Björgólfur: Ekki vafi á að Samherja mistókst að verja félög sín gegn brotum einstaklinga

Annar forstjóri Samherja birti í gær langt bréf á alþjóðlegri sjávarútvegsfréttasíðu. Þar segir að einstaklingar hafi framið brot í dótturfélögum Samherja og kvartað yfir því að uppljóstrarinn í málinu hafi ekki viljað ræða við rannsakendur fyrirtækisins.

Björgólfur Jóhannsson, annar forstjóri Samherja.
Björgólfur Jóhannsson, annar forstjóri Samherja.
Auglýsing

„Það er eng­inn vafi að Sam­herja hefur mis­tek­ist að verja dótt­ur­fé­lög sín gegn brotum ein­stak­linga. Okkur þykir það mjög leitt.“ Þetta skrifar Björgólfur Jóhanns­son, annar for­stjóri Sam­herja, í bréfi sem birt var í gær á sjáv­ar­út­vegs­frétta­vefnum Und­erc­ur­rent News, sem flutt hefur fréttir af þróun mála í rann­sóknum á meintum mút­um, pen­inga­þvætti og skatta­snið­göngu Sam­herja i tengslum við við­skipti sam­stæð­unnar í Namibíu sem Kveikur og Stundin opin­ber­uðu í nóv­em­ber í fyrra.

Í bréf­inu segir Björgólf­ur, sem tók við sem for­stjóri Sam­herja eftir að málið kom upp þegar Þor­steinn Már Bald­vins­son ákvað að stíga tíma­bundið til hliðar eftir opin­berun áður­nefndra fjöl­miðla, að Sam­herji muni í haust hefja birt­ingu á efni úr rann­sókn norsku lög­manns­stof­unnar Wik­borg Rein á alþjóð­legri starf­semi sam­stæð­unn­ar. Sú var ráðin af stjórn Sam­herja til að rann­saka ásak­anir á hendur fyr­ir­tæk­inu eftir að þær komu fram, og hefur þegar skilað skýrslu sinni. Upp­haf­lega sögðu for­svars­menn að allar nið­ur­stöður Wik­borg Rein yrðu birtar opin­ber­lega en hingað til hefur lítið sem ekk­ert verið greint frá því hvað norska lög­manns­stofan komst að. 

Kvartar yfir því að upp­ljóstr­ari hafi ekki viljað hitta Wik­borg Rein

Til­efni bréfs Björg­ólfs er við­tal sem Jóhannes Stef­áns­son, sem var einn for­svars­manna Sam­herja í Namibíu og sá sem upp­ljóstr­aði um starfs­hætt­ina þar, fór í við norska við­skipta­blaðið Dag­ens Nær­ingsliv í byrjun ágúst­mán­að­ar. Und­erc­ur­rent news og fleiri alþjóð­legir miðlar hafa end­ur­sagt fréttir úr því við­tali.

Auglýsing
Í bréf­inu kvartar Björgólfur yfir því að Jóhannes hafi neitað að hitta og tala við rann­sak­endur sem Sam­herji hefði ráðið til að fara yfir ásak­anir hans. „Það virð­ist vera að hrein­skilni og gegn­sæi séu ein­ungis mik­il­væg þegar við­kom­andi stendur ekki frammi fyrir krefj­andi spurn­ingum frá þeim sem hafa fulla inn­sýn í stað­reyndir mála. Hið umfangs­mikla rann­sókn­ar­ferli sem pantað var af stjórn Sam­herja í nóv­em­ber í fyrra kom til vegna ásak­ana Jóhann­esar Stef­áns­son­ar.“

Björgólfur segir að í gegnum þetta innra rann­sókn­ar­ferli hafi Sam­herji haldið allskyns hag­höfum upp­lýstum um stöðu mála. Þar á meðal séu bankar, við­skipta­vin­ir, end­ur­skoð­end­ur, yfir­völd og aðrir sem hafi reglu­lega fengið upp­færðar upp­lýs­ingar um hvernig rann­sóknin geng­i. 

Fók­us­inn á Jóhann­esi

Björgólfur opin­berar að svo­kall­aðar ráð­gjafagreiðslur sem eru, sam­kvæmt mál­flutn­ingi Jóhann­esar og gögnum sem voru birt í tengslum við opin­berun Sam­herj­a­máls­ins mútu­greiðslur til að kom­ast yfir hrossa­makríl­kvóta í Namib­íu, séu líka aðal­um­fjöll­un­ar­efni rann­sóknar Wik­borg Rein á starf­semi Sam­herj­a. 

Hann segir að greiðsl­urnar hafi verið rýndar af mik­illi nákvæmni. Það sem sé óum­deiland­legt sé að Jóhannes hafi stofnað til þeirra sam­banda við þá sem fengu umræddar greiðslur og hafi meira og minna séð um sam­skipti við þá þar til að hann hætti störfum hjá Sam­herja árið 2016.

Auglýsing
Vert er að taka fram að Jóhannes gekkst við því í þætt­i Kveiks í nóv­em­ber í fyrra að hafa brotið lög fyrir hönd Sam­herja þegar fyr­ir­tækið náði í umtals­verðan kvóta í Namib­­íu. Þar kom einnig fram að Jóhannes hefði gefið sig fram við yfir­­­völd í Namib­­­íu, hefði fengið laga­­­lega stöðu upp­­­­­ljóstr­­­ara og væri að aðstoð­a við rann­­­sókn þeirra á starfs­háttum Sam­herj­­­a. Hann gerði slíkt hið sama á Íslandi þar sem hann er nú með stöðu grun­aðs manns í umfangs­mik­illi efna­hags­rann­sókn hér­aðs­sak­sókn­ara ásamt nokkrum öðrum mönnum sem hafa ekki verið nafn­greind­ir.

Jóhannes sagði hins vegar við Kveik hann hefði ekki hafa gert neitt í Namibíu nema með aðkomu Þor­­­steins Más, for­stjóra og eins aðal­eig­anda Sam­herja. Í gögnum máls­ins var einnig að finna úttekt sem sér­fræð­ingar á vegum KPMG í Hollandi unn­u á starf­semi Sam­herja, fyrir fyr­ir­tæk­ið, og komst að þeirri nið­ur­stöðu að for­stjór­inn væri nær ein­ráður í fyr­ir­tæk­inu.

Mútu­greiðsl­urnar hefðu haldið áfram eftir að hann hætti störfum hjá Sam­herja og hann bæri ein­ungis ábyrgð á því að greiða 20-30 pró­sent þeirra sem látnar hefðu verið af hendi.

Sjö manns sitja í gæslu­varð­haldi í Namibíu vegna rann­sóknar þar­lendra yfir­valda á því, þar á meðal tveir fyrr­ver­andi ráð­herra. Sam­herj­a­málið er einnig til rann­sóknar í Nor­eg­i. 

Hefði viljað að málið yrði inn­an­hús­mál

Björgólfur full­yrðir í bréf­inu að Jóhannes sé sá eini sem Wik­borg Rein hafi reynt að ná tali af, sem tengd­ist starf­semi Sam­herja í Namib­íu, sem hafi neitað að tala við stof­una.

Hann telji að það hefði verið í sam­ræmi við bestu venj­ur, meg­in­reglur og lög í ýmsum lönd­um, að upp­ljóstr­ari eins og Jóhannes myndi fyrst vekja athygli á því innan sam­stæðu Sam­herja ef hann teldi að eitt­hvað óeðli­legt, eins og ólög­legar mútu­greiðsl­ur, væru að eiga stað. „Ein­ungis ef slíkar til­raunir bæru ekki árangur væri til­hlýði­legt að fara með málið í fjöl­miðla.“

Vert er að ítreka að Jóhannes hefur haldið því fram að æðsti yfir­maður Sam­herja, Þor­steinn Már, hafi alltaf vitað af því sem væri að eiga sér stað ásamt ýmsum öðrum hátt­settum starfs­mönn­um. Auk þess hafa verið birtir tölvu­póstar og önnur gögn sem virð­ast sýna að umtals­verð vit­neskja var um við­skipta­hætti Sam­herja í Namibíu víða innan sam­stæð­unn­ar. 

Mark­viss her­ferð gegn Sam­herja

Björgólfur segir að Jóhannes hafi þess í stað virst hafa ákveðið að taka þátt í mark­vissri her­ferð gegn Sam­herja. Til að und­ir­byggja þá ásökun vitnar Björgólfur í afrit af yfir­heyrslu sem Jóhannes fór í hjá emb­ætti hér­aðs­sak­sókn­ara á Íslandi 12. nóv­em­ber, sama dag og áður­nefndur þáttur Kveiks var sýnd­ur. 

Björgólfur segir að þar hafi Jóhannes útskýrt hvernig hann og Helgi Selj­an, einn frétta­mann­anna sem vann umfjöll­un­ina um athæfi Sam­herja í Namib­íu, hefði hent gaman af frétta­til­kynn­ingu Sam­herja sem send hafði verið út dag­inn fyrir þátt­inn. Björgólfur hefur eft­ir­far­andi eftir Jóhann­esi úr yfir­heyrsl­unni: „Ég held að þeir viti ekki hvað þeir eigi að gera, þeir vita ekki hvaða gögn við erum með nákvæm­lega og mér finn­st, þetta er eins og þegar Helgi Seljan hringdi í mig í gær og sagði bara: þessi frétta­til­kynn­ing er eig­in­lega bara djók, vegna þess að hún er svo veik, vegna þess að við erum með svo sterk gögn.“

Hægt er að lesa inni­hald umræddrar frétta­til­kynn­ingar hér en þar var meðal ann­ars kvartað yfir því að Sam­herji hefði ekki fengið að „setj­ast nið­ur“ með Kveik til að fara yfir þær upp­lýs­ingar sem þátt­ur­inn byggði á. Eftir sýn­ingu þátt­ar­ins birti Kveikur sam­skipti sín við Sam­herja í aðdrag­anda sýn­ingu þátt­ar­ins sem sýndu að fyrsta við­tals­beiðni hafði borist tæpum mán­uði fyrr og að önnur beiðni, með ítar­legum upp­lýs­ingum um efn­is­at­riði umfjöll­un­ar­inn­ar, hafi verið send rúmum tveimur vikum áður en að þátt­ur­inn var sýnd­ur.

Í bréfi Björgólf er því haldið fram að slík hegðun sé í and­stöðu við hug­mynd­ina um bestu venjur alþjóð­lega þegar kemur að upp­ljóstr­un­um. Hann end­ur­tekur að heppi­leg­ast og upp­byggi­leg­ast sé að taka á slíku inn­an­húss hjá fyr­ir­tækjum svo að hægt sé að breyta hinni brot­legu hegð­un. Þess í stað hafi Jóhannes ákveðið að gera grín að því við frétta­mann hvernig Sam­herja hefði verið komið í opna skjöldu vegna máls­ins.

Hægt er að lesa bréf Björg­ólfs til Und­erc­ur­rent news, sem er ritað á ensku, í heild sinni hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent