Hvers vegna gerir ríkið ekki meira?

Prófessor segir að engin ástæða sé til að bíða með öflugri mótvægisaðgerðir ríkisins gegn kreppunni.

Auglýsing

Ein af afleið­ingum Kóvid-krepp­unnar er sú að skulda­staða ríkja versn­ar. Þar sem verst hefur gengið að halda veirunni í skefjum þar munu skuldir aukast mest. 

Til dæmis telur Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn að skuldir banda­ríska rík­is­ins hækki um meira en 20% af lands­fram­leiðslu, úr 109% í fyrra upp í um 131% í lok yfir­stand­andi árs.

Óvenju létt skulda­staða íslenska rík­is­ins

Til sam­an­burðar telur Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn að skuldir íslenska rík­is­ins auk­ist ein­ungis úr um 35% í um 41%, eða rétt um 6 %-stig. Staða Íslands er þannig öll önnur og betri en staða Banda­ríkj­anna, sem hafa haldið illa á málum í bar­átt­unni við veiruna. Raunar stöndum við óvenju vel miðað við önnur vest­ræn hag­sæld­ar­ríki.

Myndin hér að neðan sýnir sam­an­burð á þróun skulda­stöðu íslenska rík­is­ins við með­al­töl helstu hópa ríkja: hag­sæld­ar­rík­in; nýmark­aðs­ríkin og lág­tekju­ríki þró­un­ar­land­anna. Gögnin koma frá Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðnum og eru sam­ræmd. Þau ná aðeins til rík­is­skulda en ekki til sveit­ar­fé­laga. Skuldir eru sýndar sem hlut­fall af lands­fram­leiðslu.Mynd 1.

Rík­is­skuldir Íslands höfðu verið á nið­ur­leið ára­tug­inn fram að fjár­mála­hrun­inu 2008. Við hrunið og á fyrstu árunum eftir það stórjuk­ust skuldir rík­is­ins, einkum vegna mik­ils kostn­aðar við end­ur­reisn seðla­bank­ans og við­skipta­banka, vegna tekju­falls og vegna auk­inna útgjalda til atvinnu­leys­is­bóta. Á upp­sveifl­unni eftir 2011 lækk­uðu skuld­irnar svo aftur stór­lega og voru með því lægsta sem sást í hópi hag­sæld­ar­ríkj­anna áður en Kóvid-kreppan skall á. 

Á mynd­inni má svo sjá hvernig aukn­ing rík­is­skulda vegna Kóvid-krepp­unnar (2019-2021) er lítil hér á landi í sam­an­burði við það sem almennt tíðkast í hag­sæld­ar­ríkj­unum (efsta línan á mynd­inn­i), sem almennt eru á miklu hærra skulda­stigi en við.

Auglýsing
Þetta þýðir að Ísland er með rík­is­fjár­mál í góðri stöðu sem skapar óvenju góða mögu­leika á að milda áhrif efna­hag­skrepp­unnar stór­lega, sem og að byggja upp á skyn­sam­legum nót­um. Lær­dómur af fyrri kreppum sög­unnar er sá, að rík­is­valdið þarf að vera í lyk­il­hlut­verki ef vel á til að takast.

Rík­is­valdið brást vissu­lega við með mót­væg­is­að­gerðum 21. mars. Stærð aðgerð­anna var þá metin á 230 millj­arða, en minni­hluti þess voru bein útgjöld rík­is­ins. Sumt var frestun á skatt­greiðsl­um, annað úttektir almenn­ings á sér­eigna­sparn­aði (sem jók skatt­tekjur rík­is­ins). Fleiri aðgerðir bætt­ust síðar við. 

Á heild­ina litið er útgjalda­byrði og tekju­tap íslenska rík­is­ins þó hóf­legt að umfangi sam­an­borið við önnur vest­ræn hag­sæld­ar­ríki, eins og sést af hóf­legri aukn­ingu rík­is­skuld­anna hér á landi.

Ríkið hefur það þess vegna í hendi sér að taka fastar á og milda áhrif krepp­unnar enn bet­ur.

Það sem gera þarf í krepp­unni

Með vax­andi atvinnu­leysi í vetur er brýn­ast að grípa til eft­ir­far­andi aðgerða:

Bæta trygg­ing­ar­vernd atvinnu­leys­is­bót­anna, með hækkun grunn­bóta og leng­ingu tíma­bils á tekju­tengdum bótum úr 3 í 6 mán­uði (sjá hér). Þetta þarf til að létta byrðar helstu fórn­ar­lamba krepp­unnar og styðja við eft­ir­spurn og einka­neyslu í hag­kerf­inu (sem er gott fyrir atvinnustig­ið).

- Efla hvers konar stuðn­ings- og virkni­úr­ræði við atvinnu­lausa (sem kostar lít­ið).

- Skapa ný störf:

  • Með auk­inni nýsköp­un 

  • Með mik­illi fjölgun starfa við umönn­un 

  • Með auknum inn­viða- og við­halds­fram­kvæmd­um 

  • Með auknum aðgerðum til orku­skipta

  • Með auk­inni grænni starf­semi við sjálf­bæra mat­væla­fram­leiðslu 

Þetta eru ein­ungis dæmi (sjá nánar í bæk­lingi ASÍ „Rétta leiðin – Frá kreppu til lífs­gæða”).

Ferða­þjón­ustan óx of hratt á síð­ustu árum og var vart sjálf­bær, enda stólaði hún á skatt­fríð­indi, erlent skamm­tíma­vinnu­afl í lág­launa­störfum og ofnotkun á nátt­úru­gæð­un­um. Það er því hæpið að hægt sé að halda öllum fyr­ir­tækjum grein­ar­innar á lífi í gegnum vet­ur­inn með beinum rík­is­stuðn­ingi, umfram það sem þegar er orð­ið. 

Þess vegna þarf nýjar áherslur í atvinnu­stefnu. Þeim mun fastar sem ríkið tekur á örv­un­ara­gerðum þeim mun minni verða afleið­ingar Kóvid-krepp­unnar fyrir þjóð­ina.

Skuld­irnar greið­ist niður á löngum tíma 

Hin góða fjár­hags­staða rík­is­ins þýðir einnig að jafn­vel þó fastar sé tekið í efna­hags- og vel­ferð­ar­ár­arnar þá verður skulda­staða rík­is­ins ekki stórt vanda­mál, eins og t.d. varð eftir hrunið 2008. 

Það þýðir líka að skuldir rík­is­ins mun ekki þurfa að greiða niður með neinu offorsi, eins og sumir tals­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins og atvinnu­rek­enda hafa þó kraf­ist und­an­far­ið. Við eigum ein­fald­lega að láta hag­vöxt­inn létta byrð­arnar af skuld­unum á löngum tíma og allar beinar nið­ur­greiðslur skulda eiga að koma í hægum skrefum af afgangi á upp­sveiflu­tíma. 

Engin þörf er á skatta­hækk­unum eða launa­lækk­unum vegna Kóvid-krepp­unn­ar. Það er raun­veru­leik­inn á Íslandi í dag – og fyrir það má þakka.

En það þýðir líka að engin ástæða er til að bíða með öfl­ugri mót­væg­is­að­gerðir rík­is­ins gegn krepp­unni, meðal ann­ars í anda þeirra sem að ofan eru nefnd­ar.

Hvers vegna ekki að nýta góða stöðu okkar til fulls?

Höf­undur er pró­fessor við HÍ og sér­fræð­ingur í hluta­starfi hjá Efl­ing­u-­stétt­ar­fé­lagi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar