Skapandi greinar: Undirstöðuatvinnuvegur til tíu ára

Framkvæmdastjóri Tónverkamiðstöðvar segir að fyrst stjórnvöld líti á listir og skapandi greinar sem undirstöðuatvinnuveg verði viðbrögð og aðgerðaáætlanir vegna heimsfaraldurs að endurspegla það.

Auglýsing

„Tölu­legar nið­ur­stöður rann­sóknar á hag­rænum áhrifum skap­andi greina á Íslandi sem nú liggja fyrir leiða í ljós að skap­andi greinar eru einn af und­ir­stöðu­at­vinnu­vegum þjóð­ar­inn­ar.“

Þannig hefst frétt frá Mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­inu sem birt var fyrir rétt um tíu árum, hinn 1. des­em­ber 2010 en Katrín Jak­obs­dóttir var þá mennta­mála­ráð­herra. Til­efnið var kynn­ing á tölu­legum nið­ur­stöðum rann­sóknar á hag­rænum áhrifum skap­andi greina. Að rann­sókn­inni stóðu: Sam­ráðs­vett­vangur skap­andi greina, Íslands­stofa, Mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyti, Utan­rík­is­ráðu­neyti, Fjár­mála­ráðu­neyti, Iðn­að­ar­ráðu­neyti og Efna­hags- og við­skipta­ráðu­neyti, eins og skipan ráðu­neyta var í þá daga. Helstu nið­ur­stöður voru eft­ir­far­andi:

Tölu­legar nið­ur­stöður rann­sókn­ar­innar sýna að heild­ar­velta skap­andi greina var 191 ma.kr. árið 2009. Þar af var hluti ríkis og sveit­ar­fé­laga um 13% sem er sam­bæri­legt við önnur lönd. Þetta er mun meiri velta en í land­bún­aði og fisk­veiðum sam­an­lagt. Þá er virð­is­auka­skatt­skyld velta skap­andi greina hærri en í bygg­ing­ar­starf­semi og sam­bæri­leg við fram­leiðslu málma. Mat­væla- og drykkja­vöru­iðn­aður veltir tals­vert meira en fyrr­nefndar greinar en í þeirri tölu er fisk­vinnsla og fram­leiðsla mjólk­ur­af­urða með­tal­in. (Sjá hér)

Skýrslan Kort­lagn­ing á hag­rænum áhrifum skap­andi greina kom svo út vorið 2011 og er m.a. aðgengi­leg á heima­síðu Tón­verka­mið­stöðvar

Auglýsing
Þó nýjar hag­tölur vanti á borð við þær sem fjallað er um í skýrsl­unni vita þeir sem til þekkja – og flestir geta verið sam­mála um – að vegur og veg­semd skap­andi greina á Íslandi hefur síst dvínað á þeim tæp­lega tíu árum sem liðin eru síðan þessi orð voru skrif­uð. Það hefur ítrekað verið talað um hvernig listir og menn­ing hafi blómstrað eftir Hrun­ið. Áhrif opn­unar tón­list­ar­húss­ins Hörpu árið 2011 á umhverfi tón­listar eru til dæmis ekki inni í þessum tölum en þau eru umtals­verð – tón­leika­gestum á tón­leika Sin­fón­íu­hljóm­sveitar Íslands einnar og sér fjölg­aði t.d. um rúm­lega 30.000 árin 2010 til 2017 (hag­stof­a.is). Íslenskum rit­höf­undum hefur vaxið ásmegin síðan töl­urnar voru teknar sam­an, íslenskir hönn­uðir og arki­tektar vekja athygli á alþjóða­vett­vangi, íslensk kvik­mynda­gerð hefur stimplað sig inn á alþjóða­vísu og íslensku tón­list­ar­lífi ásamt útflutn­ingi íslenskrar tón­listar og tón­list­ar­manna er aðeins hægt að lýsa sem blússandi vel­gengni – reyndar svo mik­illi að tón­list­ar­fröm­uðir erlendis í öllum geirum tón­listar klóra sér í hausnum yfir tón­list­ar­gæðum og afkasta­getu svo fámennrar þjóð­ar. Saga sem við kunnum orðið vel en er engu að síður sönn og merki­leg. Tæki­færin virt­ust enda­laus, bæði innan lands og utan. En svo kom kór­ónu­veiran með öllu því sem henni fylg­ir.

Ekk­ert hefur bent til ann­ars en að skil­grein­ing skap­andi greina sem und­ir­stöðu­at­vinnu­vegar sé enn í fullu gildi. Það er óþarfi að tíunda þau áföll, óvissu og vand­kvæði sem hafa steðjað að listum og skap­andi greinum und­an­farna mán­uði. Þau eru að vissu leyti okkar allra og ættu að vera öllum ljós. Ókeypis aðgangur að list­við­burðum á net­inu segir lítið um ástandið en gefur þó mögu­lega skakka mynd af þeim aðstæðum sem þeir sem starfa í menn­ingu eru að glíma við í dag. Það er mik­il­vægt að geta þess að á meðan Helgi Björns hélt móral lands­manna uppi með stofu­tón­leikum var fjöldi tón­list­ar­manna í algerri óvissu og sá ekki fram á að geta fram­fleytt sér og fjöl­skyldu sinni vegna nið­ur­felldra hátíða, tón­leika og tón­leika­ferða – hvað þá að geta greitt laun þeirra fjöl­mörgu sem koma að slíkum við­burð­um. Það er hlé á útsend­ingum frá stofu­tón­leikum Helga en staða tón­list­ar­geirans í heild er óbreytt.

Fjöl­margir aðilar sem starfa í listum og menn­ingu hafa átt í lífs­nauð­syn­legu sam­tali við stjórn­völd um aðgerðir vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins – aðgerðir sem kalla má neyð­ar­að­gerð­ir. Laus­lega má áætla að allir þeir sem stóðu að umræddri skýrslu ásamt fjöl­mörgum ann­arra hafi með einum eða öðrum hætti komið að sam­tal­inu sem hefur staðið síðan far­ald­ur­inn skall á. Sam­talið hefur verið gott en hefur tekið langan tíma og nú er brýn þörf á frek­ari aðgerðum sem koma til móts við vanda þessa atvinnu­veg­ar.

Hug­takið und­ir­stöðu­at­vinnu­vegur hefur vigt. Lík­lega detta flestum í hug atvinnu­vegir á borð við sjáv­ar­út­veg og land­búnað þegar þeir heyra orðið og þess vegna er áhuga­vert að velta upp spurn­ing­unni hver við­brögð yrðu – bæði stjórn­valda og almenn­ings – ef þessir tveir atvinnu­vegir eða stór hluti þeirra væri við það að leggj­ast á hlið­ina vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs, líkt og því er til dæmis farið með tón­list­ar- og sviðs­lista­geir­ann á þessum tíma­punkti. Svari hver fyrir sig en fyrst stjórn­völd líta á listir og skap­andi greinar sem und­ir­stöðu­at­vinnu­veg verða við­brögð og aðgerða­á­ætl­anir vegna heims­far­ald­urs að end­ur­spegla það.

Góðar (menn­ing­ar)­stund­ir.

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Tón­verka­mið­stöðv­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar