Verðlagsstofa skiptaverðs finnur annað skjal

Verðlagsstofa skiptaverðs segist í dag hafa fundið, við frekari leit, þriggja blaðsíðna vinnuskjal um karfaútflutning. Þetta er skjalið sem sýnt var í Kastljósi á RÚV árið 2012. Samherji hefur fengið skjalið og birt það á vef fyrirtækisins.

Skjáskot af skjalinu í Kastljósþættinum
Skjáskot af skjalinu í Kastljósþættinum
Auglýsing

Við áframhaldandi leit í gögnum Verðlagsstofu skiptaverðs (VSS) að upplýsingum sem varða útflutning á karfa á árunum 2010 og 2011 hefur komið í leitirnar vinnuskjal með greiningu á sölu á óunnum karfa sem fluttur var til Þýskalands á árunum 2008 og 2009. 

Vinnuskjalið sem ber yfirskriftina: „Greining á sölu á óunnum karfa sem fluttur var til Þýskalands á árunum 2008 og 2009“ var tekið saman af þáverandi starfsmanni VSS og sent úrskurðarnefnd í apríl 2010. Viðkomandi starfsmaður lét af störfum hjá Verðlagsstofu vorið 2010.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Verðlagsstofu skiptaverðs sem send var út í dag.

Um er að ræða þriggja blaðsíðna ódagsett og óundirritað skjal með töflum og tölulegum upplýsingum um útflutning á óunnum karfa til Þýskalands árin 2008 og 2009, um meðalverð og magn í beinni sölu og á markaði innanlands þessi ár ásamt yfirliti um útgefin meðalviðmiðunarverð á karfa hjá VSS eftir mánuðum árin 2008 og 2009. Í lok skjalsins dregur þáverandi starfsmaður VSS ályktun af þessum gögnum í nokkrum línum, að því er fram kemur í yfirlýsingunni.

Auglýsing

Vistað utan hefðbundins skjalakerfis og fannst ekki

Verð­lags­stofa skipta­verðs sagði í fyrri yfirlýsingu, sem stofnunin sendi frá sér þann 12. ágúst síðastliðinn, að VSS hefði tekið saman upp­lýs­ingar um karfa­út­flutn­ing áranna 2010 og 2011 og sent úrskurð­ar­nefnd sjó­manna og útvegs­manna í upp­hafi árs 2012 vegna athug­unar á máli sem þá var til umfjöll­unar hjá úrskurð­ar­nefnd.

Þetta virtist vera skjal­ið, sem Helgi Seljan frétta­maður á Rík­is­út­varp­inu kall­aði „skýrslu“ í umfjöllun Kast­ljóss í mars árið 2012, en Sam­herji kallaði „skýrsl­una sem aldrei var gerð“ í mynd­bandsum­fjöllun sinni um málið sem birtist þann 11. ágúst, eða daginn fyrir fyrri yfirlýsingu Verðlagsstofu.

„Ástæða þess að ekki var getið um tilvist þessa skjals í fyrri yfirlýsingu VSS frá 12. ágúst er að það fannst ekki fyrr en nýlega þar sem það var vistað utan hefðbundins skjalakerfis VSS á aflögðu gagnadrifi sem núverandi starfsmenn hafa fæstir aðgang að,“ segir í yfirlýsingu stofnunarinnar í dag.

Samherji birtir skjalið

Samherji hefur birt skjalið á vefsíðu sinni í dag. Þar segir fyrirtækið enn fremur að ekkert í skjalinu styðji „þær ásakanir sem settar voru fram á hendur Samherja í Kastljósi“ nema síður sé.

„Ekkert í hinu nýfundna vinnuskjali Verðlagsstofu staðfestir þær ásakanir sem voru fluttar í þætti Kastljóss. Þvert á móti kemur fram í skjalinu að aðeins lítill hluti umrædds útflutnings á karfa var veiddur af skipum Samherja. Þá er ekkert fjallað um stærð eða gæði karfans í vinnuskjalinu,“ segir í yfirlýsingu Samherja.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Við mölunina eru notuð tæki sem eru búin hnífum eða löngum plastþráðum sem snúast hratt og sjálfvirkt. Afköstin skulu vera, að því er fram kemur í svari MAST við fyrirspurn Kjarnans, nægilega mikil til að tryggja að öll dýrin séu deydd samstundis.
Mölun karlkyns hænuunga „er hryllileg iðja“
Á Íslandi er heimilt að beita tveimur aðferðum við aflífun hænuunga; gösun og mölun. Báðum aðferðum er beitt á tugþúsundir unga á ári. „Allir karlkyns ungar sem fæðast í eggjaiðnaði eru drepnir eftir að þeir klekjast út,“ segir formaður Samtaka grænkera.
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent