Búið að ráða í stöðu framkvæmdastjóra eldvarnasviðs HMS á Sauðárkróki

Stefnt er að því að eldvarnasvið Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar taki til starfa á Sauðárkróki 1. október næstkomandi. Sjö nýir starfsmenn verða ráðnir auk framkvæmdastjóra en enginn af núverandi starfsmönnum HMS á sviðinu mun flytja norður.

Eldvarnasvið Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar tekur fljótlega til starfa á starfsstöð stofnunarinnar á Sauðárkróki.
Eldvarnasvið Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar tekur fljótlega til starfa á starfsstöð stofnunarinnar á Sauðárkróki.
Auglýsing

Þor­geir Óskar Mar­geirs­son hefur verið ráð­inn fram­kvæmda­stjóri eld­varna­sviðs Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­unar (HMS) en stefnt er að því að eld­varna­svið taki til starfa á Sauð­ár­króki þann 1. októ­ber næst­kom­andi. Þetta kemur fram í svari HMS við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um fyr­ir­hug­aðan flutn­ing eld­varna­sviðs frá Reykja­vík til Sauð­ár­króks. Í svar­inu segir að Þor­geir hafi fengið mik­inn áhuga á öllu því sem snúi að örygg­is­mál­um, eld­vörnum og slökkvi­starfi í starfi sínu hjá slökkvi­lið­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli á árunum 1999 til 2001. Frá þeim tíma hafi Þor­geir lagt sér­staka áherslu á þá þætti í námi sínu og störf­um. „Í fram­halds­nám­inu sínu í verk­fræði lagði Þor­geir sér­staka áherslu á burð­ar­þol, steypu og verk­efna­stjórnun og fjall­aði loka­verk­efni hans um áhrif elds á stein­steypu í jarð­göng­um,“ segir þar enn frem­ur.Auglýsing

Eng­inn af núver­andi starfs­mönnum mun flytja

Ásmundur Einar Daða­son, félags- og barna­mála­ráð­herra, til­kynnti um flutn­ing­inn í lok maí á þessu ári á kynn­ing­ar­fundi á starfs­stöð HMS á Sauð­ár­króki. Þar kynnti hann marg­þættar aðgerðir sem hann hugð­ist ráð­ast í til þess að efla umgjörð bruna­varna á Íslandi og bregð­ast þannig við ábend­ingum sem gerðar voru í nýrri skýrslu um mála­flokk­inn.Eng­inn af þeim fjórum starfs­mönnum sem nú starfa við deild bruna­varna hjá HMS mun fylgja eld­varna­sviði norður á Sauð­ár­krók. Í áður­nefndu svari frá HMS segir tveir starfs­menn hafi þegið störf í öðrum deildum HMS en tveir hafi sagt upp störf­um.Sjö stöður á Sauð­ár­króki aug­lýstar

Vegna flutn­ings eld­varna­sviðs til Sauð­ár­króks voru sjö stöður innan sviðs­ins aug­lýstar, auk stöðu fram­kvæmda­stjóra. Umsókn­ar­frestur um störfin rann út 30. júlí síð­ast­lið­inn. „Verið er að vinna úr þeim umsóknum sem bár­ust um þessi störf og munu ráðn­ing­ar­við­töl hefj­ast á næstu dög­um. Við teljum að í hópi umsækj­enda séu fjöl­margir aðilar með þá þekk­ingu og hæfni sem við leitum að og teljum nauð­syn­lega til að bruna­varna­sviðið geti sinnt sínu hlut­verki vel,“ segir í áður­nefndu svari HMS.Þá segir í svar­inu að vand­lega hafi verið staðið að und­ir­bún­ingi nýs eld­varna­sviðs á Sauð­ár­króki. „Sér­stak­lega hefur verið hugað að þeim þætti sem snýr að mannauðs­málum í ferl­inu og und­ir­bún­ingi flutn­ings og hefur mannauðs­stjóri HMS tekið virkan þátt í und­ir­bún­ingi flutn­ings­ins og fram­kvæmd. Gott sam­komu­lag er við alla núver­andi starfs­menn bruna­varna­deildar í Reykja­vík um að þeir sinni sínum verk­efnum í bruna­málum þar til nýir aðilar hafa komið til starfa og tekið við kefl­inu og yfir­færsla þekk­ingar er þar með tryggð.“Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vilhjálmur Árnason gagnrýndi nýtt frumvarp um fæðingarorlof í aðsendri grein í Morgunblaðinu í morgun.
Telur ný heildarlög um fæðingarorlof skerða frelsi fjölskyldna
Í aðsendri grein í Morgunblaðinu segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, að nýtt frumvarp um fæðingarorlof feli í sér skerðingu á frelsi fjölskyldna. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir frumvarpið auka jafnrétti.
Kjarninn 26. september 2020
Jón Guðni Kristjánsson
Diplómatískt stórslys
Kjarninn 26. september 2020
Stefán Ólafsson
Lækkun tryggingagjalds leysir vandann
Kjarninn 26. september 2020
Sjávarútvegurinn sterk stoð þegar aðrar bresta
Rækja selst illa þegar Bretum er sagt að vinna heima og fáir borða þorskhnakka á Zoom-fundum. Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS segir í ítarlegu viðtali við Kjarnann að áskoranir séu í sjávarútvegi vegna óvissunnar sem fylgir faraldrinum.
Kjarninn 26. september 2020
38 ný smit í gær
Alls greindust 38 manns með COVID-19 hér á landi í gær. Nú eru 435 í einangrun vegna sjúkdómsins en í sóttkví eru 1.780.
Kjarninn 26. september 2020
Brenglað bragðskyn eftir COVID –„Þetta er bara allt svo steikt!“
Hann finnur myglubragð af papriku og „COVID-lykt“ í miðbænum. Það skrítnasta er þó að hann finnur alls enga skítafýlu. Háskólaneminn Kolbeinn Arnarson fékk COVID-19 síðasta vetur og segir einangrunina, sem stóð í mánuð, hafa tekið verulega á.
Kjarninn 26. september 2020
Bjarni Jónsson og Sylviane Lecoultre
Heilbrigðisstarfsfólk og dánaraðstoð
Kjarninn 26. september 2020
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Ásmundur Friðriksson: „Eigum við ekki nóg með okkur sjálf núna?“
Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir flóttamenn sem hafi komið til landsins nýverið muni „þyngja yfirlestað heilbrigðiskerfi“. Hann segir að fiskisagan um að á Íslandi fái fólk hæli hafi fengið byr undir báða vængi. Engar tölur styðja afstöðu þingmannsins.
Kjarninn 26. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent