Skapandi greinar: Undirstöðuatvinnuvegur til tíu ára

Framkvæmdastjóri Tónverkamiðstöðvar segir að fyrst stjórnvöld líti á listir og skapandi greinar sem undirstöðuatvinnuveg verði viðbrögð og aðgerðaáætlanir vegna heimsfaraldurs að endurspegla það.

Auglýsing

„Tölulegar niðurstöður rannsóknar á hagrænum áhrifum skapandi greina á Íslandi sem nú liggja fyrir leiða í ljós að skapandi greinar eru einn af undirstöðuatvinnuvegum þjóðarinnar.“

Þannig hefst frétt frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu sem birt var fyrir rétt um tíu árum, hinn 1. desember 2010 en Katrín Jakobsdóttir var þá menntamálaráðherra. Tilefnið var kynning á tölulegum niðurstöðum rannsóknar á hagrænum áhrifum skapandi greina. Að rannsókninni stóðu: Samráðsvettvangur skapandi greina, Íslandsstofa, Mennta- og menningarmálaráðuneyti, Utanríkisráðuneyti, Fjármálaráðuneyti, Iðnaðarráðuneyti og Efnahags- og viðskiptaráðuneyti, eins og skipan ráðuneyta var í þá daga. Helstu niðurstöður voru eftirfarandi:

Tölulegar niðurstöður rannsóknarinnar sýna að heildarvelta skapandi greina var 191 ma.kr. árið 2009. Þar af var hluti ríkis og sveitarfélaga um 13% sem er sambærilegt við önnur lönd. Þetta er mun meiri velta en í landbúnaði og fiskveiðum samanlagt. Þá er virðisaukaskattskyld velta skapandi greina hærri en í byggingarstarfsemi og sambærileg við framleiðslu málma. Matvæla- og drykkjavöruiðnaður veltir talsvert meira en fyrrnefndar greinar en í þeirri tölu er fiskvinnsla og framleiðsla mjólkurafurða meðtalin. (Sjá hér)

Skýrslan Kortlagning á hagrænum áhrifum skapandi greina kom svo út vorið 2011 og er m.a. aðgengileg á heimasíðu Tónverkamiðstöðvar

Auglýsing
Þó nýjar hagtölur vanti á borð við þær sem fjallað er um í skýrslunni vita þeir sem til þekkja – og flestir geta verið sammála um – að vegur og vegsemd skapandi greina á Íslandi hefur síst dvínað á þeim tæplega tíu árum sem liðin eru síðan þessi orð voru skrifuð. Það hefur ítrekað verið talað um hvernig listir og menning hafi blómstrað eftir Hrunið. Áhrif opnunar tónlistarhússins Hörpu árið 2011 á umhverfi tónlistar eru til dæmis ekki inni í þessum tölum en þau eru umtalsverð – tónleikagestum á tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands einnar og sér fjölgaði t.d. um rúmlega 30.000 árin 2010 til 2017 (hagstofa.is). Íslenskum rithöfundum hefur vaxið ásmegin síðan tölurnar voru teknar saman, íslenskir hönnuðir og arkitektar vekja athygli á alþjóðavettvangi, íslensk kvikmyndagerð hefur stimplað sig inn á alþjóðavísu og íslensku tónlistarlífi ásamt útflutningi íslenskrar tónlistar og tónlistarmanna er aðeins hægt að lýsa sem blússandi velgengni – reyndar svo mikilli að tónlistarfrömuðir erlendis í öllum geirum tónlistar klóra sér í hausnum yfir tónlistargæðum og afkastagetu svo fámennrar þjóðar. Saga sem við kunnum orðið vel en er engu að síður sönn og merkileg. Tækifærin virtust endalaus, bæði innan lands og utan. En svo kom kórónuveiran með öllu því sem henni fylgir.

Ekkert hefur bent til annars en að skilgreining skapandi greina sem undirstöðuatvinnuvegar sé enn í fullu gildi. Það er óþarfi að tíunda þau áföll, óvissu og vandkvæði sem hafa steðjað að listum og skapandi greinum undanfarna mánuði. Þau eru að vissu leyti okkar allra og ættu að vera öllum ljós. Ókeypis aðgangur að listviðburðum á netinu segir lítið um ástandið en gefur þó mögulega skakka mynd af þeim aðstæðum sem þeir sem starfa í menningu eru að glíma við í dag. Það er mikilvægt að geta þess að á meðan Helgi Björns hélt móral landsmanna uppi með stofutónleikum var fjöldi tónlistarmanna í algerri óvissu og sá ekki fram á að geta framfleytt sér og fjölskyldu sinni vegna niðurfelldra hátíða, tónleika og tónleikaferða – hvað þá að geta greitt laun þeirra fjölmörgu sem koma að slíkum viðburðum. Það er hlé á útsendingum frá stofutónleikum Helga en staða tónlistargeirans í heild er óbreytt.
Fjölmargir aðilar sem starfa í listum og menningu hafa átt í lífsnauðsynlegu samtali við stjórnvöld um aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins – aðgerðir sem kalla má neyðaraðgerðir. Lauslega má áætla að allir þeir sem stóðu að umræddri skýrslu ásamt fjölmörgum annarra hafi með einum eða öðrum hætti komið að samtalinu sem hefur staðið síðan faraldurinn skall á. Samtalið hefur verið gott en hefur tekið langan tíma og nú er brýn þörf á frekari aðgerðum sem koma til móts við vanda þessa atvinnuvegar.
Hugtakið undirstöðuatvinnuvegur hefur vigt. Líklega detta flestum í hug atvinnuvegir á borð við sjávarútveg og landbúnað þegar þeir heyra orðið og þess vegna er áhugavert að velta upp spurningunni hver viðbrögð yrðu – bæði stjórnvalda og almennings – ef þessir tveir atvinnuvegir eða stór hluti þeirra væri við það að leggjast á hliðina vegna kórónuveirufaraldurs, líkt og því er til dæmis farið með tónlistar- og sviðslistageirann á þessum tímapunkti. Svari hver fyrir sig en fyrst stjórnvöld líta á listir og skapandi greinar sem undirstöðuatvinnuveg verða viðbrögð og aðgerðaáætlanir vegna heimsfaraldurs að endurspegla það.

Góðar (menningar)stundir.

Höfundur er framkvæmdastjóri Tónverkamiðstöðvar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
Kjarninn 18. júní 2021
Horft frá Nauthólsvík yfir á Kársnes og að Hamraborg, þar sem Kópavogsbær stefnir á uppbyggingu þéttrar byggðar meðfram væntum borgarlínuleiðum.
Telur kjörnum fulltrúum skylt að rýna í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi vill rýna betur í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu, sem lagðar hafa verið fram að undanförnu, svo vilji sveitarstjórna sé skýr í málinu. Einnig viðrar hún sérstakar áhyggjur af rekstrarkostnaði.
Kjarninn 18. júní 2021
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Dánartíðni var hærri í öllum öðrum EES-löndum, ef miðað er við sögulegt meðaltal.
Umframdánartíðnin minnst á Íslandi
Minnsti munur var á mánaðarlegri dánartíðni og sögulegu meðaltali hennar hér á landi af löndum EES.
Kjarninn 17. júní 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar