Má bjóða þér skógarelda með kaffinu?

Ísak Már Jóhannesson skrifar um sænska haframjólkurframleiðann Oatly og ágreining sem nú ríkir um umsvif hans.

Auglýsing

Hafra­drykk­ur­inn Oatly nýtur síauk­inna vin­sælda víða um heim, sér í lagi á Íslandi. Mörgum finnst hann ómissandi í kaffið eða út á morg­un­korn­ið. Unn­endur drykkj­ar­ins muna eflaust eftir því þegar hann var ófá­an­legur síð­asta sumar og fólk barð­ist um síð­ustu fern­urnar á göngum kjör­búða. Á sama tíma geisuðu sögu­legir skóg­ar­eldar í Amazon­frum­skóg­inum sem vöktu óhug um allan heim.

Getur verið að drykk­ur­inn og eld­arnir teng­ist og að hjá Oatly sé kannski óhreint mjöl í poka­horn­inu?

Mjólk fyrir fólk

Rætur Oatly má rekja til upp­hafs tíunda ára­tug­ar­ins þegar vís­inda­menn við háskól­ann í Lundi í Sví­þjóð upp­götv­uðu nýja aðferð til að útbúa drykk úr höfrum með áþekka áferð og kúa­mjólk. Drykk­ur­inn hafði auk þess þá kosti að fram­leiðslu hans fylgja mun minni umhverf­is­á­hrif en fram­leiðslu á kúa­mjólk og að hægt er að fram­leiða hann úr inn­lendu sænsku hrá­efni. Vís­inda­menn­irnir fengu einka­leyfi á aðferð­inni og stofn­uðu fram­leiðslu­fyr­ir­tæki, en fyrstu tvo ára­tug­ina fór lítið fyrir því.

Auglýsing

Árið 2012 skipti Oatly svo um gír. Fyr­ir­tækið vildi höfða til vax­andi hóps græn­kera og umhverf­is­með­vit­aðra og setti sér skýra stefnu: Oatly átti að vera öðru­vísi. Umhverf­is­vænt svar við vanda­málum hefð­bund­ins mjólkur­iðn­að­ar. Fyr­ir­tækið átti að vera ábyrgt, skap­andi og spenn­andi og dýra­vel­ferð­ar- og lofts­lags­sjón­ar­mið voru í far­ar­broddi í mark­aðs­her­ferðum þess. Það krist­all­að­ist í einu af slag­orðum fyr­ir­tæk­is­ins: It‘s like milk but made for humans.

Þessi áhersla féll ekki í kramið hjá sænska mjólkur­iðn­að­inum sem stefndi Oatly árið 2015 fyrir vill­andi mark­aðs­setn­ingu. Nið­ur­staðan var að fyr­ir­tækið mátti ekki halda því fram að varan þeirra væri holl­ari og skyn­sam­legri kostur en kúa­mjólk. Þá var Oatly bannað að nota heitið hafra­mjólk og hafa því kallað drykk­inn hafra­drykk síð­an. Það má segja að til­raun mjólkur­iðn­að­ar­ins til að þagga niður í Oatly hafi mis­tek­ist hrapa­lega en vin­sældir hafra­drykkj­ar­ins juk­ust gríð­ar­lega á meðan á mála­ferlunum stóð.

Hafra­drykkur fyrir heim­inn

Síðan hefur fyr­ir­tækið vaxið lygi­lega hratt og eft­ir­spurnin gjarnan boðið fram­boðið ofur­liði, eins og íslenskir unn­endur drykkj­ar­ins hafa fengið að kynn­ast. Til að geta annað eft­ir­spurn­inni hefur Oatly boðið fjár­festum að fjár­magna vöxt þess.

Fyrst voru það fjár­fest­ing­ar­fé­lögin Verl­in­vest og China Reso­urces sem eign­uð­ust 70% hlut í Oatly árið 2016. Verl­in­vest er í eigu þriggja forn­frægra belgískra fjöl­skylda sem eru stærstu eig­endur alþjóð­legu bjór­sam­steypunnar AB InBev. Kín­verska ríkið á China Reso­urces sem er stórt fyr­ir­tæki í mat­væla­iðn­aði þar í landi. Lítið bar á kaup­unum á þeim tíma en ein­hverjum þótti hæpið að Oatly gæti haldið í hug­sjónir sínar með þessi félög í eig­enda­hópn­um.

Nú í sumar var það svo banda­ríska fjár­fest­inga­fé­lagið Black­stone sem fjár­festi í Oatly og eign­að­ist 10% hlut. Sænskir aðgerða­sinnar bentu á að Black­stone hafi verið bendlað við ýmis­legt mis­jafnt. Sjóðir félags­ins hafi keypt stór land­svæði í Amazon­frum­skóg­inum og er félagið sagt bera ábyrgð á mann­rétt­inda­brotum gegn frum­byggjum skóg­ar­ins og hluta skóg­ar­eld­anna sem minnst var á hér í upp­hafi. Black­stone hefur hafnað þessum ásök­unum. Þá hefur það komið upp úr dúrnum að fram­kvæmda­stjóri Black­stone er náinn stuðn­ings­maður Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta sem þykir ekki sam­ræm­ast gildum Oat­ly.

Heimar mæt­ast

Tístum hefur rignt inn á á Twitt­er-­reikn­ing Oatly þar sem áður dyggir unn­endur saka fyr­ir­tækið um blekk­ing­ar. Oatly hefur brugð­ist við og seg­ist ekki geta svarað fyrir önnur umsvif eig­enda sinna. Fyr­ir­tækið lítur enn á hinn óum­hverf­is­væna mjólkur­iðnað sem sinn helsta keppi­naut og að það trúi ekki á að loka á fjár­fest­ingar frá aðilum í minna sjálf­bærum geirum því þá muni ekk­ert breyt­ast. Fjár­fest­ingin sé því skila­boð til fjár­mála­heims­ins um að nú sé tíma­bært og arð­bært að færa fjár­magn úr olíu­fram­leiðslu og soja­bauna­rækt, sem þeir segja aðal­or­sök skóg­areyð­ingar í Amazon, í græn fyr­ir­tæki eins og Oat­ly.

Það má segja að hér mæt­ist tvær fylk­ingar umhverf­is­hreyf­ing­ar­inn­ar. Önnur treystir á mark­aðs­lausnir og telur að með vali upp­lýstra neyt­enda og tækni­þróun megi leysa þau umhverf­is­vanda­mál sem mann­kynið stendur frammi fyr­ir. Hin telur ómögu­legt að slíkt sé hægt með rétt­látum hætti í sam­fé­lags­skipu­lagi dags­ins í dag. Þetta er auð­vitað tölu­verð ein­földun en nú sakar síð­ari fylk­ing þá fyrri um græn­þvott; að Oatly sé orðið grænt glugga­skraut þeirra sem brenna frum­skóga. Fyr­ir­tæki sem á eigin mæli­kvarða er í far­ar­broddi í umhverf­is­málum og sjálf­bærni.

Nú þurfum við sem notum Oatly í kaffið að gera upp við okkur hvort við teljum að neyt­endur geti haft áhrif á breytni fyr­ir­tækja með neyslu sinni og hvar við viljum þá draga lín­una þegar það kemur að sam­fé­lags­legri ábyrgð.

Höf­undur er að ljúka ­námi í umhverf­is­stjórnun og stefnu­mótun við Háskól­ann í Lundi í Sví­þjóð.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Endurvinnsluhlutfall umbúðaúrgangs innan við 50 prósent hérlendis
Heildarmagn umbúðaúrgangs hérlendis var um 151 kíló á hvern einstakling árið 2019. Endurvinnsluhlutfallið lækkar á milli ára en um fjórðungur plastumbúða ratar í endurvinnslu samanborið við rúmlega 80 prósent pappírs- og pappaumbúða.
Kjarninn 27. september 2021
Talning atkvæða í Borgarnesi og meðferð kjörgagna hefur verið mál málanna í dag.
Talningarskekkjan í Borgarnesi kom í ljós um leið og einn bunki var skoðaður
Engin tilmæli voru sett fram af hálfu landskjörstjórnar um endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjarninn ræddi við Inga Tryggvason formann yfirkjörstjórnar í kjördæminu um ástæður þess að talið var aftur og meðferð kjörgagna.
Kjarninn 27. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Lífskjarasamningurinn heldur – „Ánægjuleg niðurstaða“
Formaður VR segist vera létt að lífskjarasamningurinn haldi. Engin stemning hafi verið hjá atvinnulífinu né almenningi að fara í átök við þessar aðstæður.
Kjarninn 27. september 2021
Sigurjón Njarðarson
Hrunið 2008-2021
Kjarninn 27. september 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Siðspillandi ómenning: Um viðtökur jazztónlistar á Íslandi
Kjarninn 27. september 2021
Olaf Scholz, fjármálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórn og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, mætir á kosningavöku flokksins í gær.
„Umferðarljósið“ líklegasta niðurstaðan í Þýskalandi
Leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins hefur heitið því að Þjóðverjar fái nýja ríkisstjórn fyrir jól. Það gæti orðið langsótt í ljósi sögunnar. Hann vill byrja á að kanna jarðveginn fyrir stjórn með Græningjum og Frjálslyndum demókrötum.
Kjarninn 27. september 2021
Ákveðið hefur verið að telja atkvæðin í Suðurkjördæmi að nýju.
Talið aftur í Suðurkjördæmi
Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi hefur ákveðið að verða við beiðnum sem bárust frá nokkrum stjórnmálaflokkum um að telja öll atkvæðin í Suðurkjördæmi aftur.
Kjarninn 27. september 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í leiðtogaumræðum fyrir kosningar.
Með óbragð í munni – Mikilvægt að framkvæmd kosninga sé með réttum hætti
Þorgerður Katrín segir að endurtalningin í Norðvesturkjördæmi dragi fram umræðu um jafnt atkvæðavægi. „Það er nauðsynlegt að fá hið rétta fram í þessu máli.“
Kjarninn 27. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar