Samsæriskenningar og samsæri fyrr og nú

Eggert Gunnarsson veltir fyrir sér þekktum samsæriskenningum og setur í samhengi við umræðu um COVID-19 í netheimum.

Auglýsing

Sam­sær­is­kenn­ingar er sam­heiti yfir kenn­ingar sem settar eru fram af þeim sem telja opin­berar skýr­ingar á atburðum ófull­komn­ar, vafa­sam­ar, ósannar eða alfarið rang­ar. Til að bregð­ast við reynir höf­undur slíkra kenn­inga að setja fram aðrar kenn­ingar sem hugn­ast honum bet­ur. Þessar kenn­ingar geta verið allt frá því að vera ein­faldar yfir í það að snú­ast um heims­mynd okkar í sjálfu sér. Þeir sem setja fram kenn­ingar sem þessar spinna oft net teng­inga á milli ótengdra eða tengdra aðila sem eiga að hafa haft eitt­hvað með þá atburði að gera sem verið er að fjalla um hverju sinni.

Þeir sem halda um strengi brúð­anna

Umræddar kenn­ing­arnar eru byggðar á atburðum sem eiga sér stoð í raun­veru­leik­an­um.  Hér má nefna til dæmis kenn­ing­una um heims­yf­ir­ráð Illu­minati. En hvað er Illu­minati og fyrir hvað standa þau…. hvað ætli að sé best að kalla þau?.... félaga­sam­tök. Adam Weishaupt.

Þann fyrsta maí 1776 stofn­aði Adam Weis­haupt (1748–1830) fyrstu reglu Illu­minati í skógi rétt fyrir utan Ingol­stadt í Bæj­ara­landi sem er núna hluti af Þýska­landi. Með honum voru fimm stofn­með­lim­ir. Weis­haupt þessi var afkom­andi Gyð­inga sem höfðu kristn­ast en hann hafði misst móður sína og föður ung­ur. Frændi hans kom því svo fyrir að hann gekk mennta­veg­inn í skóla reknum af Jesúít­u­m.  Eftir að hann lauk námi varð hann pró­fessor í nátt­úru­vís­indum og guð­fræði við háskól­ann í Ingol­stadt. Weis­haupt var á þeirri skoðun að trú­fé­lög full­nægðu ekki þörfum upp­lýsts fólks. Hann var ekki trú­laus en var á þeirri skoðun að trú­ar­brögð kæfðu frjálsa hugsun og fram­far­ir. Það er lík­legt að kynni við Frí­múr­ara­regl­una hafi haft áhrif á Weis­haupt en hann ákvað þó að feta sínar eigin götur þar sem hann var ósam­mála sumum kenni­setn­ingum þeirra. 

Í fyrstu voru með­limir regl­unnar að mestu nem­endur Weis­haupt en 1782 voru með­limir regl­unnar orðnir um 600 tals­ins og á meðal þeirra var hefð­ar­fólk, stjórn­mála­menn, læknar og lög­fræð­ingar frá Bæj­ara­landi sem nú til­heyrir Þýska­landi. Þetta átti sér stað með þeim hætti að Weis­haupt og hans menn yfir­tóku hluta af Frí­múr­ara­regl­unni í Munchen. Einn áhrifa­mesti með­limur regl­unnar var bar­ón­inn Adolph von Knigge og hann gekk til liðs við Weis­haupt. Í lok árs 1784 voru með­lim­irnir farnir að nálg­ast þriðja þús­undið og von Knigge lék stórt hlut­verk í að auka við félaga­fjöld­ann.

Auglýsing
En Knigge og Weis­haupt voru ekki sam­mála um hver stefnan skyldi verða og Knigge snéri loks baki við regl­unn­i. 

Það var aldrei logn­molla í kringum félags­skap­inn og það var ekki vel séð af ráða­mönnum hversu margir félagar Illu­minati voru í háum stöðum og mennta­menn. Svo fór að þann 2. mars 1785 bönn­uðu Karl Theodor, kjör­fursti og her­togi af Bæj­ara­landi og rík­is­stjórn hans öll leyni­fé­lög í land­inu með lögum og þar á meðal var Illu­mina­te. Þessi aðgerð virð­ist hafa verið náð­ar­höggið sem gerði það að verkum að félags­skap­ur­inn leið undir lok. 

Weis­haupt varð að færa sig um set eftir að hann var bann­færður frá háskól­anum í Ingol­stadt. Hann kenndi heim­speki við háskól­ann í Gött­ingen þar sem hann bjó til dauða­dags.

Þó að þetta hafi verið enda­lok Illu­minati hefur félags­skap­ur­inn lifað góðu lífi og verið efni­viður í fjöld­ann allan af sam­sær­is­kenn­ing­um. Það hafa verið uppi vanga­veltur hvort félags­skap­ur­inn hafi komið eitt­hvað nálægt Frönsku bylt­ing­unni og Weis­haupt á til að mynda, sam­kvæmt sumum kenn­ing­un­um, að hafa hitt sjálfan Robespi­erre. Þetta er að öllum lík­indum upp­spuni. Enn eru sögu­sagnir uppi þess eðlis að Illu­minati lifi góðu lífi og haldi mörgum máls­met­andi stjórn­mála­mönnum og öðrum þeim sem hafa áhrif í heim­inum í dag sem strengja­brúður séu. Það eru þó engar sann­anir um til­vist þessa félags­skapar en sú stað­reynd gerir það vænt­an­lega enn meira spenn­andi fyrir bragðið að setja fram nýjar sam­sær­is­kenn­ingar um félags­skap­inn. Þeim hefur verið kennt um morðið á John F. Kenn­edy og fleira og fleira.  

Kirkjan og reglan

Það er fjöld­inn allur af félaga­sam­tökum og jafn­vel trú­fé­lögum sem eru bendluð við sam­sær­is­kenn­ing­ar. Hér munum við aðeins nefna Frí­múr­ara­regl­una og Vís­inda­kirkj­una. Frí­múr­ara­reglan hefur verið við líði síðan í lok 13. ald­ar. Í raun­inni byrj­aði reglan, eins og nafnið gefur til kynna, sem félags­skapur til að gæta hags­muna múr­ara og standa vörð um sam­skipti þeirra við aðals­menn. Í gegnum ald­irnar hefur reglan breyst og þó að vita­skuld leyn­ist einn og einn múr­ari á meðal með­lima regl­unnar þá eru hún mun fjöl­skrúð­ugri en í fyrstu. Með­limir regl­unnar eru að því er best er vitað af öllum þjóð­fé­lags­stigum og það má til sanns vegar færa að þeir sem eru í regl­unni stofna til sam­banda og vin­skapar sem getur haft áhrif á það hvernig þetta fólk hagar sér í þeim stöðum sem það skip­ar. Mikið hefur verið rætt og ritað um Frí­múr­ara­regl­una og þá sem eru félagar í henni. Eins og gerð­ist með Illu­minati regl­una hefur Frí­múr­ara­reglan verið bendluð við ýmsar sam­sær­is­kenn­ingar í gegnum árin. Ólíkt Illu­minati regl­unni er Frí­múr­ara­reglan ennþá starf­andi.

Vís­inda­kirkjan er trú­fé­lag sem byggir á skrifum vís­inda­skáld­sagna höf­und­ar­ins L. Ron. Hubb­ard. Vís­inda­kirkjan var stofnuð af hon­um, konu hans Mary Sue Hubb­ard og John Galusha í Cam­den New Jersey árið 1953 á þeim tíma­punkti hafði kirkjan verið starf­andi í um eitt ár eða síðan 1952. Hubb­ard hafði þá dundað sér við að selja bækur sem tengd­ust efn­inu og 1953 skrif­aði hann Helen O‘Brien sem þá stjórn­aði félag­inu og bað hana að rann­saka trú­ar­lega vinkla á því sem þau voru að vinna með. Helen O‘Brien var ekki sama sinnis og Hubb­ard og sagði af sér en þrátt fyrir þetta lýsti hann yfir trú­ar­legu eðli sam­tak­anna í skrifum sem voru send til félags­manna. Fyrsta kirkjan var stofnuð árið 1954 í Los Ang­el­es.

Hubb­ard sagði að yfir­lýst mark­mið Vís­inda­kirkj­unnar væri að stuðla að þjóð­fé­lagi án geð­veiki, án glæpa­manna og án styrj­alda þar sem þeir sem hefðu getu gætu kom­ist til met­orða og æru­verð­ugt fólk ætti mögu­leika á rétt­indum og að mað­ur­inn hefði frelsi til að vaxa og ná hærri hæð­um.

Hubb­ard var í raun stjórn­andi kirkj­unnar til 1966 þegar það hlut­verk var fært til hóps stjórn­anda. Þó að hann hefði enga beina teng­ingu við þennan hóp var hann samt sá sem var stjórn­andi félags­skap­ar­ins og ann­arra tengdra hópa.

Þegar L. Ron. Hubb­ard lést árið 1986 tók David Micavige við stjórn Vís­inda­kirkj­unn­ar. Hann hafði verið yfir­maður Comm­odores sem var skila­boða­skjóða sam­tak­anna. Hann tók við sem stjórn­ar­for­maður trú­ar­legrar tækni­m­ið­stöðvar (Charman of the Board of the Religi­ous Technology Centre) sem var félaga­sam­tök sem höfðu með vöru­merki, nöfn og tákn sem tengd­ust Vís­inda­kirkj­unni að gera. Þó að Religi­ous Technology Center sé aðskilið frá Vís­inda­kirkj­unni sjálfri þar sem Her­bert Jentzsch er tals­maður er Mis­cavige sá sem heldur um stjórn­völ­inn. 

Kirkjan hefur verið gagn­rýnd og sökuð um margt miður gott. Með­limir hafa verið dæmdir fyrir að stela skjölum frá Banda­ríkja­stjórn. Einnig hafa félagar hennar verið dæmdir fyrir svindl, mann­dráp og þeir hafa einnig haft áhrif á vitni frönskum mála­ferl­um.

Í sumum löndum er litið á Vís­inda­kirkj­una sem fyr­ir­tæki frekar en trú­ar­sam­fé­lag. Kirkjan hefur mikla stjórn á höf­unda­rétti yfir merkj­um, skrifum og kenni­settn­ingum kirkj­unn­ar. Orðið Sci­entology sem og L. Ron Hubb­ard eru skráð vöru­merki og vernduð sem slík. 

Vís­inda­kirkjan hefur á að skipa frægum ein­stak­ling­um. Þar má nefna John Tra­volta, Juli­ette Lewis, Giovanni Ribisi, Tom Cru­ise, Kirstie Alley og fleiri. En það verður að segj­ast að Kirkjan er umdeild og umlukin málum sem hafa kastað skugga á til­vist henn­ar. Ekki er vitað með vissu hversu margir aðhyll­ast kirkj­una sem einnig hefur verið sökuð um að vera sér­trú­ar­söfn­uður en á vef­síðu hennar eru um 16,000 með­lim­ir. 

Í myrkum mána fjöllum

Fyrsta lend­ing manns­ins á tungl­inu hefur verið rædd fram og til baka síðan fyrstu skrefin voru stigin þar og ekki bara af vís­inda­mönnum heldur allra handa fólki sem hefur haft mik­inn áhuga og skoð­anir á þess­ari ferð og því sem gerð­is­t. Tungllendingin.

Myndefni sem sent var út beint og tekið upp á meðan á ferð­inni stóð, grjót af yfir­borði mán­ans og mæli­tæki sem byggja á end­ur­vörpun sem tunglið getur ekki sent frá sér sjálft, bún­aður sem var skil­inn eft­ir, svo sem skjálfta­mælir og spegla­bún­aður sem gerir fjar­lægð­ar­mæl­ingar milli tungls­ins og jarð­ar­innar mögu­leg­ar, allt rennir þetta stoðum undir að tungl­ferðin í Apolló 11 hafi í raun átt sér stað. Það er vit­an­lega oft gaman að taka hinn pól­inn og taka mál­stað þeirra sem afneita tungl­för­inni þó að full­vel sé vitað að í vís­inda­sam­fé­lag­inu er ein­ing um það að ferðin hafi verið far­in, en enn er verið að spá í þetta mikla fram­fara­skref, sem ekki hefur verið telj­andi fram­hald á nema kannski upp á síðkastið undir stjórn auð­kýf­inga eins og Elon Musk sem stefnir að því að setja upp sjoppu á Mars. Þegar þeim sem efast um að ferðin hafi verið farin verður orð­fátt söðla þeir um og leiða líkur að því að tungl­far­arnir hafi kom­ist í kynni við verur frá fjar­lægum plánet­um. Það er spuninn sem alltaf kemur upp og er drif­kraftur sam­sær­is­kenn­inga. 

Heim­ild­ar­myndir og allra handa skrif hafa fjallað um þessa ferð og líkur leiddar að því að mynd­irnar frá lend­ing­unni og tungl­göng­unni sjálfri hafi verið teknar upp í mynd­veri á jörðu niðri. Skuggar geim­far­anna og þeirra muna sem þeir komu fyrir á yfir­borði mán­ans hafa einnig verið skoð­aðir í þaula og ekki eru allir á eitt sáttir um það sem þar kemur fram.

Blóði drifin saga

Í gegnum sög­una hafa menn fallið fyrir ann­arra hendi vegna ýmissa ástæðna en völd, fjár­mál, skoð­anir og stefnu­mál hafa oft­ast nær verið ástæð­an. Sum þess­ara atvika eru nokkuð ljós en önnur eru það ekki. Það er jú þannig með sam­særi að þau fara oft­ast nær nokkuð leynt og eftir að þau eru yfir­staðin vilja þeir sem þátt í þeim tóku ekki endi­lega að það fari hátt. Þess ber einnig að geta að sam­særi þurfa ekki endi­lega að snú­ast um morð.Júlíus Sesar.

Það er nokkuð ljóst að þegar hópur þing­manna í róm­verska Senat­inu árið 44 fyrir Krist stungu Júl­íus Sesar 23 sinnum og drápu hann þar með, var ástæðan sú að þeim þótti hann hafa sankað að sér of miklum völdum og að lýð­ræð­inu sem ríkti í Róm á þeim tíma væri ógnað vegna þess. Enn er verið að ræða um það hvað til­ræð­is­mönn­unum og Júl­íusi fór á milli á meðan hann dró sín síð­ustu and­ar­tök. William Shakespe­are skrif­aði, sem frægt er, leik­rit sem studd­ist við þessa atburði en leik­ritið er skáld­verk sem ekki aðeins byggir á stað­reyndum heldur bætir ýmsu við til að auka hin dramat­ísku áhrif. Þó að leik­ritið hafi fullum fetum notað það að Sesar hafi sagt hin fleygu orð Et tu Brutus þegar honum varð ljóst að einn af hans mestu stuðn­ings­mönnum og sam­verka­mað­ur, væri einn af til­ræð­is­mönn­unum þá er það enn umdeilt á meðal fræði­manna. En morðið á Júl­íusi sem hafði fengið við­ur­nefnið Sesar varð ekki til þess að bjarga lýð­ræð­inu í Róm. Upp úr þessu var háð borg­ara­styrj­öld og þeir sem stóðu að morð­inu á Júl­íusi töp­uðu og Brutus framdi sjálfs­morð í kjöl­far­ið. Brutus þessi er einn af þeim sem taldir eru hafa svikið hvað mest í sam­skiptum sínum við sam­verka­menn sína. Hann hefur verið settur í sama flokk og Júdas Ísk­aríot sem sveik Jesú Krist í Get­semane garð­inum forð­u­m. 

Auglýsing
Tvö morð­mál sem bæði snú­ast um vin­sæla stjórn­mála­menn eru enn ekki að fullu leyst þó að rann­sókn á báðum mál­unum hafi verið hætt og saka­maður fund­inn. Það fyrra er morðið á John Fitz­ger­ald Kenn­edy, 35 for­seta Banda­ríkj­anna. Þann 22. nóv­em­ber 1963 var hann skot­inn af löngu færi þar sem hann sat í opnum blæju­bíl sem ók í gegnum borg­ina Dallas í Texas. Lee Har­vey Oswald sem var fylg­is­maður komm­ún­ista og aðgerð­ar­sinni var hand­tek­inn fyrir morðið og enn þann dag í dag telja stjórn­völd að hann hafi framið morðið og verið einn að verki. Oswald var hins­vegar drep­inn af Jack Rubi sem rak næt­ur­klúbba í borg­inni. Það gerð­ist í kjall­ara höf­uð­stöðva lög­regl­unnar í Dallas er verið var að færa Oswald á milli staða í lög­reglu­fylgd og í beinni útsend­ingu sjón­varps­stöðva. Þetta gerði það að verkum að rétta­höld yfir Oswald voru vit­an­lega óger­leg. Síðan þetta átti sér stað hefur margt verið rætt og ritað um þennan atburð. Rann­sókn­ar­nefndir hafa kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að Lee Har­vey Oswald hafi lík­leg­ast verið einn að verki þó að vitni hafi talað um skot­hvelli frá öðrum stöðum en þeirri bygg­ingu sem Oswald var í. Ekki eru allir sann­færðir um að Oswald hafi verið einn að verki og í kvik­mynd­inni JFK eftir Oli­ver Stone er stoðum rent undir þá skoðun að morðið hafi í raun verið valda­rán. Enn er verið að ræða þetta fram og til baka en opin­bera útgáfan er sú að Oswald sé bana­maður for­set­ans.Olof Palme.

Morðið á Olof Palme for­sæt­is­ráð­herra Sví­þjóðar þann 28. febr­úar 1986 er annað hápóli­tískt morð sem er sann­an­lega óupp­lýst enn þann dag í dag. Höf­undur verður hér að staldra við því að nýlega var rann­sókn á máli Olof Palme hætt. Morð­ing­inn er tal­inn vera Stig Eng­strom, graf­ískur hönn­uð­ur, sem var þekktur undir við­ur­nefn­inu „Skandia mað­ur­inn". En Stig þessi framdi sjálfs­morð árið 2000.

Palme og Liz­beth konan hans höfðu farið í kvik­mynda­hús án þess að njóta verndar líf­varða. Þetta gerðu þau oft þar sem þrátt fyrir stöðu sína vildu þau lifa eins venju­legu lífi og frekast var unnt. Þau voru á heim­leið um mið­borg Stok­hólms sem iðaði af lífi og þar var mikil mann­mergð. Þar sem þau gengu eftir Svea­vägen kom aðvíf­andi hávax­inn frakka­klæddur maður sem dró upp skamm­byssu sem hann lagði að baki Palme og skaut einu skoti. Í ringul­reið­inni sem skap­að­ist komst mað­ur­inn í burtu og þó að vitnin hafi verið mörg hefur engum tek­ist að bera kennsl á morð­ingj­ann svo að óyggj­andi sé. Palme féll á göt­una og er lík­legt að hann hafi lát­ist sam­stund­is. Það er í raun ótrú­legt að ekki hafi tek­ist að upp­lýsa þetta mál fyrr, ef nið­ur­staðan sem Svíar hafa kom­ist að er sú rétta. Það er víst að þetta augna­blik í sög­unni hefur haft áhrif á marga sem upp­lifðu það þó að þeir hafi ekki verið á staðn­um. 

Palme var mik­ill áhrifa­maður í sænskum stjórn­málum og áhrifa hans og skoð­anna gætti langt út fyrir landa­mæri Sví­þjóðar og gera lík­lega enn. Hann studdi áköll ríkja til sjálf­stæðis og frægt er að hann var fyrsti erlendi stjórn­mála­mað­ur­inn sem heim­sótti Kúbu eftir bylt­ing­una. Hann var tals­maður þess að Suður Afr­íka legði af aðskiln­að­ar­stefnu hvíta minni­hlut­ans og blökku­manna. Það var mjög umdeilt bæði innan Suð­ur­-Afr­íku og á heims­vísu. Palme var einnig atkvæða­mik­ill í sænskum stjórn­málum og hann átti sér án efa óvini sem glaðir vildu hann feigan eins og kom á dag­inn. Alexander Litvinenko.  

Alex­ander Valt­er­ovich Lit­vinen­ko var fæddur 30. ágúst 1962 og var rúss­neskur flótta­maður sem flúði til Bret­lands og bjó í London þangað til hann var myrtur 23. nóv­em­ber 2006. Hann hafði áður starfað fyrir rúss­nesku leyni­þjón­ust­una FSB (Federal Security Service) sem rann­sakar skipu­lagða glæp­a­starf­semi. Sam­kvæmt banda­rískum diplómötum á Lit­vinenko að hafa, fyrstur manna kallað Rúss­land mafíu­ríki.

Það voru miklir umbrota­tímar í Rúss­landi á þessum tíma. Járn­tjaldið hafði fallið með miklum látum á milli 1989 og 1990. Næstu árin var Rúss­land að finna takt­inn og Boris Yeltsin var veikur leið­togi sem tók við af síð­asta aðal­rit­ara komm­ún­ista flokks­ins Michail Gor­bachev. Vla­dimir Putin komst smátt og smátt til valda og er enn sá sem flestu ræður í Rúss­land­i. 

Í nóv­em­ber 1998 sak­aði Lit­vinenko og fleiri með­limir FSB yfir­menn sína um morðið á millj­óna­mær­ingnum Boris Ber­ezov­sky. Þessu var ekki tekið vel og var hann hand­tek­inn í mars 1999 og sak­aður um að hafa farið út fyrir vald­svið sitt með yfir­lýs­ingum sín­um. Hann var fund­inn sak­laus í nóv­em­ber en hand­tek­inn aftur stuttu seinna en kær­urnar gegn honum voru látnar niður falla árið 2000. Þegar þarna var komið flúði hann til London og fékk þar hæli fyrir sig og fjöl­skyldu sína. Þar starf­aði hann sem ráð­gjafi fyrir bresku leyni­þjón­ust­una. 

Lit­vinenko hélt áfram að gagn­rýna rúss­nesk stjórn­völd á meðan hann bjó í London og skrif­aði til dæmis tvær bæk­ur, Blowing Up Russia: Ter­ror from Wit­hin og Lubyanka Crim­inal Group, þar sem hann sakar rúss­nesku leyni­þjón­ust­una um að hafa sprengt fjórar íbúð­ar­blokkir sem hryðju­verka­mönnum frá Tjet­seníu var kennt um í þeim til­gangi að koma Vla­dimir Putin til valda. Hann sak­aði Putin einnig um að skipa fyrir um morðið á blaða­mann­inum Önnu Politovska­ya. 

Fyrsta nóv­em­ber 2006 veikt­ist Lit­vinenko skyndi­lega og dó 22 dögum seinna. Rann­sókn leiddi í ljós að bana­mein hans var eitrun af völdum hins geisla­virka polon­i­um-210 og er hann fyrsta þekkta fórn­ar­lamb eitr­unar af völdum þess efn­is. 

Eins og gefur að skilja varð uppi fótur og fit og margar kenn­ingar voru uppi um hver til­ræð­is­mað­ur­inn var og hver hafi verið hvata­maður morðs­ins. Bresk rann­sókn benti ein­dregið til þess að Andrey Lugovoy, sem áður hafði starfað fyrir rúss­nesku örygg­is­stofn­un­ina FSO (Russia's Federal Prot­ect­ive Service), væri sá sem verkn­að­inn hafi framið. Bretar kröfð­ust þess að hann yrði fram­seldur en það var ekki gert vegna þess að sam­kvæmt rúss­nesku stjórn­ar­skránni má ekki fram­selja Rússa til ann­arra landa. Þetta leiddi til versn­andi sam­skipta á milli ríkj­anna. 

Mar­ina, ekkja Lit­vinenko vann lengi vel ásamt líf­fræð­ingnum (biolog­ist) Alex­ander God­frab að rann­sókn á mál­inu. Hún fékk því loks­ins fram­gengt að rann­sókn­ar­réttur (Coroner/pu­blic inquery) fjall­aði um málið og þrátt fyrir að mjög erfitt hafi verið að finna sann­anir sem væru nógu sterkar til að reka málið hófust mála­ferlin þann 27. jan­úar 2015, um tíu árum eftir að Lit­vinenko var myrt­ur. Rétt­ur­inn komst að því að morðið hafi verið framið af FSB og að öllum lík­indum að skipun Vla­dimir Putin og Niko­lai Patrus­hev sem var yfir­maður FSB á þessum tíma. Þann tíma sem þetta ferli tók var mikið rætt og ritað um dauða Lit­vinekos og það sem margir töldu vera sam­sær­is­kenn­ingar reynd­ist vera rétt og er nú talið sann­að. Þó svo sé þá eru þeir seku enn frjálsir ferða sinna og hafa ekki tapað þeim völdum sem þeir höfðu. Nýverið fór breyt­ing á lögum um for­seta Rúss­lands í gegnum Dúmuna. Þessi breyt­ing gerir það að verkum að Putin getur setið á valda­stóli til árs­ins 2036 ef hann kærir sig um.

Núvit­und á net­inu

Að setja fram sam­sær­is­kenn­ingar svo og aðrar kenn­ingar er mun auð­veld­ara núna en áður. Með til­komu nets­ins og þeirra miðla sem þar er boðið upp á geta ein­stak­lingar eða hópar náð til millj­óna án þess að þurfa að hreyfa sig spönn frá rassi. Nú er talað um fals­fréttir og óáreiða­legar sögur sem fara á flug um netheima. Þessar fréttir og sögur eru oft þannig að fyrsti apríl virð­ist vera á hverjum degi. Það þarf að gæta sín vel við lestur á því sem birt­ist á sam­fé­lags­miðlum og er sett fram sem heil­agur sann­leikur en reyn­ist oft ekki eiga neina stoð í raun­veru­leik­an­um. Þó að yfir­lýs­ingar for­seta Banda­ríkj­anna virð­ist oft vera fjar­stæðu­kennt rugl koma þær frá honum og þess vegna er enn erf­ið­ara að henda reiður á hvað er satt og hvað er log­ið. 

Á meðan og áður en kosn­inga­bar­áttan hófst fyrir síð­ustu kosn­ingar í Banda­ríkj­unum flugu þær fréttir að óprút­tnir erlendir aðilar væru að reyna að hafa áhrif á kosn­inga­bar­átt­una í því augna­miði að styðja annan fram­bjóð­and­ann og hindra fram­gang hins. Tölvu­póstum var stolið frá Hill­ary Clinton og efni þeirra not­að. Þessir tölvu­póstar voru tengdir hennar per­sónu og ekki varðir eins og hefðin er hvað varðar opin­berar per­són­ur. Mikið var rætt um það að Rússar vildu fá Don­ald Trump kos­inn og þess vegna voru net­miðlar not­aðir af þeim til að rægja Clint­on. Það hefur gengið illa að sanna þetta og þegar Trump hlaut kosn­ingu voru þessar ásak­anir rann­sak­aðar en ekk­ert kom út úr því og málið virð­ist hafa fjarað út. Nú eru kosn­ingar á næsta leiti í Banda­ríkj­unum og það verður for­vitni­legt að sjá og fylgj­ast með hvort það sama verði upp á ten­ingn­um. En svo er auð­vitað hugs­an­legt að allt þetta fár sem varð fyrir fjórum árum hafi bara verið sam­sær­is­kenn­ing og þær ásak­anir sem voru settar fram eigi sér enga stoð í raun­veru­leik­an­um. 

Auglýsing
Það er hugs­an­lega að bera í bakka­fullan læk­inn að tala meira um Covid-19 og áhrif þess far­ald­urs en hjá því verður ekki kom­ist þó. Far­aldur þessi hefur sett allan heim­inn á annan end­ann og ekki sér fyrir end­ann á því. Heilu þjóð­irnar eru í sótt­kví, flug­um­ferð og önnur ferða­lög sem áður þóttu sjálfs­sögð hafa lagst af að mestu. Starfs­fólk fyr­ir­tækja vinnur heima­við eða hefur jafn­vel misst vinn­una. Allur heim­ur­inn er í efna­hag­skrísu sem virð­ist ætla að verða mjög erfið og hugs­an­lega lang­vinn. 

Covid-19 er pest sem hefur dreift sér um allan heim og dauðs­föll­unum og þeim sem eru smit­aðir fjölgar dag frá degi. Sumum þjóðum hefur tek­ist betur en öðrum að hefta útbreiðslu far­ald­urs­ins en þær þjóðir geta samt ekki leyft frjálsar ferðir á milli landa né heldur inn­an­lands fyrr en plágan hefur verið kveðin niður á heims­vís­u. 

Nettröllin hafa ekki legið á liði sínu hvað varðar sam­sær­is­kenn­ingar um Covid-19. Ein þeirra er sú að veiran sjálf hafi verið búin til af mönnum og að henni hafi hreint og beint verið sleppt út af til­rauna­stof­unni til að valda sem mestum skaða. Kín­verjum hefur verið kennt um þetta og þó að margt sé mis­jafnt hægt að segja um fram­göngu þeirra þegar veiran kom fyrst upp í Wuhan hér­aði er það harla ólík­legt að veiran sé af manna völdum nema auð­vitað að hún á að hafa átt upp­tök sín á mat­væla­mark­aði þar sem afurðir dýra komu smit­inu af stað. Flestir þeir vís­inda­menn sem að rann­sókn­inni hafa komið eru sam­mála því að veiran sé ekki til­bú­in. Þrátt fyrir það fljúga fréttir um að skáld­sögur hafi spáð fyrir um þennan far­aldur og að stjórn­völd í Kína hafi komið pest­inni af stað til þess eins að klekkja á Banda­ríkj­unum og ná mark­aðs­ráð­andi stöðu í heim­in­um. Ástr­alska rík­i­s­tjórnin sem hefur átt í miklum vand­ræðum með að kveða niður smit í land­inu kallar nú eftir rann­sókn á því hvernig veiran komst á flug og er hálf­gert kalt stríð hafið á milli þeirra og stjórn­valda í Kína. Ástr­alir furða sig á því að kín­versk stjórn­völd svara fyr­ir­spurnum þeirra engu og þeir segja að sím­tölum og öðrum sam­skiptum sé hrein­lega ekki svarað frá Pek­ing.

Banda­ríkja­stjórn brást seint og illa við þegar smitin bár­ust þangað og eins og Trump er von og vísa hóf hann sína einka her­ferð og kenndi öllum nema sjálfum sér hvernig komið var. Hann hót­aði að hætta að styðja WHO og lét síðan verða af því. Auð­vitað hreytti hann ónotum í Kína­stjórn. Banda­ríkja­for­seti sagði að pestin mundi fjara út snar­lega og að þetta væri svo sann­ar­lega stormur í vatns­glasi. Raunin er auð­vitað önnur og við sem verðum vitni að þessu vitum ekki okkar rjúk­andi ráð. Það má til sanns vegar færa að stjórn­völd á Íslandi hafi staðið sig nokkuð vel. Hitt er auð­vitað annað mál að efna­hagur þjóð­ar­innar hefur tekið mikla dýfu sem sér ekki fyrir end­ann á. 

Það er eins og Covid-19 hafi sent okkur öll heim til þess að sitja í skammar­króknum um stund. Pestin atarna er ekki eina vanda­málið sem við eigum eftir að þurfa að glíma við. Þeir sem til þekkja spá því að veira sem þessi eigi eftir að leika lausum hala aftur og enn sér ekki fyrir end­ann á þessu fári. Svo eru það lofts­lags­málin sem banka upp á og lítið hefur verið gert til að leysa. Síð­ast­lið­inn vetur var mjög harður og mín sam­sær­is­kenn­ing er sú að það veðra­víti sem gekk yfir landið sé að minnsta kosti að hluta til af völdum gróð­ur­húsa­á­hrifa og hlýn­unar jarð­ar. Við erum að upp­lifa heit­ustu ár sem mæld hafa ver­ið. Heim­skautin eru að bráðna með miklum hraða og skógar brenna í Banda­ríkj­unu, Ástr­alíu og hinn ótví­rætt mik­il­vægi skógur við Amazon ánna hefur orðið skóg­ar­eldum og miklu jarð­raski af manna­völdum að bráð. Ekki sér fyrir end­ann á þessu en það ætti hugs­an­lega að vekja okkur að sam­fara minni notkun flug­véla, bíla og þeirri stað­reynd að verk­smiðjur spúa ekki eins mik­illi mengun út í loftið og var áður en pestin kom til hefur gert það að verkum að íbúar stór­borga hafa betra útsýni yfir borg­irnar núna. Fjalla­sýnin til Himala­ja­fjalla er mun betri og hreinni en hefur verið um langt skeið. 

Stóra spurn­ingin er hvað er til ráða og verður tekið til þeirra ráða? 

Höf­undur er kenn­ari/­kvik­mynda­gerð­ar­mað­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar