Þegar alvarlega bjátar á

Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri grænna, skrifar um sína sýn á faraldssamfélagið okkar frá upphafi Covid-tíma.

Auglýsing

Hve margir þræðir spinn­ast í við­brögð stjórn­valda við alvar­legum heims­far­aldri? 

Í svar­inu hljóta að koma fram þættir á borð við efna­hags­mál, for­varn­ir, lýð­rétt­indi, heil­brigð­is­vís­indi, hættu­stig far­ald­urs­ins, atvinnu­mál, sið­fræði, stjórn­mál, sam­göng­ur, landamæra­eft­ir­lit, lög­vernd inn­an­lands, lega landa og stærð sam­fé­laga, sam­vinna yfir­valda og borg­ara o.fl. Þessir þætt­ir, og fleiri til, móta aðstæður og hafa áhrif á við­brögð og skoð­ana­skipti um þau. Sumt eru óvissu­þætt­ir. Nefna má þróun bólu­efn­is, lengd far­ald­urs­ins, áhrif hans á sam­skipti ríkja og efna­hag þeirra á næst­unni, og við­brögð veirunnar sjálfrar á meðan far­ald­ur­inn geis­ar, og hvað um hana verður næstu ár og ára­tugi. Það er þungur róður að höndla ágjöf­ina og gæta að því að vega og meta kosti og galla ákvarð­ana sem taka til fyrr­greindra þátta. Umræður og rök­studd gagn­rýni hljóta að miða að því að lág­marka mis­tök en líka tjónið af veirunni. Áskor­unin er sam­bæri­leg við alvar­lega en ann­ars konar nátt­úruvá sem öll heims­byggðin getur orðið fyr­ir, t.d. ham­fara­gosi í stóru heims­álf­unum og afleið­ingar þess í nokkur ár. Eng­inn þegn og ekk­ert fyr­ir­tæki er stikk­frí. Öryggi borg­ar­anna telst í for­gangi. Veiru­far­aldur sem þessi lýtur ekki stjórn manna, nema að litlu leyti.

Meg­in­stefin í stefnu stjórn­valda, fyrst og fremst rík­is­stjórnar en einnig sveit­ar­fé­laga, hafa mót­ast í marg­vís­legu starfi og miklum umræð­um. Frá upp­hafi far­ald­urs­ins lá þung­inn á Alþingi og rík­is­stjórn, frá því í febr­úar fram undir lok júní. Ein 30 sér­stök þing­mál voru afgreidd á þingi og sum önnur mál tengd­ust far­aldr­inum með beinum eða óbeinum hætti, einkum efna­hags­lega þætt­inum og atvinnustigi. Nokkur meg­in­at­riðið kristöll­uð­ust í stefnu stjórn­valda á þessum tíma. Minna má á þá ætlun að styðj­ast tryggi­lega við vís­indi og fræði­lega þekk­ingu, nýta fjöl­þætt almanna­varn­ar­kerfi, sem hefur sannað gildi sitt, og grípa hratt inn í versn­andi eða batn­andi aðstæð­ur. Ákveðið var að loka ekki land­inu heldur halda upp sam­göngum á sjó og í lofti en með mis­mun­andi tak­mörk­unum eftir því sem aðstæður leyfa. Loks var ákveðið að vernda atvinnustig sem best, aðstoða almenn­ing og fyr­ir­tæki með því að veita opinberu fé m.a. til fram­kvæmda, styrkja og ann­arra greiðslna, greiða fyrir banka­lánum og grípa til fleiri ráð­staf­ana, ásamt því að taka til­lit til ólíkra aðstæðna sam­fé­lags­hópa. Um stefn­una hefur verið deilt, eink­an­lega fram­kvæmd henn­ar, stjórn­völd jafn­vel harð­lega gagn­rýnd en sjaldn­ast lagðar fram rök­studdar hug­myndir um aðrar og betri aðferðir í bar­átt­unni gegn covid-19 veirunni.

Auglýsing
Heilbrigðisvísindi eru ekki óum­deild en þau þró­ast að mörgu leyti sem raun­vís­indi. Hag­fræði er ekki raun­grein, heldur að hluta póli­tísk fræði­grein og lög­fræði er meðal fræði­greina þar sem ólík túlkun fræði­þátta er hvað útbreidd­ust. Nefni þetta til að hnykkja á þeim rökum stjórn­valda að treysta mjög á lækn­is­fræði og tengdar grein­ar. Almanna­varn­ir, og þar með lög­reglu­yf­ir­völd, koma að helstu verk­efnum enda aug­ljós skyld­leiki milli nátt­úru­legs veiru­far­ald­urs og vanda af völdum t.d. jarð­rænnar hættu. Sam­vinna Land­spít­al­ans og Íslenskrar erfða­grein­ingar hefur reynst dýr­mæt. Meg­in­tenglar við almenn­ing hafa verið full­trúar úr heil­brigð­is­þjón­ust­unni og Almanna­vörn­um, ólíkt því sem víða sést ann­ars stað­ar. Hitt er aug­ljóst að sér­hver ákvörðun er tekin á ábyrgð ráð­herra og eftir umræður í rík­is­stjórn og stjórn­kerf­inu. Því fer fjarri að stjórn­mála­menn hafi skýlt sér á bak við sér­fræðinga og emb­ætt­is­menn. Eitt er ráð­gjöf, annað stjórn­valds­á­kvörð­un. Á meðan þing­hlé varir fram að stuttu sum­ar­þingi, um 8-9 vik­ur, hefur Alþingi ekki komið á ákvörð­unum en þeim mun oftar hafa verið boð­aðir fundir á vegum rík­is­stjórn­ar. Nú síð­ast mun stór vinnufundur hag­að­ila, stofn­ana og emb­ætta útbúa nesti handa nýjum sam­ráðs­hópi undir stjórn sótt­varn­ar­lækn­is, stjórn­völdum til aðstoð­ar. Reglu­legt Alþingi hefur störf 1. októ­ber, eftir sum­ar­þing­ið.

Flestar aðgerðir vegna far­ald­urs­ins eru end­ur­skoð­aðar jafnt og þétt. Það er í sam­ræmi við vástjórn­un­ar­að­ferðir (krísu­stjórn­un) þegar aðlög­un­ar­þörfin er rík. Þeim er ekki ætlað að gilda til lang­frama, hverju sinni, enda óvissu­þættir margir og breyti­leg­ir. Rétti­lega hafa stjórn­völd tamið sér að grípa fljótt inn í atburða­rás og sjaldan þurft að aft­ur­kalla ákvarð­anir eða breyta þeim fljót­lega vegna mis­taka eða ófull­nægj­andi mats á aðstæð­um. Vissu­lega er sú skoðun mín umdeild meðal marga af því að þeirra vilja aðrar aðgerðir og beita öðrum rökum en stjórn­völd. Við­brögðin við fyrstu bylgj­unni báru árangur sem eftir er tek­ið, einkum miðað við að þær voru ekki með þeim ströng­ustu í Evr­ópu­löndum eða sumum Asíu­lönd­um, einmitt í ljósi þess sem minnst var á hér að fram­an; hinar ólíku aðstæð­ur, hvort sem er á Taí­van, í Frakk­landi, á Nýja-­Sjá­landi, í Lit­há­en, Finn­landi, Nor­egi eða jafn­vel á Bret­landi. Eft­ir­lit hér var hóf­legt og mjög treyst á ábyrgð og skyn­semi hvers lands­manns. Seinni bylgj­unni var fljót­lega mætt með hertum reglum eftir eft­ir­gjöf sem reynd­ist mis­vel og þar sem útbreiðsla nýrra smita skrif­ast bæði á reikn­ing okkar sjálfra og inn­komu nýrra smita að utan. Bylgjan hefur ekki reynst nærri því eins erfið og sú fyrri, eins þótt far­ald­ur­inn sæki á víð­ast hvar í sam­skipta­löndum okkar og ferða­menn þaðan á flandri meðal okk­ar.

Með skimunum og mis­ströngum sótt­kví­ar­reglum hafa sam­göngur við umheim­inn ekki stöðvast enda mark­mið í sjálfu sér. Ástand hér inn­an­lands er aðeins hluti aðstæðna sem þarf að taka til­lit til. Far­ald­ur­inn í hverju sam­skipta­landi og aðgerðir þar, jafnt á landa­mærum sem innan þeirra landa, koma til álita. Í fyrstu bylgj­unni, og með okkar ströng­ustu ákvörð­un­um, stóð slag­ur­inn um að keyra útbreiðslu veirunnar niður og hindra sem mest alvar­leg veik­indi. Í slak­anum þar á eftir sner­ist fram­vindan um að létta á tak­mörk­unum almenn­ings gagn­vart venju­bundnu lífi og opna stærri glufu til umheims­ins. Far­þega­fjöldi til lands­ins fór þá fljótt úr u.þ.b. 1.500 manns á dag í rúm 3.000; ríf­lega helm­ing­ur­inn erlendir gest­ir. Tal um að stjórn­völd hafi gengið erinda ferða­þjón­ust­unnar stenst ekki enda átt­falt til tífalt fleiri á ferð hér í sam­bæri­legum ferða­mán­uðum áranna á und­an. Vegna fjölg­unar inn­an­lands­smita og harð­ari far­aldurs í mörgum Evr­ópu­löndum var glu­fan minnkuð á ný en þó ekki að sömu sótt­vörnum og í fyrri bylgj­unni. Aftur varð svo að grípa til aðgerða án langs aðdrag­anda og setja öryggið á odd­inn. Enn fremur varð að auð­velda fólki á öllum aldri að sinna menn­ingu, mennt­un, hefðum sínum með því að herða reglur inn­an­lands að nokkru marki en halda um leið sam­skiptum milli manna opnum í sam­ræmi við aðstæð­ur. Mis­ræmi á milli birtra reglna og minn­is­blaða má auð­vitað gagn­rýna en það breytir ekki því að við­brögðin eru raunsæ og við­un­andi.

Auglýsing
Útflutningsatvinnuvegirnir hafa haldið þol­an­legum velli nema ferða­þjón­ust­an. Hún veldur um 40% útflutn­ings­tekna hér, en t.d. 17% á Nýja-­Sjá­landi. Hún hefur stór­lega látið á sjá og sam­dráttur og óvissa valdið marg­vís­legu tjóni. Ýmis annar rekstur hefur orðið fyrir mis­þungum áföllum og atvinnu­leysi marg­fald­ast miðað við góð­æri. Svo­kall­aðar covid-að­gerðir verða ekki raktar hér, ekki mis­gamlir en nýlegir kjara­samn­ingar og ekki heldur per­sónu­bundnar aðgerðir sem deila út rík­isfé til eða breyta inn­heimtu rík­is­ins ein­stak­lingum í hag. Ég full­yrði að gera verður betur á næst­unni, m.a. þegar Alþingi end­ur­skoðar fjár­mála­stefnu og -áætlun rík­is­ins. Sam­tímis gerum við okkur grein fyrir tvennu. Í einn stað því aug­ljósa verk­efni að hið opin­bera fjár­festi í innvið­um, fylgi þeirri marg­þættu nýsköp­un­ar­stefnu sem hún hefur sam­þykkt, og tekur oft­ast mörg ár að raun­gera af hálfu þeirra sem nýsköpun stunda, og loks að stutt verði við fjöl­breytt­ari atvinnu­starf­semi en tíðkast hef­ur; á umhverf­is­vænum for­send­um. Þar varða auð­lindir á borð við raf­orku, ferskvatn, sjó, jarð­veg og hug­vit miklu. Í annan stað vitum við að til verð­ur, með öllu fjár­streym­inu frá rík­inu, hund­ruð millj­arða króna skuld við þá sem munu lána fé á mjög lágum vöxtum til að vega á móti halla rík­is­sjóðs. Þá skuld verður að greiða á löngum tíma en ekki með nið­ur­skurði, t.d. á vel­ferð, og skyndi­legum sparn­aði á röngum stöð­um.

Óbæri­legur létt­leiki til­ver­unn­ar, sbr. orð skálds­ins, getur stundum orðið óvænt að lítt bæri­legum þunga henn­ar. Við því er eitt­hvert töfra­ráð í raun­heimum ekki til. Frammi fyrir ólukk­ans veirunni má benda á til­mæli eins og þol­in­mæði, sam­visku­semi við per­sónu­legar sótt­varnir og ábyrgð gagn­vart þeim reglum (þær eiga að vera skýrar og fáar!) sem settar eru af góðri yfir­sýn af til þess bæru fólki. Svo kann að fara að ný bólu­efni létti af okkur mest öllum byrðum af veirunni en af sjálfu leiðir að það er ekki víst. Fari svo, þarf að end­ur­skipu­leggja og end­ur­hanna margt og mik­ið.

Höf­undur er þing­maður Vinstri grænna.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hópuppsögn hjá Icelandair Group
Icelandair Group, sem sótti sér 23 milljarða króna í nýtt hlutafé fyrr í mánuðinum, hefur sagt upp 88 manns.
Kjarninn 29. september 2020
Búast má við mikilli innspýtingu í opinberum fjárfestingum, samkvæmt Íslandsbanka
Mikill samdráttur í ár en hraður viðsnúningur
Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir töluvert meiri samdrætti en Seðlabankinn gerir ráð fyrir í ár. Hins vegar er búist við „skarpri viðspyrnu“ á næsta og þarnæsta ári.
Kjarninn 29. september 2020
PAR á nú innan við tvö prósent í Icelandair
Bandarískur fjárfestingasjóður sem keypti stóran hlut í Icelandair í vor og varð að stærsta einkafjárfesti félagsins er ekki lengur með stærstu eigendum þess.
Kjarninn 29. september 2020
Bjarni Már Magnússon
Basic að birta
Kjarninn 29. september 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Samtök atvinnulífsins segja ekki upp kjarasamningum
Eftir að stjórnvöld kynntu 25 milljarða króna aðgerðarpakka í morgun ákvað framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins að atkvæðagreiðsla um Lífskjarasamninginn myndi ekki fara fram. Kjarasamningar gilda því áfram.
Kjarninn 29. september 2020
Vísindamennirnir telja að enn eigi töluverður fjöldi eftir að greinast með COVID-19 í þessari bylgju faraldursins.
Um 300 til 1.100 gætu smitast á næstu þremur vikum
Í þriðju bylgju faraldurs COVID-19, sem hófst 11. september, hafa 506 greinst með sjúkdóminn. Vísindamenn við Háskóla Íslands spá því að næstu daga haldi áfram að greinast 20-40 ný smit á dag.
Kjarninn 29. september 2020
Rúmlega þrjátíu Íslendingar hafa greinst með veiruna í landamæraskimun
Af þeim 119 sem greindust með COVID-19 í landamæraskimun frá 15. júní til 18. september voru 32 með íslenskt ríkisfang, 23 frá Póllandi og 13 frá Rúmeníu og færri frá 23 ríkjum til viðbótar.
Kjarninn 29. september 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
ASÍ mótmælir lækkun á tryggingagjaldi – Efling segir opinberu fé ausið til efnafólks
ASÍ mótmælir fyrirhugaðri lækkun á tryggingagjaldi og segir að það sé „nánast eini skatturinn sem fyrirtæki greiða“. Sambandið vill að ríkisstjórnin gefi vilyrði um hækkun atvinnuleysisbóta samhliða því að nýjum aðgerðarpakka verði hrint í framkvæmd.
Kjarninn 29. september 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar