Aðdráttaraflið minnkar

Jón Sigurðsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, telur að bjargráðasjóður Evrópusambandsins geti stuðlað að vexti í yfirbyggingu sambandsins. Og minnkað aðdráttarafl þess.

Auglýsing

Evr­ópu­sam­bandið (ESB) hefur sam­þykkt að stofna bjarg­ráða­sjóð til hjálpar illa stöddum aðild­ar­þjóð­um, alls 750 millj­ónir millj­óna evr­a.  

Miklar deilur urðu í for­ystu ESB um þessar til­lög­ur, en loks tókst mála­miðl­un. Þessar deilur eru mik­il­vægar og sýna að þarna er lýð­ræði og sumir sýna ábyrgð. ESB hefur sam­kvæmt aðal­sátt­mála tak­markað umboð á sviði heilsu­gæslu, en hefur með þessu hafið nýjan kafla á ferli sín­um.

Mála­miðl­unin um bjarg­ráða­sjóð­inn er öðrum þræði sigur fyrir þjóð­rík­in, beint og óbeint, and­spænis sam­eig­in­legum stofn­un­um. Við bæt­ist að fyrir skemmstu felldi dóm­stóll ESB þann dóm að aðild­ar­þjóð, í þessu atviki Írum, sé heim­ilt að fram­fylgja skatta­stefnu í and­stöðu við ESB.   

Nú var í raun sam­þykkt að þjóð­ríkin megi hunsa umbóta­til­lögur um skil­virkni og heið­ar­lega stjórn­sýslu. Þetta hafa sunn­an­þjóð­irn­ar, Ítal­ir, Grikkir, og Spán­verjar, gert árum saman þvert gegn ítrek­uðum til­mæl­um. Með þessu eru stjórn­mála­menn bein­línis verð­laun­aðir fyrir ábyrgð­ar­leysi.

Auglýsing
Nú var í raun sam­þykkt að þjóð­ríkin megi van­virða mann­rétt­indi og grunn­reglur rétt­ar­rík­is­ins. Þetta gera Ung­verjar og Pól­verjar þvert gegn und­ir­rit­uðum vilja­yf­ir­lýs­ing­um.

Nú var í raun sam­þykkt að þjóð­ríki megi bein­línis vinna gegn sam­eig­in­legri stefnu. Þetta gera Ítalir og Ung­verjar í mál­efnum flótta­manna.

Sam­þykkt var að efna til sam­eig­in­legrar útgáfu skulda­bréfa til að fjár­magna bjarg­ráða­sjóð­inn. Hér verða tíma­mót í sögu ESB, myndun sam­eig­in­legra skulda. Þetta er ískyggi­legt for­dæmi. Nú má vænta sams konar ákvarð­ana í ýmsum mála­flokkum og sam­svar­andi útþenslu Brüs­sel­valds­ins. Þetta for­dæmi verður líka gripið til að auka veldi og umsvif Seðla­banka ESB. 

Norð­an­þjóð­irnar sem reyndu að spyrna við fótum verða auð­vitað látnar borga brús­ann eins og jafnan áður. Þetta er reynsla ESB sem nú er orðin við­ur­kennd regla. En þetta vekur gremju og and­stöðu, getur valdið klofn­ingi í ESB og jafn­vel úrsögnum þjóða.

Enn eiga þjóð­þing aðild­ar­ríkj­anna eftir að stað­festa nið­ur­stöð­una. Og framundan er flókin vinna við úthlut­un­ar­regl­ur, stjórn­sýslu, eft­ir­lit og umsjón. En tónn­inn hefur verið sleg­inn.

Staða þjóð­ríkj­anna styrk­ist a.m.k. öðrum þræði, og það er vita­skuld mik­il­vægt. Ekki skal gert lítið úr þessu, þótt óvíst sé um fram­hald­ið. En varla fer á milli mála að þessi mála­miðlun veldur líka vexti í yfir­bygg­ingu ESB. Stofn­ana­báknið og eyðslu­kvörnin þenj­ast út. Öll þessi atburða­rás getur fælt frá ESB. Aðdrátt­ar­afl ESB gæti snar­minnk­að.   

Höf. er fyrr­ver­andi skóla­stjóri.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Aksturskostnaður Ásmundar Friðrikssonar 34 milljónir frá því að hann settist á þing
Kostnaður almennings vegna aksturs þingmanna jókst um ellefu prósent milli ára. Fjórir af þeim fimm þingmönnum sem keyra mest eru í Sjálfstæðisflokknum og fá yfir 30 prósent allra endurgreiðslna vegna aksturs.
Kjarninn 26. janúar 2022
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.
Tímabært að „henda grímunni“
Í dag kemur í ljós hvort dönsk stjórnvöld fallist á tillögu farsóttarnefndar um að aflétta nær öllum takmörkunum í landinu á næstu dögum. „Tímabært“ segja margir sérfræðingar en einhverjir eru þó skeptískir á tímasetningu.
Kjarninn 26. janúar 2022
Íslandsbanki býst við að verðhækkanirnar á húsnæðismarkaðnum róist á árinu.
Spá fjögurra prósenta stýrivöxtum eftir tvö ár
Í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka er gert ráð fyrir að stýrivextir verði 3,25 prósent á árinu. Í ársbyrjun 2024 verði vextirnir svo komnir í fjögur prósent, sem bankinn telur vera nálægt jafnvægisgildi þeirra.
Kjarninn 26. janúar 2022
SÁÁ fordæmir vændiskaup fyrrum formanns og ætlar að ráðast í gagngera skoðun
SÁÁ ætlar að gera nauðsynlegar umbætur á starfi sínu og kappkosta að tryggja öryggi skjólstæðinga sinna sem margir eru í viðkvæmri stöðu. „Umfram allt stöndum við með þolendum.“
Kjarninn 25. janúar 2022
Svandís Svavarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Segir þá samþjöppun sem átt hefur sér stað í sjávarútvegi ekki sanngjarna
Sjávar- og landbúnaðarráðherra og formaður Viðreisnar tókust á um sjávarútvegsmál á þingi í dag.
Kjarninn 25. janúar 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra tóku við félagshagfræðilegri greiningu um Sundabraut í gær.
Sundabraut samfélagslega hagkvæm, fækkar eknum kílómetrum en fjölgar bílferðum
Ábatinn af lagningu Sundabrautar fyrir samfélagið gæti numið allt að 236 milljörðum króna, samkvæmt greiningu Mannvits og COWI. Eknum kílómetrum gæti fækkað um rúmlega 140 þúsund á dag, en daglegum bílferðum gæti að sama skapi fjölgað um þúsundir.
Kjarninn 25. janúar 2022
Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata.
„Það er lygi hjá Útlendingastofnun“
Miklar umræður sköpuðust á þingi í dag um fyrirkomulag er varðar afgreiðslu umsókna um ríkisborgararétt.
Kjarninn 25. janúar 2022
Lilja Alfreðsdóttir er ráðherra menningarmála.
Ríkisstjórnin setur 450 milljónir króna í aðgerðir fyrir tónlist og sviðslistir
Viðbótarlistamannalaun verða að stóru leyti eyrnamerkt tónlistar- og sviðslistarfólki undir 35 ára aldri og fjármunir verða settir í að styðja við ýmis konar viðburðarhald til að mæta miklum samdrætti í tekjum í kórónuveirufaraldrinum.
Kjarninn 25. janúar 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar