Má bjóða þér skógarelda með kaffinu?

Ísak Már Jóhannesson skrifar um sænska haframjólkurframleiðann Oatly og ágreining sem nú ríkir um umsvif hans.

Auglýsing

Hafra­drykk­ur­inn Oatly nýtur síauk­inna vin­sælda víða um heim, sér í lagi á Íslandi. Mörgum finnst hann ómissandi í kaffið eða út á morg­un­korn­ið. Unn­endur drykkj­ar­ins muna eflaust eftir því þegar hann var ófá­an­legur síð­asta sumar og fólk barð­ist um síð­ustu fern­urnar á göngum kjör­búða. Á sama tíma geisuðu sögu­legir skóg­ar­eldar í Amazon­frum­skóg­inum sem vöktu óhug um allan heim.

Getur verið að drykk­ur­inn og eld­arnir teng­ist og að hjá Oatly sé kannski óhreint mjöl í poka­horn­inu?

Mjólk fyrir fólk

Rætur Oatly má rekja til upp­hafs tíunda ára­tug­ar­ins þegar vís­inda­menn við háskól­ann í Lundi í Sví­þjóð upp­götv­uðu nýja aðferð til að útbúa drykk úr höfrum með áþekka áferð og kúa­mjólk. Drykk­ur­inn hafði auk þess þá kosti að fram­leiðslu hans fylgja mun minni umhverf­is­á­hrif en fram­leiðslu á kúa­mjólk og að hægt er að fram­leiða hann úr inn­lendu sænsku hrá­efni. Vís­inda­menn­irnir fengu einka­leyfi á aðferð­inni og stofn­uðu fram­leiðslu­fyr­ir­tæki, en fyrstu tvo ára­tug­ina fór lítið fyrir því.

Auglýsing

Árið 2012 skipti Oatly svo um gír. Fyr­ir­tækið vildi höfða til vax­andi hóps græn­kera og umhverf­is­með­vit­aðra og setti sér skýra stefnu: Oatly átti að vera öðru­vísi. Umhverf­is­vænt svar við vanda­málum hefð­bund­ins mjólkur­iðn­að­ar. Fyr­ir­tækið átti að vera ábyrgt, skap­andi og spenn­andi og dýra­vel­ferð­ar- og lofts­lags­sjón­ar­mið voru í far­ar­broddi í mark­aðs­her­ferðum þess. Það krist­all­að­ist í einu af slag­orðum fyr­ir­tæk­is­ins: It‘s like milk but made for humans.

Þessi áhersla féll ekki í kramið hjá sænska mjólkur­iðn­að­inum sem stefndi Oatly árið 2015 fyrir vill­andi mark­aðs­setn­ingu. Nið­ur­staðan var að fyr­ir­tækið mátti ekki halda því fram að varan þeirra væri holl­ari og skyn­sam­legri kostur en kúa­mjólk. Þá var Oatly bannað að nota heitið hafra­mjólk og hafa því kallað drykk­inn hafra­drykk síð­an. Það má segja að til­raun mjólkur­iðn­að­ar­ins til að þagga niður í Oatly hafi mis­tek­ist hrapa­lega en vin­sældir hafra­drykkj­ar­ins juk­ust gríð­ar­lega á meðan á mála­ferlunum stóð.

Hafra­drykkur fyrir heim­inn

Síðan hefur fyr­ir­tækið vaxið lygi­lega hratt og eft­ir­spurnin gjarnan boðið fram­boðið ofur­liði, eins og íslenskir unn­endur drykkj­ar­ins hafa fengið að kynn­ast. Til að geta annað eft­ir­spurn­inni hefur Oatly boðið fjár­festum að fjár­magna vöxt þess.

Fyrst voru það fjár­fest­ing­ar­fé­lögin Verl­in­vest og China Reso­urces sem eign­uð­ust 70% hlut í Oatly árið 2016. Verl­in­vest er í eigu þriggja forn­frægra belgískra fjöl­skylda sem eru stærstu eig­endur alþjóð­legu bjór­sam­steypunnar AB InBev. Kín­verska ríkið á China Reso­urces sem er stórt fyr­ir­tæki í mat­væla­iðn­aði þar í landi. Lítið bar á kaup­unum á þeim tíma en ein­hverjum þótti hæpið að Oatly gæti haldið í hug­sjónir sínar með þessi félög í eig­enda­hópn­um.

Nú í sumar var það svo banda­ríska fjár­fest­inga­fé­lagið Black­stone sem fjár­festi í Oatly og eign­að­ist 10% hlut. Sænskir aðgerða­sinnar bentu á að Black­stone hafi verið bendlað við ýmis­legt mis­jafnt. Sjóðir félags­ins hafi keypt stór land­svæði í Amazon­frum­skóg­inum og er félagið sagt bera ábyrgð á mann­rétt­inda­brotum gegn frum­byggjum skóg­ar­ins og hluta skóg­ar­eld­anna sem minnst var á hér í upp­hafi. Black­stone hefur hafnað þessum ásök­unum. Þá hefur það komið upp úr dúrnum að fram­kvæmda­stjóri Black­stone er náinn stuðn­ings­maður Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta sem þykir ekki sam­ræm­ast gildum Oat­ly.

Heimar mæt­ast

Tístum hefur rignt inn á á Twitt­er-­reikn­ing Oatly þar sem áður dyggir unn­endur saka fyr­ir­tækið um blekk­ing­ar. Oatly hefur brugð­ist við og seg­ist ekki geta svarað fyrir önnur umsvif eig­enda sinna. Fyr­ir­tækið lítur enn á hinn óum­hverf­is­væna mjólkur­iðnað sem sinn helsta keppi­naut og að það trúi ekki á að loka á fjár­fest­ingar frá aðilum í minna sjálf­bærum geirum því þá muni ekk­ert breyt­ast. Fjár­fest­ingin sé því skila­boð til fjár­mála­heims­ins um að nú sé tíma­bært og arð­bært að færa fjár­magn úr olíu­fram­leiðslu og soja­bauna­rækt, sem þeir segja aðal­or­sök skóg­areyð­ingar í Amazon, í græn fyr­ir­tæki eins og Oat­ly.

Það má segja að hér mæt­ist tvær fylk­ingar umhverf­is­hreyf­ing­ar­inn­ar. Önnur treystir á mark­aðs­lausnir og telur að með vali upp­lýstra neyt­enda og tækni­þróun megi leysa þau umhverf­is­vanda­mál sem mann­kynið stendur frammi fyr­ir. Hin telur ómögu­legt að slíkt sé hægt með rétt­látum hætti í sam­fé­lags­skipu­lagi dags­ins í dag. Þetta er auð­vitað tölu­verð ein­földun en nú sakar síð­ari fylk­ing þá fyrri um græn­þvott; að Oatly sé orðið grænt glugga­skraut þeirra sem brenna frum­skóga. Fyr­ir­tæki sem á eigin mæli­kvarða er í far­ar­broddi í umhverf­is­málum og sjálf­bærni.

Nú þurfum við sem notum Oatly í kaffið að gera upp við okkur hvort við teljum að neyt­endur geti haft áhrif á breytni fyr­ir­tækja með neyslu sinni og hvar við viljum þá draga lín­una þegar það kemur að sam­fé­lags­legri ábyrgð.

Höf­undur er að ljúka ­námi í umhverf­is­stjórnun og stefnu­mótun við Háskól­ann í Lundi í Sví­þjóð.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Daimler, framleiðandi Mercedes Benz-bílanna, hefur fundið fyrir mikilli eftirspurnaraukningu frá Kína
Framleiðslugreinar ná sér aftur á strik
Minni framleiðslutakmarkanir og meiri einkaneysla í Kína virðist hafa leitt til þess að framleiðslufyrirtæki í Evrópu eru á svipuðu róli og í fyrra. Einnig má sjá viðspyrnu á Íslandi, ef horft er á vöruútflutning iðnaðarvara.
Kjarninn 22. október 2020
Sara Stef. Hildardóttir
Covid, opinn aðgangur og ekki-hringrásarhagkerfi
Kjarninn 22. október 2020
Ólga er innan bæjarstjórnarinnar í Hafnarfirði vegna málsins.
Vilja að Hafnfirðingar fái að segja hug sinn um fyrirhugaða sölu á HS Veitum
Meirihlutinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar áformar sölu á 15,42 prósenta hlut í HS Veitum til HSV eignarhaldsfélags á um það bil 3,5 milljarða króna. Samtök í bænum eru tilbúin að reyna aftur að knýja fram íbúakosningu um málið.
Kjarninn 22. október 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Kolefnisgjaldið þyrfti að vera mun hærra til þess að bíta betur
Umhverfis- og auðlindaráðherra og þingmaður Miðflokksins tókust á um kolefnisgjöld á þingi í dag.
Kjarninn 22. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Kúrfan áfram á niðurleið en „sigurinn er hvergi nærri í höfn“
„Allar tölur benda til þess að við séum raunverulega að sjá fækkun á tilfellum eins og staðan er núna,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Mögulega er hægt að hefja afléttingu aðgerða eftir 1-2 vikur.
Kjarninn 22. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Áslaug Arna: „Haturstákn og sjónarmið verða ekki liðin innan lögreglunnar“
Dómsmálaráðherra segir „alveg skýrt“ að haturstákn og sjónarmið verði ekki liðin innan lögreglunnar, hvorki nú né framvegis.
Kjarninn 22. október 2020
Ellefu sóttu um stöðu framkvæmdastjóra á skrifstofu bankastjóra Seðlabankans
Seðlabankinn auglýsti nýverið lausar til umsóknar tvær nýjar stöður við bankann. Alls sóttu 22 um stöðurnar.
Kjarninn 22. október 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 24. þáttur: Murasaki Shikibu
Kjarninn 22. október 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar