Aðdráttaraflið minnkar

Jón Sigurðsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, telur að bjargráðasjóður Evrópusambandsins geti stuðlað að vexti í yfirbyggingu sambandsins. Og minnkað aðdráttarafl þess.

Auglýsing

Evr­ópu­sam­bandið (ESB) hefur sam­þykkt að stofna bjarg­ráða­sjóð til hjálpar illa stöddum aðild­ar­þjóð­um, alls 750 millj­ónir millj­óna evr­a.  

Miklar deilur urðu í for­ystu ESB um þessar til­lög­ur, en loks tókst mála­miðl­un. Þessar deilur eru mik­il­vægar og sýna að þarna er lýð­ræði og sumir sýna ábyrgð. ESB hefur sam­kvæmt aðal­sátt­mála tak­markað umboð á sviði heilsu­gæslu, en hefur með þessu hafið nýjan kafla á ferli sín­um.

Mála­miðl­unin um bjarg­ráða­sjóð­inn er öðrum þræði sigur fyrir þjóð­rík­in, beint og óbeint, and­spænis sam­eig­in­legum stofn­un­um. Við bæt­ist að fyrir skemmstu felldi dóm­stóll ESB þann dóm að aðild­ar­þjóð, í þessu atviki Írum, sé heim­ilt að fram­fylgja skatta­stefnu í and­stöðu við ESB.   

Nú var í raun sam­þykkt að þjóð­ríkin megi hunsa umbóta­til­lögur um skil­virkni og heið­ar­lega stjórn­sýslu. Þetta hafa sunn­an­þjóð­irn­ar, Ítal­ir, Grikkir, og Spán­verjar, gert árum saman þvert gegn ítrek­uðum til­mæl­um. Með þessu eru stjórn­mála­menn bein­línis verð­laun­aðir fyrir ábyrgð­ar­leysi.

Auglýsing
Nú var í raun sam­þykkt að þjóð­ríkin megi van­virða mann­rétt­indi og grunn­reglur rétt­ar­rík­is­ins. Þetta gera Ung­verjar og Pól­verjar þvert gegn und­ir­rit­uðum vilja­yf­ir­lýs­ing­um.

Nú var í raun sam­þykkt að þjóð­ríki megi bein­línis vinna gegn sam­eig­in­legri stefnu. Þetta gera Ítalir og Ung­verjar í mál­efnum flótta­manna.

Sam­þykkt var að efna til sam­eig­in­legrar útgáfu skulda­bréfa til að fjár­magna bjarg­ráða­sjóð­inn. Hér verða tíma­mót í sögu ESB, myndun sam­eig­in­legra skulda. Þetta er ískyggi­legt for­dæmi. Nú má vænta sams konar ákvarð­ana í ýmsum mála­flokkum og sam­svar­andi útþenslu Brüs­sel­valds­ins. Þetta for­dæmi verður líka gripið til að auka veldi og umsvif Seðla­banka ESB. 

Norð­an­þjóð­irnar sem reyndu að spyrna við fótum verða auð­vitað látnar borga brús­ann eins og jafnan áður. Þetta er reynsla ESB sem nú er orðin við­ur­kennd regla. En þetta vekur gremju og and­stöðu, getur valdið klofn­ingi í ESB og jafn­vel úrsögnum þjóða.

Enn eiga þjóð­þing aðild­ar­ríkj­anna eftir að stað­festa nið­ur­stöð­una. Og framundan er flókin vinna við úthlut­un­ar­regl­ur, stjórn­sýslu, eft­ir­lit og umsjón. En tónn­inn hefur verið sleg­inn.

Staða þjóð­ríkj­anna styrk­ist a.m.k. öðrum þræði, og það er vita­skuld mik­il­vægt. Ekki skal gert lítið úr þessu, þótt óvíst sé um fram­hald­ið. En varla fer á milli mála að þessi mála­miðlun veldur líka vexti í yfir­bygg­ingu ESB. Stofn­ana­báknið og eyðslu­kvörnin þenj­ast út. Öll þessi atburða­rás getur fælt frá ESB. Aðdrátt­ar­afl ESB gæti snar­minnk­að.   

Höf. er fyrr­ver­andi skóla­stjóri.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hópuppsögn hjá Icelandair Group
Icelandair Group, sem sótti sér 23 milljarða króna í nýtt hlutafé fyrr í mánuðinum, hefur sagt upp 88 manns.
Kjarninn 29. september 2020
Búast má við mikilli innspýtingu í opinberum fjárfestingum, samkvæmt Íslandsbanka
Mikill samdráttur í ár en hraður viðsnúningur
Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir töluvert meiri samdrætti en Seðlabankinn gerir ráð fyrir í ár. Hins vegar er búist við „skarpri viðspyrnu“ á næsta og þarnæsta ári.
Kjarninn 29. september 2020
PAR á nú innan við tvö prósent í Icelandair
Bandarískur fjárfestingasjóður sem keypti stóran hlut í Icelandair í vor og varð að stærsta einkafjárfesti félagsins er ekki lengur með stærstu eigendum þess.
Kjarninn 29. september 2020
Bjarni Már Magnússon
Basic að birta
Kjarninn 29. september 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Samtök atvinnulífsins segja ekki upp kjarasamningum
Eftir að stjórnvöld kynntu 25 milljarða króna aðgerðarpakka í morgun ákvað framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins að atkvæðagreiðsla um Lífskjarasamninginn myndi ekki fara fram. Kjarasamningar gilda því áfram.
Kjarninn 29. september 2020
Vísindamennirnir telja að enn eigi töluverður fjöldi eftir að greinast með COVID-19 í þessari bylgju faraldursins.
Um 300 til 1.100 gætu smitast á næstu þremur vikum
Í þriðju bylgju faraldurs COVID-19, sem hófst 11. september, hafa 506 greinst með sjúkdóminn. Vísindamenn við Háskóla Íslands spá því að næstu daga haldi áfram að greinast 20-40 ný smit á dag.
Kjarninn 29. september 2020
Rúmlega þrjátíu Íslendingar hafa greinst með veiruna í landamæraskimun
Af þeim 119 sem greindust með COVID-19 í landamæraskimun frá 15. júní til 18. september voru 32 með íslenskt ríkisfang, 23 frá Póllandi og 13 frá Rúmeníu og færri frá 23 ríkjum til viðbótar.
Kjarninn 29. september 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
ASÍ mótmælir lækkun á tryggingagjaldi – Efling segir opinberu fé ausið til efnafólks
ASÍ mótmælir fyrirhugaðri lækkun á tryggingagjaldi og segir að það sé „nánast eini skatturinn sem fyrirtæki greiða“. Sambandið vill að ríkisstjórnin gefi vilyrði um hækkun atvinnuleysisbóta samhliða því að nýjum aðgerðarpakka verði hrint í framkvæmd.
Kjarninn 29. september 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar