Styðjum við bakið á drengjunum okkar frá fæðingu til fullorðinsára

Ólafur Grétar Gunnarsson segir að besta forvörnin í geðheilbrigðismálum sé að foreldrar séu vel í stakk búnir til að til að takast á við foreldrahlutverkið. Í gegnum uppeldishæfni foreldra sé hægt að hafa varanleg áhrif á gæði þjóðfélagsins.

Auglýsing

Íslenskir drengir eiga í ýmiss konar vand­ræð­um. Þeir glíma frekar en stúlkur við hegð­unarörð­ug­leika, athygl­is­brest og les­blindu á skóla­árum sín­um. Við lok grunn­skóla getur um þriðj­ungur drengja ekki lesið sér ánægju og mun færri karlar ná að ljúka háskóla­námi en kon­ur. Einnig eru geð­heil­brigðis vanda­mál fleiri hjá körlum en kon­um. Hvers vegna er þetta svona og hvernig getum við sem sam­fé­lag betur stutt við bakið á drengj­unum okk­ar?



Líðan og við­horf for­eldra móta barn í frum­bernsku

Þekkt er að fyrstu árin í lífi barns, árin sem engin man, eru hvað mest mót­andi fyrir líf hins full­orðna ein­stak­lings. Upp­lif­anir barns­ins á fyrstu ævi­árum þess, meðan heil­inn er í örum vexti, hafa mikil áhrif á þroska þess. Þótt skap­gerð­ar­eig­in­leikar og erfða­fræði­legir þættir geti einnig haft áhrif er helstu orsakir hegð­un­ar­vanda að finna í þroska­ferli barns­ins og sam­skiptum þess við for­eldra. Sem dæmi má taka að and­leg eða lík­am­leg veik­indi for­eldris í frum­bernsku hafa mikil áhrif á barn, sem er þá í meiri hættu varð­andi það að þróa til­finn­inga-og hegð­un­ar­vanda­mál síðar á ævinni. Þetta er óháð því hvort það sé móðir eða faðir sem  séu veik. 

And­legt ójafn­vægi for­eldra smá­barna hefur þannig tölu­verð áhrif á ham­ingju og vel­ferð ein­stak­linga í sam­fé­lag­inu okk­ar. Þessa til­gátu hafa ára­langar rann­sóknir stað­fest. Til­finn­inga­líf para er hinn raun­veru­legi grunnur að þroska barns, en ósætti  og óvild milli for­eldra getur haft var­an­leg nei­kvæð áhrif á líðan síðar meir. 

Auglýsing

Þessi frum­bernsku áhrif eiga auð­vitað jafnt við um bæði kyn­in, en til að flækja málin enn frekar er það stað­reynd að kynin eru mis við­kvæm fyrir nei­kvæðum þroska áhrifum í frum­bernsku. Drengir fæð­ast mæl­an­lega minna þroskaðir en stúlkur og sýna fyrr en stúlkur nei­kvæð þroska­við­brögð við til­finn­inga­lega flóknum heim­il­is­að­stæð­um. Áber­andi dæmi um við­kvæmni karl­kyns­ins er að glími móðir við þung­lyndi bregst drengur fyrr við því og á sýni­legri hátt en ef um stúlku er að ræða. 

Dreng­börn og stúlku­börn eru nefni­lega líf­fræði­lega ekki eins. Þekkt er að stúlkur þroskast hraðar á tán­ings­árum, en þetta ferli er frá byrjun ójafnt. Nýfædd stúlka er líf­eðl­is­fræði­lega jafn þroskuð og 4-6 vikna gam­all dreng­ur. Eirð­ar­leysi er algeng­ara meðal drengja en stúlkna sem er ein ástæða þess að þeir eru erf­ið­ari í umönn­un. Við fæð­ingu gera pilt­börn þar af leið­andi enn meiri kröfur til for­eldra sinna. Ef feður og mæður geta ekki mætt þessum kröfum er hætt við drengir verði enn verr sett­ir. Slíkt má líta á sem þroska­skerð­ingu strax í frum­bernsku. Fjöl­þjóð­legar rann­sóknir sýna að þegar þroski barns er undir með­al­lagi fyrsta ævi­árið er lík­legra að barnið drag­ist enn meira aftur úr næstu árin, en að það nái þeim sem fóru betur af stað. Barnið getur því átt erfitt með að njóta skóla­göngu strax í leik­skóla. 

Rann­sóknir hafa sýnt að full­orðnir hegða sér ómeð­vitað ekki eins gagn­vart stúlkum og drengj­um. Stúlkur njóta að jafn­aði meira atlætis hvað varðar til­finn­inga- og mál­þroska á meðan að drengjum er frekar kennt að herða sig  eða harka af sér í mót­læti.

Sam­fé­lags­leg mýta segir að karl­kynið sé sterkara en kven­kyn­ið, en það á í raun aðeins við um vöðva­styrk. Líf­fræði­legir og menn­ing­ar­legir þættir rekast hér á með þeim afleið­ingum að sam­fé­lagið gerir ráð fyrir að til­tölu­lega óþroskaðir og við­kvæmir litlir drengir búi yfir eig­in­leikum karl­manna og verði fljótt færir um að sjá um sig sjálf­ir. Afleið­ingar þess­arar menn­ing­ar­blindu eru að drengir fá hugs­an­lega minni athygli og umönnun sem unga­börn en stúlkur þótt þeir þurfi jafn mikið - ef ekki meira - á því að halda.



Menn eru í verri byrj­un­ar­stöðu til að verða góðir uppalendur

Ein afleið­ing af hinum sam­fé­lags­lega mót­aða mun á upp­eldi drengja og stúlkna kemur fram í því að almennt séð á karl­kynið erf­ið­ara með að lýsa til­finn­ingum sínum í orð­um. Það eykur enn á erf­ið­leik­ana fyrir verð­andi feð­ur, sem ekki búa að leið­sögn eigin feðra. Það að feður fái ekki skipu­lega lög­bundna fræðslu og geð­heil­brigð­is­þjón­ustu með til­komu föð­ur­hlut­verks­ins hefur ekki aðeins alvar­legar afleið­ingar fyrir ung­börn og karl­menn heldur einnig fyrir vel­ferð mæðra, kvenna og þannig sam­fé­lags­ins í heild.  Konur sitja allt of oft uppi með þung­ann af upp­eld­is­á­byrgð­inni.

Vanda­málið er að nátt­úru­legir eig­in­leikar feðra fá ekki að njóta sín til fulls. Ef við gerðum hér brag­ar­bót, þá gætum við orðið fyrst þjóða til að við­ur­kenna við­kvæma geð­heilsu drengja. Vís­inda­menn í níu löndum söfn­uðu saman til­tækum upp­lýs­ingum frá ára­bil­inu 1961-2017 um hvernig feðrum leið gagn­vart geð­heil­brigð­is­þjón­ust­unni sem þeim bauðst þegar þeir urðu pabbar í fyrsta sinn. Í ljós kom að eng­inn munur er á Svíum og Asíu­búum hvað þetta varð­ar. Svarið var alls staðar hið sama: Engin lög­bundin eða skipu­leg þjón­usta í boði.

Það er mót­sagna­kennt, en þótt fáir þræti fyrir að þjóð­fé­lagið sé enn óhæfi­lega karllægt, ekki síst hin efstu lög þess, þá er kannski um leið svo komið að opin­bera kerfið sinni þörfum mæðra og stúlkna betur en feðra og drengja á þessu örlaga­ríka æfi­skeið­i. 



Karlar vilja styðja – hjálpum þeim að gera það vel

Feður hafa engu minni þörf fyrir fræðslu og aðstoð með til­komu for­eldra­hlut­verks­ins en mæð­ur. Vitað er að þótt bæði kynin geti verið óör­ugg og hafi mögu­lega ekki fengið fræðslu og aðstoð sem verndar geð­heilsu þeirra og barns­ins er móð­irin að öllu jöfnu af líf­fræði­legum og sam­fé­lags­legum ástæðum betur til þess fallin að ann­ast ung­barnið en fað­ir­inn. Auk þess fá mæður mun meiri stuðn­ing á með­göngu en feð­ur, saman ber hina íslensku hefð um mæðra­vernd en ekki for­eldra­vernd.

Aðgerð­ar­leysi á sviði for­eldra­fræðslu leiðir því oftar en ekki af sér að konan sér meira um umönn­un­ina. Þannig við­hald­ast hefð­bundin kyn­hlut­verk eldri kyn­slóða. Jafn­rétt­is­fræðsla er við­ur­kennd aðferð til að breyta þessum hugs­un­ar­hætti. Þar kemur feðra­fræðsla til sög­unn­ar.

Ingólfur V. Gísla­son, dós­ent í félags­fræði við Háskóla Íslands, einn af okkar helstu vís­inda­mönnum í jafn­rétt­is­mál­um, hefur ítrekað bent á að á  síð­ustu árum hefur þátt­taka íslenskra feðra í umönnun barna auk­ist veru­lega. Hann hefur einnig vakið athygli á að á sama tíma hefur lítið sem ekk­ert verið gert til að sinna þörfum þeirra fyrir fræðslu og aðstoð í hlut­verki sem er tölu­vert breytt frá tímum fyrri kyn­slóða. 

Þessu getum við breytt. Fyrsti hlut­inn væri fræðsla og aðstoð á með­göngu. Feður jafnt sem mæður þurfa að finna fyrir öryggi í for­eldra­hlut­verk­inu til að geta sýnt börnum sínum stuðn­ing og ást­ríki í upp­eld­inu. Verð­andi feður þurfa einnig fræðslu, ann­ars er hætt við að þeir sæki útrás fyrir eðli­lega hræðslu og óör­yggi gagn­vart hinu nýja hlut­verki t.d. í meiri vinnu. Ef við gefum feðrum öryggi í að ann­ast barn sitt í frum­bernsku líður þeim betur við umönn­un­ina og sækj­ast mögu­lega meira eftir þeirri vellíð­an. 

Feður og mæður eru fyrstu og mik­il­væg­ustu kenn­arar í lífi barna. Gerum það almennt að báðum for­eldrum sé boðin fræðsla um for­eldra­hlut­verk­ið. Besta for­vörnin í geð­heil­brigð­is­málum er að for­eldrar séu vel í stakk búnir til að til að takast á við for­eldra­hlut­verk­ið. Í gegnum upp­eld­is­hæfni for­eldra er hægt að hafa var­an­leg áhrif á gæði þjóð­fé­lags­ins okk­ar. Við bætum lík­am­legt og and­legt heil­brigði ungs fólks og aukum jafn­rétti karla og kvenna.

Við Íslend­ingar gætum orðið fyrsta þjóðin til að hafa per­són­u­styrk og til­finn­inga­út­hald til að hlúa að heil­brigði drengja allt frá getn­aði og sýna í verki vænt­um­þykju og virð­ingu fyr­ir  til­finn­ing­um  þeirra og draum­um. 



Höf­undur er ­fjöl­­skyldu- og hjóna­ráð­gjafi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar