Niðurgreiðslur og gengissig – töfralausnir eða óviðráðanleg fíkn?

Þröstur Ólafsson segir að stöðugur gjaldmiðill sé forsenda fyrir heilbrigðu þjóðlífi og efnahagslegri velgengni þjóðarinnar í bráð og lengd.

Auglýsing

Hag­kerfi eru flókin fyr­ir­bæri. Innan þeirra eru margir þræðir sem hægt er að stýra. Rík­is­valdið er eðli­lega sú stofnun sem hefur sig þar mest í frammi. Nið­ur­greiðslur í ýmsu formi er ein þeirra aðferða sem tíð­ast hefur verið gripið til. 

Lengi vel var það land­bún­að­ur­inn einn sem lifði af nið­ur­greiðsl­u­m. Á síð­ustu ára­tugum hefur bæði stór­iðj­an, svo sem PCC á Bakka, og ferða­manna­iðn­að­ur­inn bæst við, sem og bóka­út­gáfa, fjöl­miðl­ar, inn­an­lands­flug og fleira s.s. bygg­ing­ar­iðn­aður nú í far­aldr­in­um. Þá hafa ýmsar nið­ur­greiðslur tengdar dreif­býli séð dags­ins ljós. Ekki verður því heldur and­mælt að nán­ast ókeypis aðgangur að sjáv­ar­auð­lind­inni bæði fyrir almenna útgerð sem og lax­eldi í sjó, er stór­tæk und­an­þága frá eðli­legum við­skipta­hátt­um, þar sem reglan er að greiða skuli fyrir af afnot af ann­arra eign. 

Nið­ur­greiðsla og aðrar und­an­þágur frá­ ­gjöldum og greiðslum fram­kalla að jafn­aði betri rekstr­ar­af­komu en ella hefði orð­ið. Stundum einnig lægra neyslu­verð. Þær kosta ríkið pen­inga sem almenn­ingur end­ur­greiðir með hærri skött­um. Nýt­andi og greið­andi er ekki endi­lega sami aðil­inn.

Var­huga­verð aðgerð

Nið­ur­greiðslur hafa hins vegar aðra var­huga­verða hlið. Þær breyta litlu sem engu um und­ir­liggj­andi vanda. Ef og þegar þær hverfa þá blasir að nýju við sami vand­inn. Endar ná ekki sam­an. Engin raun­breyt­ing hefur átt sér stað. Þetta leiðir til meiri ásóknar í nið­ur­greidda atvinnu­vegi. Starf­semi sem ekki stendur undir sér er gefið fram­halds­líf. Fjár­fest­ingum er beint þang­að. 

Auglýsing
Afleiðingin er aukið fram­boð á þjón­ustu eða fram­leiðslu í nið­ur­greiddri grein­inni. Land­bún­að­ur­inn fram­leiðir langt umfram inn­an­lands­neyslu og þarf að bjóða þessa umfram­fram­leiðslu á hrakvirði hinum megin á hnett­in­um, með auka upp­bót frá skatt­borg­ur­um. Þetta dregur niður fram­leiðni og lífs­kjör lands­manna. Þetta er skýrt dæmi þegar fáum er umb­unað á kostnað fjöld­ans. 

Aðstreymi ferða­manna til lands­ins var keyrt áfram af öfl­ugum ímynd­ar­aug­lýs­ingum erlendis sem ríkið greiddi að mestu. Gisti- og mót­töku­stöðvar fyrir ferða­menn spruttu upp eins og gorkúlur um allt land. Þessi grein var und­an­þegin hluta virð­is­auka­skatts. Þá var ferða­fólki ekki ætlað að greiða neinn umhverfis­kostnað sem sífellt varð meiri. 

Afleið­ingin varð mikil offjár­fest­ing í ferða­manna­iðn­aði ásamt stór­tæku inn­streymi erlends vinnu­fólks. Vand­i ­ferða­manna­iðn­að­ar­ins birt­ist þegar slakna fór á aðsókn­inni. Nið­ur­greiðslan byrgði sýn á raun­veru­leik­ann. Nú er hann kom­inn í ljós. Covid 19 hefur magnað upp vanda sem var fyr­ir­liggj­andi. Und­an­þágur frá almennum reglum skaða alla þegar fram í sæk­ir. Nú mun almenn­ingur þurfa að axla byrgar vegna gönu­hlaups­ins.

Er geng­is­sig til bless­un­ar?

Enn er ónefnt til sög­unnar það verk­færi sem stór­tæk­ast er í nið­ur­greiðslum og milli­færslum en það er geng­is­fellda krón­an. Þegar búið er að keyra kostnað og fjár­fest­ingar inn­an­lands úr hófi og sam­keppn­is­að­staðan er erf­ið, þá er gripið til þess ráðs að láta krón­una síga. Síð­asta afrekið er 19% ­sig á árin­u. 

Geng­is­fell­ingar hafa þann til­gang að færa kaup­mátt og tekjur frá­ einum hluta hag­kerf­is­ins til ann­ars og eru þannig víð­tæk­ari en nið­ur­greiðsl­an. Frá almenn­ingi og inn­lendri fram­leiðslu til útflutn­ings­greina. Und­ir­rit­aður orð­aði það einu sinni svo, að geng­is­fell­ingar væru öfl­ug­asta arð­ránstæki hag­kerf­is­ins. Fjöl­margir álíta þær vera sniðuga útgöngu­leið úr heima­til­búnu klúðri.

Gild­is­mat riðl­ast

Þeir mein­bugir eru hér á að hag­að­ilar sem og þjóðin mynda með sér ómeð­vitað vit­und um að óhætt sé að starfa áfram á óábyrgðan hátt, því geng­is­sig sé opin­ber þjóð­hags­legur þrauta­vari. Svo mögnuð er blekk­ing­in að túlka má sum ummæli for­svars­manna Seðla­bank­ans á þá leið að geng­is­sig sé örugg­asta leiðin til auka stöð­ug­leika og hag­vöxt. Þetta hug­ar­far við­heldur lágri fram­leiðni og nýjum efna­hags­legum ólög­um, festu­leysi og óstöð­ug­leika, þegar aukið pen­inga­magn geng­is­fell­ing­ar­innar fer á kreik, án þess að þar að baki liggi nein aukn­ing raun­stærða og nýja sér­tækar aðgerðir fara að virka. Geng­is­fell­ing fram­kallar nýjan óstöð­ug­leika sem síðar þarf að leið­rétta með nýrri aðlögun að breyttu gengi. „Sjálf­stæður gjald­mið­il“ í örlitlu hag­kerfi virkar eins og rang­lega stillt vél sem sífellt þarf að leið­rétta.

Þessi heima­til­búni óstöð­ug­leiki og vit­undin um reikult, rýrn­andi verð­gildi gjald­mið­ils­ins, sem er megin verð­gild­is­við­miðun hag­kerf­is­ins, ruglar verð­mæta­skyn og gild­is­mat þjóð­ar­inn­ar. Grunn­ur­inn undir mati okkar á lífs­gildum riðl­ast og verður óstöð­ug­ur. Það skyldi þó ekki hafa verið þessi visnun gild­is­mats sem auð­veld­aði og hvatti fjár­mála­sjó­ræn­ingja til afreka ára­tug­inn fyrir Hrun? 

Svona svika­mylla sem krónan er, þarf póli­tíska rétt­læt­ingu gagn­vart þjóð­inni. Ríkj­andi öfl segja hana vera bæði full­veld­is­tákn og tryggð­ar­pant fyrir hátt atvinnustig. Hvort tveggja hefur brugð­ist hrapa­lega. Það síð­ara hefur vegið þungt í afstöðu verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar gagn­vart krón­unni, þó hreyf­ingin geri sér ljósa grein fyrir mis­smíði henn­ar. Stöð­ugur gjald­mið­ill er for­senda fyrir heil­brigðu þjóð­lífi og efna­hags­legri vel­gengni þjóð­ar­innar í bráð og lengd.

Höf­undur er hag­fræð­ing­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar