Verðlagsstofa skiptaverðs staðfestir tilvist karfagagna

Verðlagsstofa skiptaverðs hefur staðfest tilvist gagna um karfaútflutning sem voru til umfjöllunar í Kastljósþætti árið 2012. Um var að ræða trúnaðargögn sem stofnunin vann og sendi á nefndarmenn í úrskurðarnefnd, en ekki „sérstaka skýrslu“.

Upplýsingarnar um karfaverðið sem Verðlagsstofa skiptaverðs tók saman árið 2012 voru í Excel-skjali og birtust svona í Kastljósi í mars árið 2012.
Upplýsingarnar um karfaverðið sem Verðlagsstofa skiptaverðs tók saman árið 2012 voru í Excel-skjali og birtust svona í Kastljósi í mars árið 2012.
Auglýsing

Verð­lags­stofa skipta­verðs segir rétt að það komi fram að stofn­unin tók saman upp­lýs­ingar um karfa­út­flutn­ing áranna 2010 og 2011 og sendi úrskurð­ar­nefnd sjó­manna og útvegs­manna í upp­hafi árs 2012 vegna athug­unar á máli sem þá var til umfjöll­unar hjá úrskurð­ar­nefnd.

Þetta virð­ist vera skjal­ið, sem Helgi Seljan frétta­maður á Rík­is­út­varp­inu kall­aði „skýrslu“ í umfjöllun Kast­ljóss í mars árið 2012, en Sam­herji kallar „skýrsl­una sem aldrei var gerð“ í mynd­bandsum­fjöllun sinni um málið sem birt­ist í gær. Það virð­ast því áhöld um hvað rétt sé að kalla þetta skjal.

„Um var að ræða excel­skjal sem unnið var af starfs­manni Verð­lags­stofu og inni­hélt tölu­legar upp­lýs­ingar sem unnar voru upp úr gagna­grunnum Fiski­stofu. Í skjal­inu er tafla sem sýnirallan útflutn­ing á karfa frá Íslandi yfir fyrr­greint tíma­bil eftir hvaða skip veiddi afl­ann, afla­verð­mæti og magn­i,“ segir í yfir­lýs­ingu Verð­lags­stofu, sem barst fjöl­miðlum í dag.

Þar er því bætt við að ekki hafi verið skrifuð „sér­stök skýrsla“ af hálfu Verð­lags­stofu af þessu til­efni og að ekki hafi verið lagt efn­is­legt mat á þær upp­lýs­ingar sem voru dregnar saman og sendar úrskurð­ar­nefnd. Hins vegar hafi verið áréttað að um trún­að­ar­gögn væri að ræða.

Sam­herji fékk þau svör að engin „skýrsla“ hefði verið samin

Sam­herji spurði deild­ar­stjóra Verð­lags­stof­unnar að því fyrr á árinu því hvort „skýrsla“ hefði verið samin og fékk þau svör að engin „skýrsla“ hefði verið sam­in, sam­kvæmt því sem fram kom í mynd­bandi fyr­ir­tæk­is­ins í gær. Fyr­ir­tækið hefur síðan krafið Rík­is­út­varpið um að birta „­skýrsl­una“ og sakað Helga um „eiga við“ skjal­ið.

Auglýsing

Skjalið sem birt­ist í Kast­ljósi og inni­heldur upp­lýs­ingar um karfa­út­flutn­ing áranna 2010 og 2012 var vissu­lega unnið og sent til nefnd­ar­manna í úrskurð­ar­nefnd sjó­manna og útvegs­manna, en Helgi Seljan hefur sagt að hann hafi afmáð af skjal­inu per­sónu­grein­an­legar upp­lýs­ingar sem vísað gæti á heim­ild­ar­mann.

Verð­lags­stofa hefur lögum sam­kvæmt það hlut­verk að fylgj­ast með fisk­verði og ­upp­gjöri á afla­hlut sjó­manna og stuðla að réttu og eðli­legu upp­gjöri á afla­hlut sjó­manna. Verði Verð­lags­stofa vör við mis­ræmi og telji skýr­ingar útgerðar ófull­nægj­andi getur hún­ skotið mál­inu til úrskurð­ar­nefndar sjó­manna og útvegs­manna. 

Til úrskurð­ar­nefnd­ar­inn­ar skulu fylgja öll gögn sem Verð­lags­stofa hefur aflað um upp­gjör á afla­hlut áhafnar skips svo og nauð­syn­legar upp­lýs­ingar um verð­lagn­ingu sam­bæri­legs afla í hlið­stæðum við­skipt­um. Þau gögn sem Verð­lags­stofa safnar og vinnur fyrir nefnd­ina eru trún­að­ar­gögn.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Umsókn um líf- og sjúkdómatryggingu frestað vegna „óljósra aukaverkana af bóluefni“
Kona sem sótti um líf- og sjúkdómatryggingu hjá TM fékk ekki trygginguna heldur var umsókninni frestað vegna óljósra aukaverkana af bóluefni. Embætti landlæknis hefur ekki heyrt af málum sem þessu.
Kjarninn 9. desember 2021
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri og stærsti eigandi Brims.
Guðmundur í Brimi keypti þrjú þúsund bækur til að gefa í grunn- og leikskóla landsins
Útgáfufélag sem er meðal annars í eigu viðskiptaritstjóra Morgunblaðsins og eiginkonu hans gefur út bækur sem Brim hefur ákveðið að færa öllum leik- og grunnskólum á Íslandi.
Kjarninn 9. desember 2021
Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands.
Skuldir fyrirtækja hafa dregist umtalsvert saman en skuldir heimila aukist skarpt
Rúmur þriðjungur skulda íslenskra fyrirtækja er í öðrum gjaldmiðli en íslenskum krónum. Styrking hennar gerði það að verkum að skuldir þeirra drógust verulega saman á síðastliðnu ári.
Kjarninn 9. desember 2021
Hildur Björnsdóttir vill verða borgarstjóri – Ætlar að velta Eyþóri Arnalds úr oddvitasæti
Það stefnir i oddvitaslag hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík í prófkjöri flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Hildur Björnsdóttir ætlar að skora Eyþór Arnalds á hólm.
Kjarninn 8. desember 2021
Um þriðjungi allra matvæla sem framleidd eru í heiminum er hent.
Minni matarsóun en markmiðum ekki náð
Matarsóun Norðmanna dróst saman um 10 prósent á árunum 2015 til 2020. Í því fellst vissulega árangur en hann er engu að síður langt frá þeim markmiðum sem sett hafa verið. Umhverfisstofnun Noregs segir enn skorta yfirsýn í málaflokknum.
Kjarninn 8. desember 2021
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata.
Þingmaður fékk netfang upp á 53 stafbil
Nýr þingmaður Pírata biðlar til forseta Alþingis að beita sér fyrir því að þingið „þurfi ekki að beygja sig undir óþarfa duttlunga stjórnsýslunnar“.
Kjarninn 8. desember 2021
Árni Stefán Árnason
Blóðmeraníðið – fjandsamleg yfirhylming MAST og fordæming FEIF – Hluti II
Kjarninn 8. desember 2021
Ragnar Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu.
Fyrrverandi eiginkona Ragnar Sigurðssonar segir landsliðsnefndarmann ljúga
Magnús Gylfason, fyrrverandi landsliðsnefndarmaður hjá KSÍ, sagði við úttektarnefnd að hann hefði hitt Ragnar Sigurðsson og þáverandi eiginkonu hans á kaffihúsi daginn eftir að hann var talinn hafa beitt hana ofbeldi. Konan segir þetta ekki rétt.
Kjarninn 8. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent