Verðlagsstofa skiptaverðs finnur annað skjal

Verðlagsstofa skiptaverðs segist í dag hafa fundið, við frekari leit, þriggja blaðsíðna vinnuskjal um karfaútflutning. Þetta er skjalið sem sýnt var í Kastljósi á RÚV árið 2012. Samherji hefur fengið skjalið og birt það á vef fyrirtækisins.

Skjáskot af skjalinu í Kastljósþættinum
Skjáskot af skjalinu í Kastljósþættinum
Auglýsing

Við áfram­hald­andi leit í gögnum Verð­lags­stofu skipta­verðs (VSS) að upp­lýs­ingum sem varða útflutn­ing á karfa á árunum 2010 og 2011 hefur komið í leit­irnar vinnu­skjal með grein­ingu á sölu á óunnum karfa sem fluttur var til Þýska­lands á árunum 2008 og 2009. 

Vinnu­skjalið sem ber yfir­skrift­ina: „Grein­ing á sölu á óunnum karfa sem fluttur var til Þýska­lands á árunum 2008 og 2009“ var tekið saman af þáver­andi starfs­manni VSS og sent úrskurð­ar­nefnd í apríl 2010. Við­kom­andi starfs­maður lét af störfum hjá Verð­lags­stofu vorið 2010.

Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu frá Verð­lags­stofu skipta­verðs sem send var út í dag.

Um er að ræða þriggja blað­síðna ódag­sett og óund­ir­ritað skjal með töflum og tölu­legum upp­lýs­ingum um útflutn­ing á óunnum karfa til Þýska­lands árin 2008 og 2009, um með­al­verð og magn í beinni sölu og á mark­aði inn­an­lands þessi ár ásamt yfir­liti um útgefin með­al­við­mið­un­ar­verð á karfa hjá VSS eftir mán­uðum árin 2008 og 2009. Í lok skjals­ins dregur þáver­andi starfs­maður VSS ályktun af þessum gögnum í nokkrum lín­um, að því er fram kemur í yfir­lýs­ing­unni.

Auglýsing

Vistað utan hefð­bund­ins skjala­kerfis og fannst ekki

Verð­lags­­stofa skipta­verðs sagði í fyrri yfir­lýs­ingu, sem stofn­unin sendi frá sér þann 12. ágúst síð­ast­lið­inn, að VSS hefði tekið saman upp­­lýs­ingar um karfa­út­­­flutn­ing áranna 2010 og 2011 og sent úrskurð­­ar­­nefnd sjó­­manna og útvegs­­manna í upp­­hafi árs 2012 vegna athug­unar á máli sem þá var til umfjöll­unar hjá úrskurð­­ar­­nefnd.

Þetta virt­ist vera skjal­ið, sem Helgi Seljan frétta­­maður á Rík­­is­út­­varp­inu kall­aði „skýrslu“ í umfjöllun Kast­­ljóss í mars árið 2012, en Sam­herji kall­aði „skýrsl­una sem aldrei var gerð“ í mynd­­bandsum­­­fjöllun sinni um málið sem birt­ist þann 11. ágúst, eða dag­inn fyrir fyrri yfir­lýs­ingu Verð­lags­stofu.

„Ástæða þess að ekki var getið um til­vist þessa skjals í fyrri yfir­lýs­ingu VSS frá 12. ágúst er að það fannst ekki fyrr en nýlega þar sem það var vistað utan hefð­bund­ins skjala­kerfis VSS á aflögðu gagna­drifi sem núver­andi starfs­menn hafa fæstir aðgang að,“ segir í yfir­lýs­ingu stofn­un­ar­innar í dag.

Sam­herji birtir skjalið

Sam­herji hefur birt skjalið á vef­síðu sinni í dag. Þar segir fyr­ir­tækið enn fremur að ekk­ert í skjal­inu styðj­i „þær ásak­anir sem settar voru fram á hendur Sam­herja í Kast­ljósi“ nema síður sé.

„Ekk­ert í hinu nýfundna vinnu­skjali Verð­lags­stofu stað­festir þær ásak­anir sem voru fluttar í þætti Kast­ljóss. Þvert á móti kemur fram í skjal­inu að aðeins lít­ill hluti umrædds útflutn­ings á karfa var veiddur af skipum Sam­herja. Þá er ekk­ert fjallað um stærð eða gæði karfans í vinnu­skjal­in­u,“ segir í yfir­lýs­ingu Sam­herja.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent