Hálfur björgunarhringur dugar skammt

Þingmaður Viðreisnar gagnrýnir framlög stjórnvalda til nýsköpunarfyrirtækja sem eiga í fjárhagsvanda.

Auglýsing

Eitt af trompum rík­is­stjórn­ar­innar til hjálpar nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækjum í fjár­hags­vanda er svokölluð Stuðn­ings Kría, sem felur í sér að fyr­ir­tækjum eru veitt lán ef þeim tekst að fá mót­fram­lag frá fjár­fest­um.

Strax við fram­lagn­ingu máls­ins á Alþingi gagn­rýndi Við­reisn harð­lega að ekki væri veitt nægt fjár­magn til verk­efn­is­ins en rík­is­stjórnin lagði til að 500 millj­ónir yrðu lagðar til Stuðn­ings Kríu. Í með­förum fjár­laga­nefndar og Alþingis tókst að auka fram­lagið í 700 millj­ónir en áfram varað við því að það væri ekki nóg. Þá var bent á galla sem fylgdi svo­kall­aðri pro-rata úthlut­un, þ.e hlut­falls­legrar skerð­ingar ef fjár­magnið dygði ekki. Á þetta var lítið eða ekk­ert hlustað en sagt að mat nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­is­ins væri að þetta fjár­magn ætti að duga.

Auglýsing
Í frétt á vef Nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­is­ins er greint frá nið­ur­stöðum úthlut­un­ar. Þar kemur fram að 755 millj­ónum hafi verið úthlutað í svokölluð mót­fram­lags­lán á móti fjár­mögnun einka­fjár­festa en Nýsköp­un­ar­sjóður atvinnu­lífs­ins lagði 55 millj­ónir í púkk­ið. Sam­tals sóttu 31 fyr­ir­tæki um mót­fram­lags­lán en 26 umsóknir voru sam­þykktar og sú upp­hæð sem var sam­þykkt var tæpar 1.376 millj­ónir króna.

Þörfin er sem sagt 1.376 millj­ónir króna hjá þeim 26 fyr­ir­tækjum sem sóttu um og úthlut­un­ar­nefnd taldi upp­fylla öll skil­yrði. Þar með er hálf sagan sögð. Grípa þarf til skerð­ingar þar sem aðeins 755 millj­ónir eru til úthlut­unar til þess­ara 26 fyr­ir­tækja. Þannig verður að skerða lánin um 621 millj­ón. Fyr­ir­tækin geta því fengið 55% af því sem sam­þykkt var.

Hafa verður í huga að umsókn­irnar eru byggðar á raun­veru­legri þörf fyrir fjár­magn til þess að geta þraukað áfram í erf­iðu árferði, fjár­festar hafa lýst vilja sínum til að mæta henni gegn því að ríkið komi með lán á móti þannig að einka­fjár­festar og ríkið sam­ein­ist um fjár­mögn­un­ina og skipti henni á milli sín. Veru­leg hætta er á að einka­fjár­festar haldi að sér höndum við þessi illu tíð­indi.

Þetta eru mikil von­brigði en því miður fyr­ir­séð. Í stað þess að taka stór skref og full­fjár­magna þetta mik­il­væga úrræði er kastað út hálfum björg­un­ar­hring. Því miður er það í sam­ræmi við vinnu­brögð rík­is­stjórn­ar­innar þegar nýsköpun á í hlut. Skref­in eru stigin til hálfs í stað þess að taka stór skref strax.

Höf­undur er þing­maður Við­reisn­ar. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.
„Þverpólitísk sátt“ um fjölmiðlafrumvarp í kortunum eftir að Stöð 2 boðaði læstar fréttir
Eftir að Sýn boðaði að fréttum Stöðvar 2 yrði læst virðist hreyfing að komast á frumvarp um styrki til einkarekinna fjölmiðla. Mennta- og menningarmálaráðherra telur að „þverpólitísk sátt“ sé að nást um styrkjakerfi, sem sjálfstæðismenn hafa lagst gegn.
Kjarninn 17. janúar 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins.
Óttast að „tveggja flokka kerfi“ myndist ef flokkar útiloki samstarf við aðra
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Logi Einarsson eru sammála um að kjósendur eigi að hafa skýra sýn á hverskonar ríkisstjórnir flokkar vilji mynda eftir kosningar. Sigmundur vill þó ekki útiloka samvinnu með neinum og kallar Samfylkingu „útilokunarflokk.“
Kjarninn 17. janúar 2021
Frá dómssalnum á miðvikudaginn
Réttað yfir 355 manns í gömlu símaveri
Nokkuð óvenjuleg réttarhöld hófust á Ítalíu síðastliðinn miðvikudag, en í þeim er stór hluti 'Ndrangheta-mafíunnar, valdamestu glæpasamtaka landsins. Sökum mikils fjölda ákærðra og nýrra sóttvarnarreglna þurfti að sérútbúa dómssal í gömlu símaveri.
Kjarninn 17. janúar 2021
Söngflokkurinn Boney M naut mikilla vinsælda víða um heim undir lok áttunda áratugarins.
Boney M og stolnu lögin
Þegar sönghópurinn Boney M sló í gegn seint á áttunda áratug síðustu aldar með lögunum „Brown Girl in the Ring“ og „Rivers of Babylon“ grunaði engan að í kjölfarið fylgdu málaferli sem stæðu í áratugi.
Kjarninn 17. janúar 2021
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Forseti bæjarstjórnar Múlaþings íhugar alvarlega að sækjast eftir þingsæti
Gauti Jóhannesson fyrrverandi sveitarstjóri á Djúpavogi segir tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn eignist þingmann frá Austurlandi og íhugar framboð til Alþingis. Kjarninn skoðaði framboðsmál Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi.
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar