Samsett mynd

Starfsmaður Samherja áreitti Helga Seljan mánuðum saman

Helgi Seljan hefur margsinnis orðið fyrir áreiti af hálfu starfsmanns Samherja og fyrrverandi rannsóknarlögreglumanns síðan Kveiks-þátturinn um viðskipti fyrirtækisins í Namíbíu fór í loftið. Forsvarsmenn fyrirtækisins halda nú uppi vörnum með þáttagerð sem sami starfsmaður kemur að. Björgólfur Jóhannsson segir atferli mannsins ekki vera í umboði Samherja.

Starfs­maður Sam­herja og fyrr­ver­andi rann­sókn­ar­lög­reglu­mað­ur, Jón Óttar Ólafs­son, hefur allt frá því umfjöllun Kveiks og Stund­ar­innar birt­ist þann 12. nóv­em­ber á síð­asta ári verið tíður gestur á Kaffi­fé­lag­inu, kaffi­húsi í miðbæ Reykja­vík­ur, einatt til að hitta á og ná tali af Helga Seljan blaða­manni á RÚV – en þar hitt­ist hópur fólks iðu­lega á morgn­ana til að spjalla um dag­inn og veg­inn. Jón Óttar hefur enn fremur ítrekað sent Helga skila­boð, bæði í gegnum SMS og Face­book-­reikn­ing eig­in­konu sinn­ar.

Helgi segir í sam­tali við Kjarn­ann að til­gang­ur­inn sé lík­leg­ast sá að hræða hann eða ógna að ein­hverju leyti. Hann seg­ist ekki hafa gert sér grein fyrir því að á þessum tíma sem Jón Óttar „hafi verið hang­andi“ yfir honum á Kaffi­fé­lag­inu að hann starf­aði fyrir Sam­herja. Hann telur þetta ekki vera eðli­leg sam­skipti og að hægt sé að koma sjón­ar­miðum með öðrum hætti á fram­færi. Þetta sé ein­kenni­legt og atferli Jóns Ótt­ars óþægi­legt fyrir fólkið í kringum hann.

Björgólfur Jóhanns­son annar for­stjóri Sam­herja hváði og virt­ist brugðið þegar blaða­maður sagði honum upp og ofan af frá­sögn Helga, sem hér fer á eft­ir. Björgólfur segir við Kjarn­ann að það sé ljóst að það atferli Jóns Ótt­ars sem Helgi lýsir hafi ekki verið í umboði Sam­herja. Hann sagði einnig að í sínum huga væri ljóst að málið yrði ekki „­leyst með handa­lög­mál­um“ og að svona vildi hann ekki vinna.

Kjarn­inn reyndi að bera frá­sögn Helga undir Jón Ótt­ar. Blaða­maður kynnti sig og fékk þá svar­ið: „Já heyrðu, ég tala ekki við blaða­menn á Kjarn­an­um. Bless.“ Svo skellti Jón Óttar á.

Auglýsing

Sam­herji vildi varpa nýju ljósi á málið

Allt frá því umfjöll­unin um umsvif Sam­herja í Namibíu birt­ist í nóv­em­ber síð­ast­liðnum hefur mikið verið fjallað um fyr­ir­tækið í fjöl­miðlum en Sam­herji hefur aðal­lega komið upp­lýs­ingum á fram­færi í gegnum yfir­lýs­ingar á vef­síðu sinni eða í sam­tali við ákveðna fjöl­miðla. Sam­herji hefur meðal ann­ars sakað blaða- og frétta­menn um að fara með ósann­indi og við­hafa ófag­leg vinnu­brögð – en sjónum þeirra hefur sér­stak­lega verið beint að Helga. 

Svo­kallað Sam­herj­a­mál á sér þó lengri sögu og tók Sam­herji upp varnir í tveimur nýlegum mynd­böndum sem fyr­ir­tækið birti á YouTu­be-rás sinni 11. og 23. ágúst. Til­gang­ur­inn með fyrra mynd­band­inu var að „varpa nýju ljósi á Seðla­banka­málið svo­kall­aða,“ að því er fram kemur í lýs­ingu á mynd­band­inu. Þar er því haldið fram að Kast­ljós­þátt­ur, sem Helgi vann á sínum tíma og var birtur á RÚV þann 27. mars 2012, hafi markað upp­haf máls­ins en í þætt­inum var sagt frá meintri sölu Sam­herja á karfa á und­ir­verði til dótt­ur­fé­laga erlend­is. Aftur á móti hefur komið fram hjá Má Guð­munds­syndi, fyrr­ver­andi seðla­banka­stjóra, að rann­sóknin hafi átt sér lengri aðdrag­anda en for­svars­menn Sam­herja halda fram.

Þor­steinn Már Bald­vins­son, annar for­stjóri Sam­herja, orð­aði það þannig í sam­tali við mbl.is dag­inn sem fyrra mynd­bandið birt­ist að ann­­ars veg­ar væri þetta svar fyr­ir­tæk­is­ins við „ára­langri her­­ferð RÚV gegn fyr­ir­tæk­inu og for­svar­s­­mönn­um þess“, en væri einnig birt vegna þess að aðal­með­ferð í mál­um bæði Sam­herja og for­­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins gegn Seðla­banka Íslands hefst í næsta mán­uði. Hann sagði jafn­framt að það yrði áreið­an­lega skoðað að kæra í mál­inu.

Bára Huld Beck

„Vitið ekk­ert hvað er að koma á næst­unni“

Ásamt áreit­inu á Kaffi­fé­lag­inu hefur Helgi fengið send SMS-skila­boðin úr síma­núm­eri sem skráð er á eig­in­konu Jóns Ótt­ars, sem og skila­boð í gegnum Face­book-­reikn­ing henn­ar. Þetta síma­númer er það sama og Jón Óttar svar­aði í þegar Kjarn­inn náði af honum tali og virð­ist því vera síma­númer sem hann not­ast við. Eig­in­kona Jóns Ótt­ars hafði sam­band við Kjarn­ann eftir að fréttin fór í birt­ingu og sagð­ist ekki hafa sent Helga Seljan umrædd skila­boð, hvorki með SMS né á Face­book.

Helgi fékk skila­boð í gegnum SMS þann 6. mars síð­ast­lið­inn. Í þeim stóð: „Til ham­ingju😉 Sjaumst fljótt.“ Skila­boðin fékk hann þegar þeir Aðal­­­steinn Kjart­ans­­son, Stefán Drengs­­son og Ingi Freyr Vil­hjálms­­son fengu blaða­manna­verð­laun fyr­ir rann­­sókn­­ar­­blaða­mennsku.

Næstu tvenn skila­boðin bár­ust í gegnum sama síma­númer þann 10. ágúst með tengil í frétt Stund­ar­innar þar sem meg­in­inntakið var að Jón Óttar væri álits­gjafi í þætti útgerð­ar­innar á YouTube um Helga og fyrri störf hans fyrir Sam­herja rifjuð upp: 

„Þið Ingi Freyr vitið ekk­ert hvað er að koma a næst­unn­i😂😂“

„Ef maður er sendur til að rann­saka Johannes held­urðu i alvor­unni að tölvu­postar Johann­esar sýni það Helgi minn.“

Skilaboð Jóns Óttars úr símanúmeri eiginkonunnar til Helga.
Skjáskot

Í fyrr­nefndri frétt Stund­ar­innar frá 10. ágúst sem birt­ist undir fyr­ir­sögn­inni „„Rann­sókn­ar­lög­reglu­maður Sam­herja“ álits­gjafi í þætti útgerð­ar­innar um Helga Seljan“ kemur fram að Jón Óttar hafi verið í innsta hring Namib­íu­veið­anna og starfað með Jóhann­esi Stef­áns­syni, sem síðar gerð­ist upp­ljóstr­ari, að verk­efnum þar sem kvóti hafi feng­ist frá namibískum yfir­völdum fyrir mútu­greiðsl­ur. Jón Óttar hafi setið fundi með namibískum mútu­þegum Sam­herja og fengið afrit af tölvu­póstum þar sem rætt var um greiðslur í skatta­skjól. 

„Sam­herj­a­skjölin sýna glöggt að Jón Óttar var hátt settur starfs­maður við Namib­íu­út­gerð Sam­herja. Í maí árið 2016 snæddi hann til dæmis með Bern­hardt Esau, sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra Namib­íu, um borð í tog­ara Sam­herja, Heinaste. Esau sætir nú ákæru í Namibíu vegna aðildar sinnar að mál­inu. Jón Óttar sat meðal ann­ars fund um starf­sem­ina með Þor­steini Má Bald­vins­syni, for­stjóra Sam­herja, Bald­vini syni hans, Aðal­steini Helga­syni, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra Kötlu Seafood, Örnu Bryn­dísi Bald­vins McClure, yfir­lög­fræð­ingi Sam­herja, og Jóhann­esi Stef­áns­syni, sem stýrði Namib­íu­starf­sem­inni en ljóstr­aði síðar upp um mútu­greiðsl­urn­ar,“ segir í frétt Stund­ar­inn­ar. 

„Morg­un­dag­ur­inn verður erf­ið­ur, trúðu mér“

Dag­inn eftir að þessi frétt birtist, eða þann 11. ágúst, bár­ust skila­boð­in: „Hræsnin i ykk­ur. En takk fyrir godar stundir á kaffi­húsi góða og gáf­aða fólks­ins. Kem ekki aftur þang­að. Þarf þess ekki😂😂“ 

Síð­ustu skila­boðin í gegnum síma­núm­erið bár­ust þann 14. ágúst en þar sagði: „Hafði sma moral yfir þvi sem er að koma en greinin i Stund­inni i gær lag­aði það. Takk kær­lega😉“

Dag­inn áður en umrætt mynd­band Sam­herja var birt á YouTu­be-rás fyr­ir­tæk­is­ins fékk Helgi skila­boð frá Face­book-­reikn­ingi eig­in­konu Jóns Ótt­ars með hlekk á stiklu þátt­ar­ins. Í skila­boð­unum stóð:

„Mikið vona ég að þú vandir þig í fram­tíð­inni, dóm­greind­ar­leysi þitt er svaka­legt! Morg­un­dag­ur­inn verður erf­iður trúðu mér. Þetta er sorg­legt. Jóhannes Stef­áns­son plat­aði þig upp úr skón­um.“

Skilaboð til Helga frá Facebook-reikningi eiginkonu Jóns Óttars.
Skjáskot

„Þú heldur áfram að ausa menn drullu eins og þér einum er lag­ið“

Ekki er það þó ein­ungis Helgi sem hefur fengið skila­boð frá sama aðila en þann 21. ágúst fékk Ingi Freyr Vil­hjálms­son, blaða­maður á Stund­inni, Face­book-skila­boð í gegnum reikn­ing eig­in­konu Jóns Ótt­ars. Þar sagð­i: 

„Þú heldur áfram að ausa menn drullu eins og þér einum er lag­ið.... setur fram hverja lýg­ina á fætur ann­arri! Það verður gaman að fylgj­ast með því þegar þú verður tek­inn til umfjöll­un­ar­😂“ 

Skilaboð á Facebook til Inga Freys. Mynd: SkjáskotTil­efni skila­boð­anna virð­ist vera umfjöllun Inga Freys í tölu­blaði Stund­ar­inn­ar, sem kom út sama dag, um að fyrr­ver­andi for­stöðu­maður rann­sókn­ar­deildar gjald­eyr­is­eft­ir­lits Seðla­banka Íslands, Hreiðar Eiríks­son, hafi ekki viljað svara því hvort hann hafi unnið fyrir Jón Ótt­ar. Hreiðar hafi unnið að rann­sókn Sam­herj­a­máls­ins í Seðla­banka Íslands og farið svo að vinna fyrir fyr­ir­tæki Jóns Ótt­ars, sem var að vinna fyrir Sam­herja, að rann­sókn máls­ins eða málsvörn hinum megin við borð­ið.

Þá fékk Ingi Freyr sent seinna mynd­band Sam­herja á YouTube um málið tveimur dögum síðar eða á sunnu­deg­in­um. 

Ingi Freyr segir í sam­tali við Kjarn­ann þetta vera í fyrsta skiptið sem fyr­ir­tæki – eða starfs­maður þess eða full­trúi – sem hann hefur fjallað um hafi hótað honum umfjöllun per­sónu­lega. „Vænt­an­lega vegna minna eigin skrifa um við­kom­andi fyr­ir­tæki,“ segir hann. 

Hvorki Helgi né Ingi Freyr svör­uðu fyrr­nefndum skila­boð­um, hvort sem þau voru send í gegnum SMS eða Face­book.

Það verður gaman að fylgjast með því þegar þú verður tekinn til umfjöllunar.
Auglýsing

Datt ekki í hug að Jón Óttar væri í fullri vinnu hjá Sam­herja

Helgi segir í sam­tali við Kjarn­ann að þessi skila­boð frá Jóni Ótt­ari hafi ekk­ert með efn­is­legt inni­hald umfjöll­unar um Sam­herja að gera. Varð­andi mynd­böndin sem Sam­herji hefur birt – og Jón Óttar vann að – þá segir Helgi að þau snú­ist ekki um vilja til þess að leið­rétta mis­skiln­ing eða að koma á fram­færi upp­lýs­ingum sem ekki hafa áður komið fram. Ekk­ert efn­is­legt hafi þar komið fram sem breytti stað­reyndum máls­ins. Það sama eigi við um þessi sam­skipti Helga og Jóns Ótt­ars í gegnum skila­boð eða á Kaffi­fé­lag­inu.

Hann veltir því fyrir sér hver til­gang­ur­inn sé með mynd­böndum Sam­herja því um leið og þau birt­ust þá dældi Jón Óttar skila­boðum á hann. Hvernig er hægt að kalla þessi mynd­bönd varn­ar­að­gerð þegar svo­leiðis vinnu­brögð eru við­höfð? spyr Helgi.

„Ástæðan fyrir því að við höfum ekk­ert verið að segja sér­stak­lega frá þessum sam­skiptum okkar við hann er að ég hélt í ein­feldni minni að gæinn væri bara eitt­hvað fúll yfir því að við hefðum fjallað um hann í bók­inni okkar og ekki fengið nóg að gera. Það væri eitt­hvað þannig sem hann væri ósáttur við. Mér datt ekki í hug að hann væri í fullri vinnu hjá Sam­herja – sem hann virð­ist hafa verið allan tím­ann – á meðan hann er búinn að vera að mæta niður á Kaffi­fé­lag, ger­andi sér ferð þangað og hang­andi yfir mér.“

Jón Óttar Ólafsson hefur starfað fyrir Samherja um árabil.
Skjáskot/YouTube.

Sagð­ist vita hvar Jóhannes ætti heima

Helgi segir að margir hafi séð Jón Óttar á Kaffi­fé­lag­inu á þessum tíma sem hann hefur vanið komur sínar þangað til þess að hitta á Helga en hann hefur haft fregnir af því að Jón Óttar hafi mætt þangað og snúið við þegar hann sá að Helgi væri ekki þar. „Þegar ég hef verið á Kaffi­fé­lag­inu þá hefur hann komið inn og spjallað við mig. Fyrst til að byrja með spjall­aði ég við hann og var að reyna að átta mig á því hvað hann væri að gera. Síðan verður þetta mikið skrítn­ara og það tók eig­in­lega stein­inn úr þegar hann kom þangað eftir að ég var í við­tali á Rás 2 ein­hvern morg­un­inn og til­kynnti mér það að hann vissi hvert Jóhannes væri flutt­ur.“

Þarna á Helgi við Jóhannes Stef­áns­son, fyrr­ver­andi starfs­mann Sam­herja og upp­ljóstr­ara í málum fyr­ir­tæk­is­ins í Namib­íu. Helgi segir að sér hafi fund­ist þessi orða­skipti vera skrít­in. „Ég átti vænt­an­lega að koma þessum upp­lýs­ingum til Jóhann­esar sem átti að verða ótta­sleg­inn, eða eitt­hvað. Það er nátt­úru­lega alveg hægt að kom­ast að því hvar Jóhannes býr en hann var nýfluttur svo það var mjög sér­stakt að hann hafi verið með þetta allt á hreinu. Hann telur sig ein­hvern veg­inn vera að feta ein­stigi milli þess að vera ógn­andi og bögg­and­i.“

Sam­kvæmt Helga hafa þessi sam­skipti verið til­kynnt til hér­aðs­sak­sókn­ara sem nú rann­sakar umsvif Sam­herja í Namib­íu. „Þarna er maður sem teng­ist mál­inu beint að koma með eitt­hvað sem verður ekki skilið öðru­vísi en sem dul­búin hót­un,“ segir hann. 

Heimt­aði yfir­lýs­ingu frá Helga með barnið í fang­inu

Helgi segir einnig frá því þegar Jón Óttar kom á Kaffi­fé­lagið þegar hann var með son sinn með sér – sem þá var ekki orð­inn eins árs – en Helgi var í for­eldra­or­lofi á þessum tíma. Hann segir að Jón Óttar hafi rokið á hann og heimtað yfir­lýs­ingu um eitt­hvað sem Helgi hafi ekk­ert vitað um. „Þá átti það að snú­ast um það að við hefðum ekki átt að hafa reynt að ná í hann áður en bókin kom út.“ Vísar Helgi þarna í bók­ina Ekk­ert að fela – á slóð Sam­herja í Afr­íku sem hann, Aðal­steinn Kjart­ans­son og Stefán Aðal­steinn Drengs­son gáfu út fyrir jól um umsvif Sam­herja í Namib­íu. 

Hann sagði við Jón Óttar að hann væri ekki að fara að láta hann fá yfir­lýs­ingu um neitt slíkt; þeir hefðu hringt í hann, hann verið á fundi og því ekki talað við þá. Þeir hefðu ítrekað reynt aftur að hringja í hann en hann ekki svarað eftir það. 

Helgi segir að hann hafi greini­lega verið búinn að æfa þetta sam­tal í hug­anum og þrátt fyrir að þessi sam­skipti hefðu ekki beint verið ógn­andi þá hafi þetta verið óþægi­leg­t. 

Mér þætti bara vænt um að halda einn á kaffibollanum mínum á morgnana.
Helgi og störf hans voru aðalviðfangsefni í myndbandsframleiðslu Samherja.
Birgir Þór Harðarson

Hann bendir á að bæði hann og Ingi Freyr hafi lent í ýmsu á sínum blaða- og frétta­manna­ferli, fólk hafi reiðst og þeir fengið hót­anir en hann segir að þessi sam­skipti séu af öðrum toga. „Þetta er bara eitt­hvað alveg glæ­nýtt. Ég neita að trúa því að Sam­herji viti hvað hann hefur verið að gera í þessum sam­skiptum við okkur – þótt Jón Óttar sé aug­ljós­lega búinn að vera upp­tek­inn und­an­farið við vinnu fyrir Sam­herja. Þessi sam­skipti hafa auð­vitað ekk­ert efn­is­lega með málið að gera. Ég vil draga línu þar á milli.“ Hann seg­ist jafn­framt vera meira en reiðu­bú­inn að ræða málið efn­is­lega, það sé sjálf­sagt mál. „Þetta er bara eitt­hvað allt ann­að. Þetta er bara kjána­leg­t.“

Það skrítn­asta við þetta allt sam­an, að mati Helga, er úthald Jóns Ótt­ars en eins og áður segir hafa þessar ferðir hans á kaffi­húsið staðið yfir í níu mán­uði. „Þetta virð­ist vera ein­hver taktík hjá honum sem ég veit svo sem ekki hverju á að skila öðru en því að hann sé að reyna að taka mig á taugum og svo Inga aug­ljós­lega nún­a,“ segir hann. 

Nennir ekki að taka þátt í þessum spæj­ara­leik

Eins og áður segir fékk Helgi skila­boð þar sem Jón Óttar þakk­aði fyrir „góðar stundir á kaffi­húsi góða og gáf­aða fólks­ins“ sem sagð­ist enn fremur ekki ætla að koma aftur þang­að, hann þyrfti þess ekki.

„Hann er ekk­ert að fela það að þetta var eitt­hvað sem hann telur sig hafa þurft að gera, sama hvert erindið var. Hann er ekk­ert að fela það þegar hann sendir mér þessi skila­boð. Ég nenni ekki að taka þátt í þessum spæj­ara­leik hans – hann er hvort sem er ekk­ert svo góður í hon­um. Ef Jón Óttar hefur sjálfur ekki skyn­bragð á því að þetta sé ekki leiðin til að eiga í sam­skiptum um efn­is­leg frétta­efni þá er von­andi ein­hver þarna hjá Sam­herja sem getur bent honum á fleiri leið­ir.“

Helgi seg­ist ekki ætla að aðhaf­ast meira varð­andi þessi skila­boð. „Ef Sam­herji telur sig þurfa að koma að leið­rétt­ingum eða ein­hverju slíku þá hafa þeir nákvæm­lega sömu tæki og tól til þess og aðrir í þessu sam­fé­lagi. Þeim hefur staðið það til boða og stendur það enn til boða. Ég er til­bú­inn að hitta þá og hlusta á þá – nákvæm­lega eins og ég geri við annað fólk – en ég er ekki til­bú­inn að hitta þá á leyni­fundi í London eins og okkur var boð­ið,“ segir Helgi, en í aðdrag­anda þess að umfjöllun Kveiks og Stund­ar­innar um mál­efni Sam­herja birt­ist í nóv­em­ber hafði Sam­herji boðið Rakel Þor­bergs­dóttur frétta­stjóra RÚV að koma til London, þar sem Sam­herji sagð­ist ætla að veita „bak­grunns­upp­lýs­ing­ar“ um Namib­íu­málið eftir að hafa ítrekað hafnað því að veita frétta­mönnum Kveiks við­tal.

„Mér þætti bara vænt um að halda einn á kaffi­boll­anum mínum á morgn­ana,“ segir Helgi að lok­um. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar