Ríkisskuldir og kreppan: Góð staða Íslands

Prófessor við Háskóla Íslands spyr hvers vegna ekki það sé ekki valið að nýta óvenju góðu stöðu Íslands til að takast á við yfirstandandi kreppu með því að bæta hag atvinnulausra og gera risaátak í fjölgun starfa?

Auglýsing

Í síð­ustu grein minni á Kjarn­anum spurði ég hvers vegna ríkið gerir ekki meira til að vega gegn efna­hags­á­hrifum Kóvid-krepp­unn­ar. Rökin voru þau, að íslenska ríkið stæði ein­stak­lega vel að vígi til að taka mynd­ar­lega á vand­an­um. 

Brýn­ast til skemmri tíma væri að bæta afkomu atvinnu­lausra með hækkun bóta og leng­ingu tíma­bils á tekju­tengdum bótum – auk öfl­ugs átaks til sköp­unar fleiri starfa. Flestir eru sam­mála þessu.

Í dag sýni ég aðeins betur hversu góð staða Íslands til að taka á mál­inu er, með nýlegum upp­lýs­ingum frá Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðnum (sjá mynd hér að neð­an). Sýnd er staða rík­is­skulda áður en kreppan skall á (2019, sem % lands­fram­leiðslu) og sú við­bót sem AGS telur að verði vegna kreppu­á­hrif­anna til 2021 (rauði hlut­inn á hverri súlu).

Auglýsing
Myndin sýnir glögg­lega að Ísland var í hópi þeirra vest­rænu ríkja sem minnstar rík­is­skuldir hafði áður en kreppan skall á (gráu hlutar súln­anna – Ísland í blá­u). Við­bótin vegna kreppu­á­hrif­anna hér á landi er einnig hóf­leg miðað við hin rík­in. Margar af skuldug­ustu þjóð­unum á vinstri væng mynd­ar­innar eru að bæta miklu við rík­is­skuldir sín­ar, t.d. Grikk­land, Ítal­ía, Banda­rík­in, Frakk­land, Belgía og Spánn. Mynd 1.

Ísland er á betri end­anum með hinum nor­rænu þjóð­un­um. Þrátt fyrir mikið tekju­tap rík­is­ins og aukin útgjöld vegna kreppu­við­bragða verður skulda­staða íslenska rík­is­ins áfram með hóf­leg­asta móti. Þetta er auð­vitað óvenju góð staða að vera í – og fyrir það má þakka.

Í góðri yfir­lits­grein Þórðar Snæs Júl­í­us­sonar í Kjarn­anum um helg­ina var sýnt að raun­veru­leg útgjöld rík­is­ins vegna við­bragða við krepp­unni eru mun minni en að var stefnt og áætl­að. 

Allt ber þetta að sama brunni.

Hvers vegna ekki að nýta okkur óvenju góðu stöðu Íslands og taka fastar á? Bæta hag helstu fórn­ar­lamba krepp­unnar (at­vinnu­lausra) og gera risa­á­tak í fjölgun starfa?

Þannig má létta þjóð­inni byrðar krepp­unn­ar. Engin þörf verður á hækkun skatta eða lækkun launa til að greiða fyrir kostn­að­inn af krepp­unni til skemmri tíma. Mark­miðið á að vera að við­halda öfl­ugri eft­ir­spurn í inn­an­lands­hag­kerf­inu í gegnum krepp­una og byggja skyn­sam­lega upp til fram­tíð­ar. 

Höf­undur er pró­fessor við HÍ og sér­fræð­ingur í hluta­starfi hjá Efl­ing­u-­stétt­ar­fé­lagi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bensíndropinn er dýr um þessar mundir.
Bensínverð ekki verið hærra frá því í nóvember 2019
Hlutur olíufélaganna í hverjum seldum bensínlítra hefur ekki verið minni frá því í janúar 2020. Viðmiðunarverð á bensíni hefur þrátt fyrir það ekki verið hærra í 15 mánuði og hefur hækkað um 14 prósent frá því í maí.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Barokkbandið Brák safnar fyrir útgáfu plötu sem skilur eftir sig menningarleg verðmæti
Ný hljómplata Barokkbandsins Brákar nefnist Tvær hliðar/ Two Sides og verður tvöföld. Hljómsveitin safnar nú fyrir upptökum og útgáfu hennar á Karolina Fund og áætlar að platan komi út í lok árs 2021.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Freyr Eyjólfsson
Hring eftir hring
Kjarninn 28. febrúar 2021
Halla Bergþóra Björnsdóttir.
Lögreglustjóri vill ekki tjá sig um símtöl Áslaugar Örnu til sín
Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir ástæðu þess að hún vilji ekki tjá sig um símtöl dómsmálaráðherra eftir að Ásmundarsalsmálið kom upp vera þá að málið sé komið til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Kjarninn 28. febrúar 2021
„Mér leið alveg ömurlega yfir að hafa smitast“
Víðir Reynisson hefur lært „ótrúlega margt“ um mannleg samskipti frá upphafi faraldursins og hefði viljað gera sumt öðruvísi, m.a. Facebook-færsluna sem hann skrifaði um aðdraganda þess að hann smitaðist sjálfur af COVID-19.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Mynd tengd ráninu sem var framið í Dansk Værdihåndtering árið 2008.
Ákært fyrir áform
Fyrir nokkrum dögum hófust í Danmörku réttarhöld yfir fimm mönnum. Þótt réttarhöld séu daglegt brauð eru þessi óvenjuleg því afbrotið sem ákært er fyrir hefur ekki verið framið.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Ný fjarskiptalög gætu kostað Sýn 325 milljónir króna
Í ársreikningi Sýnar er fjallað um lagasetningu sem er í pípunum, og er bæði íþyngjandi og ívilnandi fyrir fyrirtækið. Annars vegar er um að ræða frumvarp til nýrra fjarskiptalaga og hins vegar frumvarp um styrkveitingar til einkarekinna fjölmiðla.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Twitter búið að opna útibú í Reykjavík
Í lok síðasta mánaðar var útibú fyrir Twitter skráð í fyrirtækjaskrá. Stofnandi Ueno, sem seldi fyrirtækið nýverið til samfélagsmiðlarisans, vann fyrsta daginn sinn fyrir Twitter hérlendis í dag.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar