Þegar eltingaleikurinn endar

Stjórnarmaður í VR segir að stéttarfélög þurfi að berjast með hörku fyrir atvinnulýðræði, því sjaldan hagi verið jafn augljóst hvað hagsmunir vinnandi fólks séu beint bundnir af ákvörðunum atvinnurekendanna.

Auglýsing

Kjara­deilan milli Icelandair og Flug­freyju­fé­lags Íslands (FFÍ) fór vænt­an­lega ekki fram­hjá nein­um. Þetta voru nokkuð merki­legir atburðir sem gætu gjör­breytt verka­lýðs­bar­átt­unni á Íslandi. Maður heyrði sterkar skoð­anir frá báðum átt­um: að FFÍ þyrfti að verja sín rétt­indi; að FFÍ beri að fórna sínum kjörum til að bjarga Icelanda­ir. Fólk hneyksl­að­ist yfir því að VR skuli láta þetta sig varða, segj­andi að vegna þess að þetta eru ekki félagar VR þá komi þetta því ekk­ert við.

Við skulum rifja aðeins upp hvað gerð­ist. FFÍ hafn­aði kröfum Icelanda­ir, kröfum um að flug­freyjur þurfi að vinna meira til að fá sömu laun og hingað til. Icelandair svarar með því að slíta við­ræðum við FFÍ, segja upp öllum flug­freyjum og segj­ast ætla að semja við eitt­hvert annað stétt­ar­fé­lag.

Við það neyð­ist FFÍ til að sam­þykkja kröfur Icelandair til að bjarga stétt­ar­fé­lag­inu.

FFÍ var í raun hótað upp­sögnum þeirra félaga ef það myndi ekki skrifa und­ir. Til­vist félags­ins var bein­línis ógnað þar sem Icelandair hót­aði að semja við annað stétt­ar­fé­lag. Raunin er sú að það er ekk­ert annað stétt­ar­fé­lag til að semja við. Icelandair hefði því, beint eða óbeint, búið til nýtt gult stétt­ar­fé­lag sem yrði stofnað á for­sendum Icelanda­ir. Stétt­ar­fé­lag sem tekur það sem því er boðið án nokk­urra mót­mæla.

Þessi hegðun Icelandair er ólög­leg og ætti að kæra félagið fyrir hana, en hún dugði til að kné­setja FFÍ og fá flug­freyjur til að sam­þykkja kröf­urnar sem hafði verið hafnað áður.

Auglýsing
Það lagð­ist yfir mig þung til­finn­ing þegar þetta gerð­ist. Þetta var blanda af reiði og bug­un. Maður hugs­aði um hvernig þetta gæti gerst og hvað væri hægt að gera. Hingað til hefur maður litið svo á að vinn­andi fólk á Íslandi standi vel að vígi í kjara­bar­átt­unni. Við erum með lögvarin rétt­indi sem fyrri kyn­slóðir börð­ust fyrir af hörku. Til­vist stétt­ar­fé­laga og samn­ings­rétt­ar­ins eru skrifuð í lög og við sjáum útkomu þess þegar við berum okkur saman við önnur lönd. Hér­lendis er stétt­ar­fé­lags­þát­taka hlut­falls­lega sú hæsta í heim­in­um. Ann­ars staðar hefur hins vegar mark­visst verið grafið undan stétt­ar­fé­lög­um. En það voru nákvæm­lega aðgerðir eins og þessar sem grófu undan erlendum stétt­ar­fé­lögum og þetta gæti verið fyrsta skrefið til að útrýma sér­stöðu vinn­andi fólks á Íslandi.

Við höfum hingað til upp­lifað mikið frelsi til að skipu­leggja okkur og semja sem ein heild og maður trúði því að svo lengi sem sam­staða okkar væri nógu sterk, gætum við unnið stór­sigur í kjara­við­ræð­um.

En svo ger­ast þessir atburðir og það strekkt­ist á taumun­um. Allt í einu sér maður að þetta mikla frelsi sem maður hafði var í raun­inni ekki meira en þetta. Rétt eins og hundur í bandi getur haldið að hann sé frjáls svo lengi sem hann reynir ekki að fara í burtu: Um leið og FFÍ reynir á samn­ings­rétt­inn sinn og berst fyrir hags­munum sinna félaga - gegn hags­munum Icelandair - er togað í taum­inn og hund­ur­inn settur á sinn stað.

FFÍ skrif­aði undir þá skil­mála sem Icelandair setti þeim til að bjarga félag­inu. En til hvers er stétt­ar­fé­lag ef það ÞARF að sam­þykkja kröfur atvinnu­rek­enda?

Maður sér að þetta er bara leik­ur. Ár eftir ár eftir ár erum við í þessum elt­inga­leik við atvinnu­rek­end­ur. Í hverjum kjara­við­ræðum komum við að samn­ings­borð­inu og biðjum um aðeins meira. Eftir langar við­ræður er okkur sagt að það sé bara ekki hægt og við förum aftur heim með ein­hverja auka­lega brauð­mola sem þeir voru svo góðir að gefa okk­ur. Síðan ger­ist það að atvinnu­rek­andi vill skerða kjörin okk­ar. Við verðum djörf og ætlum að verja það sem við höfum unnið okkur inn. Við stígum fast í lapp­irnar og segjum „NEI“. Við höldum að allt gangi vel, þar til atvinnu­rek­and­inn stendur upp og hættir að spila leik­inn. Ef leik­ur­inn er honum ekki í hag þá hættir hann bara að spila. Við gef­umst þá upp því leik­ur­inn er allt sem við þekkj­um.

Verka­lýðs­fé­lög voru stofnuð sem mótafl gegn atvinnu­rek­endum og hefur þjónað því hlut­verki með því að sam­eina vinn­andi fólk undir einn hatt til að semja fyrir heild­ina. Lengi hefur til­vist stétt­ar­fé­laga snú­ist um þetta og þau verja til­vist sína til að geta haldið áfram að semja við atvinnu­rek­end­ur. 

Verka­lýðs­hreyf­ingin þarf hins­vegar að sjá að við getum ekki haldið áfram þessum elt­inga­leik um kjör sem rýrna jafn óðum og við semjum um þau. Við þurfum að gera okkur grein fyrir því að bar­áttan er hlaup í hamstra­hjóli á meðan hún snýst bara um kaup og kjör og ekki um völd. Ef við stundum hreina kjara­bar­áttu, þá eru öll þau kjör sem við vinnum okkur inn fengin með mis­kunn atvinnu­rek­enda.

Verka­lýðs­hreyf­ingin þarf að sjá að það er til heimur fyrir utan þennan eilífa elt­inga­leik og við getum líka hætt leiknum hvenær sem er.

Stétt­ar­fé­lög eiga ekki að skil­greina sig sem aðili sem semur við atvinnu­rek­endur fyrir hönd starfs­manna, heldur sem alhliða hags­muna­sam­tök vinn­andi fólks. Við eigum að láta okkur varða allt sem snertir hags­muni okkar félaga. 

Stétt­ar­fé­lög þurfa að berj­ast með hörku fyrir atvinnu­lýð­ræði, því sjaldan hefur verið jafn aug­ljóst hvað hags­munir vinn­andi fólks eru beint bundnir af ákvörð­unum atvinnu­rek­end­anna.

Stétt­ar­fé­lög þurfa að greiða leið­ina fyrir vinn­andi fólk til að stofna starfs­manna-­sam­vinnu­fé­lög: félög sem eru algjör­­lega í eigu starfs­­mann­anna sem þar vinna og lýð­ræð­is­­lega rek­in.

Á meðan við höldum áfram elt­inga­leiknum er end­an­lega valdið hjá atvinnu­rek­end­um. Það er kom­inn tími til að verka­lýðs­fé­lögin hætti að spila leik­inn.

Höf­undur er stjórn­ar­maður í VR.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar