Þolmarkadagur jarðar er runninn upp

Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir minnir á að í dag er þolmarkadagur jarðar runninn upp, þremur vikum síðar en í fyrra. Hún hvetur fólk til þess að spá í loftslagsmálum og veltir því upp hverju hægt væri að áorka ef þau væru tekin jafn föstum tökum og COVID-19.

Auglýsing

Í dag er þol­marka­dagur jarð­ar. Það er sá dagur þar sem við höfum full­nýtt það sem má nýta af auð­lindum jarðar á þessu ári. Það ríkti mikil óvissa um hvenær dag­ur­inn rynni upp í ár vegna áhrifa Covid-19 og sjálf vissi ég ekki fyrr en í gær að hann væri í dag.

Það hitt­ist svo vel á að í dag hafði ég akkúrat ætlað mér að hlaupa mína eigin leið í Reykja­vík­ur­mara­þon­inu til að styðja vinnu­stað­inn minn, Land­vernd, sem vinnur að því að auka ­með­vit­und og sporna gegn lofts­lags­á­hrifum af manna­völd­um. Tekjur Land­verndar koma fyrst og fremst frá félögum sem greiða félags­gjöld. Stuðn­ingur félaga er það sem heldur starf­inu gang­andi og er hel­sta á­stæðan fyrir því að við getum veitt stjórn­völdum aðhald. Það var auð­veld ákvörðun að nýta frí­dag­inn í að hlaupa fyrir þann mál­stað sem ég brenn hvað mest fyr­ir.

Það er í raun magnað að spá í því hvaða áhrif Covid-19 hefur haft á lofts­lags­mál­in. Við höfum flest þurft að hægja aðeins á okk­ur, vera meira heima og hlúa að fjöl­skyld­unni. Við frest­uðum eða aflýst­u­m ut­an­lands­ferðum og ýmsum við­burðum og litum til nærum­hverf­is­ins. Meðal Íslend­ing­ur­inn ferð­að­ist ­meira um landið sitt og studdi inn­lenda fram­leiðslu og þjón­ustu. En hvaða áhrif hafði þetta á heild­ar­mynd­ina? Við sjáum að þol­marka­dag­ur­inn í fyrra var 1. ágúst og talið var að á þessu ári yrði hann ennþá fyrr – þess í stað var hann þremur vikum síð­ar.

Auglýsing

Breyt­ingar á lifn­að­ar­háttum und­an­farna mán­uði koma ekki til af góðu, en við getum velt fyrir okk­ur hverju við gætum áorkað ef við myndum taka lofts­lags­vána jafn föstum tökum og Covid-19. Sam­kvæmt könnun Gallup vill 61% þjóðar að rík­is­stjórn Íslands geri það. Við vitum að við getum þetta sam­an, það er eng­inn vafi um það. Við þurfum bara að gera það. Við þurfum að vera til­búin til þess að gera breyt­ingar á lífs­háttum okkar en auk þess þurfum við að krefj­ast þess að stjórn­völd hlusti á vilja þjóð­ar­inn­ar.

Það er sko af nógu af taka sem stjórn­völd gætu gert bet­ur! Það væri fram­fara­skref að stór­bæta aðgerða­á­ætlun í lofts­lags­mál­um, að grípa til rót­tækra aðgerða, og gera gott betur en að upp­fylla skuld­bind­ingar Kyoto-­bók­un­ar­inn­ar, í stað þess að greiða háar upp­hæðir fyrir að stand­ast þær ekki.

Spáum í lofts­lags­mál­unum í dag. Gefum þeim það rými og þá umræðu sem nauð­syn­legt er. Veltum fyr­ir­ okkur hvernig við getum haft áhrif og hvað við getum gert. Ég væri þakk­lát ef þið mynduð styrkja ­starf­semi Land­verndar með því að ger­ast félagar eða heita á þá sem taka þátt frá sam­tök­unum í Reykja­vík­ur­mara­þon­inu. Þakk­lát­ust yrði ég þó ef þið horf­ist í augu við lofts­lags­vána og grípið til­ ­nauð­syn­legra aðgerða.

Höf­undur er félags­fræð­ingur og starfar hjá Land­vernd, nátt­úru­vernd­ar­sam­tök­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Yfirmaður Økokrim hefur lýst sig vanhæfan til að fara með rannsókn á bankanum DNB. Málið verður fært til annars embættis.
Æðsti yfirmaður Økokrim segist vanhæfur til að rannsaka DNB
Nýlega ráðinn yfirmaður hjá norsku efnahagsbrotadeildinni Økokrim hefur lýst sig vanhæfan til þess að koma að rannsókn á bankanum DNB, sem fór af stað eftir umfjöllun um Samherjaskjölin í fyrra. Málið verður fært til annars embættis.
Kjarninn 29. september 2020
Verðbólgan komin upp í 3,5 prósent
Verðbólgan í september er sú hæsta sem mælst hefur á árinu og hefur nú náð svipuðum hæðum og í fyrra.
Kjarninn 29. september 2020
Fjármagnstekjur ríkustu tíundarinnar voru 100 milljarðar í fyrra
Fjármagnstekjur Íslendinga voru tæplega 142 milljarðar króna í fyrra. Skattur af þeim er umtalsvert lægri en af launatekjum. Rúmlega 70 prósent af öllum fjármagnstekjum fóru til ríkustu tíu prósents landsmanna.
Kjarninn 29. september 2020
Framboðslisti Miðflokksins í Múlaþingi. Sigurður er í aftari röð, þriðji frá vinstri, en Þröstur er í fremri röð, þriðji frá hægri..
Ósanngjarnt að „þurfa að svara fyrir fyllerísröfl Gunnars Braga Sveinssonar“
Miðflokksmenn í Múlaþingi, nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi, telja að Klausturmálið hafi spillt fyrir sér í nýafstaðinni kosningabaráttu. Oddvitinn segir vaxandi guðleysi í þjóðfélaginu leiða til aukinnar dómhörku, sem sé að verða stórvandamál.
Kjarninn 29. september 2020
Stærstu stjórnarandstöðuflokkarnir þrír mælast með meira fylgi en ríkisstjórnin
Ný könnun sýnir að Samfylking, Píratar og Viðreisn eru með meira sameiginlegt fylgi en Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn og Framsóknarflokkurinn. Ekki yrði hægt að mynda þriggja flokka stjórn án þess að bæði Sjálfstæðisflokkur og Samfylking sætu í henni.
Kjarninn 29. september 2020
Eftir samrunan er búist við að TM verði dótturfélag Kviku.
Samrunaviðræður Kviku og TM hafnar
Stjórnir Kviku banka og TM hafa samþykkt að hefja viðræður um sameiningu félaganna tveggja.
Kjarninn 28. september 2020
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands.
Ardern vill fresta lokun álvers Rio Tinto með ríkisstuðningi
Forsætisráðherra Nýja-Sjálands er tilbúin að niðurgreiða rafmagn til Rio Tinto til þess að seinka lokun álvers á þeirra vegum þar í landi, nái hún kjöri í næstu kosningum.
Kjarninn 28. september 2020
Jón Snædal
Dánaraðstoð eða líknardráp
Kjarninn 28. september 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar