Auglýsing

Frá 11. ágúst hefur staðið yfir ekk­ert sér­stak­lega fynd­inn farsi. Sá sem staðið hefur fyrir honum er alþjóð­legt stór­fyr­ir­tæki í sjáv­ar­út­vegi, Sam­herji. Félag sem veltir tugum millj­arða króna á ári og er í eigu valda­mestu manna á Íslandi. Manna sem halda á, beint eða óbeint, um 17,1 pró­sent af úthlut­uðum afla á Íslandi, ráða stærsta skipa­fé­lagi lands­ins, eiga fast­eigna­fé­lag sem er að byggja nýjan miðbæ á Sel­fossi, eiga hlut í einu stærsta einka­rekna fjöl­miðla­fyr­ir­tæki lands­ins og greiddu árum saman botn­lausan tap­rekst­urs ann­ars, þangað til að þeir gáfu kjörnum full­trúa stærsta stjórn­mála­flokks lands­ins hlut sinn í því tapi. Svo fátt eitt sé nefn­t. 

Þennan dag birti Sam­herji á heima­síðu sinni, þeirri sömu og fyr­ir­tækið notar í dag­legum við­skiptum sín­um, langan texta um meintar rang­færslur óbil­gjarnra blaða­manna og fjöl­miðla, og með hlekk inn á áróð­urs­þátt sem fyr­ir­tækið hafði látið fram­leiða um mál­ið. 

Inni­hald þátt­ar­ins, sem var meðal ann­ars unn­inn af fyrr­ver­andi rann­sókn­ar­lög­reglu­manni sem hefur starfað fyrir Sam­herja árum saman með aðstoð fyrr­ver­andi fjöl­miðla­manns sem hefur starfað fyrir fyr­ir­tækið síð­asta tæpa árið, sner­ist um að ráð­ast gegn æru og trú­verð­ug­leika Helga Seljan og RÚV. 

Brúna­þungir menn skil­greina hvað sé skýrsla

Í fyrsta kasti sner­ist þátta­gerðin um að halda því fram að frétta­skýr­inga­þáttur Kast­ljóss frá árinu 2012, þar sem Sam­herji var til umfjöll­un­ar, hefði byggt á skýrslu sem blaða­mað­ur­inn hefði fals­að, en í sama þætti var því reyndar líka haldið fram að skýrslan væri ekki til. Í þætt­inum voru sumir við­mæl­endur kynntir til leiks sem óháðir sér­fræð­ing­ar, án þess að það væri sér­stak­lega til­greint að þeir sinna allir störfum fyrir Sam­herja.

Þegar búið var að sýna fram á, með vitn­is­burði tveggja manna sem höfðu sömu skýrslu undir hönd­um, að skýrslan var sann­ar­lega til sendi Verð­lags­stofa skipta­verðs frá sér til­kynn­ingu um að svo væri, en hún væri reyndar miklu frekar ein­hvers­konar vinnu­gagn.

Auglýsing
Þá fór Sam­herji af stað með nýjan þátt þar sem nokkrir brúna­þungir menn á miðjum aldri, að mestu borg­aðir af Sam­herja, útskýrðu með þunga að gögnin sem um ræddi væru í raun ekki skýrsla, heldur eitt­hvað annað og létt­væg­ara. 

Skyndi­lega urðu merki­lega margir ein­stak­ling­ar, sem eru fyr­ir­ferða­miklir á sam­fé­lags­miðlum eða í skoð­ana­skrifum fjöl­miðla, orðnir sér­fræð­ingar í skýrslu­skil­grein­ing­um. Og eyddu ómældum tíma og orku í að kýta um hvort skjal væri gagn/­skýrsla/­grein­ar­gerð/minn­is­blað/A4-knippi eða mögu­lega eitt­hvað allt annað og enn frum­stæð­ar­a. 

Auð­vitað voru þetta ein­ungis hár­tog­anir um auka­at­riði drifnar áfram af þeim sem tóku jákvæða afstöðu gagn­vart inni­haldi áróð­urs­mynd­bands stór­fyr­ir­tæk­is, sem raun­veru­leik­inn og stað­reyndir hafa síðan sýnt fram á að var rang­t. 

Íslenska „birther“ umræðan

Ef eitt­hvað keppir við gagna­ein­kenna-um­ræð­una í vit­leysu þá var það krafa um að það þyrfti að birta gagnið til að „sanna“ að það væri raun­veru­lega til og að satt hafi verið greint frá inni­haldi þess, þrátt fyrir að tveir menn sem höfðu gagnið undir höndum fyrir átta árum hafi stað­fest að svo sé. Bæði fjöl­miðla- og stjórn­mála­menn tóku þátt í þeirri veg­ferð. 

Sú umræða minnti á hina svoköll­uðu „birther-­kenn­ingu“ sem teflt var fram í Banda­ríkj­unum fyrir nokkrum árum, og fól í sér að Barack Obama þyrfti að opin­bera fæð­ing­ar­vott­orð sitt til að „sanna“ að hann væri fæddur í Banda­ríkj­un­um. Svo lengi sem hann gerði það ekki væri rétt­mætur efi um það, þrátt fyrir að Obama væri skjal­festur banda­rískur rík­is­borg­ari. Á sama hátt lá fyrir að Kast­ljós hafði fjallað um skýrslu frá Verð­lags­stofu skipta­verðs í umfjöllun sinni fyrir átta árum, enda var skýrslan birt í þætt­in­um. 

Sam­herji hefur enda aldrei véfengt efn­is­legt inni­hald skýrsl­unn­ar, sem snýst um verð á karfa. Áróð­ursleið þeirra er ætið sú að láta efn­is­at­riðin vera en festa sig í form­inu og skjóta síðan sendi­boð­ann. Helst með fall­byssu. Skotin hafa hins vegar öll sprungið í hlaup­inu. Og framan í Sam­herja.

Óheppnir með starfs­fólk

Þótt hér sé þetta for­dæma­lausa mál kallað farsi, þá ber auð­vitað ekki að taka því með neinni létt­úð.

Málið á sér fjöl­margar alvar­legar hlið­ar. Fyrst ber auð­vitað að nefna að hér er um að ræða til­raun stór­fyr­ir­tækis til að ráð­ast gegn nafn­greindu fólki og mik­il­vægum fjöl­miðlum með áróðri og atvinnurógi að því er virð­ist vegna þess að Sam­herji var opin­ber­aður af sömu aðilum fyrir starfs­hætti sína í Namib­íu, sem fólu meðal ann­ars í sér meintar mútu­greiðsl­ur. 

Í nýlegu bréfi sem annar for­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, Björgólfur Jóhanns­son, sendi erlendri frétta­stofu virð­ist hann stað­festa nokkur óyggj­andi að greiðslur hafi átt sér stað sem feli í sér brot, þótt hann reyni áfram sem áður að vísa ábyrgð­inni á starfs­menn sem fram­kvæmdu gjörn­ing­inn, og frá þeim sem fram­kvæmda­að­il­arnir hafa sagt að beri ábyrgð á að taka ákvörðun um hann. „Það er eng­inn vafi að Sam­herja hefur mis­­­tek­ist að verja dótt­­ur­­fé­lög sín gegn brotum ein­stak­l­inga. Okkur þykir það mjög leitt,“ sagði Björgólfur í bréf­in­u. 

Það rímar vel við fyrri rétt­læt­ingar stjórn­enda fyr­ir­tæk­is­ins, um að brotin hafi verið framin af óheið­ar­legu starfs­fólki, ekki stjórn­endum eða eig­endum sem högn­uð­ust mest á þeim. Ógæfa Sam­herja hafi verið sú að fyr­ir­tækið sé óheppið í manna­ráðn­ing­um. Fyr­ir­tækið var ekki ger­andi, heldur fórn­ar­lamb. 

Til­raun til að afnema vernd heim­ild­ar­manna

Hitt sem er ekki síður alvar­legt og hættu­legt í þessu máli snýr að maka­lausri kröfu lög­manns Sam­herja sem send var til útvarps­stjóra eftir birt­ingu fyrsta áróð­urs­þátt­ar­ins. Í henni fólst að fá afhent gögn sem frétta­maður fékk afhent frá heim­ild­ar­manni, sem inni­halda per­sónu­grein­an­legar upp­lýs­ing­ar, á grund­velli upp­lýs­inga­laga. 

Mark­mið þeirra laga er að tryggja gegn­sæi í stjórn­sýslu og við með­ferð opin­berra hags­muna. Þótt RÚV sem opin­bert fyr­ir­tæki falli eðli­lega undir þau lög, til dæmis hvað varðar rekstr­ar­upp­lýs­ing­ar, þá getur frétta­stofa RÚV eða frétta­menn þess ekki gert það. 

Auglýsing
Í lögum um fjöl­miðla er grein sem fjallar um vernd heim­ild­ar­manna. Þar segir að starfs­mönnum fjöl­miðla­veitu sé „óheim­ilt að upp­lýsa hver sé heim­ild­ar­maður að grein, riti, frá­sögn, til­kynn­ingu eða öðru efni, hvort sem það hefur birst eða ekki, hafi heim­ild­ar­maður eða höf­undur óskað nafn­leynd­ar.“ 

Þetta er heilög grund­vall­ar­regla og hana má ekki brjóta. Það þarf ekki mikið ímynd­un­ar­afl um hvað það myndi gera fyrir starfs­að­stæð­ur, trú­verð­ug­leika og getu frétta­stofu RÚV til að sinna starfi sínu ef upp­lýs­inga­lög ættu að fara að gilda um sam­skipti frétta­manna við heim­ild­ar­menn. Hún gæti bara lok­að.

Þess vegna olli von­brigðum að RÚV hafi svarað kröfu lög­manns Sam­herja efn­is­lega með því að segja að skýrslan væri ekki í vörslu fyr­ir­tæk­is­ins, en að hægt væri að nálg­ast hana hjá Seðla­banka Íslands, sem fékk afrit af henni, eða Verð­lags­stofu skipta­verðs á Akur­eyri. Útvarps­stjóri hefði átt að svara: Það kemur aldrei til greina að afhenda gögn sem frétta­menn fá frá heim­ild­ar­mönn­um. Frek­ari sam­ræða er óþörf.

Elti­hrell­ing blaða­manna 

Það sem virt­ist ætla að vera síð­asta hluti þessa farsa hófst svo í byrjun viku þegar títt­nefnd Verð­lags­stofa skipta­verðs, sem hafði í tölvu­pósti til Sam­herja 4. apríl sagt að engin skýrsla hefði verið sam­in, og í yfir­lýs­ingu til fjöl­miðla 12. ágúst sagt að sam­an­tektin væri til en að um hafi verið að ræða excel­skjal, fann skýrsl­una sem Kast­ljós studd­ist við. Hún hafði verið vistuð utan hefð­bund­ins skjala­kerf­is, er þrjár blað­síður og upp­fyllir þær kröfur sem skýrslu­skil­grein­ing­ar­sér­fræð­ingar lands­ins töldu að skýrsla þyrfti að inni­halda til að vera skýrsla. Á meðal þess er nið­ur­stöðukafli þar sem þáver­andi starfs­maður Verð­lags­stofu dregur álykt­anir af gögn­unum sem voru til umfjöll­un­ar. 

Það er því búið að eyða ævin­týra­legum tíma og orku í að karpa um eitt­hvað sem var ekk­ert. 

Frétta­skýr­ing Kjarn­ans, sem birt­ist á fimmtu­dag fram­lengdi hins vegar málið og gerði það enn óþægi­legra. Hún fjall­aði um marg­hátt­aða elti­hrella-til­burði fyrr­ver­andi rann­sókn­ar­lög­reglu­manns, Jóns Ótt­ars Ólafs­son­ar, sem hefur ofsótt Helga Seljan með því að elta hann og senda honum ógn­andi skila­boð í gegnum SMS og sam­fé­lags­miðla. Ingi Freyr Vil­hjálms­son, blaða­maður Stund­ar­inn­ar, hefur einnig fengið hót­anir um „um­fjöll­un“ í skila­boðum frá Jóni Ótt­ari, sem hefur starfað fyrir Sam­herja árum sam­an, meðal ann­ars í Namibíu og við gerð áróð­urs­þátt­anna sem birtir hafa verið und­an­far­ið. 

Báðir blaða­menn­irnir sem urðu fyrir honum léku lyk­il­hlut­verk í opin­berun íslenskra fjöl­miðla á starfs­háttum Sam­herja í Namibíu í nóv­em­ber í fyrra.

Aldrei áður hefur slíkt kerfi­bundið áreiti átt sér stað gegn blaða­mönnum á Íslandi úr hendi manns sem þiggur lífs­við­ur­væri sitt úr hendi stór­fyr­ir­tækis sem er í opin­berum stríð­rekstri gegn sömu ein­stak­ling­um. 

Ekki í umboði Sam­herja

Það er vel að öðrum for­stjóra Sam­herja, Björgólfi Jóhanns­syni, hafi verið brugðið þegar honum var til­kynnt um áreiti manns­ins. Það er vel að hann sagði í sam­tali við Kjarn­ann að það væri ekki í umboði Sam­herja. Engin ástæða er til ann­ars en að taka þau orð trú­an­leg.

En öllum hlýtur að vera ljóst að vinnu­sam­band manns­ins við Sam­herja, og það sem hefur falist í vinnu hans und­an­farin ár, er lík­leg­asti hvat­inn að því að hann ákvað að ofsækja blaða­menn með þessum hætt­i. 

Sjálfur segir Jón Óttar í yfir­lýs­ingu til Kjarn­ans að um dóm­greind­ar­brest hafi verið að ræða af hans hálfu. Hann bað Helga Seljan afsök­unar og stað­festi orð Björg­ólfs um að stjórn­endur Sam­herja hefðu ekki haft vit­neskju um skila­boðin sem hann sendi til blaða­manns­ins.

En yfir­lýs­ingin er líka rétt­læt­ing á gjörðum hans. Hluti af áreit­inu gagn­vart Helga Seljan fólst í því að Jón Óttar hóf að mæta reglu­lega á kaffi­hús sem sá fyrr­nefndi sækir á morgn­ana. Hann segir að þær heim­sóknir hafi ekki verið til að elta Helga.

Þær skýr­ingar stand­ast illa þegar skila­boð sem hann sendi Helga þann 11. ágúst, sama dag og fyrsti áróð­urs­þáttur Sam­herja fór í loft­ið, eru skoð­uð. Í þeim stend­ur: „Hræsnin i ykk­ur. En takk fyrir godar stundir á kaffi­húsi góða og gáf­aða fólks­ins. Kem ekki aftur þang­að. Þarf þess ekki😂😂“.

Ger­endur verða fórn­ar­lömb

Í yfir­lýs­ing­unni segir Jón Óttar enn frem­ur: „Án þess að ég vilji reyna að rétt­læta skila­­boðin og efni þeirra finnst mér mik­il­vægt að fram komi að ég hef und­an­farið verið undir miklu álagi. Einkum vegna nei­­kvæðrar umfjöll­unar í fjöl­miðlum um mig per­­són­u­­lega. Nær öll skila­­boðin voru send fyrr í þessum mán­uði þegar umrædd fjöl­miðlaum­­fjöllun var hvað mest áber­andi með til­­heyr­andi óþæg­indum fyrir mig og fjöl­­skyldu mína.“

Erfitt er að lesa mikla iðrun út úr þessum orð­um. Jón Óttar lítur þvert á móti á sig sem fórn­ar­lamb. Alveg eins og að Sam­herji  og helstu stjórn­end­ur/­eig­endur þess líta á sig sem fórn­ar­lömb, ekki ger­end­ur, í Namib­íu­mál­in­u. 

Það ber að taka þessa ein­stæðu atburða­rás í Íslands­sög­unni alvar­lega. Hún er birt­ing­ar­mynd á ofsóknum gagn­vart fjöl­miðlum og fjöl­miðla­fólki sem er ekki hægt að líða. Kollegar þurfa að standa upp og standa með þeim sem fyrir þessu verða, í stað þess að vera viljug verk­færi í höndum ger­end­anna. Það þarf almenn­ingur og sér í lagi stjórn­mála­menn líka að gera ef þeir telja frjálsa og gagn­rýna fjöl­miðla þjóna mik­il­vægu lýð­ræð­is­legu hlut­verki.

Það er stór­mál þegar stór­fyr­ir­tæki fara í stríð við fólk fyrir það að reyna að vinna vinn­una sína, og reyna að svipta því ærunni og fram­færslu. Það er stór­mál þegar þau ógna til­veru­grund­velli þeirra og fjöl­skyldna þeirra. Það er stór­mál þegar stað­reyndir verða auka­at­riði í slíku ferli. 

Og það er stór­mál þegar farið er að hrella blaða­menn skipu­lega á hátt sem þeir upp­lifa sem beinar hót­an­ir. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Heimild verði til að skikka alla frá áhættulöndum í sóttvarnahús
Ríkisstjórnin leggur til lagabreytingu sem felur í sér að heimilt verði að skikka alla frá áhættusvæðum í sóttvarnarhús við komuna til landsins og einnig að hægt verði að banna ferðalög frá löndum þar sem faraldurinn geisar hvað mest.
Kjarninn 20. apríl 2021
Jóhann Sigmarsson
Ef það er ekki vanhæfi þá heiti ég Júdas
Kjarninn 20. apríl 2021
Myndir af nokkrum fórnarlömbum þjóðarmorðsins í Rúanda.
„Franska ríkisstjórnin var hvorki blind né meðvitundarlaus“
Frönsk stjórnvöld „gerðu ekkert“ til að stöðva blóðbaðið í Rúanda á tíunda áratug síðustu aldar. Eftir voðaverkin reyndu þau svo að hylma yfir þátt sinn sem m.a. fólst í því að veita gerendum vernd.
Kjarninn 20. apríl 2021
Á þriðja tug barna yngri en sex ára eru í einangrun á Íslandi.
24 börn yngri en sex ára með COVID-19
Tíu börn á aldrinum 0-5 ára greindust með kórónuveiruna í gær. Samtals eru því 24 börn í þessum aldurshópi í einangrun með COVID-19. Einn einstaklingur á áttræðisaldri greindist einnig í gær.
Kjarninn 20. apríl 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Valkostir lagabreytinga vegna reglna á landamærum ræddar í ríkisstjórn
Lagabreytingar tengdar sóttvarnareglum á landamærum voru ræddar á ríkisstjórnarfundi í morgun. Heilbrigðisráðherra hyggst boða til blaðamannafundar í dag.
Kjarninn 20. apríl 2021
Björn Leví Gunnarsson
Hvernig stjórnvöld klúðruðu sóttvarnahótelinu
Kjarninn 20. apríl 2021
Meirihluti kjósenda sjö af átta flokkum á Alþingi vilja að lögum verði greitt til að heimila að hægt verði að skikka komufarþegar til vistar á sóttvarnahóteli.
Andstaða við að skikka fólk á sóttvarnahótel mest hjá kjósendum Sjálfstæðisflokks
Á meðal kjósenda Framsóknarflokksins og Vinstri grænna er 70 til 73 prósent stuðningur við það að breyta sóttvarnarlögum til að skikka komufarþega í sóttkví á hóteli. Innan Sjálfstæðisflokksins er meiri stuðningur við mildari aðgerðir.
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira úr sama flokkiLeiðari