Lækkun tryggingagjalds leysir vandann

Stefán Ólafsson segir Lífskjarasamninginn vera eitt besta meðalið við kreppunni og öflugar örvunaraðgerðir stjórnvalda sömuleiðis. Þetta styðji hvort við annað. Ófriðarleið SA-manna geri kreppuna einungis dýpri en hún þurfi að vera.

Auglýsing

Sam­tök atvinnu­rek­enda (SA) segj­ast nú vilja segja upp Lífs­kjara­samn­ingn­um, vegna for­sendu­brests sem veiru­far­ald­ur­inn hafi orsak­að. Það er röng leið út úr krepp­unni.

Far­sælla er að Lífs­kjara­samn­ing­ur­inn haldi og að látið verði reyna á sveigj­an­leika vinnu­mark­að­ar­ins, ásamt öfl­ugum Key­nesískum kreppu­úr­ræðum stjórn­valda. Sú leið mun vinna betur á krepp­unni en sú leið upp­lausnar og átaka sem felst í afstöðu SA-­manna.

Rökin fyrir þessu eru eft­ir­far­andi:

  • Kreppan er einkum í afmörk­uðum geira atvinnu­lífs­ins (ferða­þjón­ustu og nátengdum grein­um, sem eru með um 10-15% vinnu­aflsins). Fyr­ir­tæki og stofn­anir með um 85-90% vinnu­aflsins ganga þokka­lega. Þetta er sér­tæk kreppa.
  • Sér­tæk kreppa kallar á sér­tæk úrræði, sem miðuð eru á hinn sér­tæka vanda, en ekki á almenn úrræði sem meiri­hluti fyr­ir­tækja hefur ekki beina þörf fyr­ir.
  • Almenn kjara­skerð­ing dregur úr inn­lendri eft­ir­spurn, sem er eitt mik­il­væg­asta elds­neytið fyrir efna­hags­lífið í kreppu, ásamt örv­unar­úr­ræðum stjórn­valda. Það er vel reyndur lædrómur af Key­nesískum kreppu­úr­ræðum um allan heim (sjá hér).
  • Lífs­kjara­samn­ing­ur­inn hefur mik­il­væga kosti á kreppu­tím­um. Hann bætir hag lægst laun­uðu hópanna hlut­falls­lega mest – sem lengi hefur verið kallað eft­ir. Lág­launa­fólkið ver öllum sínum tekjum til fram­færsl­unn­ar, en það örvar hringrás efna­hags­lífs­ins mest og heldur uppi hærra atvinnustigi.
  • Hringrás launa í efna­hags­líf­inu er þessi: „Mín útgjöld eru þínar tekj­ur. Þín útgjöld eru mínar tekj­ur”. Launa­hækk­anir koma aftur til fyr­ir­tækja í formi auk­innar eft­ir­spurn­ar.
  • Á sama tíma er hækkun með­al- og hærri launa í Lífs­kjara­samn­ingnum hóf­legri, sem þýðir að hækkun launa­kostn­aðar atvinnu­rek­enda almennt er hóf­legri en þegar pró­sentu­hækk­anir ganga upp allan stig­ann. 
  • Hluti af launa­hækk­unum samn­ings­ins var skil­yrtur af efna­hags­þró­un­inni (hag­vaxt­ar­tengd upp­bót). Það hefur komið fyr­ir­tækj­unum vel á þessu ári og gæti gert það líka á næsta ári.
  • Ef fyr­ir­tæki utan ferða­þjón­ustu eiga í erf­ið­leikum með launa­kostnað geta þau gripið til þess að draga niður yfir­borg­an­ir, sem eru algengar í atvinnu­líf­inu. Ekki þarf að segja upp Lífs­kjara­samn­ingnum til þess.
  • Samn­ing­ur­inn, sem er til langs tíma, er því hag­stæður atvinnu­rek­end­um. Hann færir stjórn­völdum líka mik­il­vægan stöð­ug­leika.

Það er því margt sem mælir gegn því að atvinnu­rek­endur segi upp Lífs­kjara­samn­ingn­um. 

Lyk­ill­inn að lausn­inni

Stjórn­völd hljóta að láta sig stöð­una sem upp er komin miklu varða. Menn sáu hvernig margt gekk vel strax í sumar þegar lands­menn beittu kaup­mætti sínum til að fjörga nær­hag­kerfið um allt land og örv­un­ar­að­gerðir stjórn­valda og seðla­bank­ans léttu róð­ur­inn.

Auglýsing
Lykillinn að lausn­inni nú er ekki síst hjá stjórn­völd­um. Þau hafa sterka fjár­hags­stöðu til að beita öfl­ugum örv­un­ar­að­gerðum (eru með til­tölu­lega litlar skuld­ir). 

Mikið af því fjár­magni sem ætlað var í stuðn­ing við fyr­ir­tæki í vor og sumar hefur ekki gengið út og skulda­aukn­ing íslenska rík­is­ins er hóf­leg miðað við önnur vest­ræn ríki. Þórður Snær Júl­í­us­son segir raunar að flestar efna­hags­að­gerðir rík­is­stjórn­ar­innar til þessa hafi geigað (sjá hér og hér). 

Það er því ástæða fyrir stjórn­völd til að taka fastar í árarnar núna.

Eitt sem væri mik­il­vægt fyrir fyr­ir­tækin er að lækka trygg­inga­gjald­ið, sem er hlut­fall af launa­greiðsl­um. Það auð­veldar fyr­ir­tækjum að taka á hækkun launa­taxta fyrir lægst laun­aða fólkið á vinnu­mark­að­inum og að halda fleirum í vinnu.

Lækkun trygg­inga­gjalds­ins þyrfti ein­ungis að vera tíma­bund­in, t.d. fram á næsta sum­ar. Það myndi auka skuldir rík­is­ins lít­il­lega til við­bótar við ann­að, en skilar sé að öðru leyti í mild­ari afleið­ingum krepp­unnar og minni þörf fyrir útgjöld til atvinnu­leys­is­bóta. Skuld­irnar verða svo lækk­aðar í næstu upp­sveiflu. Þetta væri því góð smurn­ing á vélar efna­hags­lífs­ins – og svig­rúmið er fyrir hendi hjá rík­in­u. 

Lífs­kjara­samn­ing­ur­inn, með hlut­falls­lega mestri kjara­bót fyrir lág­launa­fólk, er eitt besta með­alið við krepp­unni og öfl­ugar örv­un­ar­að­gerðir stjórn­valda sömu­leið­is. Þetta styður hvort við ann­að. Ófrið­ar­leið SA-­manna gerir krepp­una ein­ungis dýpri en hún þarf að vera.

Verum upp­byggi­leg og leysum vand­ann á vit­rænan hátt – með sam­vinnu um þau úrræði sem best duga. Bolt­inn er hjá stjórn­völd­um.

Höf­undur er pró­fessor við HÍ og sér­fræð­ingur í hluta­starfi hjá Efl­ing­u-­stétt­ar­fé­lagi.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórður Snær Júlíusson
Þegar samfélagslegt skaðræði skreytir sig með samfélagslegri ábyrgð
Kjarninn 26. október 2020
Arnar Gunnar Hilmarsson, háseti á Júlíusi Geirmundssyni, sagði frá aðbúnaðinum um borð í viðtali við RÚV.
Frásögn hásetans „alveg í takt“ við upplifun annarra háseta
Varaformaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga segist ekki vita hvað yfirvélstjóranum á Júlíusi Geirmundssyni gangi til með því að segja það „bull“ sem hásetarnir upplifðu um borð.
Kjarninn 26. október 2020
Framlag úr fortíðinni skipti sköpum í baráttunni fyrir nýrri stjórnarskrá
Stjórnarskrárfélagið safnaði nýverið yfir 43 þúsund undirskriftum þar sem Alþingi var hvatt til að klára samþykkt á nýju stjórnarskránni. Átakið vakti víða athygli og var mjög sýnilegt. Kjarninn hefur fengið aðgang að bókhaldi þess.
Kjarninn 26. október 2020
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th.: Armbeygjur eru ekki verri á grasi en plastdýnu
Í síðustu viku braut Guðni Th. Jóhannesson forseti þá reglu sína um að læka ekki efni á samfélagsmiðlum. Það var líksamræktarstöðin Hress í Hafnarfirði sem fékk lækið.
Kjarninn 26. október 2020
Daði Már Kristófersson
Enn til varnar málamiðlun í gjaldeyrismálum
Kjarninn 26. október 2020
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Ný lán til fyrirtækja í ár minna en tíu prósent af því sem var lánað 2018
Aðgengi íslenskra fyrirtækja að lánsfjármagni hjá bönkum virðist vera torveldara en áður. Ástæðan er aukin áhætta sem endurspeglast í hækkandi vaxtaálagi fyrirtækjaútlána bankanna.
Kjarninn 26. október 2020
Órangútanar eru greindir og hafa hafst við í frumskógunum sem  nú er verið að eyða í þúsundir ára.
Kraftaverkaolía með ýmislegt á samviskunni
Við eldum úr henni, böðum okkur í henni og burstum jafnvel tennurnar með henni. Sérfræðingar telja pálmaolíu vera í um helmingi allra mat- og snyrtivara sem finna má í verslunum á Vesturlöndum.
Kjarninn 25. október 2020
Klezmer-partývél úr látúni
Hljómsveitin Látún safnar fyrir framleiðslu á fyrstu plötu sinni. Það er gert með hópfjármögnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. október 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar