Verðlagsstofa skiptaverðs staðfestir tilvist karfagagna

Verðlagsstofa skiptaverðs hefur staðfest tilvist gagna um karfaútflutning sem voru til umfjöllunar í Kastljósþætti árið 2012. Um var að ræða trúnaðargögn sem stofnunin vann og sendi á nefndarmenn í úrskurðarnefnd, en ekki „sérstaka skýrslu“.

Upplýsingarnar um karfaverðið sem Verðlagsstofa skiptaverðs tók saman árið 2012 voru í Excel-skjali og birtust svona í Kastljósi í mars árið 2012.
Upplýsingarnar um karfaverðið sem Verðlagsstofa skiptaverðs tók saman árið 2012 voru í Excel-skjali og birtust svona í Kastljósi í mars árið 2012.
Auglýsing

Verð­lags­stofa skipta­verðs segir rétt að það komi fram að stofn­unin tók saman upp­lýs­ingar um karfa­út­flutn­ing áranna 2010 og 2011 og sendi úrskurð­ar­nefnd sjó­manna og útvegs­manna í upp­hafi árs 2012 vegna athug­unar á máli sem þá var til umfjöll­unar hjá úrskurð­ar­nefnd.

Þetta virð­ist vera skjal­ið, sem Helgi Seljan frétta­maður á Rík­is­út­varp­inu kall­aði „skýrslu“ í umfjöllun Kast­ljóss í mars árið 2012, en Sam­herji kallar „skýrsl­una sem aldrei var gerð“ í mynd­bandsum­fjöllun sinni um málið sem birt­ist í gær. Það virð­ast því áhöld um hvað rétt sé að kalla þetta skjal.

„Um var að ræða excel­skjal sem unnið var af starfs­manni Verð­lags­stofu og inni­hélt tölu­legar upp­lýs­ingar sem unnar voru upp úr gagna­grunnum Fiski­stofu. Í skjal­inu er tafla sem sýnirallan útflutn­ing á karfa frá Íslandi yfir fyrr­greint tíma­bil eftir hvaða skip veiddi afl­ann, afla­verð­mæti og magn­i,“ segir í yfir­lýs­ingu Verð­lags­stofu, sem barst fjöl­miðlum í dag.

Þar er því bætt við að ekki hafi verið skrifuð „sér­stök skýrsla“ af hálfu Verð­lags­stofu af þessu til­efni og að ekki hafi verið lagt efn­is­legt mat á þær upp­lýs­ingar sem voru dregnar saman og sendar úrskurð­ar­nefnd. Hins vegar hafi verið áréttað að um trún­að­ar­gögn væri að ræða.

Sam­herji fékk þau svör að engin „skýrsla“ hefði verið samin

Sam­herji spurði deild­ar­stjóra Verð­lags­stof­unnar að því fyrr á árinu því hvort „skýrsla“ hefði verið samin og fékk þau svör að engin „skýrsla“ hefði verið sam­in, sam­kvæmt því sem fram kom í mynd­bandi fyr­ir­tæk­is­ins í gær. Fyr­ir­tækið hefur síðan krafið Rík­is­út­varpið um að birta „­skýrsl­una“ og sakað Helga um „eiga við“ skjal­ið.

Auglýsing

Skjalið sem birt­ist í Kast­ljósi og inni­heldur upp­lýs­ingar um karfa­út­flutn­ing áranna 2010 og 2012 var vissu­lega unnið og sent til nefnd­ar­manna í úrskurð­ar­nefnd sjó­manna og útvegs­manna, en Helgi Seljan hefur sagt að hann hafi afmáð af skjal­inu per­sónu­grein­an­legar upp­lýs­ingar sem vísað gæti á heim­ild­ar­mann.

Verð­lags­stofa hefur lögum sam­kvæmt það hlut­verk að fylgj­ast með fisk­verði og ­upp­gjöri á afla­hlut sjó­manna og stuðla að réttu og eðli­legu upp­gjöri á afla­hlut sjó­manna. Verði Verð­lags­stofa vör við mis­ræmi og telji skýr­ingar útgerðar ófull­nægj­andi getur hún­ skotið mál­inu til úrskurð­ar­nefndar sjó­manna og útvegs­manna. 

Til úrskurð­ar­nefnd­ar­inn­ar skulu fylgja öll gögn sem Verð­lags­stofa hefur aflað um upp­gjör á afla­hlut áhafnar skips svo og nauð­syn­legar upp­lýs­ingar um verð­lagn­ingu sam­bæri­legs afla í hlið­stæðum við­skipt­um. Þau gögn sem Verð­lags­stofa safnar og vinnur fyrir nefnd­ina eru trún­að­ar­gögn.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Steindór Valdimarsson
Hálfur björgunarhringur dugar skammt
Kjarninn 28. september 2020
Drífa Snædal
Vitræn umræða um efnahagsmál: Átta atriði sem Samtök atvinnulífsins mættu hafa í huga
Kjarninn 28. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Þetta er alls ekki búið“
„Við megum ekki slaka á,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Þetta er alls ekki búið.“ Varúðarráðstafanir séu „klárlega“ komnar til að vera í einhverja mánuði í viðbót.
Kjarninn 28. september 2020
Störukeppni á vinnumarkaði
Samtök atvinnulífsins hafa boðað atkvæðagreiðslu um hvort segja eigi upp Lífskjarasamningnum. Verkalýðshreyfingin telur að forsendur samningsins standi og trúir því ekki að samstaða sé um það á meðal atvinnurekenda að leggja í stríð á vinnumarkaði.
Kjarninn 28. september 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Viljum við búa í samfélagi með mjög miklu lögreglueftirliti?
„Ég er ekki nú sérstaklega spenntur fyrir því að hér sé lögreglan að banka á dyr og kanna hvort að fólk sé í sóttkví eða ekki. Mér finnst það ekki spennandi veruleiki,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra.
Kjarninn 28. september 2020
Lykilatriðin úr afhjúpun New York Times á skattamálum Trumps
Honum gengur illa í rekstri, en er virkilega góður í sniðganga skattgreiðslur. New York Times hefur komist yfir skattskýrslur Bandaríkjaforseta á 18 ára tímabili, sem forsetinn hefur reynt að halda leyndum. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. september 2020
39 greindust með COVID-19 í gær – 464 greinst frá miðjum mánuði
Rétt tæplega fjörutíu smit af kórónuveirunni greindust í gær, sunnudag. Langflestir voru í sóttkví við greiningu en áhöfn línubáts, sem öll smitaðist, er inni í tölum gærdagsins.
Kjarninn 28. september 2020
„Rímar augljóslega ekki við áherslur okkar um samfélagslega ábyrgð í fjárfestingum“
Birta lífeyrissjóður segir það hlutverk stjórnar Eimskipa að upplýsa um endurvinnslu tveggja skipa félagsins á Indlandi. Verði ekki orðið við því þurfi að grípa til „harðari aðgerða“.
Kjarninn 28. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent