund­velli laga. Um þetta má hafa mörg orð en hér er aðeins verið að horfa á orða­notkun og einu deil­urnar í því til­liti eru um hvaða orð skuli notað á íslensku en engar deilur eru um inni­hald verkn­að­ar­ins.

Auglýsing
Algengast virð­ist að nota tvö hug­tök um verknað sem styttir líf­ið, eut­hansia (hér þýtt sem líkn­ar­dráp) og sjálfs­víg með aðstoð læknis en ekki þau tvö fyrstu í upp­taln­ing­unni hér að ofan. Þegar ekki er góð sam­staða um hug­taka­notkun verður að taka allar skoð­ana­kann­anir með fyr­ir­vara, ekki síst við sam­an­burð milli landa og milli tíma. Þetta á við hvort sem kann­anir bein­ast að almenn­ingi eða heil­brigð­is­starfs­fólki. Ef líkn­ar­með­ferð er talin vera hluti af dán­ar­að­stoð er t.d. lík­legt að  95-100% séu fylgj­andi dán­ar­að­stoð.  Bjarni og Syl­vi­ane, stjórn­ar­menn í Lífs­virð­ingu og höf­undar pistils­ins hvetja til þess að gerð verði könnun meðal heil­brigð­is­starfs­fólks um þetta mál­efni á næst­unni og skal tekið undir það. Miklu máli skiptir þá hvaða hug­tök verða notuð og hvert er orða­lag spurn­ing­anna.

Að end­ing­u. Í pistl­inum umrædda eru færð ýmis rök fyrir því að skoð­anir heil­brigð­is­starfs­fólks við dán­ar­að­stoð séu vax­andi. Það skal þó á það bent að af 113 aðild­ar­fé­lögum í Alþjóða­sam­tökum lækna eru aðeins tvö sem leyfa beina dán­ar­að­stoð og sam­tökin sendu frá sér afdrátt­ar­lausa yfir­lýs­ingu um þetta efni af síð­asta aðal­fundi í októ­ber 2019).

Höf­undur er fyrr­ver­andi for­seti Alþjóða­sam­taka lækna.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Daimler, framleiðandi Mercedes Benz-bílanna, hefur fundið fyrir mikilli eftirspurnaraukningu frá Kína
Framleiðslugreinar ná sér aftur á strik
Minni framleiðslutakmarkanir og meiri einkaneysla í Kína virðist hafa leitt til þess að framleiðslufyrirtæki í Evrópu eru á svipuðu róli og í fyrra. Einnig má sjá viðspyrnu á Íslandi, ef horft er á vöruútflutning iðnaðarvara.
Kjarninn 22. október 2020
Sara Stef. Hildardóttir
Covid, opinn aðgangur og ekki-hringrásarhagkerfi
Kjarninn 22. október 2020
Ólga er innan bæjarstjórnarinnar í Hafnarfirði vegna málsins.
Vilja að Hafnfirðingar fái að segja hug sinn um fyrirhugaða sölu á HS Veitum
Meirihlutinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar áformar sölu á 15,42 prósenta hlut í HS Veitum til HSV eignarhaldsfélags á um það bil 3,5 milljarða króna. Samtök í bænum eru tilbúin að reyna aftur að knýja fram íbúakosningu um málið.
Kjarninn 22. október 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Kolefnisgjaldið þyrfti að vera mun hærra til þess að bíta betur
Umhverfis- og auðlindaráðherra og þingmaður Miðflokksins tókust á um kolefnisgjöld á þingi í dag.
Kjarninn 22. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Kúrfan áfram á niðurleið en „sigurinn er hvergi nærri í höfn“
„Allar tölur benda til þess að við séum raunverulega að sjá fækkun á tilfellum eins og staðan er núna,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Mögulega er hægt að hefja afléttingu aðgerða eftir 1-2 vikur.
Kjarninn 22. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Áslaug Arna: „Haturstákn og sjónarmið verða ekki liðin innan lögreglunnar“
Dómsmálaráðherra segir „alveg skýrt“ að haturstákn og sjónarmið verði ekki liðin innan lögreglunnar, hvorki nú né framvegis.
Kjarninn 22. október 2020
Ellefu sóttu um stöðu framkvæmdastjóra á skrifstofu bankastjóra Seðlabankans
Seðlabankinn auglýsti nýverið lausar til umsóknar tvær nýjar stöður við bankann. Alls sóttu 22 um stöðurnar.
Kjarninn 22. október 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 24. þáttur: Murasaki Shikibu
Kjarninn 22. október 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar