Hvað er hnattvæðing?

Eggert Gunnarsson veltir fyrir sér hnattvæðingu og áhrifum hennar.

Auglýsing

Við­skipti hafa verið stunduð heims­horn­anna á milli í langan tíma. Það má gera sér í hug­ar­lund að heims­veldi for­tíðar hafi öll stundað ein­hvers­konar hnatt­væð­ingu, bæði hvað varðar við­skipti og menn­ingu. En þær hindr­anir sem þau glímdu við eru að mestu úr sög­unni með gríð­ar­legum tækni­fram­förum síð­ustu ára. 

Margir fræði­menn vilja ein­ungis horfa til þeirrar þró­unar sem við erum þátt­tak­endur í núna en aðrir vilja skoða þessa þróun heild­rænt og horfa til baka allt til þriðja árþús­unds­ins fyrir Krist. Ekki er ætl­unin að fara langt aftur í tím­ann hér enda eru þær fram­farir sem hafa átt sér stað á síð­ustu 50 til 60 árum svo ótrú­legar að af nógu er að taka. Það má til sanns vegar færa að það sem hefur átt sér stað á tutt­ug­ustu öld­inni og nú á fyrstu árum hinnar tutt­ug­ustu og fyrstu sé mun nær því að vera sönn hnatt­væð­ing en áður var mögu­leg. Þróun efna­hags­legrar og menn­ing­ar­legrar hnatt­væð­ingar hefur fleygt fram með tækni­fram­för­um. Það má nefna til­komu gufu­skipa, gufuknú­inna eim­reiða, þotu hreyf­ils­ins, gáma­flutn­inga og mik­illa fram­fara í sam­skiptum sem snúa að því að eiga sam­skipti við við­skipta­vini um allan hnött­inn. Hér má nefna sam­skipta­tækni sem hófst með sím­skeyt­um, síma­sam­bandi innan lands og á milli landa, þráð­laus sam­skipti hafa nú tekið við með til­komu far­síma og inter­nets­ins sem stóla á end­ur­varp frá turnum og gervi­tunglum til að koma merkjum frá einu tæki í ann­að. Það er enn not­ast við kapla en þeir munu lík­lega heyra sög­unni til innan skamm­s. 

Undur tækn­innar og nýj­ungar

 Þær tækni­fram­farir og breyt­ingar sem átt hafa sér stað síðan seinni heims­styrj­öld­inni lauk eru lyga­sögu lík­ast­ar.  Sú tækni sem við teljum sjálf­sagða núna í sam­skiptum manna á milli voru aðeins fyrir nokkrum tugum ára efni í vís­inda­skáld­sög­ur. 

Þeir sem eru komnir eitt­hvað á aldur muna eftir því að hafa orðið að til­einka sér notkun tölva í stað rit­véla til rit­vinnslu og síðar bók­færslu. Skjöl voru skönnuð og send með fax tækjum á milli fyr­ir­tækja og stofn­ana lengi vel. Ég man ennþá eftir því að hafa farið í flug­ferð og ferð­ast í bíl um landið með Ómari Ragn­ars­syni, fjöl­miðla­manni og skemmti­krafti þegar hann burð­að­ist með einn af fyrstu far­símunum sem komu til lands­ins. Þetta var í raun sím­tól sem var tengt við stóra raf­hlöðu. Ef ég giska á þyngd­ina þá hefur hún lík­lega verið á bil­inu 7-8 kíló.  Hann not­aði sím­ann mikið á ferða­lögum sín­um. 

Á sjö­unda ára­tugnum grúsk­uðu margir nördar við að skrifa sinn eigin tölvukóða sem var afrit­aður með hjálp Atari tölva á seg­ul­bands­spól­ur. Á þessum tíma voru Steve Jobs og Bill Gates þá þegar komnir á skrið með fyr­ir­tæki sín. Jobs með Apple og Gates með Microsoft. Það má segja að þessi tvö fyr­ir­tæki hafi breytt heim­in­um. Apollo 11 á tunglinu.

Appolo 11 geim­farið sem lenti á tungl­inu var búið tölvu sem geim­far­arnir not­uðu til að stýra far­inu. Þessi tölva hafði ekki mikið minni né vinnslu­minni en þótti samt ótrú­lega öfl­ugt tæki. Apple II og Comm­odor tölv­urnar sem voru seldar almenn­ingi seint á sjötta ára­tugnum voru sam­bæri­leg­ar. Síðan þá hefur margt breyst.Tölva frá sjöunda áratugnum.

Risa­fyr­ir­tæki fjár­festu í tölvum og þær tölvur þurftu mikið rými. Tölva með sæmi­legt vinnslu­minni sem áður þurfti marga fer­metra undir sig rúm­ast nú í far­tölvum sem mörg okkar eiga. Snjall­símar okkar eru mun öfl­ugri en tölva tungl­far­anna. Nú geta þær tölvur sem við berum með okkur hvert sem við förum reiknað flókn­ustu dæmi á nokkrum sek­únd­um. Við getum nú náð sam­bandi í gegnum síma eða inter­net nán­ast hvar sem er á land­inu og nán­ast hvar sem er í heim­in­um. Ég hef dvalið í nokkur ár á Papúa Nýju Gíneu sem telst til van­þró­aðra ríkja en hér hafa far­símar breytt mörgu hvað varðar sam­skipti fólks. Árið 2007 var síma­fyr­ir­tækið Dig­icel sett á stofn hér. Þeir reistu turna með sendi og mót­töku­tækjum út um allt land sam­fara því að selja ódýra far­síma. Núna er hægt að kom­ast í far­síma sam­band hvaðanæva að um þetta mjög svo harð­býla land þar sem vega­sam­göngur eru oft­ast nær mjög bág­born­ar. Þetta hefur breytt við­skipta­háttum og gert íbúum lands­ins betur kleift að vera í sam­bandi sín á milli.

Auglýsing
Tölvusamskipti eru trú­lega enn mik­il­væg­ari núna á tímum heims­far­ald­urs. Fólk notar sam­fé­lags­miðla til að eiga sam­skipti, bæði á per­sónu­legum nótum og til að eiga í við­skipt­um. Ráð­stefnur sem áður voru haldnar í ráð­stefnu­sölum þar sem fólk hvaðanæva að úr heim­inum kom saman eiga sér nú stað í gegnum sam­skipta­for­rit eins og Zoom og Skype. 

Enn um breyt­ingar

Gámaskip.Gámar voru fyrst not­aðir til flutn­inga árið 1956. Stærðir þeirra eru staðl­aðar sem gerir það að verkum að not­endur hvar sem er í heim­inum geta pantað sér pláss í þeim og þurfa ekki að spyrja margra spurn­inga hvað varðar kostnað og ummál og þyngd þess sem á að flytja. Gámar eru fluttir með gáma­skip­um, járn­brauta­lestum og trukk­um. Öll með­ferð þeirra fer fram með krön­um. Þessi flutn­ings­máti ger­breytti flutn­ingum á vörum og hrá­efni og þar með við­skiptum á heims­vísu.

Áður fyrr voru vörur fluttar á milli landa á skipum sem höfðu opnar lest­ar. Þetta heyrir nú að mestu sög­unni til og það sem hefur breyst er að nú er hægt að flytja nán­ast hvað sem er heims­horna á milli hvort sem um er að ræða hrá­efni eða full­unnar vör­ur.Grænmeti og ávextir.

Hér má nefna það ef farið er út í búð getur þú keypt ávexti og græn­meti sem er ræktað hinum megin á hnett­in­um. Þetta er til­tölu­lega nýtil­komið vegna kæli- og frysti­gáma sem geta til dæmis komið full­komnum banönum frá Suður Amer­íku til Evr­ópu og þeir eru í full­komnu lagi þegar þeir eru komnir í versl­anir hér. Sama má segja um aðrar vöru­teg­undir og nú getum við keypt krydd og annað sem þarf til að elda exo­tíska asíska rétti hvenær sem við vilj­um. Ef okkur langar í ítalskan eða grískan mat er það heldur ekk­ert til­töku­mál. Upp­skrift­irnar eru á net­inu og hrá­efnið í næsta stór­mark­aði. Sér­vöru­versl­anir selja vörur frá öllum heims­hornum og okkur skortir ekki neitt… þangað til eitt­hvað á sér stað sem stöðvar þessa flutn­inga og þá er voð­inn vís. Fæstar þjóðir eru sjálfum sér nægar um allar nauð­synj­ar. Ef hið þéttriðna flutn­inga­net nútím­ans stöðvast af ein­hverjum ástæðum getur skortur fljót­lega látið á sér kræla. Þetta er mest áber­andi varð­andi mat­vöru. 

Við­skipta­hættir haf breyst gríð­ar­lega á sama tíma. Hugs­unin á bak­við IKEA hefði ekki kom­ist af teikni­borð­inu nema af því að gáma­flutn­ingar komu til. Þetta fyr­ir­tæki fram­leiðir hús­gögn og annað til heim­il­is­nota út um allan heim og selur síðan obbann af hús­gögn­unum sem í boði eru ósam­sett beint til við­skipta­vina sinna sem flytja svo borð, stóla, kommóður og annað sem þá van­hagar um heim og setja saman eftir öllum kúnst­ar­innar reglum bæk­lings­ins sem situr efst í flötum kass­anum sem geymir það sem keypt var. 

Amazon, eBay, JD.com, Sun­ing.com og Ali Baba eru allt risa­fyr­ir­tæki sem stóla á flutn­inga á vörum með gámum og við­mót þeirra við við­skipta­vini er í gegnum net­ið. Það má segja að net bylt­ing­in, fram­farir í flutn­ingum og hnatt­væð­ingin sjá­ist einna gleggst hjá fyr­ir­tækjum sem þess­um. 

Önnur fyr­ir­tæki eins og Goog­le, Microsoft, Face­book og Expedia svo ein­hver séu nefnd not­ast við inter­netið til að selja það sem þau bjóða upp á. Þessi fyr­ir­tæki eru öll fjöl­þjóða­fyr­ir­tæki en ólíkt fyr­ir­tækj­unum sem voru nefnd hér að ofan þurfa þau ekki að flytja vörur á milli heims­horna þar sem það sem þau selja eru for­rit eða annað sem við­skipta­vin­irnir hlaða niður af net­inu og notað á þeim tækjum sem eiga við hverju sinni. Það má segja að Amazon sé brúin á milli þeirra þar sem þeir selja bæði vörur sem þarf að senda á milli staða og einnig vörur sem hægt er að hlaða niður af net­inu.

Hvað stjórnar ferð?

Það sem hefur verið nefnt hér að ofan er aðeins brot af því sem gerst hefur und­an­farin ár. Hnatt­væð­ingin stólar á sam­skipti á milli fyr­ir­tækja og fólks í gegnum þau sam­skipta­tæki sem eru til stað­ar. Þetta á bæði við um sam­skipti við við­skipta­vini sem fal­ast eftir vörum og þjón­ustu sem í boði eru, sam­skipti við birgja sem sjá um að koma því efni sem til þarf til að fram­leiða það sem við­skipta­vin­ur­inn vill og verk­smiðj­anna sjálfra sem fram­leiða það sem við­skipta­vin­inn vantar eða telur sig vanta hverju sinni.

Það eru margar spurn­ingar sem vakna varð­andi þetta efni sem teng­ist okkur öllum á marga vegu. Ástæða þess að hnatt­væð­ing hefur kom­ist á skrið er sú að und­an­farin ár hafa ríki heims gert með sér samn­inga sem gera það að verkum að miklu meira frelsi ríkir nú hvað varðar flutn­ing á vöru og þjón­ustu á milli landa. World Trade Org­an­isation vakir yfir þess­ari þróun ásamt og með öðrum stofn­unum og hags­muna aðil­um. Það má gera að því skóna að þessi þróun sé ekki full­kom­in. Margt á enn eftir að eiga sér stað.

Auglýsing
Framleiðsla hefur auk­ist mikið og arður fjöl­þjóða­fyr­ir­tækja einnig. Þetta er okkur sagt þegar stjórn­mála­menn stíga á stokk til að fal­bjóða sig og flokka sína þegar kosn­ingar eru á næsta leiti. Hvað varðar þróuð ríki þá hefur þessi þróun verið til mik­illa hags­bóta. Ríki eins og Kína, Ind­land og mörg Asíu­ríkj­anna hafa komið vel út úr hnatt­væð­ing­unni. En ef málin eru skoðuð út frá öðrum for­sendum koma gallar í ljós. Risa fyr­ir­tæki setja upp verk­smiðjur þar sem vinnu­afl er ódýrt og auð­velt að koma hrá­efni til. Þetta á við áður­nefnda risa svo sem Ind­land og Kína. Það sem hefur verið rætt um er að þó að arður hafi auk­ist hefur hann ekki endi­lega orðið til þess að minka bilið á milli ríkra og fátækra og í sumum til­vikum hefur hið gagn­stæða átt sér stað. Störfum hefur fjölgað og færni vinnu­aflsins eykst. Þetta hefur góð áhrif á efna­hag þjóð­anna. Fyr­ir­tækin flytja einnig gjald­eyri til svæð­is­ins sem unnið er á og ef allt væri með felldu gæti því sem kemur í kass­ann verið eytt í mennt­un, heilsu­gæslu og inn­viði ríkj­anna. Þetta er hins vegar ekki alltaf reyndin og þeir fjár­munir sem koma inn safn­ast oft á fárra hend­ur.

Fram­tíð­arvá í nútíð­inni

Það vanda­mál sem við eigum öll eftir að eiga við að stríða er hlýnun jarðar af völdum gróð­ur­húsa­á­hrif­anna marg­um­töl­uðu. All­flestar rann­sóknir og nið­ur­stöður vís­inda­manna sem um þessi mál fjalla benda ein­dregið til þess að íbúar jarð­ar­innar séu að koma sér í þá stöðu að með efna­hags­legri þenslu séum við að breyta vist­kerfi jarð­ar­inn­ar. Vegna þessa mun veðr­átta breyt­ast til hins verra. Þetta er nú þegar að eiga sér stað. Íshell­urnar á Græn­landi, suð­ur- og norður heim­skaut­inu bráðna með ógnar hraða. Amazon skóg­ur­inn brennur á hverju ári bæði af völdum manna og af völdum gróð­ur­húsa áhrif­anna sem eru vit­an­lega líka af völdum manna. Skógar brenna með miklum ofsa í Ástr­alíu og Banda­ríkj­unum á hverju ári og þessar ham­farir skilja eftir sig sviðna jörð, mikið eigna­tjón og gríð­ar­leg og slæm áhrif á vist­kerfi svæð­anna. Stormar sem herja á hinum ýmsu stöðum jarð­ar­innar eru að aukast í styrk og ofsa. Hita­stig er að hækka á heims­vísu og á hverju ári deyr fólk af völdum þess.  

Mengun er áhrifa­vald­ur­inn hér. Koltví­sýr­ingur sem safn­ast hefur í loft­hjúp jarðar vegna brennslu olíu og kola sleppir sól­ar­ljósi inn en hleypir megn­inu af hit­anum sem skap­ast ekki út fyrir gufu­hvolfið aft­ur. Ann­ars konar mengun hefur gríð­ar­leg áhrif. Það er talað um eyju úr rusli, mest megnis plasti, í Kyrra­haf­inu. Þetta er í raun­inni ekki eyja heldur þykkt lag af allra handa úrgangi sem hefur safn­ast sam­an, eftir að hafa borist með sjáv­ar­straumum á afmarkað svæði. Þetta hefur mikil áhrif á líf villtra dýra sem deyja umvörpum vegna þess að þau inn­byrða ruslið og drep­ast vegna þess eða kom­ast ekki í átu og deyja úr hungri. 

End­ur­vinnsla hefur verið til umræðu lengi en ekki þok­ast mikið áfram. Nær­tækt dæmi má nefna að enn er fram­leitt ál á Íslandi þó að margra ára birgðir áls séu til staðar í heim­inum í not­uðum áldósum og öðru því sem ál er notað í. Hugs­an­lega gott dæmi um hnatt­væð­ingu er að Rio Tinto Alcan flytur báxít alla leið frá Ástr­alíu til að gera úr því ál hér. Þetta fyr­ir­tæki er sakað um að brjóta á rétt­indum starfs­manna sinna svo ekki sé talað um þau nátt­úr­spjöll sem námu­vinnsla þeirra hefur vald­ið. Þeir eru að reyna að kom­ast undan ábyrgð á tjóni sem námu­vinnsla þeirra olli í Bougan­ville í Papúa Nýju Gíneu. Fyrr á þessu ári sprengdu þeir upp Juukan Gorge í Ástr­alíu sem er menn­ing­ar­lega mik­il­vægur staður fyrir frum­byggja svæð­is­ins. Járn er það sem þeir eru að sækj­ast eftir þar. 

Olíu­vinnsla og hreinsun þeirrar auð­lindar er einnig mjög kostn­að­ar­söm fyrir líf­ríki jarðar og ekki sér fyrir end­ann á því og að þörfin fyrir olíu, gas og plast verði úr sög­unni. Enn eru til ógrynnin öll af kolum sem bíða eftir að verða brennd. Þetta eru aðeins örfá dæmi um vanda­mál sem bíða úrlausnar en mega ekki bíða of leng­i. 

Fram­tíðin

Jörðin séð úr geimnum.Hnatt­væð­ingin er komin til að vera. Hún hefur áhrif á okkur öll og það er lík­legt að heims­mynd okkar sé að breyt­ast hraðar en við gerum okkur grein fyr­ir. Allt bendir til þess að Banda­ríkin séu að tapa for­ystu­hlut­verki sínu og flest bendir til að Kína sé að taka við af þeim. Ekki er auð­velt að spá um fram­haldið núna þar sem alheim­spestin heldur okkur enn í helj­ar­g­reipum og sér ekki fyrir end­ann á henn­i. 

Á því augna­bliki sem þetta er skrifað eru 7.807.697.200 mann­eskjur á lífi á jörð­inni. Við verðum öll að hugsa um nærum­hverfi okkar en það er ekki nóg þar sem við erum öll tengd bæði hvað varðar efna­hag okkar og stöðu jarð­ar­innar og þess líf­ríkis sem við búum við. 

Með til­komu inter­nets­ins hefur ekki ein­ungis orðið breyt­ing á við­skipta­háttum heldur er svæð­is­bundin menn­ing mun aðgengi­legri en áður var. Tón­list­ar­maður sem hleður upp mynd­bandi á Youtube eða Vimeo er í raun að gera efni sitt aðgengi­legt á alþjóða vett­vangi. Lista­menn selja list sína í gegnum inter­netið með hjálp PayPal og korta­fyr­ir­tækja. Þó að ferða­lög séu ekki mögu­leg eins og er þá er auð­velt að safna í sarp­inn hug­myndum um drauma­ferðir þegar far­sóttin er gengin yfir. Á net­inu er ótrú­lega mikið af upp­lýs­ingum um for­vitni­lega staði sem vert er að heim­sækja. Ef við þurfum upp­lýs­ingar um nán­ast hvað sem er lítið mál að skella fram spurn­ingu og sjá hvað blessað inter­netið gefur okkur af svör­um. Þessar upp­lýs­ingar þarf auð­vitað að skoða með gagn­rýni að leið­ar­ljósi. 

Eins og alltaf er hefur hið góða sínar slæmu hlið­ar. Yin og yang eru svo sann­ar­lega til staðar þegar rætt er um hið góða og slæma sem til­koma far­síma, snjall­síma og inter­nets­ins hefur fært okk­ur. Fyr­ir­tæki á borð við Face­book og Google hafa safnað ógrynni upp­lýs­inga um okkur hvert og eitt. Þessar upp­lýs­ingar hafa verið seldar í ein­hverjum til­vikum til fyr­ir­tækja sem nota þær til að selja okkur vöru og þjón­ustu sem þeir vita að við höfum áhuga á vegna þeirra upp­lýs­inga sem liggja fyrir um ferðir okkar á net­in­u. 

Áður fyrr þurftu ofur­tölvur tugi rúmmetra til að koma sér fyrir á. Nú eru þær ofur­tölvur sem not­aðar eru mun öfl­ugri og geta þeirra til að vinna úr upp­lýs­ingum er gríð­ar­leg. Það er hægt að fylgja ein­stak­lingi eftir í gegnum mynda­vélar sem eru stað­settar á götum og inni í bygg­ing­um. Það er hægt að skjóta and­lits­mynd okkar til tölvu­ver­anna sem finna upp­lýs­ingar um okkur á auga­bragði. Þetta er hið besta mál þegar verið er að elt­ast við glæpa­menn eða hryðju­verka­menn en við hin erum líka í skot­línu þess­arar tækni.

Það er að mörgu að gæta og við sem erum jú ein­stak­lingar en líka hluti þeirra 7.807.701.200 sem búa á þess­ari plánetu sem er sú eina sem við vitum af sem er byggi­leg í nágrenni okkar í alheim­in­um, verðum í sam­ein­ingu að fara hugsa heild­rænt um fram­tíð okk­ar.

Höf­undur er kenn­­ari/­­kvik­­mynda­­gerð­­ar­­mað­­ur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
ESA hefur verið með augun á íslensku leigubílalöggjöfinni allt frá árinu 2017.
ESA boðar samningsbrotamál út af íslensku leigubílalöggjöfinni
Þrátt fyrir að frumvarp um breytingar á lögum liggi fyrir Alþingi sendi Eftirlitsstofnun EFTA íslenskum stjórnvöldum bréf í dag og boðar að mögulega verði farið í mál út af núgildandi lögum, sem brjóti gegn EES-samningnum.
Kjarninn 20. janúar 2021
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sór embættiseið sinn fyrr í dag.
Biden: „Það verður enginn friður án samheldni“
Joe Biden var svarinn í embætti forseta Bandaríkjanna fyrr í dag. Í innsetningarræðu sinni kallaði hann eftir aukinni samheldni meðal Bandaríkjamanna svo að hægt yrði að takast á við þau erfiðu verkefni sem biðu þjóðarinnar.
Kjarninn 20. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson
Mikið fagnaðarefni að „nýfasistinn og hrottinn Donald Trump“ láti af embætti
Þingflokksformaður Pírata fagnar brotthvarfi Donalds Trump úr embætti Bandaríkjaforseta og bendir á að uppgangur nýfasisma geti átt sér stað ef við gleymum því að það sé mögulegt.
Kjarninn 20. janúar 2021
Frá miðstjórnarfundi hjá Alþýðusambandi Íslands í febrúar árið 2019.
Segja skorta á röksemdir fyrir sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Miðstjórn ASÍ mótmælir harðlega áformum um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, segir flýti einkenna ferlið og telur að ekki hafi verið færðar fram fullnægjandi röksemdir fyrir sölunni.
Kjarninn 20. janúar 2021
Gosi – ævintýri spýtustráks
Öll viljum við vera alvöru!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um sýninguna Gosi – ævintýri spýtustráks sem sýnd er í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 20. janúar 2021
Á nýrri tölfræðisíðu sem sett var í loftið í dag má fylgjast með framgangi bólusetningar gegn COVID-19 hér á landi.
Tæplega 500 manns hafa þegar fengið tvær sprautur
Búið er að gefa rúmlega 40 prósent af Íslendingum yfir 90 ára aldri a.m.k. einn skammt af bóluefni og tæp 13 prósent þeirra sem eru 80-89 ára. Ný tölfræðisíða um bólusetningu hefur verið sett í loftið á vefnum covid.is.
Kjarninn 20. janúar 2021
Ágúst Ólafur Ágústsson.
Ágúst Ólafur verður ekki í framboði fyrir Samfylkinguna í næstu kosningum
Annar oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkur verður ekki á lista hennar í komandi þingkosningum. Hann bauðst til að taka annað sætið á lista en meirihluti uppstillingarnefndar hafnaði því.
Kjarninn 20. janúar 2021
Rústir hússins að Bræðraborgarstíg 1 standa enn, yfir hálfu ári eftir að það brann.
Rannsaka ætluð brot eiganda Bræðraborgarstígs 1
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til skoðunar ætlað brot fyrrum eiganda Bræðraborgarstígs 1 á byggingarreglugerð. HMS segir að eigandanum hafi borið að tryggja brunavarnir hússins og þær ekki reynst í samræmi við lög.
Kjarninn 20. janúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar