Verðlagsstofa skiptaverðs staðfestir tilvist karfagagna

Verðlagsstofa skiptaverðs hefur staðfest tilvist gagna um karfaútflutning sem voru til umfjöllunar í Kastljósþætti árið 2012. Um var að ræða trúnaðargögn sem stofnunin vann og sendi á nefndarmenn í úrskurðarnefnd, en ekki „sérstaka skýrslu“.

Upplýsingarnar um karfaverðið sem Verðlagsstofa skiptaverðs tók saman árið 2012 voru í Excel-skjali og birtust svona í Kastljósi í mars árið 2012.
Upplýsingarnar um karfaverðið sem Verðlagsstofa skiptaverðs tók saman árið 2012 voru í Excel-skjali og birtust svona í Kastljósi í mars árið 2012.
Auglýsing

Verðlagsstofa skiptaverðs segir rétt að það komi fram að stofnunin tók saman upplýsingar um karfaútflutning áranna 2010 og 2011 og sendi úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna í upphafi árs 2012 vegna athugunar á máli sem þá var til umfjöllunar hjá úrskurðarnefnd.

Þetta virðist vera skjalið, sem Helgi Seljan fréttamaður á Ríkisútvarpinu kallaði „skýrslu“ í umfjöllun Kastljóss í mars árið 2012, en Samherji kallar „skýrsluna sem aldrei var gerð“ í myndbandsumfjöllun sinni um málið sem birtist í gær. Það virðast því áhöld um hvað rétt sé að kalla þetta skjal.

„Um var að ræða excelskjal sem unnið var af starfsmanni Verðlagsstofu og innihélt tölulegar upplýsingar sem unnar voru upp úr gagnagrunnum Fiskistofu. Í skjalinu er tafla sem sýnirallan útflutning á karfa frá Íslandi yfir fyrrgreint tímabil eftir hvaða skip veiddi aflann, aflaverðmæti og magni,“ segir í yfirlýsingu Verðlagsstofu, sem barst fjölmiðlum í dag.

Þar er því bætt við að ekki hafi verið skrifuð „sérstök skýrsla“ af hálfu Verðlagsstofu af þessu tilefni og að ekki hafi verið lagt efnislegt mat á þær upplýsingar sem voru dregnar saman og sendar úrskurðarnefnd. Hins vegar hafi verið áréttað að um trúnaðargögn væri að ræða.

Samherji fékk þau svör að engin „skýrsla“ hefði verið samin

Samherji spurði deildarstjóra Verðlagsstofunnar að því fyrr á árinu því hvort „skýrsla“ hefði verið samin og fékk þau svör að engin „skýrsla“ hefði verið samin, samkvæmt því sem fram kom í myndbandi fyrirtækisins í gær. Fyrirtækið hefur síðan krafið Ríkisútvarpið um að birta „skýrsluna“ og sakað Helga um „eiga við“ skjalið.

Auglýsing

Skjalið sem birtist í Kastljósi og inniheldur upplýsingar um karfaútflutning áranna 2010 og 2012 var vissulega unnið og sent til nefndarmanna í úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna, en Helgi Seljan hefur sagt að hann hafi afmáð af skjalinu persónugreinanlegar upplýsingar sem vísað gæti á heimildarmann.

Verðlagsstofa hefur lögum samkvæmt það hlutverk að fylgjast með fiskverði og uppgjöri á aflahlut sjómanna og stuðla að réttu og eðlilegu uppgjöri á aflahlut sjómanna. Verði Verðlagsstofa vör við misræmi og telji skýringar útgerðar ófullnægjandi getur hún skotið málinu til úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna. 

Til úrskurðarnefndarinnar skulu fylgja öll gögn sem Verðlagsstofa hefur aflað um uppgjör á aflahlut áhafnar skips svo og nauðsynlegar upplýsingar um verðlagningu sambærilegs afla í hliðstæðum viðskiptum. Þau gögn sem Verðlagsstofa safnar og vinnur fyrir nefndina eru trúnaðargögn.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svona eru líkur frambjóðenda á að komast á þing
Sitjandi þingmenn, og einn flokksformaður, eru í mikilli hættu á að missa þingsæti sitt í komandi kosningum. Mikil endurnýjun er í kortunum en alls 27 frambjóðendur sem sitja ekki á þingi eru líklegir til að ná þingsæti.
Kjarninn 16. september 2021
Tómas A. Tómasson og Kolbrún Baldursdóttir
Aðalsmenn og almenningur á Íslandi
Kjarninn 16. september 2021
Þorkell Sigurlaugsson og Sigmar Vilhjálmsson sitja báðir í undirbúningsnefnd hins nýja félags.
Unnið að stofnun nýrra hagsmunasamtaka lítilla og meðalstórra fyrirtækja
Atvinnufjélaginu er ætlað að vera málsvari fyrir hagsmuni einyrkja og lítilla og meðalstórra fyrirtækja í íslensku atvinnulífi. Þörfin á slíkum samtökum atvinnurekenda er sögð mikil af hálfu stofnenda.
Kjarninn 16. september 2021
Tryggvi Rúnar Brynjarsson
Í Dal hinna föllnu
Kjarninn 16. september 2021
Sif Sigmarsdóttir
Hvernig viljum við lifa?
Kjarninn 16. september 2021
Arnhildur Hálfdánardóttir fékk fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins í fyrra fyrir þáttaröðina Loftslagsþerapían. Hún er þar með síðasti handhafi þeirra verðlauna.
Hætta að veita fjölmiðlaverðlaun á degi íslenskrar náttúru
Algjör sprenging hefur orðið í umfjöllun fjölmiðla um loftslags- og umhverfismál og því telur umhverfis- og auðlindaráðuneytið ekki lengur þörf á að verðlauna miðla sérstaklega fyrir slíkan fréttaflutning.
Kjarninn 16. september 2021
Sif Konráðsdóttir
Áratugur Árósasamnings
Kjarninn 16. september 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í Forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Framlög til barnabótakerfisins aukin og fleiri fá þær, en raunvirði bóta hefur lítið hækkað
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Katrínar Jakobsdóttur um að ríkisstjórn hennar hafi aukið við barnabótakerfið og tryggt að það nái til fleiri en það gerði fyrir fjórum árum síðan.
Kjarninn 15. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent