Þegar eltingaleikurinn endar

Stjórnarmaður í VR segir að stéttarfélög þurfi að berjast með hörku fyrir atvinnulýðræði, því sjaldan hagi verið jafn augljóst hvað hagsmunir vinnandi fólks séu beint bundnir af ákvörðunum atvinnurekendanna.

Auglýsing

Kjara­deilan milli Icelandair og Flug­freyju­fé­lags Íslands (FFÍ) fór vænt­an­lega ekki fram­hjá nein­um. Þetta voru nokkuð merki­legir atburðir sem gætu gjör­breytt verka­lýðs­bar­átt­unni á Íslandi. Maður heyrði sterkar skoð­anir frá báðum átt­um: að FFÍ þyrfti að verja sín rétt­indi; að FFÍ beri að fórna sínum kjörum til að bjarga Icelanda­ir. Fólk hneyksl­að­ist yfir því að VR skuli láta þetta sig varða, segj­andi að vegna þess að þetta eru ekki félagar VR þá komi þetta því ekk­ert við.

Við skulum rifja aðeins upp hvað gerð­ist. FFÍ hafn­aði kröfum Icelanda­ir, kröfum um að flug­freyjur þurfi að vinna meira til að fá sömu laun og hingað til. Icelandair svarar með því að slíta við­ræðum við FFÍ, segja upp öllum flug­freyjum og segj­ast ætla að semja við eitt­hvert annað stétt­ar­fé­lag.

Við það neyð­ist FFÍ til að sam­þykkja kröfur Icelandair til að bjarga stétt­ar­fé­lag­inu.

FFÍ var í raun hótað upp­sögnum þeirra félaga ef það myndi ekki skrifa und­ir. Til­vist félags­ins var bein­línis ógnað þar sem Icelandair hót­aði að semja við annað stétt­ar­fé­lag. Raunin er sú að það er ekk­ert annað stétt­ar­fé­lag til að semja við. Icelandair hefði því, beint eða óbeint, búið til nýtt gult stétt­ar­fé­lag sem yrði stofnað á for­sendum Icelanda­ir. Stétt­ar­fé­lag sem tekur það sem því er boðið án nokk­urra mót­mæla.

Þessi hegðun Icelandair er ólög­leg og ætti að kæra félagið fyrir hana, en hún dugði til að kné­setja FFÍ og fá flug­freyjur til að sam­þykkja kröf­urnar sem hafði verið hafnað áður.

Auglýsing
Það lagð­ist yfir mig þung til­finn­ing þegar þetta gerð­ist. Þetta var blanda af reiði og bug­un. Maður hugs­aði um hvernig þetta gæti gerst og hvað væri hægt að gera. Hingað til hefur maður litið svo á að vinn­andi fólk á Íslandi standi vel að vígi í kjara­bar­átt­unni. Við erum með lögvarin rétt­indi sem fyrri kyn­slóðir börð­ust fyrir af hörku. Til­vist stétt­ar­fé­laga og samn­ings­rétt­ar­ins eru skrifuð í lög og við sjáum útkomu þess þegar við berum okkur saman við önnur lönd. Hér­lendis er stétt­ar­fé­lags­þát­taka hlut­falls­lega sú hæsta í heim­in­um. Ann­ars staðar hefur hins vegar mark­visst verið grafið undan stétt­ar­fé­lög­um. En það voru nákvæm­lega aðgerðir eins og þessar sem grófu undan erlendum stétt­ar­fé­lögum og þetta gæti verið fyrsta skrefið til að útrýma sér­stöðu vinn­andi fólks á Íslandi.

Við höfum hingað til upp­lifað mikið frelsi til að skipu­leggja okkur og semja sem ein heild og maður trúði því að svo lengi sem sam­staða okkar væri nógu sterk, gætum við unnið stór­sigur í kjara­við­ræð­um.

En svo ger­ast þessir atburðir og það strekkt­ist á taumun­um. Allt í einu sér maður að þetta mikla frelsi sem maður hafði var í raun­inni ekki meira en þetta. Rétt eins og hundur í bandi getur haldið að hann sé frjáls svo lengi sem hann reynir ekki að fara í burtu: Um leið og FFÍ reynir á samn­ings­rétt­inn sinn og berst fyrir hags­munum sinna félaga - gegn hags­munum Icelandair - er togað í taum­inn og hund­ur­inn settur á sinn stað.

FFÍ skrif­aði undir þá skil­mála sem Icelandair setti þeim til að bjarga félag­inu. En til hvers er stétt­ar­fé­lag ef það ÞARF að sam­þykkja kröfur atvinnu­rek­enda?

Maður sér að þetta er bara leik­ur. Ár eftir ár eftir ár erum við í þessum elt­inga­leik við atvinnu­rek­end­ur. Í hverjum kjara­við­ræðum komum við að samn­ings­borð­inu og biðjum um aðeins meira. Eftir langar við­ræður er okkur sagt að það sé bara ekki hægt og við förum aftur heim með ein­hverja auka­lega brauð­mola sem þeir voru svo góðir að gefa okk­ur. Síðan ger­ist það að atvinnu­rek­andi vill skerða kjörin okk­ar. Við verðum djörf og ætlum að verja það sem við höfum unnið okkur inn. Við stígum fast í lapp­irnar og segjum „NEI“. Við höldum að allt gangi vel, þar til atvinnu­rek­and­inn stendur upp og hættir að spila leik­inn. Ef leik­ur­inn er honum ekki í hag þá hættir hann bara að spila. Við gef­umst þá upp því leik­ur­inn er allt sem við þekkj­um.

Verka­lýðs­fé­lög voru stofnuð sem mótafl gegn atvinnu­rek­endum og hefur þjónað því hlut­verki með því að sam­eina vinn­andi fólk undir einn hatt til að semja fyrir heild­ina. Lengi hefur til­vist stétt­ar­fé­laga snú­ist um þetta og þau verja til­vist sína til að geta haldið áfram að semja við atvinnu­rek­end­ur. 

Verka­lýðs­hreyf­ingin þarf hins­vegar að sjá að við getum ekki haldið áfram þessum elt­inga­leik um kjör sem rýrna jafn óðum og við semjum um þau. Við þurfum að gera okkur grein fyrir því að bar­áttan er hlaup í hamstra­hjóli á meðan hún snýst bara um kaup og kjör og ekki um völd. Ef við stundum hreina kjara­bar­áttu, þá eru öll þau kjör sem við vinnum okkur inn fengin með mis­kunn atvinnu­rek­enda.

Verka­lýðs­hreyf­ingin þarf að sjá að það er til heimur fyrir utan þennan eilífa elt­inga­leik og við getum líka hætt leiknum hvenær sem er.

Stétt­ar­fé­lög eiga ekki að skil­greina sig sem aðili sem semur við atvinnu­rek­endur fyrir hönd starfs­manna, heldur sem alhliða hags­muna­sam­tök vinn­andi fólks. Við eigum að láta okkur varða allt sem snertir hags­muni okkar félaga. 

Stétt­ar­fé­lög þurfa að berj­ast með hörku fyrir atvinnu­lýð­ræði, því sjaldan hefur verið jafn aug­ljóst hvað hags­munir vinn­andi fólks eru beint bundnir af ákvörð­unum atvinnu­rek­end­anna.

Stétt­ar­fé­lög þurfa að greiða leið­ina fyrir vinn­andi fólk til að stofna starfs­manna-­sam­vinnu­fé­lög: félög sem eru algjör­­lega í eigu starfs­­mann­anna sem þar vinna og lýð­ræð­is­­lega rek­in.

Á meðan við höldum áfram elt­inga­leiknum er end­an­lega valdið hjá atvinnu­rek­end­um. Það er kom­inn tími til að verka­lýðs­fé­lögin hætti að spila leik­inn.

Höf­undur er stjórn­ar­maður í VR.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kostnaður við rekstur þjóðkirkjunnar greiðist úr ríkissjóði þar sem kirkjan og ríki eru ekki aðskilin hérlendis.
Prestar ósáttir við tillögu um að hætta að rukka fyrir hjónavígslur, skírnir og útfarir
Lagt hefur verið til að hætt verði að rukka fyrir aukaverk presta. Það þyki fráhrindandi að prestur sem þjónar fólki á gleði- og sorgarstundum sendi viðkomandi síðan reikning. Einkum sé þetta „slæm birtingarmynd þegar um efnalítið fólk er að ræða.“
Kjarninn 18. október 2021
Á meðal íbúða sem Bjarg leigufélag, sem er óhagnaðardrifið, hefur byggt og leigir nú út eru íbúðir við Hallgerðargötu í Laugarneshverfi.
Þeir sem leigja af óhagnaðardrifnum leigufélögum mun ánægðari en aðrir
Uppbygging almennra íbúða í gegnum óhagnaðardrifin leigufélög hefur aukið verulega framboð á húsnæði fyrir fólk með lágar tekjur. Leigjendur í kerfinu eru mun ánægðari en aðrir leigjendur og telja sig búa við meira húsnæðisöryggi.
Kjarninn 18. október 2021
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Gagnrýnir skarpa hækkun sveiflujöfnunaraukans
Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir mikla hækkun á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja ekki vera í samræmi við eigið áhættumat Seðlabankans og úr takti við helstu samanburðarlönd.
Kjarninn 17. október 2021
Búinn að eyða 500 til 600 klukkustundum samhliða fullri dagvinnu í eldgosið
Ljósmyndabókin „Í návígi við eldgos“ inniheldur 100 tilkomumestu og skemmtilegustu myndirnar úr ferðum Daníels Páls Jónssonar að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann safnar nú fyrir útgáfu hennar.
Kjarninn 17. október 2021
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar