Hvers vegna gerir ríkið ekki meira?

Prófessor segir að engin ástæða sé til að bíða með öflugri mótvægisaðgerðir ríkisins gegn kreppunni.

Auglýsing

Ein af afleiðingum Kóvid-kreppunnar er sú að skuldastaða ríkja versnar. Þar sem verst hefur gengið að halda veirunni í skefjum þar munu skuldir aukast mest. 

Til dæmis telur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn að skuldir bandaríska ríkisins hækki um meira en 20% af landsframleiðslu, úr 109% í fyrra upp í um 131% í lok yfirstandandi árs.

Óvenju létt skuldastaða íslenska ríkisins

Til samanburðar telur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn að skuldir íslenska ríkisins aukist einungis úr um 35% í um 41%, eða rétt um 6 %-stig. Staða Íslands er þannig öll önnur og betri en staða Bandaríkjanna, sem hafa haldið illa á málum í baráttunni við veiruna. Raunar stöndum við óvenju vel miðað við önnur vestræn hagsældarríki.

Myndin hér að neðan sýnir samanburð á þróun skuldastöðu íslenska ríkisins við meðaltöl helstu hópa ríkja: hagsældarríkin; nýmarkaðsríkin og lágtekjuríki þróunarlandanna. Gögnin koma frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og eru samræmd. Þau ná aðeins til ríkisskulda en ekki til sveitarfélaga. Skuldir eru sýndar sem hlutfall af landsframleiðslu.Mynd 1.

Ríkisskuldir Íslands höfðu verið á niðurleið áratuginn fram að fjármálahruninu 2008. Við hrunið og á fyrstu árunum eftir það stórjukust skuldir ríkisins, einkum vegna mikils kostnaðar við endurreisn seðlabankans og viðskiptabanka, vegna tekjufalls og vegna aukinna útgjalda til atvinnuleysisbóta. Á uppsveiflunni eftir 2011 lækkuðu skuldirnar svo aftur stórlega og voru með því lægsta sem sást í hópi hagsældarríkjanna áður en Kóvid-kreppan skall á. 

Á myndinni má svo sjá hvernig aukning ríkisskulda vegna Kóvid-kreppunnar (2019-2021) er lítil hér á landi í samanburði við það sem almennt tíðkast í hagsældarríkjunum (efsta línan á myndinni), sem almennt eru á miklu hærra skuldastigi en við.

Auglýsing
Þetta þýðir að Ísland er með ríkisfjármál í góðri stöðu sem skapar óvenju góða möguleika á að milda áhrif efnahagskreppunnar stórlega, sem og að byggja upp á skynsamlegum nótum. Lærdómur af fyrri kreppum sögunnar er sá, að ríkisvaldið þarf að vera í lykilhlutverki ef vel á til að takast.

Ríkisvaldið brást vissulega við með mótvægisaðgerðum 21. mars. Stærð aðgerðanna var þá metin á 230 milljarða, en minnihluti þess voru bein útgjöld ríkisins. Sumt var frestun á skattgreiðslum, annað úttektir almennings á séreignasparnaði (sem jók skatttekjur ríkisins). Fleiri aðgerðir bættust síðar við. 

Á heildina litið er útgjaldabyrði og tekjutap íslenska ríkisins þó hóflegt að umfangi samanborið við önnur vestræn hagsældarríki, eins og sést af hóflegri aukningu ríkisskuldanna hér á landi.

Ríkið hefur það þess vegna í hendi sér að taka fastar á og milda áhrif kreppunnar enn betur.

Það sem gera þarf í kreppunni

Með vaxandi atvinnuleysi í vetur er brýnast að grípa til eftirfarandi aðgerða:

Bæta tryggingarvernd atvinnuleysisbótanna, með hækkun grunnbóta og lengingu tímabils á tekjutengdum bótum úr 3 í 6 mánuði (sjá hér). Þetta þarf til að létta byrðar helstu fórnarlamba kreppunnar og styðja við eftirspurn og einkaneyslu í hagkerfinu (sem er gott fyrir atvinnustigið).

- Efla hvers konar stuðnings- og virkniúrræði við atvinnulausa (sem kostar lítið).

- Skapa ný störf:

  • Með aukinni nýsköpun 
  • Með mikilli fjölgun starfa við umönnun 
  • Með auknum innviða- og viðhaldsframkvæmdum 
  • Með auknum aðgerðum til orkuskipta
  • Með aukinni grænni starfsemi við sjálfbæra matvælaframleiðslu 

Þetta eru einungis dæmi (sjá nánar í bæklingi ASÍ „Rétta leiðin – Frá kreppu til lífsgæða”).

Ferðaþjónustan óx of hratt á síðustu árum og var vart sjálfbær, enda stólaði hún á skattfríðindi, erlent skammtímavinnuafl í láglaunastörfum og ofnotkun á náttúrugæðunum. Það er því hæpið að hægt sé að halda öllum fyrirtækjum greinarinnar á lífi í gegnum veturinn með beinum ríkisstuðningi, umfram það sem þegar er orðið. 

Þess vegna þarf nýjar áherslur í atvinnustefnu. Þeim mun fastar sem ríkið tekur á örvunaragerðum þeim mun minni verða afleiðingar Kóvid-kreppunnar fyrir þjóðina.

Skuldirnar greiðist niður á löngum tíma 

Hin góða fjárhagsstaða ríkisins þýðir einnig að jafnvel þó fastar sé tekið í efnahags- og velferðarárarnar þá verður skuldastaða ríkisins ekki stórt vandamál, eins og t.d. varð eftir hrunið 2008. 

Það þýðir líka að skuldir ríkisins mun ekki þurfa að greiða niður með neinu offorsi, eins og sumir talsmenn Sjálfstæðisflokksins og atvinnurekenda hafa þó krafist undanfarið. Við eigum einfaldlega að láta hagvöxtinn létta byrðarnar af skuldunum á löngum tíma og allar beinar niðurgreiðslur skulda eiga að koma í hægum skrefum af afgangi á uppsveiflutíma. 

Engin þörf er á skattahækkunum eða launalækkunum vegna Kóvid-kreppunnar. Það er raunveruleikinn á Íslandi í dag – og fyrir það má þakka.

En það þýðir líka að engin ástæða er til að bíða með öflugri mótvægisaðgerðir ríkisins gegn kreppunni, meðal annars í anda þeirra sem að ofan eru nefndar.

Hvers vegna ekki að nýta góða stöðu okkar til fulls?

Höfundur er prófessor við HÍ og sérfræðingur í hlutastarfi hjá Eflingu-stéttarfélagi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Þögnin rofin á ný
Hundruð íslenskra kvenna hafa í vikunni stigið fram opinberlega með sínar erfiðustu minningar, í kjölfar þess að stuðningsbylgja reis upp með þjóðþekktum manni sem tvær konur segja að brotið hafi á sér. Lærði samfélagið lítið af fyrri #metoo-bylgjunni?
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar