Reynslan af heimsóknarbanni á hjúkrunarheimili: „Fólki hrakaði“

Við verðum að finna leiðir svo að fólk fái að hittast, segir Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara um heimsóknartakmarkanir til eldra fólks í vetur. „Einmanaleiki er vágestur.“

Þórunn Sveinbjörnsdóttir.
Þórunn Sveinbjörnsdóttir.
Auglýsing

Reynslan af því að íbúar á hjúkr­un­ar­heim­ilum gátu ekki fengið heim­sóknir í vetur og vor vegna far­sótt­ar­innar er ekki góð að sögn Þór­unnar Svein­björns­dótt­ur, for­manns Lands­sam­bands eldri borg­ara. „Fólki hrak­aði. Til dæmis alzheimer-­sjúk­um, þeim hrak­aði við það að eng­inn kom [í heim­sókn] og þekktu svo jafn­vel ekki sína nán­ust­u.“Þór­unn seg­ist gera sér grein fyrir því að tak­mark­an­irnar hafi verið settar á í þeim til­gangi að vernda við­kvæma hópa sam­fé­lags­ins. „En ég held að það sé vert að hug­leiða fleiri mögu­leika, ein­hverja aðra mögu­leika til að hjálpa fólki að hitt­ast. Leggja virki­lega höf­uðið í bleyti, hvernig getum við gert það. Og ég held að það hljóti að finn­ast ein­hverjar leið­ir.“Þór­unn var gestur á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna og land­læknis í dag. Sagði hún að eftir reynsl­una í vetur og vor hafi gef­ist hlé í sumar til að fara yfir stöð­una meðal eldri borg­ara, kanna líðan þeirra og hagi. Þetta er stór hóp­ur, um 45 þús­und manns, og líðan fólks eftir því fjöl­breytt.

AuglýsingEitt af því sem Þór­unn segir breytt nú frá því sem var í vetur og vor sé að færri virð­ist vera úti að hreyfa sig. Hún vill sjá breyt­ingu á því. „Hreyf­ing er gríð­ar­lega mik­il­væg,“ ítrek­aði hún. „Við þurfum aftur að taka upp þessa bylgju sem fór í gang hvað þetta varð­ar.“ Hún sagði að það hættu­leg­asta sem fólk gerði, ekki síst þegar veik­indi eru í loft­inu, það er að setj­ast niður og gera ekki neitt. „Við köllum það að vera sófa­kartafla eða sófa­dýr en það er hrein­lega það versta sem þú getur gert fyrir þinn eigin lík­ama.“Þór­unn minnti líka á mik­il­vægi holls matar­æðis og sagði að til dæmis núna væri úrval af fersku íslensku græn­meti gríð­ar­legt. „Það hefur klár­lega komið í ljós að vannær­ing er til. Ekki aðeins út af heilsu­leysi heldur líka út af því að yfir 10 pró­sent eldri borg­ara búa við fátækt. „Það er fólk sem virki­lega þarf á okkur að halda.“

Einmanaleiki er vágestur, segir Þórunn. Mynd: EPAAð sögn Þór­unnar var ýmis­legt gert í vor og sumar sem skil­aði góðum árangri. Sveit­ar­fé­lögin hafi verið dug­leg að ann­ast félags­starf aldr­aðra. Því hafi m.a. boð­ist kennsla á spjald­tölv­ur. „Þörfin var greini­lega mik­il. Elsti hóp­ur­inn okkar hann er ekki tengd­ur, eins og maður seg­ir, og hann er að missa af svo mörgu. Við verðum að hjálpa þeim að vera með í okkar sam­fé­lagi eins og það virkar í dag.“Einnig hafi síma­vin­ir, sem Rauði kross­inn sem og sveit­ar­fé­lög stóðu fyr­ir, gefið góða raun. „Það er svo dýr­mætt og svo mik­ils virð­i,“ sagði Þór­unn með áherslu. Fólki sem taldi sig þurfa vegna ein­mana­leika bauðst að fá síma­vin. Margir eru enn með sinn síma­vin, sagði Þór­unn. „Ég er sjálf að prófa þetta og ég á indælan síma­vin. Þetta er nýr gluggi fyrir fólk inn í sam­fé­lag­ið.“Þór­unn sagði að mann­leg virð­ing, sem yrði að sýna eldra fólki, væri eitt það mik­il­væg­asta sem fyrir okkur öllum ligg­ur. Hvatti hún m.a. ungt fólk til að tala oftar við afa og ömmu. Það er ómissandi.Eldri borg­arar voru mjög dug­legir að ferð­ast inn­an­lands í sumar – en þeir voru líka hrædd­ir, töldu nánd­ina á ferða­lagi of mikla og treystu sér ekki til ferða­laga.„Ein­mana­leiki er vágest­ur. Allar þjóðir í Evr­ópu eru að glíma við þetta,“ sagði Þór­unn og biðl­aði til eldri borg­ara að sýna var­kárni og sinna per­sónu­legum sýk­inga­vörn­um. Ef varúð er höfð eru eldri borg­arar að hennar sögn á grænni grein „því við erum hraust að eðl­is­fari – enda sann­ir, gamlir vík­ingar eins og þið vitið – og ég óska öllum eldri borg­urum góðs í þessu verk­efni. Við stöndum saman og styðjum hvert ann­að.“Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Örn Bárður Jónsson
Guð og náttúran
Kjarninn 25. september 2020
Steingrímur J. Sigfússon
Upplýsingamengun í annarra boði!
Kjarninn 25. september 2020
Ljóst er af FinCEN-skjölunum að stórir bankar sem hafa milligöngu um fjármagnshreyfingar í dollurum vita mætavel að þeir eru að hreyfa mikið magn peninga sem eiga misjafnan uppruna
Glæpirnir sem gera aðra glæpi mögulega
Fordæmalaus gagnaleki frá bandaríska fjármálaráðuneytinu hefur vakið mikla athygli í vikunni. Hann sýnir fram á brotalamir í eftirliti bæði banka og yfirvalda þegar kemur að því að því að stöðva vafasama fjármagnsflutninga heimshorna á milli.
Kjarninn 25. september 2020
Eimskip staðfestir að félagið hafi verið kært til héraðssaksóknara
Eimskip hafnar ásökunum um að hafa brotið lög í tengslum við endurvinnslu tveggja skipa félagsins í Indlandi. Eimskip segist ekki hafa komið að ákvörðun um endurvinnslu skipanna tveggja.
Kjarninn 25. september 2020
Eftir að ferðamönnum tók að hríðfækka hérlendis vegna kórónuveirufaraldursins hefur atvinnuleysi vaxið hratt.
Almenna atvinnuleysið stefnir í að verða jafn mikið og eftir bankahrunið
Almennt atvinnuleysið verður komið í 9,3 prósent í lok október gangi spá Vinnumálastofnunar eftir. Það yrði jafn mikið atvinnuleysi og mest var snemma á árinu 2010. Heildaratvinnuleysið, að hlutabótaleiðinni meðtalinni, verður 10,2 prósent í lok október.
Kjarninn 25. september 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Telur rétt að skoða Félagsdómsmál ef Samtök atvinnulífsins segja upp lífskjarasamningnum
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að Samtök atvinnulífsins grípi til tæknilegra útúrsnúninga þegar þau segi forsendur lífskjarasamninga brostnar og telur rétt að skoða að vísa uppsögn samninga til Félagsdóms, ef af þeim verður.
Kjarninn 25. september 2020
45 ný smit – 369 greinst með COVID-19 á tíu dögum
Fjörutíu og fimm manns greindust með COVID-19 hér á landi í gær. Nýgengi innanlandssmita er nú komið yfir 100 á hverja 100 þúsund íbúa.
Kjarninn 25. september 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 43. þáttur: Sögulok
Kjarninn 25. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent