Reglur um nálægðartakmörk í framhalds- og háskólum rýmkaðar 14. ágúst

Hjúkrunarheimili þurfa að setja reglur um heimsóknir utanaðkomandi en nálægartakmörkun í framhalds- og háskólum og íþróttum verður rýmkuð á föstudag. Krafist verður notkunar grímum við ákveðnar aðstæður.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Auglýsing

Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra hefur birt aug­lýs­ingu þess efnis að reglur um tak­mörkun á sam­komum verði breytt 14. ágúst næst­kom­andi, eða á föstu­dag.

Helstu breyt­ing­arnar eru þær að reglur um nálægð­ar­tak­mörk í fram­halds- og háskólum rýmkaðar og sömu­leiðis í íþrótt­um. „Að öðru leyti gildir áfram meg­in­reglan um tveggja metra nálægð­ar­mörk. Við aðstæður þar sem eðli starf­semi krefst meiri nálægðar milli ein­stak­linga en tveggja metra og í almenn­ings­sam­göngum þar sem ferð varir í 30 mín­útur eða lengur skal nota and­lits­grímu,“ segir í til­kynn­ingu vegna þessa.

Auglýsing
Við aðstæður þar sem skylt er að nota grímur líkt og skil­greint er í aug­lýs­ing­unni skal aðeins nota grímur sem upp­fylla kröfur evr­ópsku staðla­sam­tak­anna (CEN) og hefur sótt­varna­læknir jafn­framt sett nán­ari leið­bein­ingar þar að lút­andi.

Hjúkr­un­ar­heim­il­um, öðrum heil­brigð­is­stofn­unum og sam­bæri­legum stofn­unum er gert skylt að setja reglur um starf­semi sína, svo sem um heim­sóknir utan­að­kom­andi að heim­ilum og stofn­un­um. 

Fjölda­tak­mörk mið­ast áfram við 100 manns að hámarki.

Rýmkaðar reglur fyrir skóla og íþróttir

Í fram­halds- og háskólum verður heim­ilt að hafa einn metra á milli ein­stak­linga án þess að and­lits­grímur séu not­að­ar. Þar skuli einnig sótt­hreinsa sam­eig­in­legan búnað og snertifleti minnst einu sinni á dag og áhersla lögð á ein­stak­lings­bundnar sótt­varn­ir. 

Þrátt fyrir meg­in­regl­una um tveggja metra nálægð­ar­tak­mörkun verða snert­ingar heim­ilar milli íþrótta­fólks á æfingum og í keppn­um. Í frétt á vef stjórn­ar­ráðs­ins segir að aftur á móti skuli virða tveggja metra regl­una í bún­ings­klefum og á öðrum svæðum utan keppni og æfinga. „Aðr­ir, meðal ann­ars þjálf­ar­ar, starfs­menn og sjálf­boða­lið­ar, skulu ávallt virða 2 metra regl­una. Íþrótta- og ólymp­íu­sam­band Íslands skal setja sér­sam­böndum sínum nán­ari reglur í sam­ráði við sótt­varna­lækni, meðal ann­ars um ein­stak­lings­bundnar sótt­varn­ir, sótt­hreinsun bún­að­ar, fram­kvæmd æfinga og keppna.“

Börn fædd árið 2005 eða síðar eru áfram und­an­skilin ákvæðum aug­lýs­ing­ar­innar sem snúa að fjölda­tak­mörkun og um almenna nálægð­ar­tak­mörk­un.

Í frétt stjórn­ar­ráðs­ins segir að breyt­ing­arnar snúi ein­ungis að tak­mörk­unum á sam­komum vegna far­sóttar inn­an­lands, en gild­andi aug­lýs­ing fellur úr gildi 14. ágúst. „Í minn­is­blaði sótt­varna­læknis til heil­brigð­is­ráð­herra er einnig fjallað um mögu­legar breyt­ingar á fyr­ir­komu­lagi vegna skim­ana á landa­mær­um. Gild­andi reglu­gerð hvað það varðar gildir til 15. sept­em­ber.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Örn Bárður Jónsson
Guð og náttúran
Kjarninn 25. september 2020
Steingrímur J. Sigfússon
Upplýsingamengun í annarra boði!
Kjarninn 25. september 2020
Ljóst er af FinCEN-skjölunum að stórir bankar sem hafa milligöngu um fjármagnshreyfingar í dollurum vita mætavel að þeir eru að hreyfa mikið magn peninga sem eiga misjafnan uppruna
Glæpirnir sem gera aðra glæpi mögulega
Fordæmalaus gagnaleki frá bandaríska fjármálaráðuneytinu hefur vakið mikla athygli í vikunni. Hann sýnir fram á brotalamir í eftirliti bæði banka og yfirvalda þegar kemur að því að því að stöðva vafasama fjármagnsflutninga heimshorna á milli.
Kjarninn 25. september 2020
Eimskip staðfestir að félagið hafi verið kært til héraðssaksóknara
Eimskip hafnar ásökunum um að hafa brotið lög í tengslum við endurvinnslu tveggja skipa félagsins í Indlandi. Eimskip segist ekki hafa komið að ákvörðun um endurvinnslu skipanna tveggja.
Kjarninn 25. september 2020
Eftir að ferðamönnum tók að hríðfækka hérlendis vegna kórónuveirufaraldursins hefur atvinnuleysi vaxið hratt.
Almenna atvinnuleysið stefnir í að verða jafn mikið og eftir bankahrunið
Almennt atvinnuleysið verður komið í 9,3 prósent í lok október gangi spá Vinnumálastofnunar eftir. Það yrði jafn mikið atvinnuleysi og mest var snemma á árinu 2010. Heildaratvinnuleysið, að hlutabótaleiðinni meðtalinni, verður 10,2 prósent í lok október.
Kjarninn 25. september 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Telur rétt að skoða Félagsdómsmál ef Samtök atvinnulífsins segja upp lífskjarasamningnum
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að Samtök atvinnulífsins grípi til tæknilegra útúrsnúninga þegar þau segi forsendur lífskjarasamninga brostnar og telur rétt að skoða að vísa uppsögn samninga til Félagsdóms, ef af þeim verður.
Kjarninn 25. september 2020
45 ný smit – 369 greinst með COVID-19 á tíu dögum
Fjörutíu og fimm manns greindust með COVID-19 hér á landi í gær. Nýgengi innanlandssmita er nú komið yfir 100 á hverja 100 þúsund íbúa.
Kjarninn 25. september 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 43. þáttur: Sögulok
Kjarninn 25. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent