Láttu það ganga

Efnahagsráðgjafi VR segir miðin ekki vera dauð og spyr hvort íslenskir atvinnurekendur sem njóti góðs af yfirstandandi ástandi ætli að leggja árar í bát eða hjálpa hinum við að láta þetta ganga?

Auglýsing

Það var snjöll aug­lýs­inga­her­ferð sem fór af stað í mán­uð­inum sem Sam­tök Atvinnu­lífs­ins, Sam­tök Iðn­að­ar­ins og önnur sam­tök atvinnu­rek­enda ýttu úr vör undir yfir­skrift­inni „Láttu það ganga”. Til­gang­ur­inn var aug­ljós og við­eig­andi í núver­andi efna­hags­á­standi; að fá íslenskt launa­fólk til að beina við­skiptum sínum að íslenskum fram­leið­end­um, kaupa íslenska þjón­ustu og þannig stuðla að auknum hags­auka fyrir íslenskt atvinnu­líf, minnka atvinnu­leysi osfrv. Það sýndi sig ber­lega í sum­ar, þegar þorri fólks varði sum­ar­frí­inu sínu á Íslandi, inn­lend eft­ir­spurn jókst og sem betur fer minnk­aði atvinnu­leysið a.m.k. um stund­ar­sak­ir. Nú þegar komin er reynsla á skil­virkni sótt­varna á Íslandi má álykta að kór­ónu­kreppan sé nú fyrst og fremst eft­ir­spurn­ar­kreppa, þó í upp­hafi hafi bæði gefið á fram­boð og eft­ir­spurn. Íslenskir ferða­menn ná að vega veru­lega upp á móti þeim tekjum sem áður bár­ust með erlendum ferðamönn­um, en eitt­hvað vantar upp á til að við­halda inn­lendri eft­ir­spurn, fyrra fram­leiðslu­stigi og koma hag­vexti í gang að nýju. 

Áhrif lág­marks­launa á þjóð­ar­tekjur og atvinnustig – gamlar og nýjar rann­sóknir

Það er ekki auð­velt að skýra út í stuttu máli hvernig vinnu­mark­að­ur­inn virk­ar. Sam­band milli atvinnustigs, lág­marks­launa, sveigj­an­leika vinnu­afls, verð­bólgu, starfs­manna­veltu, skatt­lagn­ingar og hag­vaxtar er býsna flókið og háð því hvaða kraftar toga mest miðað við hvar við erum stödd í hverjum þætti fyrir sig, sem og hvar við erum stödd  í hag­sveifl­unni sjálfri. Gam­al­grónar rann­sóknir sem margir grípa til, þ.e. þeir sem ekki eru sér­lega vel upp­færðir í fræð­un­um, gera ráð fyrir því að hærri lág­marks­laun leiði ávallt til hærra atvinnu­leys­is.  Þessar rann­sóknir eru gaml­ar, fræði­legar og byggðar á stærð­fræði­lík­önum sem gera ráð fyrir full­kominni sam­keppni á mark­aði (bæði vinnu­mark­aði og vöru­mark­aði) og fleiri hlið­ar­skil­yrðum sem eiga sér ekki stoð í raun­veru­leik­an­um. 

Óhætt er að segja að áhrif lág­marks­launa á atvinnustig er eitt það sam­band sem hefur verið mest rann­sakað innan vinnu­mark­aðs­hag­fræð­inn­ar. Þeir sem hafa verið efstir í virð­is­keðju hag­fræð­inga hvað þetta varðar síð­ustu 30 ár, eru án efa Alan Kru­eger og David Card við Princeton háskóla, sem gáfu út merki­lega papp­íra árið 1994 og 2000. Þeir skoð­uðu áhrif hækk­unar lág­marks­launa í New Jersey fylki, á starfs­fólk ham­borg­ara­staða sér­stak­lega, með því að bera saman atvinnustig á ham­borg­ara­stöðum milli New Jersey og Penn­syl­van­íu, fyrir og eftir hækk­un. Í stuttu máli hafði hækk­unin engin áhrif á atvinnustigið og lítið sem ekk­ert á hækkun verðs á ham­borg­ur­um. Þeir félagar skoð­uðu svo sam­bandið aftur árið 2000 og komust að sömu nið­ur­stöðu. Þá skoð­uðu þeir einnig áhrif á hækkun lág­marks­launa í Penn­syl­vaníu á meðan þau stóðu í stað í New Jers­ey. Þessar emp­irísku rann­sóknir voru taldar jarða fræðilega sam­hengið sem stóðst ekki prófið þegar gögnin voru spurð.

Til að lækna eft­ir­spurn­ar­krísu þurfum við að leggja okkur eftir því að finna rann­sóknir sem sýna hvaða efna­hagsúr­ræði virka best í slíku ástandi. Nú liggur fyrir til­laga SA þess efnis að segja upp Lífs­kjara­samn­ingnum frá 2019 og fresta hækk­unum lág­marks­launa, til að hækka atvinnustig­ið, að sögn for­svars­manna sam­tak­anna. Nauð­syn­legt er að vand­aðar rann­sóknir liggi þess­ari ákvörðun til grund­vall­ar, ef ekki á að fara illa; kreppan dýpki, sam­keppn­is­staða stærri atvinnu­rek­enda batni á kostnað minni, osfr­v. 

Auglýsing
Lögbundin lág­marks­laun í Banda­ríkj­unum eru afsprengi stefnu­mót­unar Frank­lin D. Roos­evelt frá krepp­unni miklu, og voru fyrst leidd í lög með „Fair Labor Stand­ard Act” árið 1938. Það hefur marg­sýnt sig í rann­sóknum að hækkun lægstu launa skilar sér betur í auk­inni eft­ir­spurn í hag­kerf­inu heldur en hækkun hæstu launa. Nýleg rann­sókn frá seðla­banka Boston áætlar að jað­ar­neyslu­hneigð lág­tekju­fólks og þeirra sem eru í lægstu tíund eigna­dreif­ing­ar­innar er 10 sinnum meiri en þeirra sem eru í hæstu tíund­inn­i.  Nýrri raun­reynslu­rann­sóknir m.a. ein sem nýtti sér nátt­úru­lega til­raun í Arizona þegar kosið var um hækkun lág­marks­launa tvisvar frá árinu 2006-2017 sýna að 1% hækkun lægstu launa, leiddi til 1,13% aukn­ingar í þjóð­ar­tekjum á mann í Arizona, á tíma­bil­inu sem inni­hélt fjár­málakrepp­una miklu. 

Ólíkir hags­munir stærri og minni atvinnu­rek­enda

Við vitum að hækkuð lág­marks­laun eru lík­leg til að hafa nei­kvæð áhrif á ráðn­ingar minni fyr­ir­tækja. Stór fyr­ir­tæki eru hins vegar lík­legri til að bregð­ast við auk­inni eft­ir­spurn með ráðn­ingum á nýju fólki, þrátt fyrir hækkuð lág­marks­laun. Þar sem við vitum líka að hækkuð lág­marks­launa hefur jákvæð áhrif á heild­ar­eft­ir­spurn í þjóð­fé­lag­inu, verður það að telj­ast ákjós­an­leg ráð­stöfun til að mæta þeim bráða­vanda sem Íslend­ingar eru staddir í um þessar mund­ir­.  

­Stærri fyr­ir­tæki hagn­ast hins vegar meira á því ef launa­ó­jöfn­uður eykst innan fyr­ir­tækja þeirra heldur en lítil fyr­ir­tæki. Sam­keppn­is­staða stærri fyr­ir­tækja styrk­ist því hlut­falls­lega til langs tíma gagn­vart litlum fyr­ir­tækj­um, ef lág­marks­laun eru ekki hækk­uð.  Það er vissu­lega óheppi­legt, í ljósi þessa, að atkvæð­is­réttur innan SA teng­ist stærð fyr­ir­tækja, en gengið er til kosn­inga nú um hádegið um hvort segja eigi upp Lífs­kjara­samn­ingn­um, eins og áður seg­ir.

Breytt og stig­hækk­andi skatt­lagn­ing á fyr­ir­tæki ætti að vera bar­áttu­mál lít­illa og með­al­stórra atvinnu­rek­enda, en ekki að halda aftur af launa­hækk­unum lág­marks­launa, sem auka heild­ar­eft­ir­spurn í hag­kerf­inu. Slíkt myndi bæta sam­keppn­is­stöðu minni og með­al­stórra fyr­ir­tækja og auka lík­urnar á að þau geti líka ráðið til sín fólk, þrátt fyrir hóf­lega hækkun lág­marks­launa. 

Óveru­leg áhrif á verð­bólgu

En hvað með verð­bólg­una? Fer hún ekki á skrið ef lág­marks­laun eru hækkuð á þessum tíma­punkti? Rann­sókn frá 2004 sem fór yfir 20 rit­rýndar rit­gerðir um áhrif hækk­unar lág­marks­launa á atvinnustig og verð­bólgu sýndi að atvinnu­rek­endur bregð­ast ekki við hækkun lág­marks­launa með því að draga úr fram­leiðslu eða segja upp fólki, heldur frekar með því að hækka verð. Almenn verð­hækkun er þó hóf­leg vegna þessa. 10% hækkun lág­marks­launa leiddi að jafn­aði til 4% hækk­unar á mat­ar­verði á veit­inga­stöð­um; en óveru­leg hækkun varð að með­al­tali á almennum vöru­mark­aði eða 0.4%. Hækkun lág­marks­launa hafði engin áhrif á atvinnustig.

Vand­aðar rann­sóknir starfs­manna Seðla­banka Íslands frá 2011 sýna að lítil eft­ir­spurn í hag­kerf­inu leiðir heldur til þess að íslensk fyr­ir­tæki lækki verð en hækki. Efna­hags­á­standið í dag bendir því til þess að hækkun lág­marks­launa munu hafa lítil ef nokkur áhrif á verð­lag á mark­aði vegna sam­dráttar í heild­ar­eft­ir­spurn sem orðið hef­ur.  Fall íslensku krón­unnar ætti þó að geta stuðlað að auk­inni verð­bólgu; en litlar líkur eru á því þar sem Seðla­bank­inn býr yfir gríð­ar­legum gjald­eyr­is­vara­forða.

Eru miðin dauð eða er verið að leggja árar í bát?

Það er alveg ljóst að miðin eru ekki dauð. Íslenski ferða­mað­ur­inn og íslenski neyt­and­inn hafa nú þegar vegið að stórum hluta upp á móti töp­uðum tekjum vegna erlendra ferða­manna sem ekki komu þetta árið. Velta íslenskrar versl­unar frá jan­ú­ar-ágúst 2020 jókst um 7% miðað við sama tíma í fyrra þegar allir ferða­menn­irnir voru hér enn. Velta stór­mark­aða hefur auk­ist um 11%, en hefur hins vegar dreg­ist saman um 6% í fata­versl­un, og gjafa­vöru­versl­anir finna sann­ar­lega mest fyrir sam­drætti sem er um 23%.  Ljóst er að 9,4% vinnu­aflsins er með 25-55% lægri ráð­stöf­un­ar­tekjur en á sama tíma og í fyrra, vegna atvinnu­leys­is, og eru ýmist á tekju­tengdum - eða grunnatvinnu­leys­is­bót­um.

Það heyrir upp á okkur sem höfum vinnu að njóta sem mest þess góða sem Ísland hefur upp á að bjóða og versla við íslensk fyr­ir­tæki. Ætla íslenskir atvinnu­rek­endur sem njóta góðs af ástand­inu að leggja árar í bát eða hjálpa okkur hinum við að láta þetta ganga?

Höf­undur er hag­fræð­ingur og efna­hags­ráð­gjafi VR.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Daimler, framleiðandi Mercedes Benz-bílanna, hefur fundið fyrir mikilli eftirspurnaraukningu frá Kína
Framleiðslugreinar ná sér aftur á strik
Minni framleiðslutakmarkanir og meiri einkaneysla í Kína virðist hafa leitt til þess að framleiðslufyrirtæki í Evrópu eru á svipuðu róli og í fyrra. Einnig má sjá viðspyrnu á Íslandi, ef horft er á vöruútflutning iðnaðarvara.
Kjarninn 22. október 2020
Sara Stef. Hildardóttir
Covid, opinn aðgangur og ekki-hringrásarhagkerfi
Kjarninn 22. október 2020
Ólga er innan bæjarstjórnarinnar í Hafnarfirði vegna málsins.
Vilja að Hafnfirðingar fái að segja hug sinn um fyrirhugaða sölu á HS Veitum
Meirihlutinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar áformar sölu á 15,42 prósenta hlut í HS Veitum til HSV eignarhaldsfélags á um það bil 3,5 milljarða króna. Samtök í bænum eru tilbúin að reyna aftur að knýja fram íbúakosningu um málið.
Kjarninn 22. október 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Kolefnisgjaldið þyrfti að vera mun hærra til þess að bíta betur
Umhverfis- og auðlindaráðherra og þingmaður Miðflokksins tókust á um kolefnisgjöld á þingi í dag.
Kjarninn 22. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Kúrfan áfram á niðurleið en „sigurinn er hvergi nærri í höfn“
„Allar tölur benda til þess að við séum raunverulega að sjá fækkun á tilfellum eins og staðan er núna,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Mögulega er hægt að hefja afléttingu aðgerða eftir 1-2 vikur.
Kjarninn 22. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Áslaug Arna: „Haturstákn og sjónarmið verða ekki liðin innan lögreglunnar“
Dómsmálaráðherra segir „alveg skýrt“ að haturstákn og sjónarmið verði ekki liðin innan lögreglunnar, hvorki nú né framvegis.
Kjarninn 22. október 2020
Ellefu sóttu um stöðu framkvæmdastjóra á skrifstofu bankastjóra Seðlabankans
Seðlabankinn auglýsti nýverið lausar til umsóknar tvær nýjar stöður við bankann. Alls sóttu 22 um stöðurnar.
Kjarninn 22. október 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 24. þáttur: Murasaki Shikibu
Kjarninn 22. október 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar