Vitræn umræða um efnahagsmál: Átta atriði sem Samtök atvinnulífsins mættu hafa í huga

Drífa Snædal segir Alþýðusambandi Íslands bæði ljúft og skylt að standa að vitrænni umræðu um efnahagsmál. Hún svarar framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, sem sagði í gær að ASÍ væri á góðri leið með að stimpla sig út úr slíkri umræðu.

Auglýsing

Fram­kvæmda­stjóri Sam­taka atvinnu­lífs­ins steig fram í fréttum Rík­is­sjón­varps­ins á sunnu­dags­kvöld og lýsti því yfir að ASÍ væri „á góðri leið með að stimpla sig út úr vit­rænni umræðu um efna­hags­mál”. Senni­lega eru þessi ummæli til marks um rök­þrot, enda hefur for­ystu atvinnu­rek­enda ekki tek­ist að sýna fram á það með raun­gögnum að ráð­legt sé að slíta kjara­samn­ingum til þess eins að knýja fram launa­fryst­ingar þvert á atvinnu­grein­ar. Þar virð­ast póli­tískar kenn­ingar ráða mestu og eru fengnir bæði fyrr­ver­andi og núver­andi tals­menn SA til að halda þeim á loft­i.  

Okkur í ASÍ er bæði ljúft og skylt að standa að vit­rænni umræðu um efna­hags­mál og höfum því tekið saman nokkur atriði sem gæti verið gott fyrir for­ystu Sam­taka atvinnu­lífs­ins, þá og nú, að kynna sér. 

1. Hag­fræði er ekki raun­vís­indi

Hag­fræði telst til félags­vís­inda. Hún fjallar um mann­legt sam­fé­lag en ekki nátt­úru­lög­mál. Þetta á sér­stak­lega við þegar hag­fræðin reynir að spá fyrir um óorðna hluti, enda getur spáin farið að hafa áhrif á fram­vind­una, ekki síst ef spá­menn­irnir eru í þeirri stöðu að geta haft slík áhrif sjálf­ir. Að líkja geng­is- og verð­bólgu­þróun við þyngd­ar­lög­mál­ið, eins og einn tals­manna sjón­ar­miða atvinnu­rek­enda hefur gert á opin­berum vett­vangi, er því frá­leitt. Þær breytur sem eru að verki í hag­kerf­inu verða ekki færðar undir grunn­hug­tök eðl­is­fræð­inn­ar. 

Auglýsing

2. Verð­bólga er marg­þætt fyr­ir­bæri 

Verð­bólga telst heldur ekki til nátt­úru­lög­mála. Helstu áhrifa­valdar á verð­bólgu eru nú einmitt mann­fólkið og það væri hægt að lista margar óða­verð­bólgu­spár sem ekki hafa gengið eft­ir. Seðla­bankar og ákvarð­anir um rík­is­fjár­mál hafa áhrif á verð­bólgu, líkt og á geng­is­mál, en þar geta fjár­sterkir aðilar líka haft áhrif. Á alþjóða­vett­vangi er sífellt verið að þróa áfram kenn­ingarramma um verð­bólgu en af hálfu SA er alltaf spiluð sama gamla platan þar sem verð­bólguógn­inni er beitt sem refsi­vendi gagn­vart almenn­ingi og þá sér­stak­lega lág­launa­fólki. Hér má til dæmis vitna í nýlega grein í breska tíma­rit­inu the Economist þar sem bent er á að sam­bandið milli verð­bólgu og atvinnu­leysis hafi breyst. 

3. Kjara­skerð­ingar munu dýpka krepp­una

For­ystu­menn SA telja það úrræði henta best á þessum erf­iðu tímum að falla frá umsömdum launa­hækk­unum með til­heyr­andi hót­unum um atvinnu­leysi og óða­verð­bólgu. Hið rétta er að verði ekki staðið við gerða samn­inga munu umsvif drag­ast saman í hag­kerf­inu og þannig lengja og dýpka krepp­una. Við blasir að sam­dráttur í útgjöldum almenn­ings mun einnig verða til þess að auka atvinnu­leysi og þannig gera krepp­una enn erf­ið­ari en ella. Lækkun launa­kostn­aðar stuðlar ekki sjálf­krafa að fram­leiðni­aukn­ingu, en það er fram­leiðni­aukn­ingin sem ætti að ein­blína á. Enn fremur verður fyr­ir­tækjum ekki bjargað frá gjald­þroti með því að lækka launa­kostn­að, vand­inn til fram­búðar er stærri en svo. 

4. Hækkun lægstu launa er góð fyrir sam­fé­lagið

Hækkun lægstu launa er góð fyrir sam­fé­lagið og sér­stak­lega góð fyrir hag­kerfið á erf­ið­leika­tím­um. Launa­hækk­anir þeirra sem minnst bera úr býtum renna beint út í hag­kerfið og skila sér m.a. í formi meiri umsvifa í verslun og þjón­ustu og virð­is­auka til rík­is­ins. Það er líka rétt­læt­is­mál að vinn­andi fólk fái sann­gjarnt end­ur­gjald fyrir vinnu sína. Ef menn vilja lækka laun er nær­tæk­ast að byrja á þeim sem mestar áhyggjur af hafa launa­hækk­unum almenns launa­fólks. Þeir telja laun sín í millj­ónum og eiga aldrei erfitt með að hækka þau um nokkra hund­rað þús­und kalla ef á reyn­ir. Almennt launa­fólk þarf hins vegar á þús­und köllum að halda til að geta haft efni á sömu mat­ar­körfu áfram. 

5. Nið­ur­skurður og sam­dráttur virkar ekki á kreppu­tím­um 

Fjöl­mörg ríki fóru þá leið í kjöl­far fjár­mála­hruns­ins 2008 að draga saman segl­in. Þar réði ekki síst póli­tík þeirra sem vildu nýta tæki­færið til að minnka hið opin­bera og draga úr afkomu­ör­yggi lág­launa­fólks til að geta náð í ódýrt vinnu­afl hvar og hvenær sem er. Afleið­ing­arnar hafa verið skelfi­legar og ríkin sem fet­uðu þessa braut hafa orðið verst úti í heims­far­aldr­in­um, bæði efna­hags­lega og heilsu­fars­lega. Meira að segja Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn varar nú við því að nota krepp­una til að saxa niður og hvetur öðru fremur til að tryggja afkomu­ör­yggi fólks. Nið­ur­skurður og sam­dráttur er ótækur með öllu á kreppu­tím­um. Um þetta hefur mynd­ast sam­staða víð­ast hvar á Vest­ur­lönd­um. 

6. Það er ekki allt á von­ar­völ

Kreppan vegna heims­far­ald­urs­ins hefur sann­ar­lega komið illa við ákveðnar atvinnu­greinar og lands­hluta. Launa­fólk hefur tekið mik­inn skell í gegnum atvinnu­leysi, hluta­bæt­ur, skert starfs­hlut­fall og minnk­aða yfir­vinnu. Sum fyr­ir­tæki standa ein­stak­lega illa. En efna­hags­þróun hefur engu að síð­ur, enn sem komið er, verið hag­felld­ari en ótt­ast var í fyrstu, ekki síst þar sem atvinnu­lífið hefur notið góðs af sterkri fjár­hags­stöðu heim­ila og af sér­tækum úrræðum stjórn­valda. Góð eig­in­fjár­staða, vaxta­lækk­anir og úrræði stjórn­valda hafa gert heim­ilum kleift að halda lífi í hag­kerf­inu þrátt fyrir efna­hags­á­fall­ið. Með því að beita sér­tækum aðgerðum til að mæta þeim sér­tæka vanda sem nú er uppi er hægt að milda áhrifin af krepp­unni og tryggja að við komumst í gegnum hana með sem minnstum skaða. 

7. Ójöfn­uður er vondur fyrir hag­kerfið og sam­fé­lag­ið 

Sífellt ber­ast upp­lýs­ingar um vax­andi ójöfnuð á Íslandi. Nú síð­ast skýrði Hag­stofan frá því að eignir 10% rík­ustu Íslend­ing­anna hefðu auk­ist um 40% á fjórum árum. Á sama tíma ber­ast fréttir af því að 200 fjöl­skyldur á Suð­ur­nesjum hafi þurft mat­ar­að­stoð fyrir helgi. Við þessar aðstæður býður for­ysta SA fólk­inu í land­inu upp á þann mál­flutn­ing að standi samn­ingar um hækkun launa þeirra sem minnst bera úr býtum verði efna­hags­lífi þjóð­ar­innar stefnt í áður óþekktan voða. Slíkar stað­hæf­ingar minna einna mest á mál­flutn­ing eftir hrun fjár­mála­kerf­is­ins 2008 þegar látið var að því liggja að almenn­ingur bæri þar mesta sök vegna kaupa á flat­skjám. Sú stofn­ana­vædda brjál­semi sem leiddi til Hruns­ins byggð­ist á hug­mynda­fræði, sér­hags­munum og sið­leysi. Kreppur leiða oft til vax­andi ójöfn­uðar og það er hlut­verk okkar allra að tryggja að svo fari ekki núna. Þar stendur verka­lýðs­hreyf­ingin sam­einuð gegn sér­hags­muna­öfl­un­um. 

8. Nýfrjáls­hyggjan er dauð

Við­brögð rík­is­stjórna á Vest­ur­löndum við efna­hag­skrepp­unni eru öll á þann veg að beita stýri­tækjum rík­is­ins af fullum þunga til að lina ham­far­irnar sem COVID-far­ald­ur­inn veld­ur. Nýfrjáls­hyggjan veitir ekki þau svör sem þarf til að mæta vand­an­um. Stjórn­mála­menn sem áður reiddu sig á hana hika nú ekki við að beita inn­gripum og styrk rík­is­ins með til­heyr­andi fjár­út­lát­um. Þeir sem halda að mark­aðs­lausnir nýfrjáls­hyggj­unnar komi nú til bjargar eru í und­ar­legu sam­bands­leysi við umheim­inn.  

Að lokum má taka fram að ótt­ist for­ysta SA að ASÍ hafi ætlað að láta þeim einum eftir sviðið í umræðum um efna­hags­mál þá er það ekki rétt. ASÍ setur almanna­hag ofar sér­hags­munum í stefnu­mótun sinni og hlustar á þá hag­spek­inga sem hafa upp­fært þekk­ingu sína síð­ustu ár. Kreddur og hug­mynda­fræði mis­skipt­ingar verða aldrei heppi­legur grund­völlur fyrir „vit­ræna umræðu um efna­hags­mál“.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Segir það enga skoðun standast að tala um að stúdentar hafi verið skildir eftir
Þingmaður Flokks fólksins spurði forsætisráðherra út í málefni námsmanna á Alþingi í dag. „Er ekki kom­inn tími til að grípa alla sem hafa orðið fyrir þessum hörm­ung­um, atvinnu­leysi, og eiga jafn­vel ekki fyrir húsa­leigu og ekki fyrir mat?“
Kjarninn 26. janúar 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir stendur frammi fyrir brekku til að halda sér inni á þingi samkvæmt könnunum.
Hvorki Miðflokkur né Framsókn mælast með mann inni í Reykjavík
Samfylkingin, Sósíalistaflokkur Íslands og Viðreisn mælast á góðri siglingu í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Staða stjórnarflokkanna í höfuðborginni veikist mikið og Framsóknarflokkurinn myndi ekki ná inn manni þar að óbreyttu.
Kjarninn 26. janúar 2021
Verkefnisstjórn 4. áfanga rammaáætlunar fékk 34 vindorkukosti inn á sitt borð í fyrra.
Vindorkukostir sem eru 10 MW eða meira heyri undir rammaáætlun
Lagt er til að land verði flokkað með tilliti til vindorkuvera í tengslum við breytingar á frumvarpi um rammaáætlun. „Telja verður að vindorkuver geti haft í för með sér minna óafturkræft rask en hefðbundnari orkukostir,“ segir í greinargerð.
Kjarninn 26. janúar 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Loðnukvótinn aukinn – Fá að veiða 61 þúsund tonn
Tekist hefur að afstýra loðnubresti þriðja árið í röð. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að mikið sé í húfi fyrir viðspyrnu efnahagslífsins að loðnuvertíðin verði eins öflug og kostur sé.
Kjarninn 26. janúar 2021
Hámarksálag á reikisímtöl verður lækkað um tæp fjögur prósent
Evrópusambandið hefur sett reglugerð sem lækkar þá upphæð sem fjarskiptafyrirtæki mega rukka fyrir umframnotkun reikisímtala. Til stendur að taka reglugerðina upp í EES-samningnum og þar með hérlendis.
Kjarninn 26. janúar 2021
Tólf gefa kost á sér í forvali um fimm efstu sætin fyrir VG í Norðausturkjördæmi
Framboðsfrestur Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi er runninn út.
Kjarninn 26. janúar 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Fatnaður, geimferðir og sjálfbærni: Þjóðfræðirannsóknir fyrir framtíðina
Kjarninn 26. janúar 2021
Einná ferð á alþjóðaflugvellinum í Aþenu í Grikklandi.
Ísland fyrst Schengen-ríkja til að gefa út rafræn bólusetningarvottorð
Lönd sunnarlega í Evrópu vilja svör við því hvort að samræmd bólusetningarvottorð séu væntanleg á næstunni. Annað sumar án ferðamanna myndi hafa skelfilegar afleiðingar.
Kjarninn 26. janúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar