Hálfur björgunarhringur dugar skammt

Þingmaður Viðreisnar gagnrýnir framlög stjórnvalda til nýsköpunarfyrirtækja sem eiga í fjárhagsvanda.

Auglýsing

Eitt af trompum ríkisstjórnarinnar til hjálpar nýsköpunarfyrirtækjum í fjárhagsvanda er svokölluð Stuðnings Kría, sem felur í sér að fyrirtækjum eru veitt lán ef þeim tekst að fá mótframlag frá fjárfestum.

Strax við framlagningu málsins á Alþingi gagnrýndi Viðreisn harðlega að ekki væri veitt nægt fjármagn til verkefnisins en ríkisstjórnin lagði til að 500 milljónir yrðu lagðar til Stuðnings Kríu. Í meðförum fjárlaganefndar og Alþingis tókst að auka framlagið í 700 milljónir en áfram varað við því að það væri ekki nóg. Þá var bent á galla sem fylgdi svokallaðri pro-rata úthlutun, þ.e hlutfallslegrar skerðingar ef fjármagnið dygði ekki. Á þetta var lítið eða ekkert hlustað en sagt að mat nýsköpunarráðuneytisins væri að þetta fjármagn ætti að duga.

Auglýsing
Í frétt á vef Nýsköpunarráðuneytisins er greint frá niðurstöðum úthlutunar. Þar kemur fram að 755 milljónum hafi verið úthlutað í svokölluð mótframlagslán á móti fjármögnun einkafjárfesta en Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins lagði 55 milljónir í púkkið. Samtals sóttu 31 fyrirtæki um mótframlagslán en 26 umsóknir voru samþykktar og sú upphæð sem var samþykkt var tæpar 1.376 milljónir króna.

Þörfin er sem sagt 1.376 milljónir króna hjá þeim 26 fyrirtækjum sem sóttu um og úthlutunarnefnd taldi uppfylla öll skilyrði. Þar með er hálf sagan sögð. Grípa þarf til skerðingar þar sem aðeins 755 milljónir eru til úthlutunar til þessara 26 fyrirtækja. Þannig verður að skerða lánin um 621 milljón. Fyrirtækin geta því fengið 55% af því sem samþykkt var.

Hafa verður í huga að umsóknirnar eru byggðar á raunverulegri þörf fyrir fjármagn til þess að geta þraukað áfram í erfiðu árferði, fjárfestar hafa lýst vilja sínum til að mæta henni gegn því að ríkið komi með lán á móti þannig að einkafjárfestar og ríkið sameinist um fjármögnunina og skipti henni á milli sín. Veruleg hætta er á að einkafjárfestar haldi að sér höndum við þessi illu tíðindi.

Þetta eru mikil vonbrigði en því miður fyrirséð. Í stað þess að taka stór skref og fullfjármagna þetta mikilvæga úrræði er kastað út hálfum björgunarhring. Því miður er það í samræmi við vinnubrögð ríkisstjórnarinnar þegar nýsköpun á í hlut. Skrefin eru stigin til hálfs í stað þess að taka stór skref strax.

Höfundur er þingmaður Viðreisnar. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sjókvíaeldi hefur aukist hratt á síðustu árum
Sjókvíaeldi hefur 13-faldast á sex árum
Umfang laxeldis hefur margfaldast á síðustu árum og útlit er fyrir að það muni vaxa enn frekar í náinni framtíð. Gangi spár eftir mun sjókvíaeldi á laxi árið 2023 verða tæplega helmingi meira en það var samanlagt á árunum 2010-2018.
Kjarninn 7. maí 2021
Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli þann 19. mars síðastliðinn.
„Nýr ógnvaldur“ við heilsu manna kominn fram á suðvesturhluta Íslands
Lungnalæknir segir að lítið sé vitað um langtímaáhrif vegna gasmengunar í lágum styrk til lengri tíma og áhrif kvikugasa í mjög miklum styrk í skamman tíma á langtímaheilsu. Nauðsynlegt sé að rannsóknir hefjist sem fyrst.
Kjarninn 7. maí 2021
Viðsnúningur Bandaríkjanna í óþökk lyfjarisa
Óvænt og fremur óljós stefnubreyting Bandaríkjanna varðandi afnám einkaleyfa af bóluefnum gegn COVID-19 hefur vakið litla kátínu í lyfjageiranum. Deildar meiningar eru um hvort afnám einkaleyfa kæmi til með að hraða framleiðslu bóluefna.
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ísland skoðar að kaupa 100 þúsund skammta af Spútnik V og vill fá þorra þeirra fyrir 2. júní
Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda og þeirra sem framleiða og markaðssetja hið rússneska Spútnik V bóluefni. Ísland myndi vilja fá að minnsta kosti 75 þúsund skammta fyrir 2. júní.
Kjarninn 7. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar