Lækkun tryggingagjalds leysir vandann

Stefán Ólafsson segir Lífskjarasamninginn vera eitt besta meðalið við kreppunni og öflugar örvunaraðgerðir stjórnvalda sömuleiðis. Þetta styðji hvort við annað. Ófriðarleið SA-manna geri kreppuna einungis dýpri en hún þurfi að vera.

Auglýsing

Sam­tök atvinnu­rek­enda (SA) segj­ast nú vilja segja upp Lífs­kjara­samn­ingn­um, vegna for­sendu­brests sem veiru­far­ald­ur­inn hafi orsak­að. Það er röng leið út úr krepp­unni.

Far­sælla er að Lífs­kjara­samn­ing­ur­inn haldi og að látið verði reyna á sveigj­an­leika vinnu­mark­að­ar­ins, ásamt öfl­ugum Key­nesískum kreppu­úr­ræðum stjórn­valda. Sú leið mun vinna betur á krepp­unni en sú leið upp­lausnar og átaka sem felst í afstöðu SA-­manna.

Rökin fyrir þessu eru eft­ir­far­andi:

  • Kreppan er einkum í afmörk­uðum geira atvinnu­lífs­ins (ferða­þjón­ustu og nátengdum grein­um, sem eru með um 10-15% vinnu­aflsins). Fyr­ir­tæki og stofn­anir með um 85-90% vinnu­aflsins ganga þokka­lega. Þetta er sér­tæk kreppa.
  • Sér­tæk kreppa kallar á sér­tæk úrræði, sem miðuð eru á hinn sér­tæka vanda, en ekki á almenn úrræði sem meiri­hluti fyr­ir­tækja hefur ekki beina þörf fyr­ir.
  • Almenn kjara­skerð­ing dregur úr inn­lendri eft­ir­spurn, sem er eitt mik­il­væg­asta elds­neytið fyrir efna­hags­lífið í kreppu, ásamt örv­unar­úr­ræðum stjórn­valda. Það er vel reyndur lædrómur af Key­nesískum kreppu­úr­ræðum um allan heim (sjá hér).
  • Lífs­kjara­samn­ing­ur­inn hefur mik­il­væga kosti á kreppu­tím­um. Hann bætir hag lægst laun­uðu hópanna hlut­falls­lega mest – sem lengi hefur verið kallað eft­ir. Lág­launa­fólkið ver öllum sínum tekjum til fram­færsl­unn­ar, en það örvar hringrás efna­hags­lífs­ins mest og heldur uppi hærra atvinnustigi.
  • Hringrás launa í efna­hags­líf­inu er þessi: „Mín útgjöld eru þínar tekj­ur. Þín útgjöld eru mínar tekj­ur”. Launa­hækk­anir koma aftur til fyr­ir­tækja í formi auk­innar eft­ir­spurn­ar.
  • Á sama tíma er hækkun með­al- og hærri launa í Lífs­kjara­samn­ingnum hóf­legri, sem þýðir að hækkun launa­kostn­aðar atvinnu­rek­enda almennt er hóf­legri en þegar pró­sentu­hækk­anir ganga upp allan stig­ann. 
  • Hluti af launa­hækk­unum samn­ings­ins var skil­yrtur af efna­hags­þró­un­inni (hag­vaxt­ar­tengd upp­bót). Það hefur komið fyr­ir­tækj­unum vel á þessu ári og gæti gert það líka á næsta ári.
  • Ef fyr­ir­tæki utan ferða­þjón­ustu eiga í erf­ið­leikum með launa­kostnað geta þau gripið til þess að draga niður yfir­borg­an­ir, sem eru algengar í atvinnu­líf­inu. Ekki þarf að segja upp Lífs­kjara­samn­ingnum til þess.
  • Samn­ing­ur­inn, sem er til langs tíma, er því hag­stæður atvinnu­rek­end­um. Hann færir stjórn­völdum líka mik­il­vægan stöð­ug­leika.

Það er því margt sem mælir gegn því að atvinnu­rek­endur segi upp Lífs­kjara­samn­ingn­um. 

Lyk­ill­inn að lausn­inni

Stjórn­völd hljóta að láta sig stöð­una sem upp er komin miklu varða. Menn sáu hvernig margt gekk vel strax í sumar þegar lands­menn beittu kaup­mætti sínum til að fjörga nær­hag­kerfið um allt land og örv­un­ar­að­gerðir stjórn­valda og seðla­bank­ans léttu róð­ur­inn.

Auglýsing
Lykillinn að lausn­inni nú er ekki síst hjá stjórn­völd­um. Þau hafa sterka fjár­hags­stöðu til að beita öfl­ugum örv­un­ar­að­gerðum (eru með til­tölu­lega litlar skuld­ir). 

Mikið af því fjár­magni sem ætlað var í stuðn­ing við fyr­ir­tæki í vor og sumar hefur ekki gengið út og skulda­aukn­ing íslenska rík­is­ins er hóf­leg miðað við önnur vest­ræn ríki. Þórður Snær Júl­í­us­son segir raunar að flestar efna­hags­að­gerðir rík­is­stjórn­ar­innar til þessa hafi geigað (sjá hér og hér). 

Það er því ástæða fyrir stjórn­völd til að taka fastar í árarnar núna.

Eitt sem væri mik­il­vægt fyrir fyr­ir­tækin er að lækka trygg­inga­gjald­ið, sem er hlut­fall af launa­greiðsl­um. Það auð­veldar fyr­ir­tækjum að taka á hækkun launa­taxta fyrir lægst laun­aða fólkið á vinnu­mark­að­inum og að halda fleirum í vinnu.

Lækkun trygg­inga­gjalds­ins þyrfti ein­ungis að vera tíma­bund­in, t.d. fram á næsta sum­ar. Það myndi auka skuldir rík­is­ins lít­il­lega til við­bótar við ann­að, en skilar sé að öðru leyti í mild­ari afleið­ingum krepp­unnar og minni þörf fyrir útgjöld til atvinnu­leys­is­bóta. Skuld­irnar verða svo lækk­aðar í næstu upp­sveiflu. Þetta væri því góð smurn­ing á vélar efna­hags­lífs­ins – og svig­rúmið er fyrir hendi hjá rík­in­u. 

Lífs­kjara­samn­ing­ur­inn, með hlut­falls­lega mestri kjara­bót fyrir lág­launa­fólk, er eitt besta með­alið við krepp­unni og öfl­ugar örv­un­ar­að­gerðir stjórn­valda sömu­leið­is. Þetta styður hvort við ann­að. Ófrið­ar­leið SA-­manna gerir krepp­una ein­ungis dýpri en hún þarf að vera.

Verum upp­byggi­leg og leysum vand­ann á vit­rænan hátt – með sam­vinnu um þau úrræði sem best duga. Bolt­inn er hjá stjórn­völd­um.

Höf­undur er pró­fessor við HÍ og sér­fræð­ingur í hluta­starfi hjá Efl­ing­u-­stétt­ar­fé­lagi.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Segir það enga skoðun standast að tala um að stúdentar hafi verið skildir eftir
Þingmaður Flokks fólksins spurði forsætisráðherra út í málefni námsmanna á Alþingi í dag. „Er ekki kom­inn tími til að grípa alla sem hafa orðið fyrir þessum hörm­ung­um, atvinnu­leysi, og eiga jafn­vel ekki fyrir húsa­leigu og ekki fyrir mat?“
Kjarninn 26. janúar 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir stendur frammi fyrir brekku til að halda sér inni á þingi samkvæmt könnunum.
Hvorki Miðflokkur né Framsókn mælast með mann inni í Reykjavík
Samfylkingin, Sósíalistaflokkur Íslands og Viðreisn mælast á góðri siglingu í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Staða stjórnarflokkanna í höfuðborginni veikist mikið og Framsóknarflokkurinn myndi ekki ná inn manni þar að óbreyttu.
Kjarninn 26. janúar 2021
Verkefnisstjórn 4. áfanga rammaáætlunar fékk 34 vindorkukosti inn á sitt borð í fyrra.
Vindorkukostir sem eru 10 MW eða meira heyri undir rammaáætlun
Lagt er til að land verði flokkað með tilliti til vindorkuvera í tengslum við breytingar á frumvarpi um rammaáætlun. „Telja verður að vindorkuver geti haft í för með sér minna óafturkræft rask en hefðbundnari orkukostir,“ segir í greinargerð.
Kjarninn 26. janúar 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Loðnukvótinn aukinn – Fá að veiða 61 þúsund tonn
Tekist hefur að afstýra loðnubresti þriðja árið í röð. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að mikið sé í húfi fyrir viðspyrnu efnahagslífsins að loðnuvertíðin verði eins öflug og kostur sé.
Kjarninn 26. janúar 2021
Hámarksálag á reikisímtöl verður lækkað um tæp fjögur prósent
Evrópusambandið hefur sett reglugerð sem lækkar þá upphæð sem fjarskiptafyrirtæki mega rukka fyrir umframnotkun reikisímtala. Til stendur að taka reglugerðina upp í EES-samningnum og þar með hérlendis.
Kjarninn 26. janúar 2021
Tólf gefa kost á sér í forvali um fimm efstu sætin fyrir VG í Norðausturkjördæmi
Framboðsfrestur Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi er runninn út.
Kjarninn 26. janúar 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Fatnaður, geimferðir og sjálfbærni: Þjóðfræðirannsóknir fyrir framtíðina
Kjarninn 26. janúar 2021
Einná ferð á alþjóðaflugvellinum í Aþenu í Grikklandi.
Ísland fyrst Schengen-ríkja til að gefa út rafræn bólusetningarvottorð
Lönd sunnarlega í Evrópu vilja svör við því hvort að samræmd bólusetningarvottorð séu væntanleg á næstunni. Annað sumar án ferðamanna myndi hafa skelfilegar afleiðingar.
Kjarninn 26. janúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar