„Guð minn góður, af hverju hefði ég átt að fá greiddar mútur?“

Einn hinna ákærðu í Samherjamálinu í Namibíu segir Jóhannes Stefánsson, aðalvitni saksóknarans, hafa viljað eyðileggja fyrir Samherja með öllum ráðum og því bendlað sig við málið.

Tamson „Fitty“ Hatuikulipi og Jóhannes Stefánsson
Tamson „Fitty“ Hatuikulipi og Jóhannes Stefánsson
Auglýsing

Tam­son „Fitty“ Hatuikulipi, einn hinna ákærðu í Sam­herj­a­mál­inu, seg­ist aldrei hafa þegið mútu­greiðslur frá Sam­herja. „Guð minn góð­ur, af hverju hefði ég átt að fá greiddar mút­ur? Ég var ekki hand­hafi kvóta. Ég fékk greitt sam­kvæmt þeirri vinnu sem ég vann. Pen­ing­arnir voru greiddir með lög­legum hætti fyrir þjón­ustu sem var veitt.“

Þetta er meðal þess sem fram kom í vitn­is­burði hans í Fis­hrot-­mál­inu svo­kall­aða, sem Íslend­ingar kalla Sam­herj­a­mál­ið, fyrir dómi í höf­uð­borg Namibíu í gær. Kjarn­inn rakti í morgun hluta af vitn­is­burði Hatuikulipi sem namibískir fjöl­miðlar höfðu þá greint frá. Í dag voru fleiri fréttir sagðar af vitn­is­burð­inum ytra.

Auglýsing

Hatuikulipi seg­ist hafa fengið greiddar um 78 millj­ónir namibískra doll­ara, um 700 millj­ónir íslenskra króna, fyrir störf sín fyrir Sam­herja. Þau hefðu falist í því að sann­færa hand­hafa afla­heim­ilda um að semja við Sam­herja um notkun þeirra. Hatuikulipi bað frænda sinn, James Hatuikulipi, um aðstoð við verk­ið. Frænd­inn hafi verið stjórn­ar­for­maður Fischor, namibísku rík­is­út­gerð­ar­inn­ar, og því vel tengd­ur.

­Sam­herj­a­mál­ið, sem snýst m.a. um meinta skatta­snið­göngu og pen­inga­þvætti Sam­herja og tengdra aðila, hófst með umfjöllun Kveiks, Stund­ar­inn­ar, Wiki­leaks og Al Jazeera í nóv­em­ber árið 2019. Þar var rakið hvernig við­skipta­hættir Sam­herja í Afr­íku, nánar til­tekið í Namibíu og Angóla, voru árin á undan er fyr­ir­tækið náði undir sig mjög verð­mætum hrossa­makríl­skvóta í lönd­un­um. Sam­kvæmt umfjöll­un­inni var það gert með mútu­greiðslum til ráða­manna og ann­arra manna úr þeirra nán­asta hring. Upp­haf­lega var sagt að þær hefðu numið 1,4 millj­arði króna hið minnsta og hófust með því að reiðufé var afhent í íþrótta­töskum en tóku svo á sig fag­legri mynd og fóru fram í gegnum milli­færslur á reikn­inga í Dúbaí.

Jóhannes Stef­áns­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Sam­herja í Namib­íu, hrinti mál­inu af stað er hann lét Wiki­leaks í té gögn er vörð­uðu meintar mútu­greiðslur og annað í rekstri Sam­herja í Namib­íu.

Í vitn­is­burði sínum í dóms­sal í gær sagði Hatuikulipi að Jóhannes hafa tengt sig við Sam­herj­a­málið þar sem hann hefði neitað að aðstoða Jóhannes við að sverta og eyði­leggja fyrir Sam­herja. „Ég vildi ekki vinna skít­verkin fyrir hann því í mínum huga var Sam­herji ekki slæmt fyr­ir­tæki.“ Jóhannes hafi verið reið­ur, viljað Sam­herja burt úr Namibíu þar sem hann hefði áform um að koma þar að öðru íslensku útgerð­ar­fyr­ir­tæki. Reið­ina mátti að sögn Hatuikulipi rekja til þess að Sam­herji hafi neitað að greiða honum bónusa sem hann taldi sig eiga inni vegna starfa fyrir félagið í Namibíu og Angóla.

Fékk greitt fyrir að sinna Jóhann­esi

Hatuikulipi sagði að vegna „stöðugrar fíkni­efna­notk­un­ar“ Jóhann­esar hafi hann skaðað alvar­lega samn­inga sem gerðir voru milli Sam­herja og kvóta­rétt­hafa í Namib­íu. Hann hafi líka ítrekað þurft að borga trygg­ingu til að losa hann úr fang­elsi. Þetta hafi hann gert, að því er fram kemur í frétt New Era, vegna þess að það var hluti af þeirri vinnu sem hann gerði fyrir Sam­herja. Vinnu sem hann hafi fengið greitt fyr­ir.

Sak­sókn­ari mót­mælti þeirri mynd sem Fitty dró upp af Jóhann­esi. Hann verður áfram í vitna­stúkunni í dag en gær­dag­ur­inn var að miklu leyti helg­aður spurn­ingum frá verj­endum hans.

Rétt­ar­höldin halda áfram næstu daga. Í mál­inu, sem hefur marga anga, eru m.a. tveir fyrr­ver­andi ráð­herrar í Namibíu ákærð­ir.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðast þyrfti í nauðsynlegar styrkingar vega vegna þungaflutninganna til og frá Mýrdalssandi.
Vikurnám á Mýrdalssandi myndi hafa „verulegan kostnað fyrir samfélagið“
Fullhlaðinn sex öxla vörubíll slítur burðarlagi á við 20-30 þúsund fólksbíla, bendir Umhverfisstofnun á varðandi áformaða vikurflutninga frá Mýrdalssandi til Þorlákshafnar. Ráðast þyrfti í mikla uppbyggingu vegakerfis vegna flutninganna.
Kjarninn 6. október 2022
Ólafur Þ. Harðarson prófessor emerítus í stjórnmálafræði.
„Íslendingar eiga langt í land“ með jöfnuð atkvæðavægis eftir búsetu
Frumvarp sem formaður Viðreisnar mælti fyrir á þingi í september myndi eyða misvægi atkvæða milli bæði flokka og kjördæma, eins og kostur er. Ólafur Þ. Harðarson telur að þingið ætti að samþykkja breytingarnar.
Kjarninn 6. október 2022
Fóru inn í tölvupósta Sólveigar Önnu og Viðars
Þá starfandi formaður Eflingar hafði aðgang að tölvupósthólfum fyrirrennara síns, Sólveigar Önnu Jónsdóttur, og fyrrverandi framkvæmdastjóra Eflingar, Viðars Þorsteinssonar, frá því í janúar á þessu ári og fram í apríl.
Kjarninn 6. október 2022
Hallarekstur SÁÁ stefnir í 450 milljónir
Færri innlagnir, færri meðferðir við ópíóðafíkn og sumarlokanir verður staðan hjá SÁÁ á næsta ári miðað við fyrirliggjandi fjárlagafrumvarp. Samtökin áætla að rekstrargrunnur samtakanna verði vanfjármagnaður um 450 milljónir króna á næsta ári.
Kjarninn 6. október 2022
Seðlabankinn hafnar því að aflétta leynd um ESÍ á grundvelli almannahagsmuna
Árið 2019 var ákvæði bætt við lög um Seðlabanka Íslands sem veitir bankanum heimild til að víkja frá þagnarskylduákvæði ef hagsmunir almennings af birtingu gagna vega þyngra en hagsmunir sem mæla með leynd.
Kjarninn 6. október 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Komdu í leirkerið 请君入瓮
Kjarninn 6. október 2022
Jón Björnsson, forstjóri Origo.
Eigið fé Origo margfaldast við söluna í Tempo fyrir 28 milljarða króna
Árið 2009 stofnuðu starfsmenn TM Software lítið hugbúnaðarfyrirtæki, sem nefnt var Tempo. Í dag er það metið á 85,4 milljarða króna og Origo var að selja hlut sinn í því á 28 milljarða króna. Við það fer eigið fé Origo úr níu milljörðum í 31 milljarða.
Kjarninn 6. október 2022
Kjartan Magnússon borgarfulltrúi bar tillöguna fram í borgarstjórn.
Borgarhverfi framtíðarinnar eða loftslagsskógur á Geldinganesi?
Tillögu sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur um að skipuleggja Geldinganes undir íbúabyggð var hafnað á fundi borgarstjórnar á þriðjudag. Afar mismunandi sjónarmið komu fram um það hvernig skyldi nýta nesið til framtíðar.
Kjarninn 5. október 2022
Meira úr sama flokkiErlent