Síðasti einræðisherra Evrópu heldur velli en mótstaðan eykst

Hinn þaulsetni Alexander Lúkasjenkó var endurkjörinn forseti Hvíta-Rússlands á sunnudag. Fæstir leggja trú á niðurstöður kosninganna og hefur þeim verið ákaft mótmælt. Mótframbjóðandi hans er búin að flýja landið.

Lögreglan hefur barið á mótmælendum í helstu borgum Hvíta-Rússlands frá því að úrslit kosninganna lágu fyrir síðla á sunnudag. Myndin er tekin í Minsk í gær.
Lögreglan hefur barið á mótmælendum í helstu borgum Hvíta-Rússlands frá því að úrslit kosninganna lágu fyrir síðla á sunnudag. Myndin er tekin í Minsk í gær.
Auglýsing

Alex­ander Lúk­asjenkó, sem oft er kall­aður „síð­asti ein­ræð­is­herra Evr­ópu“, var enn á ný end­ur­kjör­inn for­seti Hvíta-Rúss­lands um helg­ina, með rúmum 80 pró­sentum atkvæða. Þetta er sam­kvæmt opin­berum nið­ur­stöðum kosn­ing­anna, sem flestir efast um, enda fengu fáir ef nokkrir kosn­inga­eft­ir­lits­menn frá lýð­ræð­is­ríkjum að fylgj­ast með þeim. Lúk­asjenkó hefur verið í emb­ætti allt frá árinu 1994, en það var líka í síð­asta sinn sem þokka­lega frjálsar kosn­ingar fóru fram í land­inu.

Mót­fram­bjóð­andi hans, Svetl­ana Tsika­novska­ja, flúði til Lit­háen í nótt, eftir að hafa verið hneppt í varð­hald í nokkra klukku­tíma í gær í kjöl­far þess að hún fór til yfir­valda með form­lega kvörtun yfir fram­kvæmd kosn­ing­anna. Hún neitar enn að við­ur­kenna ósigur og telur sig hafa hlotið meiri­hluta atkvæða.

Fram­boð hennar bar nokkuð brátt að. Eig­in­maður hennar Sergei, sem er vin­sæll blogg­ari, var hand­tek­inn þegar hann hugð­ist sjálfur gefa kost á sér. Börn þeirra eru búin að vera í Lit­háen und­an­farnar vik­ur, öryggis þeirra vegna.

Mikil mót­mæli brut­ust út í höf­uð­borg­inni Minsk og fleiri borgum lands­ins eftir kosn­ing­arnar á sunnu­dag­inn, nokkuð sem hefur ekki sést í þau fjöl­mörgu önnur skipti sem grunur hefur verið uppi um að kosn­inga­úr­slitum hefur verið hag­rætt. Stjórn­völd brugð­ust harka­lega við og tak­mörk­uðu til dæmis inter­net­notkun í land­inu til þess að gera mót­mæl­endum erf­ið­ara um vik við að skipu­leggja sig og deila mynd­böndum af ofbeldi vald­stjórn­ar­inn­ar.

Auglýsing

Stjórn­ar­and­staðan í land­inu og fram­boð Tsika­novska­ju virð­ist hafa átt mun meiri raun­veru­legan hljóm­grunn í land­inu en þau 9,9 pró­sent sem komu upp úr kjör­köss­unum að sögn yfir­valda. „Ég trúi augum mín­um, og ég sé að meiri­hlut­inn er með okk­ur,“ sagði Tsika­novska­ja við frétta­menn á sunnu­dags­kvöld.

Lúk­asjenkó hefur vísað þessu alfarið á bug og kallað þá sem mót­mælt hafa á götum úti „kind­ur“ sem stjórnað sé af utan­að­kom­andi öfl­u­m. 

Gagn­rýni að vestan

Ýmis Evr­ópu­sam­bands­ríki og Banda­ríkin hafa for­dæmt eða lýst yfir áhyggjum af fram­kvæmd kosn­ing­anna á sunnu­dag­inn og það hefur utan­rík­is­ráð­herra Íslands einnig gert.

„Áreitni og ofbeldi gagn­vart fólki sem er að nýta sér grund­vall­ar­mann­rétt­indi sín eru óásætt­an­leg,“ sagði Guð­laugur Þór Þórð­ar­son í færslu á Twitter í gær, en þetta voru við­brögð hans við því hvernig lög­regla beitti sér gegn mót­mæl­endum í Minsk og víðar á sunnu­dags­kvöld.

Alexander Lukashenko Mynd: EPA

Sem áður segir voru fáum ef nokkrir kosn­inga­eft­ir­lits­menn frá lýð­ræð­is­ríkjum leyft að fylgj­ast með kosn­ing­unum í Hvíta-Rúss­landi, en ein­hverjir slíkir voru hand­teknir af örygg­is­lög­reglu lands­ins á kjör­dag. 

Teymi kosn­inga­eft­ir­lits­manna frá Rúss­landi og öðrum fyrr­ver­andi Sov­étlýð­veldum sam­þykkti hins vegar fram­kvæmd­ina og sagð­ist ekki hafa fundið nein merki þess að spurn­inga­merki mætti setja við lög­mæti kosn­ing­anna.

Smá gagn­rýni að austan

Þrátt fyrir að Lúk­asjenkó hafi fengið ham­ingju­óskir með end­ur­kjörið frá Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seta hafa rúss­neskir fjöl­miðlar þó sumir sett gagn­rýnt fram­kvæmd kosn­ing­anna og fram­göngu Lúk­asjenkó og lög­reglu lands­ins gegn mót­mæl­endum með ein­dregnum hætt­i. 

Steve Ros­en­berg, frétta­rit­ari BBC í Moskvu, vekur athygli á þessu í pistli sínum um skrif rúss­nesku miðl­anna í dag, en pistil hans má heyra má hér að neð­an. 

Í rúss­neska dag­blað­inu Novaya Gazeta segir til dæmis í dag að Lúk­asjenkó hefði ekki átt að ger­ast svona gráð­ug­ur. 

Dag­blaðið segir að ef Lúk­asjenkó hefði skipað sínu fólki í kosn­inga­eft­ir­lit­inu að láta sig hafa ein­ungis 55-60 pró­sent atkvæða upp úr kjör­köss­unum í þetta sinn, en ekki 80 pró­sent eins og venju­lega, hefðu Vest­ur­lönd ef til vill getað sætt sig við nið­ur­stöð­una og Tsika­novskaja sömu­leiðis við­ur­kennt hana opin­ber­lega, ­þrátt fyrir að Hví­trússar hefðu ekki trúað þeim frekar en úrslitum fyrri ára.

Eru breyt­ingar framund­an?

En munu mót­mæli og ákúrur frá lýð­ræð­is­ríkjum ein­hverju breyta, í þetta sinn? Sumir Hví­trússar bera þá von í brjósti. Skali mót­mæl­anna er allur annar en áður hefur ver­ið, sagði Yuri Puchila, tæp­lega þrí­tugur íbúi í Minsk í sam­tali við New York Times.

„Ég held að þetta muni ekki fjara út. Fólk mun fara í verk­fall. Ég, til dæm­is, ætla ekki að borga skatt­ana mína leng­ur,“ sagði Puchila við blað­ið.

For­dæm­ingu vest­rænna ríkja gætu einnig fylgt ein­hverjar refsi­að­gerð­ir. Í gær óskaði rík­is­stjórn Pól­lands, sem á landa­mæri að Hvíta-Rúss­landi, eftir neyð­ar­fundi hjá Evr­ópu­sam­band­inu til þess að ræða hvernig sam­bandið ætti að bregð­ast við sviknum kosn­ingum sunnu­dags­ins og óþörfu ofbeld­inu sem fylgdi í kjöl­far­ið.

Evr­ópu­sam­bandið setti við­skipta­þving­anir á Hví­trússa árið 2004, en flestum þeirra var aflétt árið 2016, í von um að Lúk­asjenkó myndi draga úr ger­ræð­is­legum til­burðum sín­um. Þeir virð­ast þó ekki fara þverr­andi, nema síður sé.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Aksturskostnaður Ásmundar Friðrikssonar 34 milljónir frá því að hann settist á þing
Kostnaður almennings vegna aksturs þingmanna jókst um ellefu prósent milli ára. Fjórir af þeim fimm þingmönnum sem keyra mest eru í Sjálfstæðisflokknum og fá yfir 30 prósent allra endurgreiðslna vegna aksturs.
Kjarninn 26. janúar 2022
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.
Tímabært að „henda grímunni“
Í dag kemur í ljós hvort dönsk stjórnvöld fallist á tillögu farsóttarnefndar um að aflétta nær öllum takmörkunum í landinu á næstu dögum. „Tímabært“ segja margir sérfræðingar en einhverjir eru þó skeptískir á tímasetningu.
Kjarninn 26. janúar 2022
Íslandsbanki býst við að verðhækkanirnar á húsnæðismarkaðnum róist á árinu.
Spá fjögurra prósenta stýrivöxtum eftir tvö ár
Í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka er gert ráð fyrir að stýrivextir verði 3,25 prósent á árinu. Í ársbyrjun 2024 verði vextirnir svo komnir í fjögur prósent, sem bankinn telur vera nálægt jafnvægisgildi þeirra.
Kjarninn 26. janúar 2022
SÁÁ fordæmir vændiskaup fyrrum formanns og ætlar að ráðast í gagngera skoðun
SÁÁ ætlar að gera nauðsynlegar umbætur á starfi sínu og kappkosta að tryggja öryggi skjólstæðinga sinna sem margir eru í viðkvæmri stöðu. „Umfram allt stöndum við með þolendum.“
Kjarninn 25. janúar 2022
Svandís Svavarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Segir þá samþjöppun sem átt hefur sér stað í sjávarútvegi ekki sanngjarna
Sjávar- og landbúnaðarráðherra og formaður Viðreisnar tókust á um sjávarútvegsmál á þingi í dag.
Kjarninn 25. janúar 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra tóku við félagshagfræðilegri greiningu um Sundabraut í gær.
Sundabraut samfélagslega hagkvæm, fækkar eknum kílómetrum en fjölgar bílferðum
Ábatinn af lagningu Sundabrautar fyrir samfélagið gæti numið allt að 236 milljörðum króna, samkvæmt greiningu Mannvits og COWI. Eknum kílómetrum gæti fækkað um rúmlega 140 þúsund á dag, en daglegum bílferðum gæti að sama skapi fjölgað um þúsundir.
Kjarninn 25. janúar 2022
Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata.
„Það er lygi hjá Útlendingastofnun“
Miklar umræður sköpuðust á þingi í dag um fyrirkomulag er varðar afgreiðslu umsókna um ríkisborgararétt.
Kjarninn 25. janúar 2022
Lilja Alfreðsdóttir er ráðherra menningarmála.
Ríkisstjórnin setur 450 milljónir króna í aðgerðir fyrir tónlist og sviðslistir
Viðbótarlistamannalaun verða að stóru leyti eyrnamerkt tónlistar- og sviðslistarfólki undir 35 ára aldri og fjármunir verða settir í að styðja við ýmis konar viðburðarhald til að mæta miklum samdrætti í tekjum í kórónuveirufaraldrinum.
Kjarninn 25. janúar 2022
Meira úr sama flokkiErlent