Dánaraðstoð eða líknardráp

Fyrrverandi forseti Alþjóðasamtaka lækna svarar grein stjórnarmanna í Lífsvirðingu, félags um dánaraðstoð.

Auglýsing

Bjarni Jónsson og Sylviane Lecoultre, stjórnarmenn í Lífsvirðingu, félags um dánaraðstoð leggja orð í belg í Kjarnanum 26. September sl. og fjalla um „Heilbrigðisstarfsfólk og dánaraðsoð.” Í pistlinum er m.a. gagnrýnd sú orðanotkun að nota „líknardráp” fyrir gríska orðið „euthanasia” sem víða er notað óþýtt en þó er stundum notað hugtakið „mercy killing” á ensku). 

Höfundar pistilsins leggja til að nota orðið „dánaraðstoð” enda er það í heiti félagsins sem þau tala fyrir. Samsetta orðið „líknardráp” hefur óvenju mikið innra ósamræmi þar sem saman fara orðið „líkn” sem hefur mjög jákvæða skírskotun og orðið „dráp” sem er óneitanlega neikvætt hlaðið. Það hefur þó verið notað sem lýsing á því sem á grísku heitir „euthanasia” (ekki latínu eins og segir í skýrslu ráðherra) sem þýðir „góður dauði” og er líknardráp því ekki bein þýðing. Dánaraðstoð hefur mun jákvæðari blæ og því ekki undarlegt að þeir sem styðja þann verknað, að einn maður stytti öðrum aldri í líknarskyni, noti það. Undirritaður notar hins vegar orðið „líknardráp”, ekki síst vegna þess hversu mikil siðfræðileg togstreita felst í þeim verknaði að líkna einhverjum með því að binda endi á líf hans. 

Áfram um orðanotkun. Í skýrslu Heilbrigðisráðherra) er hugtakið dánaraðstoð notað sem yfirheiti og undir því eru skilgreind fjögur undirheiti. Byggt er á hugtakanotkun í meistararitgerð við Lagadeild Háskóla Íslands) með þeirri undantekningu að í ritgerðinni var líknarmeðferð ekki skilgreind sem dánaraðstoð en það er hins vegar gert í skýrslunni af ástæðu sem ekki er rökstudd. Þessi fjögur undirheiti eru í skýrslunni:

  • „Líknarmeðferð” (e.: palliative care). Þeir eru fáir sem hafa talið líknarmeðferð til dánaraðstoðar enda vandséð að svo sé. Líknarmeðferð er einmitt meðferð í lifanda lífi og ástunduð þegar um alvarlegan sjúkdóm er að ræða í því skyni að draga úr sársauka og annarri vanlíðan. Meðferðin getur verið notuð í daga og vikur en getur einnig staðið í mörg ár. Það er hins vegar á engan hátt verið að aðstoða einhvern við að komast yfir móðuna miklu. 
  • „Óbein dánaraðstoð” (e: passive euthanasia). Hér er átt við meðvitað athafnaleysi, þ.e. ekki er gripið til lífslengjandi meðferðar og henni jafnvel hætt heldur en náttúran látin hafa sinn gang. Að fella þetta undir hugtakið dánaraðstoð er langsótt því þá má segja að mikill hluti andláta á heilbrigðisstofnunum í dag verði við „óbeina dánaraðstoð”. Á síðustu dögum lífsins, þegar séð er að hverju stefnir, er lífslengjandi meðferð ekki beitt svo sem notkun öndunarvélar eða öðru tækni inngripi eða með því að gefa vökva í æð eða um slöngu niður í maga. Stöku sinnum er slíkri meðferð beinlínis hætt svo sem að taka öndunarvél úr sambandi eða hætta vökvagjöf í æð og er um það deilt hvort það falli undir dánaraðstoð en það er auðvitað ekki athafnaleysi (passive euthanasia) eins og gefið er í skyn er í skýrslunni því það felur í sér athöfn.
  • „Sjálfsvíg með aðstoð læknis” (physician assisted suicide). Ekki er um það deilt að um er að ræða aðstoð við að nota beint inngrip í því skyni að enda lífið og er þetta löglegt í sumum ríkjum svo sem í Sviss og Kanada. 
  • „Líknardráp” (euthanasia) er inngrip læknis gert beinlínis í því skyni að enda lífið skjótt og án erfiðleika fyrir sjúklinginn. Holland er það ríki sem lengst hefur gengið og leyft þess konar inngrip árum saman á grundvelli laga. Um þetta má hafa mörg orð en hér er aðeins verið að horfa á orðanotkun og einu deilurnar í því tilliti eru um hvaða orð skuli notað á íslensku en engar deilur eru um innihald verknaðarins.

Auglýsing
Algengast virðist að nota tvö hugtök um verknað sem styttir lífið, euthansia (hér þýtt sem líknardráp) og sjálfsvíg með aðstoð læknis en ekki þau tvö fyrstu í upptalningunni hér að ofan. Þegar ekki er góð samstaða um hugtakanotkun verður að taka allar skoðanakannanir með fyrirvara, ekki síst við samanburð milli landa og milli tíma. Þetta á við hvort sem kannanir beinast að almenningi eða heilbrigðisstarfsfólki. Ef líknarmeðferð er talin vera hluti af dánaraðstoð er t.d. líklegt að  95-100% séu fylgjandi dánaraðstoð.  Bjarni og Sylviane, stjórnarmenn í Lífsvirðingu og höfundar pistilsins hvetja til þess að gerð verði könnun meðal heilbrigðisstarfsfólks um þetta málefni á næstunni og skal tekið undir það. Miklu máli skiptir þá hvaða hugtök verða notuð og hvert er orðalag spurninganna.

Að endingu. Í pistlinum umrædda eru færð ýmis rök fyrir því að skoðanir heilbrigðisstarfsfólks við dánaraðstoð séu vaxandi. Það skal þó á það bent að af 113 aðildarfélögum í Alþjóðasamtökum lækna eru aðeins tvö sem leyfa beina dánaraðstoð og samtökin sendu frá sér afdráttarlausa yfirlýsingu um þetta efni af síðasta aðalfundi í október 2019).

Höfundur er fyrrverandi forseti Alþjóðasamtaka lækna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Helgason, einn stofnenda og fyrrum forstjóri Unity.
Segir Ísland geta orðið „einhvers konar tilraunasetur fyrir framtíðina“
Frumkvöðullinn og milljarðamæringurinn Davíð Helgason flytur til Íslands í sumar og ætlar að fjárfesta í fyrirtækjunum sem vinna gegn loftslagsvandanum. Að hans mati er margt sem gerir landið að góðum fjárfestingarkosti.
Kjarninn 18. maí 2021
Palestínumennirnir fimm fyrir utan húsnæði Útlendingastofnunar í Hafnarfirði í dag.
„Við viljum frekar deyja á götunni á Íslandi en að fara aftur til Grikklands“
„Íslensk yfirvöld hlusta ekkert á okkur. Þó að þau viti hvernig ástandið er í okkar heimalandi og þær áhyggjur sem við höfum. Ég meina, húsin sem við bjuggum í hafa sum verið jöfnuð við jörðu.“ Þetta segir Palestínumaður sem er lentur á götunni á Íslandi.
Kjarninn 18. maí 2021
Fasteignaverð hækkar meira með hverjum mánuðinum sem líður, þar sem eftirspurn er mikil og minna er um nýbyggingar.
Ekki meiri hækkun síðan árið 2017
Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 13,7 prósent í apríl á ársgrundvelli, miðað við vísitölu Þjóðskrár. Vísitalan hefur ekki hækkað jafnmikið milli ára síðan í desember 2017.
Kjarninn 18. maí 2021
Þröstur Ólafsson
Var þanþolið rofið?
Kjarninn 18. maí 2021
„Þegar mikil eftirspurn er eftir húsnæði getur fyrirvari um ástandsskoðun fasteignar talist kauptilboði til frádráttar,“ segir í greinargerð með þingsályktunartillögunni.
Ástandsskýrslur fylgi öllum seldum fasteignum
Nýsamþykkt þingsályktunartillaga felur ráðherra að móta frumvarp um ástandsskýrslur fasteigna. Slíkum skýrslum er ætlað að auka traust í fasteignaviðskiptum en ábyrgð vegna galla sem ekki koma fram í ástandsskýrslum mun falla á matsaðila.
Kjarninn 18. maí 2021
Allir hljóta að hafa skoðun á vegferð Ísraelsmanna að mati Hönnu Katrínar Friðriksson þingmanns Viðreisnar.
„Við Íslendingar höfum sterka rödd á alþjóðavettvangi“
Íslensk stjórnvöld þurfa að láta í sér heyra og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama vegna átaka milli Ísraels og Palestínu að mati þingmanna Viðreisnar og Framsóknarflokks. Þó svo að íslenska þjóðin sé fámenn hafi hún sterka rödd og hana þurfi að nota.
Kjarninn 18. maí 2021
Samkvæmt ASÍ og BSRB er skuldasöfnun ríkisins ekki áhyggjuefni þegar vextir eru lágir
Gagnrýna „afkomubætandi ráðstafanir“ og vilja breyta fjármálareglum
Sérfræðingahópur á vegum ASÍ og BSRB varar stjórnvöld við að beita niðurskurði í yfirstandandi kreppu og segir að fjármálareglur hins opinbera þurfi að vera sveigjanlegri í nýrri skýrslu um efnahagsleg áhrif faraldursins.
Kjarninn 18. maí 2021
Græni miðinn er aftur kominn upp á gafl Hafnarborgar.
Listaverk sem fjarlægt var af bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði komið upp á nýjan leik
Listaverk þeirra Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar var fjarlægt af gafli Hafnarborgar fyrr í þessum mánuði að beiðni bæjaryfirvalda. Listaverkið er nú aftur komið upp en líklega hafa bæjaryfirvöld látið undan þrýstingi fagfélaga að mati listamannanna.
Kjarninn 18. maí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar