Þolmarkadagur jarðar er runninn upp

Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir minnir á að í dag er þolmarkadagur jarðar runninn upp, þremur vikum síðar en í fyrra. Hún hvetur fólk til þess að spá í loftslagsmálum og veltir því upp hverju hægt væri að áorka ef þau væru tekin jafn föstum tökum og COVID-19.

Auglýsing

Í dag er þol­marka­dagur jarð­ar. Það er sá dagur þar sem við höfum full­nýtt það sem má nýta af auð­lindum jarðar á þessu ári. Það ríkti mikil óvissa um hvenær dag­ur­inn rynni upp í ár vegna áhrifa Covid-19 og sjálf vissi ég ekki fyrr en í gær að hann væri í dag.

Það hitt­ist svo vel á að í dag hafði ég akkúrat ætlað mér að hlaupa mína eigin leið í Reykja­vík­ur­mara­þon­inu til að styðja vinnu­stað­inn minn, Land­vernd, sem vinnur að því að auka ­með­vit­und og sporna gegn lofts­lags­á­hrifum af manna­völd­um. Tekjur Land­verndar koma fyrst og fremst frá félögum sem greiða félags­gjöld. Stuðn­ingur félaga er það sem heldur starf­inu gang­andi og er hel­sta á­stæðan fyrir því að við getum veitt stjórn­völdum aðhald. Það var auð­veld ákvörðun að nýta frí­dag­inn í að hlaupa fyrir þann mál­stað sem ég brenn hvað mest fyr­ir.

Það er í raun magnað að spá í því hvaða áhrif Covid-19 hefur haft á lofts­lags­mál­in. Við höfum flest þurft að hægja aðeins á okk­ur, vera meira heima og hlúa að fjöl­skyld­unni. Við frest­uðum eða aflýst­u­m ut­an­lands­ferðum og ýmsum við­burðum og litum til nærum­hverf­is­ins. Meðal Íslend­ing­ur­inn ferð­að­ist ­meira um landið sitt og studdi inn­lenda fram­leiðslu og þjón­ustu. En hvaða áhrif hafði þetta á heild­ar­mynd­ina? Við sjáum að þol­marka­dag­ur­inn í fyrra var 1. ágúst og talið var að á þessu ári yrði hann ennþá fyrr – þess í stað var hann þremur vikum síð­ar.

Auglýsing

Breyt­ingar á lifn­að­ar­háttum und­an­farna mán­uði koma ekki til af góðu, en við getum velt fyrir okk­ur hverju við gætum áorkað ef við myndum taka lofts­lags­vána jafn föstum tökum og Covid-19. Sam­kvæmt könnun Gallup vill 61% þjóðar að rík­is­stjórn Íslands geri það. Við vitum að við getum þetta sam­an, það er eng­inn vafi um það. Við þurfum bara að gera það. Við þurfum að vera til­búin til þess að gera breyt­ingar á lífs­háttum okkar en auk þess þurfum við að krefj­ast þess að stjórn­völd hlusti á vilja þjóð­ar­inn­ar.

Það er sko af nógu af taka sem stjórn­völd gætu gert bet­ur! Það væri fram­fara­skref að stór­bæta aðgerða­á­ætlun í lofts­lags­mál­um, að grípa til rót­tækra aðgerða, og gera gott betur en að upp­fylla skuld­bind­ingar Kyoto-­bók­un­ar­inn­ar, í stað þess að greiða háar upp­hæðir fyrir að stand­ast þær ekki.

Spáum í lofts­lags­mál­unum í dag. Gefum þeim það rými og þá umræðu sem nauð­syn­legt er. Veltum fyr­ir­ okkur hvernig við getum haft áhrif og hvað við getum gert. Ég væri þakk­lát ef þið mynduð styrkja ­starf­semi Land­verndar með því að ger­ast félagar eða heita á þá sem taka þátt frá sam­tök­unum í Reykja­vík­ur­mara­þon­inu. Þakk­lát­ust yrði ég þó ef þið horf­ist í augu við lofts­lags­vána og grípið til­ ­nauð­syn­legra aðgerða.

Höf­undur er félags­fræð­ingur og starfar hjá Land­vernd, nátt­úru­vernd­ar­sam­tök­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Birtingarmynd af eindæma skilningsleysi stjórnvalda“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að félags- og barnamálaráðherra hafi tekist að hækka flækjustigið svo mikið varðandi sérstakan styrk til íþrótta- og tómstundastarfs barna frá tekjulágum heimilum að foreldrar geti ekki nýtt sér styrkinn.
Kjarninn 23. janúar 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Fimm hundruð milljarða spurningin – Í næstu kosningum
Kjarninn 23. janúar 2021
Freyja Haraldsdóttir
Baráttunni ekki lokið á meðan fólk gleymist og situr eftir
Freyja Haraldsdóttir segist vera þakklát fyrir að vera bólusett og að heilbrigðisyfirvöld hafi sett hópinn sem hún tilheyrir í forgang. Hún bendir þó á að fatlað fólk með aðstoð heima hafi gleymst í bólusetningarferlinu.
Kjarninn 23. janúar 2021
Húsnæðismarkaðurinn hefur verið á fleygiferð undanfarna mánuði. Ódýrt lánsfjármagn er þar helstu drifkrafturinn.
Bankar lána metupphæðir til húsnæðiskaupa og heimilin yfirgefa verðtrygginguna
Viðskiptabankarnir lánuðu 306 milljarða króna í ný húsnæðislán umfram upp- og umframgreiðslur í fyrra. Fordæmalaus vöxtur var í töku óverðtryggðra lána og heimili landsins greiddu upp meira af verðtryggðum lánum en þau tóku.
Kjarninn 23. janúar 2021
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Mig langar að halda áfram“
Guðmundur Andri Thorsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Samfylkinguna fyrir næstu kosningar.
Kjarninn 23. janúar 2021
Snjallúr geta greint merki um sýkingar mjög snemma.
Snjallúr geta fundið merki um COVID-sýkingu
Vísindamenn við Stanford-háskóla hafa fundið upp aðvörunarkerfi í snjallúr sem láta notandann vita ef merki um sýkingu finnast í líkamanum.
Kjarninn 23. janúar 2021
Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands
Segir einkavæðingu banka viðkvæma jafnvel við bestu aðstæður
Gylfi Zoega segir mikla áhættu fólgna í því að kerfislega mikilvægir bankar séu í einkaeigu í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
Kjarninn 23. janúar 2021
Ungur drengur bíður eftir mataraðstoð í Jóhannesarborg. Útbreiðsla faraldursins í Suður-Afríku hefur valdið því að öll þjónusta er í hægagangi.
Vísindamenn uggandi vegna nýrra afbrigða veirunnar
Þó að litlar rannsóknir á rannsóknarstofum bendi til þess að mótefni fyrri sýkinga af völdum kórónuveirunnar og að vörn sem bóluefni eiga að veita dugi minna gegn suðurafríska afbrigðinu en öðrum er ekki þar með sagt að sú yrði niðurstaðan „í raunheimum”.
Kjarninn 23. janúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar