BÍ sendir umboðsmanni Alþingis ábendingu vegna máls gegn fjórum blaðamönnum

Blaðamannafélag Íslands hefur beðið umboðsmann Alþingis að taka afstöðu til þess hvort tilefni sé til að hann taki stjórnsýslu lögreglustjórans á Norðurlandi eystra í máli embættisins gegn fjórum blaðamönnum til athugunar.

Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands
Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands
Auglýsing

Blaða­manna­fé­lag Íslands hefur sent umboðs­manni Alþingis ábend­ingu vegna máls fjög­urra blaða­manna sem fengið hafa rétt­ar­stöðu sak­born­ings í rann­sókn lög­regl­unnar á Norð­ur­landi eystra.

Blaða­menn­irnir fjór­ir, Aðal­steinn Kjart­ans­son á Stund­inni, Arnar Þór Ing­ólfs­son á Kjarn­an­um, Þóra Arn­órs­dóttir á RÚV og Þórður Snær Júl­í­us­son á Kjarn­an­um, hafa allir gefið skýrslu hjá lög­reglu vegna rann­sókn­ar­innar sem emb­ættið hefur sagt að lúti að brotum gegn frið­helgi einka­lífs en snýr að mati Blaða­manna­fé­lags­ins, miðað við þær spurn­ingar sem lög­reglan lagði fyrir blaða­menn­ina í yfir­heyrslum og þau gögn sem félagið hefur undir hönd­um, að frétta­skrifum þeirra um „skæru­liða­deild“ Sam­herja vorið 2021.

Auglýsing

„Það er mik­il­vægt að fá álit Umboðs­manns Alþingis á því hvort ákvörðun lög­reglu­stjór­ans á Norð­ur­landi eystra, að kalla blaða­menn til yfir­heyrslu fyrir það eitt að vinna vinn­una sína, hafi verið í sam­ræmi við hlut­verk lög­reglu og þá vernd sem fjöl­miðlar njóta sam­kvæmt stjórn­ar­skrá og mann­rétt­inda­sátt­mál­u­m,“ er haft eftir Sig­ríði Dögg Auð­uns­dótt­ur, for­manni Blaða­manna­fé­lags­ins, í til­kynn­ingu á vef félags­ins.

„Blaða­manna­fé­lagið hefur ítrekað bent á að um störf fjöl­miðla gilda önnur lög og reglur en önnur störf, vegna hlut­verks fjöl­miðla og mik­il­vægis þeirra fyrir lýð­ræð­is­lega umræðu. Hlut­verk umboðs­manns er að tryggja rétt ein­stak­linga gagn­vart stjórn­völdum og því mik­il­vægt að fá úr því skorið hvort brotið hafi verið á rétti blaða­mann­anna fjög­urra í þessu til­viki. Blaða­manna­fé­lagið minnir á mik­il­vægi fjöl­miðla í því að tryggja almenn­ingi rétt til upp­lýs­inga og að frjáls frétta­flutn­ingur og vernd heim­ild­ar­manna séu grund­vall­ar­for­sendur fyrir því að fjöl­miðlar geti gegnt hlut­verki sínu í lýð­ræð­is­þjóð­fé­lag­i.“

Vernd blaða­manna

Ábend­ing Blaða­manna­fé­lags­ins er reist á því sjón­ar­miði að ekki verði séð af þeim upp­lýs­ingum sem fram hafa komið opin­ber­lega og þeim gögnum sem félagið hefur undir höndum að ákvörðun lög­reglu­stjór­ans á Norð­ur­landi eystra að beina lög­reglu­rann­sókn að blaða­mönn­unum sem sak­born­ingum vegna fyrr­nefndra frétta­skrifa fái „með nokkru móti“ sam­rýmst þeirri vernd sem blaða­menn njóta í störfum sínum á grund­velli 73. gr. stjórn­ar­skrár­inn­ar, 10. gr. mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu og sam­kvæmt 4. mgr. 228. gr. og 2. mgr. 229. gr. almennra hegn­ing­ar­laga. Nánar til­tekið er ábend­ingin sögð reist á því sjón­ar­miði að laga­skil­yrði hafi brostið til rann­sókn­ar­innar gegn blaða­mönn­unum og að til­efni hennar sé ekki þess eðlis að það geti rétt­lætt inn­grip lög­reglu í tján­ing­ar­frelsi þeirra.

Spurn­ingar lög­reglu lutu að frétta­flutn­ingi

„Í því máli sem er til­efni þess­arar ábend­ingar liggur fyrir að lög­reglu­yf­ir­völd hafa veitt fjórum blaða­mönn­um, sem starfa á þremur ólíkum fjöl­miðl­um, rétt­ar­stöðu sak­born­ings við rann­sókn saka­máls og tekið skýrslu af þeim sem slík­um,“ segir í ábend­ing­unni sem lög­maður Magna lög­manna sendir fyrir hönd félags­ins. „Það sak­ar­efni sem blaða­mönn­unum var þar kynnt og þær spurn­ingar sem beint var til þeirra lutu að fyrr­greindum frétta­flutn­ingi af þeirra hálfu um áform og ráð­staf­anir Sam­herja hf. til að hafa áhrif á opin­bera umfjöllun og umræðu um fyr­ir­tækið í kjöl­far fjöl­miðlaum­fjöll­unar á árinu 2019 um við­skipti þess í Namib­íu.“

Þannig liggur fyr­ir, að mati Blaða­manna­fé­lags­ins, að til­efni rann­sókn­ar­innar sé umræddur frétta­flutn­ingur og að mark­mið hennar sé að því að afla upp­lýs­inga um heim­ild­ar­menn blaða­mann­anna með það fyrir augum að upp­lýsa um ætluð refsi­verð brot gegn ákvæðum 228. og/eða 229. grein almennra hegn­ing­ar­laga er snúa að frið­helgi einka­lífs.

Átti brýnt erindi við almenn­ing

Að mati Blaða­manna­fé­lags Íslands getur „eng­inn vafi leikið á því“ að frétta­flutn­ingur af skæru­liða­deild Sam­herja hafi átt brýnt erindi við almenn­ing. „Ekki aðeins var um að ræða umfjöllun um við­brögð stór­fyr­ir­tækis við fyrri fjöl­miðlaum­fjöllun um mál­efni þess sem ótví­rætt áttu erindi við almenn­ing heldur var bein­línis um að ræða umfjöllun fjöl­miðla um áform og ráð­staf­anir fyr­ir­tæk­is­ins til að hafa áhrif á umfjöllun fjöl­miðla um sjálft sig og þar með afstöðu almenn­ings til sín, þ.á.m. með því að grafa undan fjöl­miðlum og ein­stökum fjöl­miðla­mönnum sem staðið höfðu að þeirri umfjöll­un.“

Rétt­læt­an­legar aðferðir

Þá telur félagið heldur engan vafa á því að frétta­flutn­ingur blaða­mann­anna hafi skýr­lega fallið undir þá starf­semi fjöl­miðla sem lög­gjaf­inn hafði sér­stak­lega í huga við setn­ingu 4. mgr. 228. gr. og 2. mgr 229. gr. almennra hegn­ing­ar­laga og að „hags­munir almenn­ings af því að kynna sér efni hans falla undir þá almanna­hags­muni sem lög­gjaf­inn leit­að­ist við að standa vörð um með setn­ingu þess­ara ákvæða“.

Máls­grein­arnar kveða á um að ákvæði laga­grein­anna tveggja eigi ekki við þegar hátt­semi sem þar er um fjall­að, þ.e. að brjóta gegn frið­helgi einka­lífs með því m.a. að afla, afrita, sýna, skýra frá, birta eða dreifa í heim­ild­ar­leysi gögn­um, sé rétt­læt­an­leg með vísan til almanna- og einka­hags­muna.

Auglýsing

Félagið telur að ljóst megi vera, miðað við þau gögn máls­ins sem það hafi undir hönd­um, að lög­reglu­rann­sóknin muni ekki leiða til ákæru á hendur blaða­mönn­unum fjórum, hvað þá sak­fell­ing­ar.

Blaða­menn ekki und­an­þegnir rann­sókn saka­mála

Það er þó ekki unnt að mati félags­ins að leggja til grund­vallar að kvaðn­ing blaða­manna í skýrslu­töku hjá lög­reglu sem sak­born­inga í saka­máli sé létt­væg ráð­stöfun sem engin ástæða sé til að staldra við. „Blaða­menn eru vit­an­lega ekki fremur en ein­stak­lingar í öðrum starfs­stéttum und­an­þegnir rann­sókn saka­mála,“ segir í ábend­ing­unni.

„Það sem hér er til umfjöll­un­ar, og Blaða­manna­fé­lag Íslands telur ríka ástæðu til að stað­næmst sé við, er hins vegar þegar lög­reglu­yf­ir­völd telja til­efni til að bregð­ast við frétta­flutn­ingi, sem ber­sýni­lega á brýnt erindi við almenn­ing og úti­lokað er að falið geti í sér refsi­verða hátt­semi af hálfu fjöl­miðla, með því að hefja saka­mála­rann­sókn á hendur hlut­að­eig­andi blaða­mönn­um. Slík við­brögð lög­reglu við eðli­legri umfjöllun fjöl­miðla um mál­efni sem ljós­lega eiga erindi við almenn­ing eru að mati félags­ins hvorki í sam­ræmi við hlut­verk fjöl­miðla né lög­reglu í lýð­ræð­is­ríki og ekki sam­rým­an­leg þeirri vernd sem fjöl­miðlar njóta sam­kvæmt 73. gr. stjórn­ar­skrár­innar og 10. gr. mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu.“

Þá seg­ir: „Þvert á móti vekja slík við­brögð lög­reglu gagn­vart fjöl­miðlum í til­efni af frétta­flutn­ingi af sam­fé­lags­lega mik­il­vægum mál­efnum að mati Blaða­manna­fé­lags Íslands upp áleitnar spurn­ingar um hlut­verk og sam­spil lög­reglu og fjöl­miðla í lýð­ræð­is­ríki og veita um leið brýnt til­efni til nán­ari athug­unar af hálfu umboðs­manns Alþing­is.“

Í því sam­bandi leggur Blaða­manna­fé­lag Íslands ríka áherslu á að ekki er nægi­legt, til að tján­ing­ar­frelsi fjöl­miðla sé tryggt, að blaða­menn sem sæta saka­mála­rann­sókn fyrir frétta­skrif sín séu að lokum sýkn­aðir eða mál þeirra felld niður án ákæru.

Saka­mála­rann­sókn án til­efnis

„Án til­lits til afdrifa slíkra mála hefur tján­ing­ar­frelsi fjöl­miðla þegar verið skert með til­heyr­andi afleið­ingum ef blaða­menn þurfa að þola saka­mála­rann­sókn fyrir frétta­flutn­ing án til­efnis sem upp­fyllir þær kröfur sem gerðar eru sam­kvæmt stjórn­ar­skrá og mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu. Ítrekað skal í því sam­bandi að með slíkri rann­sókn eru blaða­menn ekki aðeins fældir frá frek­ari umfjöllun heldur jafn­framt grafið undan þeirri umfjöllun sem þegar hefur birst,“ segir enn­fremur í ábend­ing­unni.

Telur félagið að með aðgerðum lög­reglu sé ekki aðeins um brot að ræða gegn mann­rétt­indum hlut­að­eig­andi blaða­manna „heldur jafn­framt mjög alvar­lega aðför stjórn­valda að fjöl­miðla­frelsi í land­in­u“.

Auglýsing

Blaða­manna­fé­lagið telur að stjórn­sýsla lög­reglu­stjór­ans á Norð­ur­landi eystra við rann­sókn ofan­greinds saka­máls falli undir það eft­ir­lit sem umboðs­manni Alþingis er falið að hafa sam­kvæmt lög­um.

„Það er með allt ofan­greint í huga sem Blaða­manna­fé­lag íslands snýr sér til umboðs­manns Alþingis með beiðni um að umboðs­maður taki til þess afstöðu á grund­velli fyr­ir­liggj­andi ábend­ingar hvort til­efni sé til þess að hann taki stjórn­sýslu lög­reglu­stjór­ans á Norð­ur­landi eystra í hlut­að­eig­andi máli til nán­ari athug­unar að eigin frum­kvæð­i.“

Hægt er að lesa erindið í heild sinni hér.

Tveir starfs­menn Kjarn­ans eru á meðal þeirra blaða­manna sem hafa stöðu sak­born­ings í rann­sókn lög­regl­unnar á Norð­ur­landi eystra á brotum gegn frið­helgi einka­lífs.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent