Skapandi greinar: Undirstöðuatvinnuvegur til tíu ára

Framkvæmdastjóri Tónverkamiðstöðvar segir að fyrst stjórnvöld líti á listir og skapandi greinar sem undirstöðuatvinnuveg verði viðbrögð og aðgerðaáætlanir vegna heimsfaraldurs að endurspegla það.

Auglýsing

„Tölu­legar nið­ur­stöður rann­sóknar á hag­rænum áhrifum skap­andi greina á Íslandi sem nú liggja fyrir leiða í ljós að skap­andi greinar eru einn af und­ir­stöðu­at­vinnu­vegum þjóð­ar­inn­ar.“

Þannig hefst frétt frá Mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­inu sem birt var fyrir rétt um tíu árum, hinn 1. des­em­ber 2010 en Katrín Jak­obs­dóttir var þá mennta­mála­ráð­herra. Til­efnið var kynn­ing á tölu­legum nið­ur­stöðum rann­sóknar á hag­rænum áhrifum skap­andi greina. Að rann­sókn­inni stóðu: Sam­ráðs­vett­vangur skap­andi greina, Íslands­stofa, Mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyti, Utan­rík­is­ráðu­neyti, Fjár­mála­ráðu­neyti, Iðn­að­ar­ráðu­neyti og Efna­hags- og við­skipta­ráðu­neyti, eins og skipan ráðu­neyta var í þá daga. Helstu nið­ur­stöður voru eft­ir­far­andi:

Tölu­legar nið­ur­stöður rann­sókn­ar­innar sýna að heild­ar­velta skap­andi greina var 191 ma.kr. árið 2009. Þar af var hluti ríkis og sveit­ar­fé­laga um 13% sem er sam­bæri­legt við önnur lönd. Þetta er mun meiri velta en í land­bún­aði og fisk­veiðum sam­an­lagt. Þá er virð­is­auka­skatt­skyld velta skap­andi greina hærri en í bygg­ing­ar­starf­semi og sam­bæri­leg við fram­leiðslu málma. Mat­væla- og drykkja­vöru­iðn­aður veltir tals­vert meira en fyrr­nefndar greinar en í þeirri tölu er fisk­vinnsla og fram­leiðsla mjólk­ur­af­urða með­tal­in. (Sjá hér)

Skýrslan Kort­lagn­ing á hag­rænum áhrifum skap­andi greina kom svo út vorið 2011 og er m.a. aðgengi­leg á heima­síðu Tón­verka­mið­stöðvar

Auglýsing
Þó nýjar hag­tölur vanti á borð við þær sem fjallað er um í skýrsl­unni vita þeir sem til þekkja – og flestir geta verið sam­mála um – að vegur og veg­semd skap­andi greina á Íslandi hefur síst dvínað á þeim tæp­lega tíu árum sem liðin eru síðan þessi orð voru skrif­uð. Það hefur ítrekað verið talað um hvernig listir og menn­ing hafi blómstrað eftir Hrun­ið. Áhrif opn­unar tón­list­ar­húss­ins Hörpu árið 2011 á umhverfi tón­listar eru til dæmis ekki inni í þessum tölum en þau eru umtals­verð – tón­leika­gestum á tón­leika Sin­fón­íu­hljóm­sveitar Íslands einnar og sér fjölg­aði t.d. um rúm­lega 30.000 árin 2010 til 2017 (hag­stof­a.is). Íslenskum rit­höf­undum hefur vaxið ásmegin síðan töl­urnar voru teknar sam­an, íslenskir hönn­uðir og arki­tektar vekja athygli á alþjóða­vett­vangi, íslensk kvik­mynda­gerð hefur stimplað sig inn á alþjóða­vísu og íslensku tón­list­ar­lífi ásamt útflutn­ingi íslenskrar tón­listar og tón­list­ar­manna er aðeins hægt að lýsa sem blússandi vel­gengni – reyndar svo mik­illi að tón­list­ar­fröm­uðir erlendis í öllum geirum tón­listar klóra sér í hausnum yfir tón­list­ar­gæðum og afkasta­getu svo fámennrar þjóð­ar. Saga sem við kunnum orðið vel en er engu að síður sönn og merki­leg. Tæki­færin virt­ust enda­laus, bæði innan lands og utan. En svo kom kór­ónu­veiran með öllu því sem henni fylg­ir.

Ekk­ert hefur bent til ann­ars en að skil­grein­ing skap­andi greina sem und­ir­stöðu­at­vinnu­vegar sé enn í fullu gildi. Það er óþarfi að tíunda þau áföll, óvissu og vand­kvæði sem hafa steðjað að listum og skap­andi greinum und­an­farna mán­uði. Þau eru að vissu leyti okkar allra og ættu að vera öllum ljós. Ókeypis aðgangur að list­við­burðum á net­inu segir lítið um ástandið en gefur þó mögu­lega skakka mynd af þeim aðstæðum sem þeir sem starfa í menn­ingu eru að glíma við í dag. Það er mik­il­vægt að geta þess að á meðan Helgi Björns hélt móral lands­manna uppi með stofu­tón­leikum var fjöldi tón­list­ar­manna í algerri óvissu og sá ekki fram á að geta fram­fleytt sér og fjöl­skyldu sinni vegna nið­ur­felldra hátíða, tón­leika og tón­leika­ferða – hvað þá að geta greitt laun þeirra fjöl­mörgu sem koma að slíkum við­burð­um. Það er hlé á útsend­ingum frá stofu­tón­leikum Helga en staða tón­list­ar­geirans í heild er óbreytt.

Fjöl­margir aðilar sem starfa í listum og menn­ingu hafa átt í lífs­nauð­syn­legu sam­tali við stjórn­völd um aðgerðir vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins – aðgerðir sem kalla má neyð­ar­að­gerð­ir. Laus­lega má áætla að allir þeir sem stóðu að umræddri skýrslu ásamt fjöl­mörgum ann­arra hafi með einum eða öðrum hætti komið að sam­tal­inu sem hefur staðið síðan far­ald­ur­inn skall á. Sam­talið hefur verið gott en hefur tekið langan tíma og nú er brýn þörf á frek­ari aðgerðum sem koma til móts við vanda þessa atvinnu­veg­ar.

Hug­takið und­ir­stöðu­at­vinnu­vegur hefur vigt. Lík­lega detta flestum í hug atvinnu­vegir á borð við sjáv­ar­út­veg og land­búnað þegar þeir heyra orðið og þess vegna er áhuga­vert að velta upp spurn­ing­unni hver við­brögð yrðu – bæði stjórn­valda og almenn­ings – ef þessir tveir atvinnu­vegir eða stór hluti þeirra væri við það að leggj­ast á hlið­ina vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs, líkt og því er til dæmis farið með tón­list­ar- og sviðs­lista­geir­ann á þessum tíma­punkti. Svari hver fyrir sig en fyrst stjórn­völd líta á listir og skap­andi greinar sem und­ir­stöðu­at­vinnu­veg verða við­brögð og aðgerða­á­ætl­anir vegna heims­far­ald­urs að end­ur­spegla það.

Góðar (menn­ing­ar)­stund­ir.

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Tón­verka­mið­stöðv­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjármagnstekjur ríkustu tíundarinnar voru 100 milljarðar í fyrra
Fjármagnstekjur Íslendinga voru tæplega 142 milljarðar króna í fyrra. Skattur af þeim er umtalsvert lægri en af launatekjum. Rúmlega 70 prósent af öllum fjármagnstekjum fóru til ríkustu tíu prósents landsmanna.
Kjarninn 29. september 2020
Framboðslisti Miðflokksins í Múlaþingi. Sigurður er í aftari röð, þriðji frá vinstri, en Þröstur er í fremri röð, þriðji frá hægri..
Ósanngjarnt að „þurfa að svara fyrir fyllerísröfl Gunnars Braga Sveinssonar“
Miðflokksmenn í Múlaþingi, nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi, telja að Klausturmálið hafi spillt fyrir sér í nýafstaðinni kosningabaráttu. Oddvitinn segir vaxandi guðleysi í þjóðfélaginu leiða til aukinnar dómhörku, sem sé að verða stórvandamál.
Kjarninn 29. september 2020
Stærstu stjórnarandstöðuflokkarnir þrír mælast með meira fylgi en ríkisstjórnin
Ný könnun sýnir að Samfylking, Píratar og Viðreisn eru með meira sameiginlegt fylgi en Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn og Framsóknarflokkurinn. Ekki yrði hægt að mynda þriggja flokka stjórn án þess að bæði Sjálfstæðisflokkur og Samfylking sætu í henni.
Kjarninn 29. september 2020
Eftir samrunan er búist við að TM verði dótturfélag Kviku.
Samrunaviðræður Kviku og TM hafnar
Stjórnir Kviku banka og TM hafa samþykkt að hefja viðræður um sameiningu félaganna tveggja.
Kjarninn 28. september 2020
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands.
Ardern vill fresta lokun álvers Rio Tinto með ríkisstuðningi
Forsætisráðherra Nýja-Sjálands er tilbúin að niðurgreiða rafmagn til Rio Tinto til þess að seinka lokun álvers á þeirra vegum þar í landi, nái hún kjöri í næstu kosningum.
Kjarninn 28. september 2020
Jón Snædal
Dánaraðstoð eða líknardráp
Kjarninn 28. september 2020
Alma Möller, landlæknir.
Fólk sem fékk COVID hefur fengið lungnabólgu löngu síðar
Dæmi eru um að fólk sem fékk COVID-19 í vetur hafi fengið lungnabólgu mörgum vikum síðar. Það er mat bæði landlæknis og sóttvarnalæknis að þó að ónæmi fyrir kórónuveirunni sé til staðar hjá þessum hópi verði hann að fara varlega.
Kjarninn 28. september 2020
Jón Steindór Valdimarsson
Hálfur björgunarhringur dugar skammt
Kjarninn 28. september 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar