Niðurgreiðslur og gengissig – töfralausnir eða óviðráðanleg fíkn?

Þröstur Ólafsson segir að stöðugur gjaldmiðill sé forsenda fyrir heilbrigðu þjóðlífi og efnahagslegri velgengni þjóðarinnar í bráð og lengd.

Auglýsing

Hag­kerfi eru flókin fyr­ir­bæri. Innan þeirra eru margir þræðir sem hægt er að stýra. Rík­is­valdið er eðli­lega sú stofnun sem hefur sig þar mest í frammi. Nið­ur­greiðslur í ýmsu formi er ein þeirra aðferða sem tíð­ast hefur verið gripið til. 

Lengi vel var það land­bún­að­ur­inn einn sem lifði af nið­ur­greiðsl­u­m. Á síð­ustu ára­tugum hefur bæði stór­iðj­an, svo sem PCC á Bakka, og ferða­manna­iðn­að­ur­inn bæst við, sem og bóka­út­gáfa, fjöl­miðl­ar, inn­an­lands­flug og fleira s.s. bygg­ing­ar­iðn­aður nú í far­aldr­in­um. Þá hafa ýmsar nið­ur­greiðslur tengdar dreif­býli séð dags­ins ljós. Ekki verður því heldur and­mælt að nán­ast ókeypis aðgangur að sjáv­ar­auð­lind­inni bæði fyrir almenna útgerð sem og lax­eldi í sjó, er stór­tæk und­an­þága frá eðli­legum við­skipta­hátt­um, þar sem reglan er að greiða skuli fyrir af afnot af ann­arra eign. 

Nið­ur­greiðsla og aðrar und­an­þágur frá­ ­gjöldum og greiðslum fram­kalla að jafn­aði betri rekstr­ar­af­komu en ella hefði orð­ið. Stundum einnig lægra neyslu­verð. Þær kosta ríkið pen­inga sem almenn­ingur end­ur­greiðir með hærri skött­um. Nýt­andi og greið­andi er ekki endi­lega sami aðil­inn.

Var­huga­verð aðgerð

Nið­ur­greiðslur hafa hins vegar aðra var­huga­verða hlið. Þær breyta litlu sem engu um und­ir­liggj­andi vanda. Ef og þegar þær hverfa þá blasir að nýju við sami vand­inn. Endar ná ekki sam­an. Engin raun­breyt­ing hefur átt sér stað. Þetta leiðir til meiri ásóknar í nið­ur­greidda atvinnu­vegi. Starf­semi sem ekki stendur undir sér er gefið fram­halds­líf. Fjár­fest­ingum er beint þang­að. 

Auglýsing
Afleiðingin er aukið fram­boð á þjón­ustu eða fram­leiðslu í nið­ur­greiddri grein­inni. Land­bún­að­ur­inn fram­leiðir langt umfram inn­an­lands­neyslu og þarf að bjóða þessa umfram­fram­leiðslu á hrakvirði hinum megin á hnett­in­um, með auka upp­bót frá skatt­borg­ur­um. Þetta dregur niður fram­leiðni og lífs­kjör lands­manna. Þetta er skýrt dæmi þegar fáum er umb­unað á kostnað fjöld­ans. 

Aðstreymi ferða­manna til lands­ins var keyrt áfram af öfl­ugum ímynd­ar­aug­lýs­ingum erlendis sem ríkið greiddi að mestu. Gisti- og mót­töku­stöðvar fyrir ferða­menn spruttu upp eins og gorkúlur um allt land. Þessi grein var und­an­þegin hluta virð­is­auka­skatts. Þá var ferða­fólki ekki ætlað að greiða neinn umhverfis­kostnað sem sífellt varð meiri. 

Afleið­ingin varð mikil offjár­fest­ing í ferða­manna­iðn­aði ásamt stór­tæku inn­streymi erlends vinnu­fólks. Vand­i ­ferða­manna­iðn­að­ar­ins birt­ist þegar slakna fór á aðsókn­inni. Nið­ur­greiðslan byrgði sýn á raun­veru­leik­ann. Nú er hann kom­inn í ljós. Covid 19 hefur magnað upp vanda sem var fyr­ir­liggj­andi. Und­an­þágur frá almennum reglum skaða alla þegar fram í sæk­ir. Nú mun almenn­ingur þurfa að axla byrgar vegna gönu­hlaups­ins.

Er geng­is­sig til bless­un­ar?

Enn er ónefnt til sög­unnar það verk­færi sem stór­tæk­ast er í nið­ur­greiðslum og milli­færslum en það er geng­is­fellda krón­an. Þegar búið er að keyra kostnað og fjár­fest­ingar inn­an­lands úr hófi og sam­keppn­is­að­staðan er erf­ið, þá er gripið til þess ráðs að láta krón­una síga. Síð­asta afrekið er 19% ­sig á árin­u. 

Geng­is­fell­ingar hafa þann til­gang að færa kaup­mátt og tekjur frá­ einum hluta hag­kerf­is­ins til ann­ars og eru þannig víð­tæk­ari en nið­ur­greiðsl­an. Frá almenn­ingi og inn­lendri fram­leiðslu til útflutn­ings­greina. Und­ir­rit­aður orð­aði það einu sinni svo, að geng­is­fell­ingar væru öfl­ug­asta arð­ránstæki hag­kerf­is­ins. Fjöl­margir álíta þær vera sniðuga útgöngu­leið úr heima­til­búnu klúðri.

Gild­is­mat riðl­ast

Þeir mein­bugir eru hér á að hag­að­ilar sem og þjóðin mynda með sér ómeð­vitað vit­und um að óhætt sé að starfa áfram á óábyrgðan hátt, því geng­is­sig sé opin­ber þjóð­hags­legur þrauta­vari. Svo mögnuð er blekk­ing­in að túlka má sum ummæli for­svars­manna Seðla­bank­ans á þá leið að geng­is­sig sé örugg­asta leiðin til auka stöð­ug­leika og hag­vöxt. Þetta hug­ar­far við­heldur lágri fram­leiðni og nýjum efna­hags­legum ólög­um, festu­leysi og óstöð­ug­leika, þegar aukið pen­inga­magn geng­is­fell­ing­ar­innar fer á kreik, án þess að þar að baki liggi nein aukn­ing raun­stærða og nýja sér­tækar aðgerðir fara að virka. Geng­is­fell­ing fram­kallar nýjan óstöð­ug­leika sem síðar þarf að leið­rétta með nýrri aðlögun að breyttu gengi. „Sjálf­stæður gjald­mið­il“ í örlitlu hag­kerfi virkar eins og rang­lega stillt vél sem sífellt þarf að leið­rétta.

Þessi heima­til­búni óstöð­ug­leiki og vit­undin um reikult, rýrn­andi verð­gildi gjald­mið­ils­ins, sem er megin verð­gild­is­við­miðun hag­kerf­is­ins, ruglar verð­mæta­skyn og gild­is­mat þjóð­ar­inn­ar. Grunn­ur­inn undir mati okkar á lífs­gildum riðl­ast og verður óstöð­ug­ur. Það skyldi þó ekki hafa verið þessi visnun gild­is­mats sem auð­veld­aði og hvatti fjár­mála­sjó­ræn­ingja til afreka ára­tug­inn fyrir Hrun? 

Svona svika­mylla sem krónan er, þarf póli­tíska rétt­læt­ingu gagn­vart þjóð­inni. Ríkj­andi öfl segja hana vera bæði full­veld­is­tákn og tryggð­ar­pant fyrir hátt atvinnustig. Hvort tveggja hefur brugð­ist hrapa­lega. Það síð­ara hefur vegið þungt í afstöðu verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar gagn­vart krón­unni, þó hreyf­ingin geri sér ljósa grein fyrir mis­smíði henn­ar. Stöð­ugur gjald­mið­ill er for­senda fyrir heil­brigðu þjóð­lífi og efna­hags­legri vel­gengni þjóð­ar­innar í bráð og lengd.

Höf­undur er hag­fræð­ing­ur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá spítala í Manaus í gær. Þar skortir súrefni, sem hefur valdið ónauðsynlegum dauðsföllum bæði COVID-sjúklinga og annarra.
„Brasilíska afbrigðið“: Bretar herða reglur og súrefnið klárast í stórborg í Amazon
Faraldsfræðingur í Manaus í Brasilíu segir borgina að verða sögusvið eins sorglegasta kafla COVID-19 faraldursins hingað til. Súrefni skortir og nýburar eru fluttir í burtu. Á sama tíma grípa Bretar til hertra aðgerða til að verjast nýjum afbrigðum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Eyþór Eðvarðsson
Þurfum stærri aðgerðir í loftslagsmálum
Kjarninn 15. janúar 2021
Telur mikilvægt að finna lausn sem gagnast ferðaþjónustunni betur
Starfshópur á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytisins telur að hægt sé að auka hagvöxt um sex prósentustig með því að biðja komufarþega að framvísa neikvæðu vottorði gegn COVID-19 á landamærum og sleppa við 5-6 daga sóttkví við komuna til landsins.
Kjarninn 15. janúar 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Segir ákall eftir sölu Íslandsbanka koma frá væntanlegum kaupendum, ekki almenningi
Forseti ASÍ bendir á að kannanir sýni lítinn stuðning almennings við sölu á banka í ríkiseigu. Í könnun sem gerð var við vinnslu hvítbókar um fjármálakerfið sögðust 61,2 prósent aðspurðra vera jákvæðir gagnvart því að íslenska ríkið sé eigandi banka.
Kjarninn 15. janúar 2021
Velferðarnefnd Alþingis hefur verið að funda stíft um breytingar á sóttvarnalögum undanfarna daga.
Vonast til að hægt verði að klára sóttvarnalögin í næstu viku
„Ég hef væntingar til þess að klára málið í næstu viku,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður VG og varaformaður velferðarnefndar. Helga Vala Helgadóttir formaður nefndarinnar segist ekki skilja ákvörðun ríkisstjórnarinnar um skylduskimun á landamærum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Tvöföld landamæraskimun verður skylda strax í dag
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag að afnema möguleikann á því að þeir sem til landsins koma fari í sóttkví í stað tvöfaldrar skimunar með 5 daga sóttkvi. „Neyðarúrræði“ sem tekur gildi strax í dag, segir heilbrigðisráðherra.
Kjarninn 15. janúar 2021
Auður Jónsdóttir
Góðborgarablindan
Kjarninn 15. janúar 2021
Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir
Hey Siri, talarðu íslensku? En þú Embla?
Kjarninn 15. janúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar