Hvers vegna gerir ríkið ekki meira?

Prófessor segir að engin ástæða sé til að bíða með öflugri mótvægisaðgerðir ríkisins gegn kreppunni.

Auglýsing

Ein af afleið­ingum Kóvid-krepp­unnar er sú að skulda­staða ríkja versn­ar. Þar sem verst hefur gengið að halda veirunni í skefjum þar munu skuldir aukast mest. 

Til dæmis telur Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn að skuldir banda­ríska rík­is­ins hækki um meira en 20% af lands­fram­leiðslu, úr 109% í fyrra upp í um 131% í lok yfir­stand­andi árs.

Óvenju létt skulda­staða íslenska rík­is­ins

Til sam­an­burðar telur Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn að skuldir íslenska rík­is­ins auk­ist ein­ungis úr um 35% í um 41%, eða rétt um 6 %-stig. Staða Íslands er þannig öll önnur og betri en staða Banda­ríkj­anna, sem hafa haldið illa á málum í bar­átt­unni við veiruna. Raunar stöndum við óvenju vel miðað við önnur vest­ræn hag­sæld­ar­ríki.

Myndin hér að neðan sýnir sam­an­burð á þróun skulda­stöðu íslenska rík­is­ins við með­al­töl helstu hópa ríkja: hag­sæld­ar­rík­in; nýmark­aðs­ríkin og lág­tekju­ríki þró­un­ar­land­anna. Gögnin koma frá Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðnum og eru sam­ræmd. Þau ná aðeins til rík­is­skulda en ekki til sveit­ar­fé­laga. Skuldir eru sýndar sem hlut­fall af lands­fram­leiðslu.Mynd 1.

Rík­is­skuldir Íslands höfðu verið á nið­ur­leið ára­tug­inn fram að fjár­mála­hrun­inu 2008. Við hrunið og á fyrstu árunum eftir það stórjuk­ust skuldir rík­is­ins, einkum vegna mik­ils kostn­aðar við end­ur­reisn seðla­bank­ans og við­skipta­banka, vegna tekju­falls og vegna auk­inna útgjalda til atvinnu­leys­is­bóta. Á upp­sveifl­unni eftir 2011 lækk­uðu skuld­irnar svo aftur stór­lega og voru með því lægsta sem sást í hópi hag­sæld­ar­ríkj­anna áður en Kóvid-kreppan skall á. 

Á mynd­inni má svo sjá hvernig aukn­ing rík­is­skulda vegna Kóvid-krepp­unnar (2019-2021) er lítil hér á landi í sam­an­burði við það sem almennt tíðkast í hag­sæld­ar­ríkj­unum (efsta línan á mynd­inn­i), sem almennt eru á miklu hærra skulda­stigi en við.

Auglýsing
Þetta þýðir að Ísland er með rík­is­fjár­mál í góðri stöðu sem skapar óvenju góða mögu­leika á að milda áhrif efna­hag­skrepp­unnar stór­lega, sem og að byggja upp á skyn­sam­legum nót­um. Lær­dómur af fyrri kreppum sög­unnar er sá, að rík­is­valdið þarf að vera í lyk­il­hlut­verki ef vel á til að takast.

Rík­is­valdið brást vissu­lega við með mót­væg­is­að­gerðum 21. mars. Stærð aðgerð­anna var þá metin á 230 millj­arða, en minni­hluti þess voru bein útgjöld rík­is­ins. Sumt var frestun á skatt­greiðsl­um, annað úttektir almenn­ings á sér­eigna­sparn­aði (sem jók skatt­tekjur rík­is­ins). Fleiri aðgerðir bætt­ust síðar við. 

Á heild­ina litið er útgjalda­byrði og tekju­tap íslenska rík­is­ins þó hóf­legt að umfangi sam­an­borið við önnur vest­ræn hag­sæld­ar­ríki, eins og sést af hóf­legri aukn­ingu rík­is­skuld­anna hér á landi.

Ríkið hefur það þess vegna í hendi sér að taka fastar á og milda áhrif krepp­unnar enn bet­ur.

Það sem gera þarf í krepp­unni

Með vax­andi atvinnu­leysi í vetur er brýn­ast að grípa til eft­ir­far­andi aðgerða:

Bæta trygg­ing­ar­vernd atvinnu­leys­is­bót­anna, með hækkun grunn­bóta og leng­ingu tíma­bils á tekju­tengdum bótum úr 3 í 6 mán­uði (sjá hér). Þetta þarf til að létta byrðar helstu fórn­ar­lamba krepp­unnar og styðja við eft­ir­spurn og einka­neyslu í hag­kerf­inu (sem er gott fyrir atvinnustig­ið).

- Efla hvers konar stuðn­ings- og virkni­úr­ræði við atvinnu­lausa (sem kostar lít­ið).

- Skapa ný störf:

  • Með auk­inni nýsköp­un 

  • Með mik­illi fjölgun starfa við umönn­un 

  • Með auknum inn­viða- og við­halds­fram­kvæmd­um 

  • Með auknum aðgerðum til orku­skipta

  • Með auk­inni grænni starf­semi við sjálf­bæra mat­væla­fram­leiðslu 

Þetta eru ein­ungis dæmi (sjá nánar í bæk­lingi ASÍ „Rétta leiðin – Frá kreppu til lífs­gæða”).

Ferða­þjón­ustan óx of hratt á síð­ustu árum og var vart sjálf­bær, enda stólaði hún á skatt­fríð­indi, erlent skamm­tíma­vinnu­afl í lág­launa­störfum og ofnotkun á nátt­úru­gæð­un­um. Það er því hæpið að hægt sé að halda öllum fyr­ir­tækjum grein­ar­innar á lífi í gegnum vet­ur­inn með beinum rík­is­stuðn­ingi, umfram það sem þegar er orð­ið. 

Þess vegna þarf nýjar áherslur í atvinnu­stefnu. Þeim mun fastar sem ríkið tekur á örv­un­ara­gerðum þeim mun minni verða afleið­ingar Kóvid-krepp­unnar fyrir þjóð­ina.

Skuld­irnar greið­ist niður á löngum tíma 

Hin góða fjár­hags­staða rík­is­ins þýðir einnig að jafn­vel þó fastar sé tekið í efna­hags- og vel­ferð­ar­ár­arnar þá verður skulda­staða rík­is­ins ekki stórt vanda­mál, eins og t.d. varð eftir hrunið 2008. 

Það þýðir líka að skuldir rík­is­ins mun ekki þurfa að greiða niður með neinu offorsi, eins og sumir tals­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins og atvinnu­rek­enda hafa þó kraf­ist und­an­far­ið. Við eigum ein­fald­lega að láta hag­vöxt­inn létta byrð­arnar af skuld­unum á löngum tíma og allar beinar nið­ur­greiðslur skulda eiga að koma í hægum skrefum af afgangi á upp­sveiflu­tíma. 

Engin þörf er á skatta­hækk­unum eða launa­lækk­unum vegna Kóvid-krepp­unn­ar. Það er raun­veru­leik­inn á Íslandi í dag – og fyrir það má þakka.

En það þýðir líka að engin ástæða er til að bíða með öfl­ugri mót­væg­is­að­gerðir rík­is­ins gegn krepp­unni, meðal ann­ars í anda þeirra sem að ofan eru nefnd­ar.

Hvers vegna ekki að nýta góða stöðu okkar til fulls?

Höf­undur er pró­fessor við HÍ og sér­fræð­ingur í hluta­starfi hjá Efl­ing­u-­stétt­ar­fé­lagi.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hópuppsögn hjá Icelandair Group
Icelandair Group, sem sótti sér 23 milljarða króna í nýtt hlutafé fyrr í mánuðinum, hefur sagt upp 88 manns.
Kjarninn 29. september 2020
Búast má við mikilli innspýtingu í opinberum fjárfestingum, samkvæmt Íslandsbanka
Mikill samdráttur í ár en hraður viðsnúningur
Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir töluvert meiri samdrætti en Seðlabankinn gerir ráð fyrir í ár. Hins vegar er búist við „skarpri viðspyrnu“ á næsta og þarnæsta ári.
Kjarninn 29. september 2020
PAR á nú innan við tvö prósent í Icelandair
Bandarískur fjárfestingasjóður sem keypti stóran hlut í Icelandair í vor og varð að stærsta einkafjárfesti félagsins er ekki lengur með stærstu eigendum þess.
Kjarninn 29. september 2020
Bjarni Már Magnússon
Basic að birta
Kjarninn 29. september 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Samtök atvinnulífsins segja ekki upp kjarasamningum
Eftir að stjórnvöld kynntu 25 milljarða króna aðgerðarpakka í morgun ákvað framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins að atkvæðagreiðsla um Lífskjarasamninginn myndi ekki fara fram. Kjarasamningar gilda því áfram.
Kjarninn 29. september 2020
Vísindamennirnir telja að enn eigi töluverður fjöldi eftir að greinast með COVID-19 í þessari bylgju faraldursins.
Um 300 til 1.100 gætu smitast á næstu þremur vikum
Í þriðju bylgju faraldurs COVID-19, sem hófst 11. september, hafa 506 greinst með sjúkdóminn. Vísindamenn við Háskóla Íslands spá því að næstu daga haldi áfram að greinast 20-40 ný smit á dag.
Kjarninn 29. september 2020
Rúmlega þrjátíu Íslendingar hafa greinst með veiruna í landamæraskimun
Af þeim 119 sem greindust með COVID-19 í landamæraskimun frá 15. júní til 18. september voru 32 með íslenskt ríkisfang, 23 frá Póllandi og 13 frá Rúmeníu og færri frá 23 ríkjum til viðbótar.
Kjarninn 29. september 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
ASÍ mótmælir lækkun á tryggingagjaldi – Efling segir opinberu fé ausið til efnafólks
ASÍ mótmælir fyrirhugaðri lækkun á tryggingagjaldi og segir að það sé „nánast eini skatturinn sem fyrirtæki greiða“. Sambandið vill að ríkisstjórnin gefi vilyrði um hækkun atvinnuleysisbóta samhliða því að nýjum aðgerðarpakka verði hrint í framkvæmd.
Kjarninn 29. september 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar