Hálfur björgunarhringur dugar skammt

Þingmaður Viðreisnar gagnrýnir framlög stjórnvalda til nýsköpunarfyrirtækja sem eiga í fjárhagsvanda.

Auglýsing

Eitt af trompum rík­is­stjórn­ar­innar til hjálpar nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækjum í fjár­hags­vanda er svokölluð Stuðn­ings Kría, sem felur í sér að fyr­ir­tækjum eru veitt lán ef þeim tekst að fá mót­fram­lag frá fjár­fest­um.

Strax við fram­lagn­ingu máls­ins á Alþingi gagn­rýndi Við­reisn harð­lega að ekki væri veitt nægt fjár­magn til verk­efn­is­ins en rík­is­stjórnin lagði til að 500 millj­ónir yrðu lagðar til Stuðn­ings Kríu. Í með­förum fjár­laga­nefndar og Alþingis tókst að auka fram­lagið í 700 millj­ónir en áfram varað við því að það væri ekki nóg. Þá var bent á galla sem fylgdi svo­kall­aðri pro-rata úthlut­un, þ.e hlut­falls­legrar skerð­ingar ef fjár­magnið dygði ekki. Á þetta var lítið eða ekk­ert hlustað en sagt að mat nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­is­ins væri að þetta fjár­magn ætti að duga.

Auglýsing
Í frétt á vef Nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­is­ins er greint frá nið­ur­stöðum úthlut­un­ar. Þar kemur fram að 755 millj­ónum hafi verið úthlutað í svokölluð mót­fram­lags­lán á móti fjár­mögnun einka­fjár­festa en Nýsköp­un­ar­sjóður atvinnu­lífs­ins lagði 55 millj­ónir í púkk­ið. Sam­tals sóttu 31 fyr­ir­tæki um mót­fram­lags­lán en 26 umsóknir voru sam­þykktar og sú upp­hæð sem var sam­þykkt var tæpar 1.376 millj­ónir króna.

Þörfin er sem sagt 1.376 millj­ónir króna hjá þeim 26 fyr­ir­tækjum sem sóttu um og úthlut­un­ar­nefnd taldi upp­fylla öll skil­yrði. Þar með er hálf sagan sögð. Grípa þarf til skerð­ingar þar sem aðeins 755 millj­ónir eru til úthlut­unar til þess­ara 26 fyr­ir­tækja. Þannig verður að skerða lánin um 621 millj­ón. Fyr­ir­tækin geta því fengið 55% af því sem sam­þykkt var.

Hafa verður í huga að umsókn­irnar eru byggðar á raun­veru­legri þörf fyrir fjár­magn til þess að geta þraukað áfram í erf­iðu árferði, fjár­festar hafa lýst vilja sínum til að mæta henni gegn því að ríkið komi með lán á móti þannig að einka­fjár­festar og ríkið sam­ein­ist um fjár­mögn­un­ina og skipti henni á milli sín. Veru­leg hætta er á að einka­fjár­festar haldi að sér höndum við þessi illu tíð­indi.

Þetta eru mikil von­brigði en því miður fyr­ir­séð. Í stað þess að taka stór skref og full­fjár­magna þetta mik­il­væga úrræði er kastað út hálfum björg­un­ar­hring. Því miður er það í sam­ræmi við vinnu­brögð rík­is­stjórn­ar­innar þegar nýsköpun á í hlut. Skref­in eru stigin til hálfs í stað þess að taka stór skref strax.

Höf­undur er þing­maður Við­reisn­ar. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Daimler, framleiðandi Mercedes Benz-bílanna, hefur fundið fyrir mikilli eftirspurnaraukningu frá Kína
Framleiðslugreinar ná sér aftur á strik
Minni framleiðslutakmarkanir og meiri einkaneysla í Kína virðist hafa leitt til þess að framleiðslufyrirtæki í Evrópu eru á svipuðu róli og í fyrra. Einnig má sjá viðspyrnu á Íslandi, ef horft er á vöruútflutning iðnaðarvara.
Kjarninn 22. október 2020
Sara Stef. Hildardóttir
Covid, opinn aðgangur og ekki-hringrásarhagkerfi
Kjarninn 22. október 2020
Ólga er innan bæjarstjórnarinnar í Hafnarfirði vegna málsins.
Vilja að Hafnfirðingar fái að segja hug sinn um fyrirhugaða sölu á HS Veitum
Meirihlutinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar áformar sölu á 15,42 prósenta hlut í HS Veitum til HSV eignarhaldsfélags á um það bil 3,5 milljarða króna. Samtök í bænum eru tilbúin að reyna aftur að knýja fram íbúakosningu um málið.
Kjarninn 22. október 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Kolefnisgjaldið þyrfti að vera mun hærra til þess að bíta betur
Umhverfis- og auðlindaráðherra og þingmaður Miðflokksins tókust á um kolefnisgjöld á þingi í dag.
Kjarninn 22. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Kúrfan áfram á niðurleið en „sigurinn er hvergi nærri í höfn“
„Allar tölur benda til þess að við séum raunverulega að sjá fækkun á tilfellum eins og staðan er núna,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Mögulega er hægt að hefja afléttingu aðgerða eftir 1-2 vikur.
Kjarninn 22. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Áslaug Arna: „Haturstákn og sjónarmið verða ekki liðin innan lögreglunnar“
Dómsmálaráðherra segir „alveg skýrt“ að haturstákn og sjónarmið verði ekki liðin innan lögreglunnar, hvorki nú né framvegis.
Kjarninn 22. október 2020
Ellefu sóttu um stöðu framkvæmdastjóra á skrifstofu bankastjóra Seðlabankans
Seðlabankinn auglýsti nýverið lausar til umsóknar tvær nýjar stöður við bankann. Alls sóttu 22 um stöðurnar.
Kjarninn 22. október 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 24. þáttur: Murasaki Shikibu
Kjarninn 22. október 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar