RÚV og Helgi Seljan hafna ásökunum Samherja

„Ný viðmið í árásum stórfyrirtækis á fjölmiðla og einstaka fréttamenn,“ segir í yfirlýsingu frá Helga Seljan og Þóru Arnórsdóttur sem þau sendu frá sér vegna myndbands Samherja. Myndbandið var birt á YouTube rás Samherja fyrr í dag.

Helgi Seljan var borin þungum sökum í myndbandi Samherja
Helgi Seljan var borin þungum sökum í myndbandi Samherja
Auglýsing

Helgi Selj­an, frétta­maður á RÚV, og Þóra Arn­órs­dótt­ir, rit­stjóri Kveiks, sendu frá sér yfir­lýs­ingu í dag þar sem þau hafna ásök­unum sem settar eru fram í nýju mynd­bandi frá Sam­herja. „Í stuttu máli er ekk­ert hæft í þeim ásök­unum sem Sam­herji hefur sett fram. Mark­miðið með þessum drullu­mokstri er að sverta mann­orð öfl­ug­asta rann­sókn­ar­blaða­manns lands­ins og hrella fjöl­miðla,“ segir í yfir­lýs­ing­unni sem birt var á Face­book-­síðu Þóru.Auk þess hafnar RÚV því í yfir­lýs­ingu sem stofn­unin sendi frá sér fyrr í dag að Helgi hafi falsað gögn við gerð Kast­ljós­þáttar um mál­efni Sam­herja. „Það er lík­lega eins­dæmi að stór­fyr­ir­tæki leggi í per­sónu­lega her­ferð gegn blaða­manni með ára­tug­a­reynslu. Þessi grófa árás þjónar þeim eina til­gangi að skaða mann­orð frétta­manns RÚV, sem hefur hvorki falsað gögn né „átt við þau“ og trú­verð­ug­leika frétta­stof­unn­ar,“ segir í yfir­lýs­ingu RÚV sem und­ir­rituð er af Stef­áni Eiríks­syni, útvarps­stjóra, og Rakel Þor­bergs­dótt­ur, frétta­stjóra RÚV.Auglýsing

Skýrslan sem aldrei var gerð

Fyrr í dag birti Sam­herji á YouTube rás sinni heim­ild­ar­þátt sem ber heitið Skýrslan sem aldrei var gerð. Þætt­in­um, sem fram­leiddur er af fyr­ir­tæk­inu, er ætlað að varpa nýju ljósi á Seðla­banka­málið svo­kall­aða sem fyr­ir­tækið segir að hafi haf­ist í kjöl­far sýn­ingar Kast­ljós­þátt­ar­ins. Í þætt­inum var sagt frá meintri sölu Sam­herja á karfa á und­ir­verði til dótt­ur­fé­laga sinna erlend­is. Í lýs­ingu á heim­lid­ar­þætt­inum er umfjöllun Kast­ljóss sögð byggj­ast á skýrslu Verð­lags­stofu skipta­verðs sem Sam­herji segir að aldrei hafi verið unn­in. „Nú er komið í ljós að skýrslan var aldrei unnin af Verð­lags­stofu skipta­verðs sem hefur stað­fest það í bréfi til Sam­herj­a,“ segir í áður­nefndri lýs­ingu mynd­bands­ins.Leyni­leg hljóð­ritun Jóns Ótt­ars

Leyni­leg hljóð­ritun frá fundi Jóns Ótt­ars Ólafs­sonar og Helga Seljan er birt í þætt­in­um. Helgi vann áður­nefnda umfjöllun Kast­ljóss og Jón Ótt­ar, sem er fyrr­ver­andi rann­sókn­ar­lög­reglu­mað­ur, hefur starfað fyrir Sam­herja við inn­an­húss­rann­sókn á mál­efnum félags­ins. Í mynd­band­inu er því haldið fram að Helgi Seljan hafi átt við meinta skýrslu frá Verð­lags­stofu skipta­verðs. „Gögnin voru þannig að, þú veist, ég var búinn að þurfa að eiga við sko, hérna, skýrsl­una,“ segir Helgi á upp­tök­unni sem spiluð er í þætt­in­um.„Ef það reyn­ist rétt að Helgi Seljan hafi átt við ein­hver gögn eða ein­hverjar skýrsl­ur. Þá er það auð­vitað bara grafal­var­legur hlut­ur. Að ef hann er að fara með slíkt skjal á fund stjórn­valds sem hefur vald­heim­ildir og er að bera aðila sök­um, raun­veru­lega, um að hafa framið refsi­verðan verkn­að. Þá er hann sjálfur að ger­ast sekur um refsi­verðan verkn­að,“ segir Garðar Gísla­son, lög­maður Sam­herja í Sam­herj­a­mál­inu um upp­tök­una í heim­ild­ar­þætt­in­um.Síðar í mynd­band­inu segir Jón Óttar frá því að Sam­herji hafi fengið bréf frá innri skoðun Verð­lags­stofn­unar þar sem sagt er frá því að ekk­ert bendi til þess að skýrslan hafi verið unn­in.Skjalið unnið af þáver­andi for­stjóra Verð­lags­stofu

Þetta segir Helgi Seljan að sé rangt, en við­brögð hans við mynd­band­inu voru birt í áður­nefndri Face­book-­færslu Þóru Arn­órs­dótt­ur, rit­stjóra Kveiks. Hann segir umrætt skjal hafa verið gert af þáver­andi for­stjóra Verð­lags­stofu skipta­verðs og það lagt fram í Úrskurð­ar­nefnd útvegs­manna og sjó­manna. Hann segir það rangt og einkar bíræfið að halda því fram að skjalið hafi verið fals­að. „Sund­ur­klippt ummæli um að átt hafi verið við skjal­ið, vísa ein­göngu til þess að áður en það var birt voru per­sónu­grein­an­legar upp­lýs­ing­ar, sem hefðu getað vísað á heim­ild­ar­mann, afmáðar af því. Það að snúið sé út úr því með þeim hætti sem gert er, segir alla sög­una um raun­veru­legan til­gang þess­arar mynd­banda­gerðar Þor­steins Más og félaga,“ segir Helgi.Yfir­lýs­ing Þóru Arn­órs­dóttur og Helga Seljan má lesa hér fyrir neð­an:

Í dag voru sett ný við­mið í árásum stór­fyr­ir­tækis á fjöl­miðla og ein­staka frétta­menn. Í stuttu máli er ekk­ert hæft í...

Posted by Thora Arnors­dottir on Tues­day, Aug­ust 11, 2020


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins á Kjarvalsstöðum í gær.
„Engin áform“ um að ríkið auki rekstrarframlög með tilkomu Borgarlínu
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segist ekki sjá fyrir sér að ríkið auki framlög sín til rekstrar almenningssamgangna höfuðborgarsvæðisins, eins og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og Strætó bs. hafa kallað eftir.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Franskur fiskveiðibátur lokar á skipaumferð um Calais í Frakklandi.
Frakkar og Bretar berjast enn um fiskinn í Ermasundi
Enn er ósætti á milli Frakklands og Bretlands vegna fiskveiða í breskri landhelgi eftir Brexit. Á föstudaginn reyndu franskir sjómenn reyndu að loka fyrir vöruflutninga á milli landanna tveggja til að krefjast úthlutunar fleiri fiskveiðileyfa.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Sunnlenskir sjálfstæðismenn kalla eftir skýringum frá Bjarna Benediktssyni.
Ósáttir sunnlenskir sjálfstæðismenn krefja Bjarna um skýringar
Sjálfstæðismenn á Suðurlandi eru með böggum hildar yfir því að Guðrún Hafsteinsdóttir oddviti flokksins í kjördæminu eigi ekki sæti við ríkisstjórnarborðið nú þegar. Tíu af tólf ráðherrum eru þingmenn kjördæma höfuðborgarsvæðisins.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Bresk myndlistarkona málaði eitt hundrað málverk af eldgosinu í Fagradalsfjalli
Eldgosið í Fagradalsfjalli sem hófst í vor hefur vakið allskonar væringar hjá fólki. Amy Alice Riches ákvað að mála eitt málverk á dag af því í 100 daga. Hún safnar nú fyrir útgáfu bókar með verkunum.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Allt sem þú þarft að vita um nýjan stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar
Stefnt er að því að lækka skatta, selja banka og láta fjármagnseigendur greiða útsvar. Auðvelda á fyrirtækjum að virkja vind og endurskoða lög um rammaáætlun.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við kynningu stjórnarsáttmálans á Kjarvalsstöðum í dag.
Talað um að lækka mögulega skatta en engu lofað
Engar almennar skattkerfisbreytingar eru útfærðar í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra segir að horft verði til þess að lækka skatta á þá tekjulægstu eða til að bæta samkeppnisstöðu fyrirtækja ef svigrúm gefist.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Álfheiður Eymarsdóttir
Kosningaframkvæmd fjórflokksins
Kjarninn 28. nóvember 2021
Ríkisstjórnin stokkast upp í dag, eftir rúmlega tveggja mánaða viðræður þriggja flokka um áframhaldandi samstarf.
Þessi verða ráðherrar
Willum Þór Þórsson og Jón Gunnarsson verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem kynnt er í dag. Guðrún Hafsteinsdóttir er sögð koma inn sem ráðherra dómsmála síðar á kjörtímabilinu.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent