Nokkur orð um stöðuna

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar fallar um stöðuna sem upp er komin í kjarabaráttu á Íslandi. Hún segir að verka- og láglaunafólk sé með samstöðu tilbúið til að sýna enn eina ferðina hvar styrkleikar þess liggja.

Auglýsing

Eins og flest senni­lega vita stendur nú yfir atkvæða­greiðsla hjá Sam­tökum atvinnu­lífs­ins um hvort segja eigi upp Lífs­kjara­samn­ingnum svo­kall­aða. Nið­ur­stöður eiga að liggja fyrir á þriðju­dag eða mið­viku­dag. Í aðdrag­anda þess að Hall­dór Benja­mín fyrir hönd full­trúa SA í marg­um­ræddri for­sendu­nefnd steig fram og lýsti því yfir að sam­tökin teldu for­sendur brostnar birti Þor­steinn Víglunds­son, fyrrum fram­kvæmd­ar­stjóri SA, fyrr­ver­andi þing­maður Við­reisnar og núver­andi for­stjóri eign­ar­halds­fé­lags­ins Horn­steins ehf, grein þar sem hann sagði að for­sendur kjara­samn­ing­anna sem und­ir­rit­aðir voru í apríl 2019 hefðu stað­ist í öllum meg­in­dráttum en væru þó engu að síður brostn­ar. Þarna fet­aði hann í fót­spor ann­ara hátt settra manna í íslensku sam­fé­lagi sem hafa und­an­farið notað öll sín plat­form til að básúna þessa sömu skoðun byggða á ein­stak­lega óheið­ar­legri afstöðu. Heilan dag heyrð­ist svo í öllum fjöl­miðlum sagt frá Þor­steini og skoðun hans. 

Með þessu var jarð­veg­ur­inn und­ir­bú­inn fyrir það sem koma skyldi; Hall­dór Benja­mín birt­ist dag­inn eftir til að segja alþjóð að for­sendur kjara­samn­inga væri brostnar og að ill­girni hreyf­ingar vinn­andi fólks hefði náð nýjum hæðum af því að ekki feng­ist sam­þykkt að lág­launa­fólkið ætti að sökkva enn dýpra í fen fátækt­ar­inn­ar. 

Á föstu­dag­inn birti ég grein þar sem ég útskýrði í löngu og vel rökkstuddu máli hversu ótrú­lega óheið­ar­legur mál­flutn­ingur fram­kvæmd­ar­stjóra SA er: for­sendur Lífs­kjara­samn­ings­ins hafa stað­ist; í Lífs­kjara­samn­ingnum er að finna tæm­andi lista yfir þau atriði sem telj­ast til for­sendna samn­ings­ins og þau eru kaup­mátt­ar­aukn­ing, vaxta­lækkun og efndir á lof­orðum stjórn­valda. Það tíma­setta lof­orð sem hefði átt að vera búið að upp­fylla fjallar um tak­mörkun á 40 ára verð­tryggðum hús­næð­is­lán­um. Eins og ég segi í grein­inni: „Um er að ræða atriði sem stjórn­völd lof­uðu að beiðni verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar, ekki atvinnu­rek­enda, og þar af leiðir að meintur for­sendu­brestur varð­andi það er verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar að skera úr um, ekki atvinnu­rek­enda. Enn fremur liggur fyrir að frum­varp er í smíðum sem full­nægja mun umræddu lof­orði líkt og for­seti ASÍ lýsti í fréttum í gær­kvöld­i.“ Ég hvet ykkur til að lesa grein­ina í heild sinni til að fá yfir­sýn um málið og hvað um ræðir

Auglýsing

Það er ekk­ert annað en stór­kost­lega merki­legt að verða vitni að þeirri sam­stilltu og ein­beittu aðför að kjörum þeirra lægst laun­uðu í sam­fé­lag­inu sem SA standa nú fyr­ir, með hót­unum sem byggja á óheil­ind­um, klækjum og vill­andi mál­flutn­ing­i. 



Stöðuuppfærsla Bjarnheiðar Hallsdóttur Mynd: AðsendÍ morgun var mér bent á að Bjarn­heiður Halls­dótt­ir, for­maður Sam­taka ferða­þjón­ust­unn­ar, hefði brugð­ist við grein minni. Hún segir að ég hafi ráð­ist með heift að SA, ferða­þjón­ust­unni og ein­stökum per­són­um, „sem hún rakkar niður eins og henni einni er lag­ið“ eins og Bjarn­heiður orðar það. Bjarn­heiður fer í gegnum það sem ég segi í grein­inni, móðguð og sár, segir að ég kalli fram­kvæmd­ar­stjóra vind­hana, saki hann um að ganga á bak orða sinna, segi að SA séu lömuð eftir yfir­töku stór­fyr­ir­tækja úr ferða­þjón­ust­unni og stundi „klækja­brögð, óheil­indi og tæki­fær­is­mennsku“. Allt er þetta sagði ég vissu­lega og allt þetta er rétt. Enda reynir Bjarn­heiður ekki að svara mér mál­efna­lega og reka þær stað­reyndir sem ég tel up í grein­inni. Það getur hún nefni­lega ekki. Eina vopnið sem hún er fær um að beita er móðg­un­ar­girn­in. En eins og við flest vitum skilar móðg­un­ar­girni okkur litlu, sér­stak­lega þegar við ákveðum að móðg­ast yfir sann­leik­an­um. Gagn­vart honum er yfir­leitt væn­legra til árang­urs að sýna í það minnsta vott af auð­mýkt. Ekk­ert af mínum mál­flutn­ingi er „al­gjör­lega úr lausu lofti grip­inn“ eins og Bjarn­heiður heldur fram, þvert á móti er allt sem ég skrifa byggt á stað­reyndum úr íslenskum sam­tíma. 

Það sem Bjarn­heiði sárnar senni­lega mest er stað­reyndin um að SA séu í raun van­hæf til að koma fram fyrir hönd atvinnu­rek­enda á Íslandi vegna yfir­töku stór­fyr­ir­tækja í ferða­brans­anum og hömlu­lausrar hags­muna­gæslu í þeirra þágu. Bjarn­heiður reynir ekki að hrekja þessi orð. Enda veit hún eflaust jafn­vel og ég að full­trúar ann­ara greina en ferða­manna­iðn­að­ar­ins eru farnir að tjá það sem öllum er auð­vitað ljóst, að hér þurfi að móta svo­kall­aða atvinnu­stefnu sem ekki byggi á því að velja „sig­ur­veg­ara“ sem fái svo að fara sínu fram af inn­blásnu hömlu­leysi og græðgi. Hér vísa ég t.d til orða Sig­urðar Hann­es­son­ar, for­manns Sam­taka iðn­að­ar­ins, en í við­tali sem Kjarn­inn birti við hann fyrir skemmstu koma m.a. þetta fram: 

„Raunar segir Sig­urður að aðgerðir stjórn­valda í efna­hags­málum vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins sýni „svart á hvítu“ að stjórn­völd séu með atvinnu­stefnu af öðrum toga en þá sem hann teldi æski­lega. „Sú atvinnu­stefna gengur út á það að velja sig­ur­veg­ara og þar er raunar einn sig­ur­veg­ari sem er á blaði og það er ferða­þjón­ust­an. Aðgerðir stjórn­valda miða fyrst og fremst við að bjarga ferða­þjón­ust­unni. Það er skilj­an­legt, með hlið­sjón af því hvaða vægi hún hefur haft, þar eru fjöl­mörg störf undir og greinin mun sann­ar­lega ná fyrri styrk, það er bara spurn­ing um tíma, en á sama tíma eru tæki­færi sem fara for­görðum vegna þess að athygli stjórn­valda bein­ist ekki að þeim,“ segir Sig­urð­ur.“

Sig­urður og aðrir tals­menn eig­enda atvinnu­tækj­anna og fjár­magns­ins sem ekki fylgja níhíl­ískri harð­lín­u-­stefnu SA og Bjarn­heiðar Halls­dóttur geta varla verið svo skyni skroppnir að vilja segja upp samn­ingum til að kom­ast hjá því að greiða umsamdar (hóf­stillt­ar) hækk­an­ir, krónur sem skila sér beint út í hag­kerfið og verða þess vald­andi að inn­lent atvinnu­líf sem ekki á allt sitt undir ferða­mönnum getur haldið áfram að vaxa; fisk­vinnsla, iðn­að­ur, ræst­ing­ar, bygg­ing­ar­iðn­að­ur, vöru­flutn­ing­ar, smá­sala og svo fram­veg­is. 

Bjarn­heiður hlýtur að átta sig á þessu og verður senni­lega þess­vegna eins og lít­ill leik­þáttur um máls­hátt­inn snjalla: Sann­leik­anum verður hver sár­reið­ast­ur. 

Ég vil nota tæki­færið, fyrst ég er byrjuð að tjá mig um stað­reyndir mála og í ljósi þess að þetta hefur ekki verið rætt opin­ber­lega, fara yfir þá atburða­rás sem hefst ef SA segja upp samn­ing­um:

Ef að sam­ingar verða lausir þá er vinn­andi fólk á almennum mark­aði ekki lengur undir frið­ar­skyldu. Þá hefst vinna við að skipa samn­inga­nefnd­ir, útbúa kröfu­gerð og við­ræðu­á­ætl­un. Stjórn Efl­ingar hitt­ist síð­asta föstu­dag og fór yfir þessa stöðu. Ljóst er að við í Efl­ingu erum til­búin í það sem koma skal, ef samn­ingum verður sagt upp af SA. Við höfum jú verið í stans­lausri bar­áttu síð­ustu ár og erum orðin ein­stak­lega vel þjálfuð í þeirri vinnu sem fylgir samn­inga­við­ræðum og und­ir­bún­ingi verk­falla, ef til þess kem­ur. 

Við munum ekki koma óund­ir­búin að samn­inga­borð­inu, þvert á móti. Það er fjöldi atriða og mála sem að við höfum mik­inn áhuga á að ræða og takast á um, bæði við samn­ings­borðið og svo auð­vitað í hinni almennu póli­tísku umræðu í sam­fé­lag­inu, á kom­andi kosn­inga­vetri. Við und­ir­ritun Lífs­kjara­sam­ings­ins var fjöl­margt sem við höfðum ekki náð að koma í gegn er varðar trún­að­ar­manna­kerfið og aukið lýð­ræði á vinnu­stöð­um. Við erum miklu meira en til­búin í slíkar við­ræð­ur. Við erum jafn­framt meira en til­búin í að ræða opin­skátt svo að öll heyri þær aðstæður sem ríkja víða á íslenskum vinnu­mark­aði (Hér verð ég að nefna að SA hafa staðið algjör­lega for­hert gegn því að launa­þjófn­aður verði raun­veru­lega gerður refsi­verð­ur. Allt fólk með sæmi­lega stilltan sið­ferð­is­átta­vita hlýtur að undr­ast þá stað­reynd.), sér­stak­lega þegar kemur að okkar aðfluttu félög­um. Það er margt undir þar, t.d. það hús­næði sem fólki er boðið uppá og er sam­tvinnað ráðn­ing­ar­samn­ingi. Við erum til­búin í við­ræður sem snú­ast um vinnu­staða­eft­ir­lit og það sem við finnum þegar við heim­sækjum vinnu­staði. Við erum til­búin í við­ræður um stytt­ingu vinnu­vik­unn­ar. Við erum til­búin í við­ræður um launa­mun á vinnu­stöðum og hvað við teljum eðli­legt og ásætt­an­legt í þeim efn­um. 

Við erum jafn­framt meira en til­búin í við­ræður um eðli líf­eyr­is­sjóða­kerf­is­ins og aðkomu atvinnu­rek­anda að því, við­ræður um það sem senni­lega væri rétt­ast að kalla „lýð­ræð­i­svæð­ingu líf­eyr­is­sjóða­kerf­is­ins“. Þar munum við setja allan fók­us­inn á hags­muni lág­launa­fólks­ins sem sann­ar­lega eru tap­arar þessa kerf­is. Við erum líka til­búin og vel und­ir­búin í intens­í­var umræður um skatt­kerfið og hvernig við viljum að það sé notað mark­visst til að end­ur­út­hluta þeim gæðum sem hér verða til með vinnu okk­ar. Við munum einnig setja mik­inn fókus á skatta­skjól og þann þjófnað sem fjár­magns­eig­endur kom­ast upp með þegar þeir senda millj­arða á millj­arða ofan í felur til að kom­ast hjá því að taka eðli­legan þátt í rekstri þjóð­fé­lags­ins. Við erum líka til­búin til að ræða eigna­stöðu hinna auð­ugu og eigna­leysi lág­launa­fólks­ins sem hefur verið gert ómögu­legt að eign­ast eigið hús­næði svo það geti orðið fórn­ar­lömb arð­ráns­ins hins seinna; eftir að þau hafa fengið sín litlu laun útborguð þurfa þau að greiða því sem næst allar sínar ráð­stöf­un­ar­tekjur á gróða­væddum hús­næð­is­mark­að­i. 

Allt þetta og margt fleira verður inn­tak þeirra samn­inga­við­ræðna sem hefj­ast ef að SA bindur enda á frið­ar­skyld­una og segir upp samn­ing­um. 

Lífs­kjara­samn­ing­ur­inn snérist um að bæta kjör hinna lægst laun­uðu. Hann hefur skilað árangri í því. Sam­tök atvinnu­lífs­ins vilja nú fara í stríð við lág­launa­fólk, það fólk sem starfar eftir þeim töxtum sem samið er um, fólkið sem hefur svo lítið á milli hand­anna að það er langt undir opin­berum fram­færslu­við­mið­um. Millj­ón-króna menn­irnir sem eiga svo mikið að þeir vita ekki aura sinna tal ætla sér að gera líf þeirra sem ekk­ert eiga enn verra. Og eru til­búnir að lengja krepp­una með því að fara í kjara­skerð­ingu sem mun ekk­ert gera nema draga mark­visst úr inn­lendri eft­ir­spurn til að ná árangri í því sem þeir upp­lifa greini­lega sem eitt brýn­asta hags­muna­mál sitt.

Að lok­um: Við sem til­heyrum stétt verka- og lág­launa­fólks vitum vel að kerf­ið, kap­ít­al­isminn, er í eðli sýnu eins ólýð­ræð­is­legt og hægt er að hugsa sér. Við vitum að við þurfum að berj­ast fyrir öllu sem við fáum með kjafti og klóm, hverri ein­ustu krónu. Og loks­ins höfum við fengið tæki­færi til að berj­ast fyrir okkar hags­muna­mál­um, nú þegar við förum með völd í öðru stærsta verka­lýðs­fé­lagi lands­ins. Við vitum að það sem við erum að fást við og berj­ast fyrir er bæði risa­stórt og afskap­lega ein­falt: Skipt­ing gæð­anna alls­staðar og að öllu leyti. Við höfum svitnað fyrir hag­vöxt­inn en þurft að sjá á eftir arð­inum sem við sköp­uðum með okkar erf­ið­is­vinnu renna í vasa kap­ít­alist­anna. 

Ef að SA halda að þau geti haft af okkur umsamdar hækk­anir án þess að við breyt­umst í flóð­bylgju búna til af sam­stöðu fjöld­ans þá erum við til­búin til að sýna þeim, enn eina ferð­ina, hvar styrk­leikar okkar liggja. Verði þeim að góðu ef þau efna til ófriðar við okk­ur.

Höf­undur er for­maður Efl­ing­ar. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar