Ríkisskuldir og kreppan: Góð staða Íslands

Prófessor við Háskóla Íslands spyr hvers vegna ekki það sé ekki valið að nýta óvenju góðu stöðu Íslands til að takast á við yfirstandandi kreppu með því að bæta hag atvinnulausra og gera risaátak í fjölgun starfa?

Auglýsing

Í síðustu grein minni á Kjarnanum spurði ég hvers vegna ríkið gerir ekki meira til að vega gegn efnahagsáhrifum Kóvid-kreppunnar. Rökin voru þau, að íslenska ríkið stæði einstaklega vel að vígi til að taka myndarlega á vandanum. 

Brýnast til skemmri tíma væri að bæta afkomu atvinnulausra með hækkun bóta og lengingu tímabils á tekjutengdum bótum – auk öflugs átaks til sköpunar fleiri starfa. Flestir eru sammála þessu.

Í dag sýni ég aðeins betur hversu góð staða Íslands til að taka á málinu er, með nýlegum upplýsingum frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (sjá mynd hér að neðan). Sýnd er staða ríkisskulda áður en kreppan skall á (2019, sem % landsframleiðslu) og sú viðbót sem AGS telur að verði vegna kreppuáhrifanna til 2021 (rauði hlutinn á hverri súlu).

Auglýsing
Myndin sýnir glögglega að Ísland var í hópi þeirra vestrænu ríkja sem minnstar ríkisskuldir hafði áður en kreppan skall á (gráu hlutar súlnanna – Ísland í bláu). Viðbótin vegna kreppuáhrifanna hér á landi er einnig hófleg miðað við hin ríkin. Margar af skuldugustu þjóðunum á vinstri væng myndarinnar eru að bæta miklu við ríkisskuldir sínar, t.d. Grikkland, Ítalía, Bandaríkin, Frakkland, Belgía og Spánn. Mynd 1.

Ísland er á betri endanum með hinum norrænu þjóðunum. Þrátt fyrir mikið tekjutap ríkisins og aukin útgjöld vegna kreppuviðbragða verður skuldastaða íslenska ríkisins áfram með hóflegasta móti. Þetta er auðvitað óvenju góð staða að vera í – og fyrir það má þakka.

Í góðri yfirlitsgrein Þórðar Snæs Júlíussonar í Kjarnanum um helgina var sýnt að raunveruleg útgjöld ríkisins vegna viðbragða við kreppunni eru mun minni en að var stefnt og áætlað. 

Allt ber þetta að sama brunni.

Hvers vegna ekki að nýta okkur óvenju góðu stöðu Íslands og taka fastar á? Bæta hag helstu fórnarlamba kreppunnar (atvinnulausra) og gera risaátak í fjölgun starfa?

Þannig má létta þjóðinni byrðar kreppunnar. Engin þörf verður á hækkun skatta eða lækkun launa til að greiða fyrir kostnaðinn af kreppunni til skemmri tíma. Markmiðið á að vera að viðhalda öflugri eftirspurn í innanlandshagkerfinu í gegnum kreppuna og byggja skynsamlega upp til framtíðar. 

Höfundur er prófessor við HÍ og sérfræðingur í hlutastarfi hjá Eflingu-stéttarfélagi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar