Láttu það ganga

Efnahagsráðgjafi VR segir miðin ekki vera dauð og spyr hvort íslenskir atvinnurekendur sem njóti góðs af yfirstandandi ástandi ætli að leggja árar í bát eða hjálpa hinum við að láta þetta ganga?

Auglýsing

Það var snjöll aug­lýs­inga­her­ferð sem fór af stað í mán­uð­inum sem Sam­tök Atvinnu­lífs­ins, Sam­tök Iðn­að­ar­ins og önnur sam­tök atvinnu­rek­enda ýttu úr vör undir yfir­skrift­inni „Láttu það ganga”. Til­gang­ur­inn var aug­ljós og við­eig­andi í núver­andi efna­hags­á­standi; að fá íslenskt launa­fólk til að beina við­skiptum sínum að íslenskum fram­leið­end­um, kaupa íslenska þjón­ustu og þannig stuðla að auknum hags­auka fyrir íslenskt atvinnu­líf, minnka atvinnu­leysi osfrv. Það sýndi sig ber­lega í sum­ar, þegar þorri fólks varði sum­ar­frí­inu sínu á Íslandi, inn­lend eft­ir­spurn jókst og sem betur fer minnk­aði atvinnu­leysið a.m.k. um stund­ar­sak­ir. Nú þegar komin er reynsla á skil­virkni sótt­varna á Íslandi má álykta að kór­ónu­kreppan sé nú fyrst og fremst eft­ir­spurn­ar­kreppa, þó í upp­hafi hafi bæði gefið á fram­boð og eft­ir­spurn. Íslenskir ferða­menn ná að vega veru­lega upp á móti þeim tekjum sem áður bár­ust með erlendum ferðamönn­um, en eitt­hvað vantar upp á til að við­halda inn­lendri eft­ir­spurn, fyrra fram­leiðslu­stigi og koma hag­vexti í gang að nýju. 

Áhrif lág­marks­launa á þjóð­ar­tekjur og atvinnustig – gamlar og nýjar rann­sóknir

Það er ekki auð­velt að skýra út í stuttu máli hvernig vinnu­mark­að­ur­inn virk­ar. Sam­band milli atvinnustigs, lág­marks­launa, sveigj­an­leika vinnu­afls, verð­bólgu, starfs­manna­veltu, skatt­lagn­ingar og hag­vaxtar er býsna flókið og háð því hvaða kraftar toga mest miðað við hvar við erum stödd í hverjum þætti fyrir sig, sem og hvar við erum stödd  í hag­sveifl­unni sjálfri. Gam­al­grónar rann­sóknir sem margir grípa til, þ.e. þeir sem ekki eru sér­lega vel upp­færðir í fræð­un­um, gera ráð fyrir því að hærri lág­marks­laun leiði ávallt til hærra atvinnu­leys­is.  Þessar rann­sóknir eru gaml­ar, fræði­legar og byggðar á stærð­fræði­lík­önum sem gera ráð fyrir full­kominni sam­keppni á mark­aði (bæði vinnu­mark­aði og vöru­mark­aði) og fleiri hlið­ar­skil­yrðum sem eiga sér ekki stoð í raun­veru­leik­an­um. 

Óhætt er að segja að áhrif lág­marks­launa á atvinnustig er eitt það sam­band sem hefur verið mest rann­sakað innan vinnu­mark­aðs­hag­fræð­inn­ar. Þeir sem hafa verið efstir í virð­is­keðju hag­fræð­inga hvað þetta varðar síð­ustu 30 ár, eru án efa Alan Kru­eger og David Card við Princeton háskóla, sem gáfu út merki­lega papp­íra árið 1994 og 2000. Þeir skoð­uðu áhrif hækk­unar lág­marks­launa í New Jersey fylki, á starfs­fólk ham­borg­ara­staða sér­stak­lega, með því að bera saman atvinnustig á ham­borg­ara­stöðum milli New Jersey og Penn­syl­van­íu, fyrir og eftir hækk­un. Í stuttu máli hafði hækk­unin engin áhrif á atvinnustigið og lítið sem ekk­ert á hækkun verðs á ham­borg­ur­um. Þeir félagar skoð­uðu svo sam­bandið aftur árið 2000 og komust að sömu nið­ur­stöðu. Þá skoð­uðu þeir einnig áhrif á hækkun lág­marks­launa í Penn­syl­vaníu á meðan þau stóðu í stað í New Jers­ey. Þessar emp­irísku rann­sóknir voru taldar jarða fræðilega sam­hengið sem stóðst ekki prófið þegar gögnin voru spurð.

Til að lækna eft­ir­spurn­ar­krísu þurfum við að leggja okkur eftir því að finna rann­sóknir sem sýna hvaða efna­hagsúr­ræði virka best í slíku ástandi. Nú liggur fyrir til­laga SA þess efnis að segja upp Lífs­kjara­samn­ingnum frá 2019 og fresta hækk­unum lág­marks­launa, til að hækka atvinnustig­ið, að sögn for­svars­manna sam­tak­anna. Nauð­syn­legt er að vand­aðar rann­sóknir liggi þess­ari ákvörðun til grund­vall­ar, ef ekki á að fara illa; kreppan dýpki, sam­keppn­is­staða stærri atvinnu­rek­enda batni á kostnað minni, osfr­v. 

Auglýsing
Lögbundin lág­marks­laun í Banda­ríkj­unum eru afsprengi stefnu­mót­unar Frank­lin D. Roos­evelt frá krepp­unni miklu, og voru fyrst leidd í lög með „Fair Labor Stand­ard Act” árið 1938. Það hefur marg­sýnt sig í rann­sóknum að hækkun lægstu launa skilar sér betur í auk­inni eft­ir­spurn í hag­kerf­inu heldur en hækkun hæstu launa. Nýleg rann­sókn frá seðla­banka Boston áætlar að jað­ar­neyslu­hneigð lág­tekju­fólks og þeirra sem eru í lægstu tíund eigna­dreif­ing­ar­innar er 10 sinnum meiri en þeirra sem eru í hæstu tíund­inn­i.  Nýrri raun­reynslu­rann­sóknir m.a. ein sem nýtti sér nátt­úru­lega til­raun í Arizona þegar kosið var um hækkun lág­marks­launa tvisvar frá árinu 2006-2017 sýna að 1% hækkun lægstu launa, leiddi til 1,13% aukn­ingar í þjóð­ar­tekjum á mann í Arizona, á tíma­bil­inu sem inni­hélt fjár­málakrepp­una miklu. 

Ólíkir hags­munir stærri og minni atvinnu­rek­enda

Við vitum að hækkuð lág­marks­laun eru lík­leg til að hafa nei­kvæð áhrif á ráðn­ingar minni fyr­ir­tækja. Stór fyr­ir­tæki eru hins vegar lík­legri til að bregð­ast við auk­inni eft­ir­spurn með ráðn­ingum á nýju fólki, þrátt fyrir hækkuð lág­marks­laun. Þar sem við vitum líka að hækkuð lág­marks­launa hefur jákvæð áhrif á heild­ar­eft­ir­spurn í þjóð­fé­lag­inu, verður það að telj­ast ákjós­an­leg ráð­stöfun til að mæta þeim bráða­vanda sem Íslend­ingar eru staddir í um þessar mund­ir­.  

­Stærri fyr­ir­tæki hagn­ast hins vegar meira á því ef launa­ó­jöfn­uður eykst innan fyr­ir­tækja þeirra heldur en lítil fyr­ir­tæki. Sam­keppn­is­staða stærri fyr­ir­tækja styrk­ist því hlut­falls­lega til langs tíma gagn­vart litlum fyr­ir­tækj­um, ef lág­marks­laun eru ekki hækk­uð.  Það er vissu­lega óheppi­legt, í ljósi þessa, að atkvæð­is­réttur innan SA teng­ist stærð fyr­ir­tækja, en gengið er til kosn­inga nú um hádegið um hvort segja eigi upp Lífs­kjara­samn­ingn­um, eins og áður seg­ir.

Breytt og stig­hækk­andi skatt­lagn­ing á fyr­ir­tæki ætti að vera bar­áttu­mál lít­illa og með­al­stórra atvinnu­rek­enda, en ekki að halda aftur af launa­hækk­unum lág­marks­launa, sem auka heild­ar­eft­ir­spurn í hag­kerf­inu. Slíkt myndi bæta sam­keppn­is­stöðu minni og með­al­stórra fyr­ir­tækja og auka lík­urnar á að þau geti líka ráðið til sín fólk, þrátt fyrir hóf­lega hækkun lág­marks­launa. 

Óveru­leg áhrif á verð­bólgu

En hvað með verð­bólg­una? Fer hún ekki á skrið ef lág­marks­laun eru hækkuð á þessum tíma­punkti? Rann­sókn frá 2004 sem fór yfir 20 rit­rýndar rit­gerðir um áhrif hækk­unar lág­marks­launa á atvinnustig og verð­bólgu sýndi að atvinnu­rek­endur bregð­ast ekki við hækkun lág­marks­launa með því að draga úr fram­leiðslu eða segja upp fólki, heldur frekar með því að hækka verð. Almenn verð­hækkun er þó hóf­leg vegna þessa. 10% hækkun lág­marks­launa leiddi að jafn­aði til 4% hækk­unar á mat­ar­verði á veit­inga­stöð­um; en óveru­leg hækkun varð að með­al­tali á almennum vöru­mark­aði eða 0.4%. Hækkun lág­marks­launa hafði engin áhrif á atvinnustig.

Vand­aðar rann­sóknir starfs­manna Seðla­banka Íslands frá 2011 sýna að lítil eft­ir­spurn í hag­kerf­inu leiðir heldur til þess að íslensk fyr­ir­tæki lækki verð en hækki. Efna­hags­á­standið í dag bendir því til þess að hækkun lág­marks­launa munu hafa lítil ef nokkur áhrif á verð­lag á mark­aði vegna sam­dráttar í heild­ar­eft­ir­spurn sem orðið hef­ur.  Fall íslensku krón­unnar ætti þó að geta stuðlað að auk­inni verð­bólgu; en litlar líkur eru á því þar sem Seðla­bank­inn býr yfir gríð­ar­legum gjald­eyr­is­vara­forða.

Eru miðin dauð eða er verið að leggja árar í bát?

Það er alveg ljóst að miðin eru ekki dauð. Íslenski ferða­mað­ur­inn og íslenski neyt­and­inn hafa nú þegar vegið að stórum hluta upp á móti töp­uðum tekjum vegna erlendra ferða­manna sem ekki komu þetta árið. Velta íslenskrar versl­unar frá jan­ú­ar-ágúst 2020 jókst um 7% miðað við sama tíma í fyrra þegar allir ferða­menn­irnir voru hér enn. Velta stór­mark­aða hefur auk­ist um 11%, en hefur hins vegar dreg­ist saman um 6% í fata­versl­un, og gjafa­vöru­versl­anir finna sann­ar­lega mest fyrir sam­drætti sem er um 23%.  Ljóst er að 9,4% vinnu­aflsins er með 25-55% lægri ráð­stöf­un­ar­tekjur en á sama tíma og í fyrra, vegna atvinnu­leys­is, og eru ýmist á tekju­tengdum - eða grunnatvinnu­leys­is­bót­um.

Það heyrir upp á okkur sem höfum vinnu að njóta sem mest þess góða sem Ísland hefur upp á að bjóða og versla við íslensk fyr­ir­tæki. Ætla íslenskir atvinnu­rek­endur sem njóta góðs af ástand­inu að leggja árar í bát eða hjálpa okkur hinum við að láta þetta ganga?

Höf­undur er hag­fræð­ingur og efna­hags­ráð­gjafi VR.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Nú þurfa Íslendingar að gyrða sig í brók“
Fíknigeðlæknir segir að nú þurfi Íslendingar að gyrða sig í brók svo að hið sama verði ekki upp á teningnum á Íslandi og í Bandaríkjunum varðandi ofnotkun ópíóíða.
Kjarninn 26. október 2021
Á meðal þeirra sakborninga sem setið hafa á bak við lás og slá í Nambíu frá því undir lok árs 2019 er Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins.
Tvö mál orðin að einu í Namibíu
Í nýju ákæruskjali í sameinuðu sakamáli vegna Fishrot-skandalsins í Namibíu eru engir Íslendingar á meðal sakborninga, en alls eru 10 manns og 18 félög sökuð um margvísleg brot í tengslum við kvótaviðskipti Samherja í landinu.
Kjarninn 26. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Gamla höfnin í Reykjavík, örverur, kombucha og súrdeig
Kjarninn 26. október 2021
Gagnrýnir aðstöðuleysi fyrir ungmenni í Laugardalnum
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að ungmenni í Laugardal þurfi alvöru aðstöðu til íþróttaiðkunar „ekki fleiri vinnuhópa eða góðar hugmyndir á blaði“.
Kjarninn 26. október 2021
Stefán Jón Hafstein sendifulltrúi með orðið á veffundinum í dag.
Ísland lýsir yfir vilja til að halda áfram að styðja við úttekt FAO
Sendifulltrúi Íslands lýsti því yfir á veffundi Alþjóðamatvælastofnunarinnar (FAO) að Ísland vildi halda áfram að styðja við framkvæmd rannsóknarverkefnis sem lýtur að viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 25. október 2021
Rósa Bjarnadóttir
Enn eitt stefnulaust ár
Kjarninn 25. október 2021
Skortur er á steypu í landinu þessa stundina, samkvæmt framkvæmdastjóra Sementsverksmiðjunnar.
Sementsskortur á landinu
Hrávöruskortur í Evrópu hefur leitt til þess að innflutningur á sementi hefur dregist mikið saman á síðustu vikum. Framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar segir að það sé áskorun fyrir fyrirtækið að standa við skuldbindingarnar sínar.
Kjarninn 25. október 2021
Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, og Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis.
Framkvæmdastjóri Gildis neitar að mæta á fund um Init-málið
Framkvæmdastjóri Gildis hafði áður fallist á boð um að koma á fund Eflingar um Init-málið en samkvæmt stéttarfélaginu dró hann það til baka þegar honum var tilkynnt að Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður yrði fundarstjóri.
Kjarninn 25. október 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar