Tímaskekkja

Sæunn Kjartansdóttir sálgreinir skrifar um nýtt frumvarp um fæðingarorlof.

Auglýsing

Nýju frum­varpi um fæð­ing­ar­or­lof er ætlað að slá margar flugur í einu höggi. Það á m.a. að hvetja til þess að báðir for­eldrar gegni skyldum sínum gagn­vart börnum og fjöl­skyldu­lífi, stuðla að auk­inni atvinnu­þátt­töku for­eldra, jafna tæki­færi þeirra á vinnu­mark­aði og gera báðum for­eldrum auð­veld­ara að sam­ræma þær skyldur sem þeim eru lagðar á herðar í starfi og einka­lífi. Allt eru þetta mik­il­væg mark­mið sem ég er sam­mála. Engu að síður tel ég nýja frum­varpið um fæð­ing­ar­or­lof vera tíma­skekkju. Hvers vegna?



Hefði svona frum­varp komið fram þegar mín kyn­slóð var að eiga börn hefði ég hoppað hæð mína af hrifn­ingu, svo fram­úr­stefnu­legt hefði mér þótt það. En árið 2020 finnst mér þetta frum­varp vera íþyngj­andi og aft­ur­halds­samt. Í fyrsta lagi er eins og þarfir þess sem þetta á að snú­ast um, barn­ið, séu auka­at­riði. Spurn­ingin snýst ekki um hvers barnið þarfnast, út frá nýj­ustu þekk­ingu á þörfum barna, heldur hvernig er hægt að koma for­eldr­unum sem fyrst aftur í vinn­una með lág­marks umönnun barns. 



Í öðru lagi er eitt ár of alltof skammur tími fyrir ung­barn. Það eru nágranna­lönd okkar búin að upp­götva og þangað ættum við að horfa. Þegar fæð­ing­ar­or­lofið verður orðið tvö ár getum við staðið fast á kvót­um. Í þriðja lagi er sam­fé­lag okkar ekki það sama og það var þegar lögin voru sett árið 2000, meðal ann­ars vegna áhrifa þeirrar laga­setn­ingar sem var mik­il­væg á þeim tíma. Mín reynsla og ann­arra af starfi með for­eldrum er að það sé orðið sterkur hluti af sjálfs­mynd feðra að vilja ann­ast börnin sín og þess vegna stendur vilji þeirra til að taka fæð­ing­ar­or­lof. Þar með er ekki sagt að þeir geti það alltaf en slíkt verður að vera úrlausn­ar­efni fjöl­skyld­unn­ar. For­ræð­is­hyggja eins og hún birt­ist í frum­varp­inu er ekki boð­leg fjöl­skyldum árið 2020. 

Auglýsing


Í fjórða lagi er barni refsað fyrir að eiga eitt for­eldri, nema að hitt sæti nálg­un­ar­banni, brott­vísun af heim­ili eða ekki hefur reynst mögu­legt að feðra barn. Slík tak­mörkun og ein­földun á fjöl­breyti­leika fjöl­skyldna er með ólík­ind­um. Aðstæður for­eldra eru með þús­und og einum hætti og eng­inn er hæf­ari en einmitt þeir til að ákveða hvernig hlut­verka­skipt­ingu á heim­il­inu verði best hag­að. Margir for­eldrar geta þurft aðstoð við að finna út úr þessu og ýmsu öðru, ekki síst álagi og streitu, en boð­vald er það síð­asta sem þeir þarfn­ast. Ef við treystum for­eldrum ekki til að finna út úr verka­skipt­ingu sín á milli hlýtur að telj­ast hæpið að fela þeim for­sjá barns.



Frum­varpið virð­ist ganga út frá því að við sem sam­fé­lag höfum ekki efni á að ung­barn eigi tvo for­eldra. Annað þarf að duga og lög­gjaf­inn ætlar að ákveða hvort þeirra og hvenær. Þá virð­ist ennþá litið á það sem almenni­leg­heit við for­eldra að þeir “fái” að vera með barn­inu. Mér finnst nær að tala um þegn­skyldu­vinnu sem for­eldrar verða, hvort sem þeir vilja eða ekki, að taka á sig ein­fald­lega vegna þess að þeir eru best til þess falln­ir. 



Eða hver myndi sækj­ast eftir “or­lofi” þar sem næt­ur­svefn er með höppum og glöpp­um, stundum eng­inn, mat­máls­tímar, sturtu- og kló­sett­ferðir eru háðar sam­þykki lít­illar mann­eskju sem hefur tak­mark­aða getu til að tjá sig en þarf alltaf að vera í for­gangi, sama hvernig manni sjálfum líð­ur. Ef maður skilur ekki litlu mann­eskj­una eða gerir henni ekki til hæfis grætur hún og jafn­vel öskrar á mann þangað til maður annað hvort rambar á að gera rétt eða örmagn­ast. Og ef maður upp­lifir ekki stans­lausa ham­ingju í þessu orlofi er eitt­hvað að manni. Þegar erf­ið­asti hjall­inn er að baki og maður er aðeins minna úrvinda og hugs­an­lega far­inn að finna takt­inn tekur við nýtt verk­efni: að finna ein­hvern ókunn­ugan til að elska litlu mann­eskj­una,- kannski ein­hverja dag­mömmu ein­hvers stað­ar?



Ef við viljum for­gangs­raða þörfum þeirra sem þetta snýst um látum við greiðslur fylgja barni, ekki for­eldrum, og má þá einu gilda hvort for­eldrar þess eru ein­stæð­ir, atvinnu­laus­ir, náms­menn eða í sam­búð. Höfum í huga for­eldrar sinna mik­il­væg­asta hlut­verki sem fyr­ir­finnst og fyrir það ættum við sem sam­fé­lag að þakka og veita þeim alla þá aðstoð sem þeir þurfa. Þeir sem telja okkur ekki hafa efni á slíku yrðu margs fróð­ari ef þeir skoð­uðu nið­ur­stöður hag­fræð­inga sem eru búnir að reikna út hversu stóran bak­reikn­ing sam­fé­lagið borgar fyrir nísku við umönnun ungra barna.



Höf­undur er sál­grein­ir.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar