Samsett mynd

Starfsmaður Samherja áreitti Helga Seljan mánuðum saman

Helgi Seljan hefur margsinnis orðið fyrir áreiti af hálfu starfsmanns Samherja og fyrrverandi rannsóknarlögreglumanns síðan Kveiks-þátturinn um viðskipti fyrirtækisins í Namíbíu fór í loftið. Forsvarsmenn fyrirtækisins halda nú uppi vörnum með þáttagerð sem sami starfsmaður kemur að. Björgólfur Jóhannsson segir atferli mannsins ekki vera í umboði Samherja.

Starfs­maður Sam­herja og fyrr­ver­andi rann­sókn­ar­lög­reglu­mað­ur, Jón Óttar Ólafs­son, hefur allt frá því umfjöllun Kveiks og Stund­ar­innar birt­ist þann 12. nóv­em­ber á síð­asta ári verið tíður gestur á Kaffi­fé­lag­inu, kaffi­húsi í miðbæ Reykja­vík­ur, einatt til að hitta á og ná tali af Helga Seljan blaða­manni á RÚV – en þar hitt­ist hópur fólks iðu­lega á morgn­ana til að spjalla um dag­inn og veg­inn. Jón Óttar hefur enn fremur ítrekað sent Helga skila­boð, bæði í gegnum SMS og Face­book-­reikn­ing eig­in­konu sinn­ar.

Helgi segir í sam­tali við Kjarn­ann að til­gang­ur­inn sé lík­leg­ast sá að hræða hann eða ógna að ein­hverju leyti. Hann seg­ist ekki hafa gert sér grein fyrir því að á þessum tíma sem Jón Óttar „hafi verið hang­andi“ yfir honum á Kaffi­fé­lag­inu að hann starf­aði fyrir Sam­herja. Hann telur þetta ekki vera eðli­leg sam­skipti og að hægt sé að koma sjón­ar­miðum með öðrum hætti á fram­færi. Þetta sé ein­kenni­legt og atferli Jóns Ótt­ars óþægi­legt fyrir fólkið í kringum hann.

Björgólfur Jóhanns­son annar for­stjóri Sam­herja hváði og virt­ist brugðið þegar blaða­maður sagði honum upp og ofan af frá­sögn Helga, sem hér fer á eft­ir. Björgólfur segir við Kjarn­ann að það sé ljóst að það atferli Jóns Ótt­ars sem Helgi lýsir hafi ekki verið í umboði Sam­herja. Hann sagði einnig að í sínum huga væri ljóst að málið yrði ekki „­leyst með handa­lög­mál­um“ og að svona vildi hann ekki vinna.

Kjarn­inn reyndi að bera frá­sögn Helga undir Jón Ótt­ar. Blaða­maður kynnti sig og fékk þá svar­ið: „Já heyrðu, ég tala ekki við blaða­menn á Kjarn­an­um. Bless.“ Svo skellti Jón Óttar á.

Auglýsing

Sam­herji vildi varpa nýju ljósi á málið

Allt frá því umfjöll­unin um umsvif Sam­herja í Namibíu birt­ist í nóv­em­ber síð­ast­liðnum hefur mikið verið fjallað um fyr­ir­tækið í fjöl­miðlum en Sam­herji hefur aðal­lega komið upp­lýs­ingum á fram­færi í gegnum yfir­lýs­ingar á vef­síðu sinni eða í sam­tali við ákveðna fjöl­miðla. Sam­herji hefur meðal ann­ars sakað blaða- og frétta­menn um að fara með ósann­indi og við­hafa ófag­leg vinnu­brögð – en sjónum þeirra hefur sér­stak­lega verið beint að Helga. 

Svo­kallað Sam­herj­a­mál á sér þó lengri sögu og tók Sam­herji upp varnir í tveimur nýlegum mynd­böndum sem fyr­ir­tækið birti á YouTu­be-rás sinni 11. og 23. ágúst. Til­gang­ur­inn með fyrra mynd­band­inu var að „varpa nýju ljósi á Seðla­banka­málið svo­kall­aða,“ að því er fram kemur í lýs­ingu á mynd­band­inu. Þar er því haldið fram að Kast­ljós­þátt­ur, sem Helgi vann á sínum tíma og var birtur á RÚV þann 27. mars 2012, hafi markað upp­haf máls­ins en í þætt­inum var sagt frá meintri sölu Sam­herja á karfa á und­ir­verði til dótt­ur­fé­laga erlend­is. Aftur á móti hefur komið fram hjá Má Guð­munds­syndi, fyrr­ver­andi seðla­banka­stjóra, að rann­sóknin hafi átt sér lengri aðdrag­anda en for­svars­menn Sam­herja halda fram.

Þor­steinn Már Bald­vins­son, annar for­stjóri Sam­herja, orð­aði það þannig í sam­tali við mbl.is dag­inn sem fyrra mynd­bandið birt­ist að ann­­ars veg­ar væri þetta svar fyr­ir­tæk­is­ins við „ára­langri her­­ferð RÚV gegn fyr­ir­tæk­inu og for­svar­s­­mönn­um þess“, en væri einnig birt vegna þess að aðal­með­ferð í mál­um bæði Sam­herja og for­­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins gegn Seðla­banka Íslands hefst í næsta mán­uði. Hann sagði jafn­framt að það yrði áreið­an­lega skoðað að kæra í mál­inu.

Bára Huld Beck

„Vitið ekk­ert hvað er að koma á næst­unni“

Ásamt áreit­inu á Kaffi­fé­lag­inu hefur Helgi fengið send SMS-skila­boðin úr síma­núm­eri sem skráð er á eig­in­konu Jóns Ótt­ars, sem og skila­boð í gegnum Face­book-­reikn­ing henn­ar. Þetta síma­númer er það sama og Jón Óttar svar­aði í þegar Kjarn­inn náði af honum tali og virð­ist því vera síma­númer sem hann not­ast við. Eig­in­kona Jóns Ótt­ars hafði sam­band við Kjarn­ann eftir að fréttin fór í birt­ingu og sagð­ist ekki hafa sent Helga Seljan umrædd skila­boð, hvorki með SMS né á Face­book.

Helgi fékk skila­boð í gegnum SMS þann 6. mars síð­ast­lið­inn. Í þeim stóð: „Til ham­ingju😉 Sjaumst fljótt.“ Skila­boðin fékk hann þegar þeir Aðal­­­steinn Kjart­ans­­son, Stefán Drengs­­son og Ingi Freyr Vil­hjálms­­son fengu blaða­manna­verð­laun fyr­ir rann­­sókn­­ar­­blaða­mennsku.

Næstu tvenn skila­boðin bár­ust í gegnum sama síma­númer þann 10. ágúst með tengil í frétt Stund­ar­innar þar sem meg­in­inntakið var að Jón Óttar væri álits­gjafi í þætti útgerð­ar­innar á YouTube um Helga og fyrri störf hans fyrir Sam­herja rifjuð upp: 

„Þið Ingi Freyr vitið ekk­ert hvað er að koma a næst­unn­i😂😂“

„Ef maður er sendur til að rann­saka Johannes held­urðu i alvor­unni að tölvu­postar Johann­esar sýni það Helgi minn.“

Skilaboð Jóns Óttars úr símanúmeri eiginkonunnar til Helga.
Skjáskot

Í fyrr­nefndri frétt Stund­ar­innar frá 10. ágúst sem birt­ist undir fyr­ir­sögn­inni „„Rann­sókn­ar­lög­reglu­maður Sam­herja“ álits­gjafi í þætti útgerð­ar­innar um Helga Seljan“ kemur fram að Jón Óttar hafi verið í innsta hring Namib­íu­veið­anna og starfað með Jóhann­esi Stef­áns­syni, sem síðar gerð­ist upp­ljóstr­ari, að verk­efnum þar sem kvóti hafi feng­ist frá namibískum yfir­völdum fyrir mútu­greiðsl­ur. Jón Óttar hafi setið fundi með namibískum mútu­þegum Sam­herja og fengið afrit af tölvu­póstum þar sem rætt var um greiðslur í skatta­skjól. 

„Sam­herj­a­skjölin sýna glöggt að Jón Óttar var hátt settur starfs­maður við Namib­íu­út­gerð Sam­herja. Í maí árið 2016 snæddi hann til dæmis með Bern­hardt Esau, sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra Namib­íu, um borð í tog­ara Sam­herja, Heinaste. Esau sætir nú ákæru í Namibíu vegna aðildar sinnar að mál­inu. Jón Óttar sat meðal ann­ars fund um starf­sem­ina með Þor­steini Má Bald­vins­syni, for­stjóra Sam­herja, Bald­vini syni hans, Aðal­steini Helga­syni, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra Kötlu Seafood, Örnu Bryn­dísi Bald­vins McClure, yfir­lög­fræð­ingi Sam­herja, og Jóhann­esi Stef­áns­syni, sem stýrði Namib­íu­starf­sem­inni en ljóstr­aði síðar upp um mútu­greiðsl­urn­ar,“ segir í frétt Stund­ar­inn­ar. 

„Morg­un­dag­ur­inn verður erf­ið­ur, trúðu mér“

Dag­inn eftir að þessi frétt birtist, eða þann 11. ágúst, bár­ust skila­boð­in: „Hræsnin i ykk­ur. En takk fyrir godar stundir á kaffi­húsi góða og gáf­aða fólks­ins. Kem ekki aftur þang­að. Þarf þess ekki😂😂“ 

Síð­ustu skila­boðin í gegnum síma­núm­erið bár­ust þann 14. ágúst en þar sagði: „Hafði sma moral yfir þvi sem er að koma en greinin i Stund­inni i gær lag­aði það. Takk kær­lega😉“

Dag­inn áður en umrætt mynd­band Sam­herja var birt á YouTu­be-rás fyr­ir­tæk­is­ins fékk Helgi skila­boð frá Face­book-­reikn­ingi eig­in­konu Jóns Ótt­ars með hlekk á stiklu þátt­ar­ins. Í skila­boð­unum stóð:

„Mikið vona ég að þú vandir þig í fram­tíð­inni, dóm­greind­ar­leysi þitt er svaka­legt! Morg­un­dag­ur­inn verður erf­iður trúðu mér. Þetta er sorg­legt. Jóhannes Stef­áns­son plat­aði þig upp úr skón­um.“

Skilaboð til Helga frá Facebook-reikningi eiginkonu Jóns Óttars.
Skjáskot

„Þú heldur áfram að ausa menn drullu eins og þér einum er lag­ið“

Ekki er það þó ein­ungis Helgi sem hefur fengið skila­boð frá sama aðila en þann 21. ágúst fékk Ingi Freyr Vil­hjálms­son, blaða­maður á Stund­inni, Face­book-skila­boð í gegnum reikn­ing eig­in­konu Jóns Ótt­ars. Þar sagð­i: 

„Þú heldur áfram að ausa menn drullu eins og þér einum er lag­ið.... setur fram hverja lýg­ina á fætur ann­arri! Það verður gaman að fylgj­ast með því þegar þú verður tek­inn til umfjöll­un­ar­😂“ 

Skilaboð á Facebook til Inga Freys. Mynd: SkjáskotTil­efni skila­boð­anna virð­ist vera umfjöllun Inga Freys í tölu­blaði Stund­ar­inn­ar, sem kom út sama dag, um að fyrr­ver­andi for­stöðu­maður rann­sókn­ar­deildar gjald­eyr­is­eft­ir­lits Seðla­banka Íslands, Hreiðar Eiríks­son, hafi ekki viljað svara því hvort hann hafi unnið fyrir Jón Ótt­ar. Hreiðar hafi unnið að rann­sókn Sam­herj­a­máls­ins í Seðla­banka Íslands og farið svo að vinna fyrir fyr­ir­tæki Jóns Ótt­ars, sem var að vinna fyrir Sam­herja, að rann­sókn máls­ins eða málsvörn hinum megin við borð­ið.

Þá fékk Ingi Freyr sent seinna mynd­band Sam­herja á YouTube um málið tveimur dögum síðar eða á sunnu­deg­in­um. 

Ingi Freyr segir í sam­tali við Kjarn­ann þetta vera í fyrsta skiptið sem fyr­ir­tæki – eða starfs­maður þess eða full­trúi – sem hann hefur fjallað um hafi hótað honum umfjöllun per­sónu­lega. „Vænt­an­lega vegna minna eigin skrifa um við­kom­andi fyr­ir­tæki,“ segir hann. 

Hvorki Helgi né Ingi Freyr svör­uðu fyrr­nefndum skila­boð­um, hvort sem þau voru send í gegnum SMS eða Face­book.

Það verður gaman að fylgjast með því þegar þú verður tekinn til umfjöllunar.
Auglýsing

Datt ekki í hug að Jón Óttar væri í fullri vinnu hjá Sam­herja

Helgi segir í sam­tali við Kjarn­ann að þessi skila­boð frá Jóni Ótt­ari hafi ekk­ert með efn­is­legt inni­hald umfjöll­unar um Sam­herja að gera. Varð­andi mynd­böndin sem Sam­herji hefur birt – og Jón Óttar vann að – þá segir Helgi að þau snú­ist ekki um vilja til þess að leið­rétta mis­skiln­ing eða að koma á fram­færi upp­lýs­ingum sem ekki hafa áður komið fram. Ekk­ert efn­is­legt hafi þar komið fram sem breytti stað­reyndum máls­ins. Það sama eigi við um þessi sam­skipti Helga og Jóns Ótt­ars í gegnum skila­boð eða á Kaffi­fé­lag­inu.

Hann veltir því fyrir sér hver til­gang­ur­inn sé með mynd­böndum Sam­herja því um leið og þau birt­ust þá dældi Jón Óttar skila­boðum á hann. Hvernig er hægt að kalla þessi mynd­bönd varn­ar­að­gerð þegar svo­leiðis vinnu­brögð eru við­höfð? spyr Helgi.

„Ástæðan fyrir því að við höfum ekk­ert verið að segja sér­stak­lega frá þessum sam­skiptum okkar við hann er að ég hélt í ein­feldni minni að gæinn væri bara eitt­hvað fúll yfir því að við hefðum fjallað um hann í bók­inni okkar og ekki fengið nóg að gera. Það væri eitt­hvað þannig sem hann væri ósáttur við. Mér datt ekki í hug að hann væri í fullri vinnu hjá Sam­herja – sem hann virð­ist hafa verið allan tím­ann – á meðan hann er búinn að vera að mæta niður á Kaffi­fé­lag, ger­andi sér ferð þangað og hang­andi yfir mér.“

Jón Óttar Ólafsson hefur starfað fyrir Samherja um árabil.
Skjáskot/YouTube.

Sagð­ist vita hvar Jóhannes ætti heima

Helgi segir að margir hafi séð Jón Óttar á Kaffi­fé­lag­inu á þessum tíma sem hann hefur vanið komur sínar þangað til þess að hitta á Helga en hann hefur haft fregnir af því að Jón Óttar hafi mætt þangað og snúið við þegar hann sá að Helgi væri ekki þar. „Þegar ég hef verið á Kaffi­fé­lag­inu þá hefur hann komið inn og spjallað við mig. Fyrst til að byrja með spjall­aði ég við hann og var að reyna að átta mig á því hvað hann væri að gera. Síðan verður þetta mikið skrítn­ara og það tók eig­in­lega stein­inn úr þegar hann kom þangað eftir að ég var í við­tali á Rás 2 ein­hvern morg­un­inn og til­kynnti mér það að hann vissi hvert Jóhannes væri flutt­ur.“

Þarna á Helgi við Jóhannes Stef­áns­son, fyrr­ver­andi starfs­mann Sam­herja og upp­ljóstr­ara í málum fyr­ir­tæk­is­ins í Namib­íu. Helgi segir að sér hafi fund­ist þessi orða­skipti vera skrít­in. „Ég átti vænt­an­lega að koma þessum upp­lýs­ingum til Jóhann­esar sem átti að verða ótta­sleg­inn, eða eitt­hvað. Það er nátt­úru­lega alveg hægt að kom­ast að því hvar Jóhannes býr en hann var nýfluttur svo það var mjög sér­stakt að hann hafi verið með þetta allt á hreinu. Hann telur sig ein­hvern veg­inn vera að feta ein­stigi milli þess að vera ógn­andi og bögg­and­i.“

Sam­kvæmt Helga hafa þessi sam­skipti verið til­kynnt til hér­aðs­sak­sókn­ara sem nú rann­sakar umsvif Sam­herja í Namib­íu. „Þarna er maður sem teng­ist mál­inu beint að koma með eitt­hvað sem verður ekki skilið öðru­vísi en sem dul­búin hót­un,“ segir hann. 

Heimt­aði yfir­lýs­ingu frá Helga með barnið í fang­inu

Helgi segir einnig frá því þegar Jón Óttar kom á Kaffi­fé­lagið þegar hann var með son sinn með sér – sem þá var ekki orð­inn eins árs – en Helgi var í for­eldra­or­lofi á þessum tíma. Hann segir að Jón Óttar hafi rokið á hann og heimtað yfir­lýs­ingu um eitt­hvað sem Helgi hafi ekk­ert vitað um. „Þá átti það að snú­ast um það að við hefðum ekki átt að hafa reynt að ná í hann áður en bókin kom út.“ Vísar Helgi þarna í bók­ina Ekk­ert að fela – á slóð Sam­herja í Afr­íku sem hann, Aðal­steinn Kjart­ans­son og Stefán Aðal­steinn Drengs­son gáfu út fyrir jól um umsvif Sam­herja í Namib­íu. 

Hann sagði við Jón Óttar að hann væri ekki að fara að láta hann fá yfir­lýs­ingu um neitt slíkt; þeir hefðu hringt í hann, hann verið á fundi og því ekki talað við þá. Þeir hefðu ítrekað reynt aftur að hringja í hann en hann ekki svarað eftir það. 

Helgi segir að hann hafi greini­lega verið búinn að æfa þetta sam­tal í hug­anum og þrátt fyrir að þessi sam­skipti hefðu ekki beint verið ógn­andi þá hafi þetta verið óþægi­leg­t. 

Mér þætti bara vænt um að halda einn á kaffibollanum mínum á morgnana.
Helgi og störf hans voru aðalviðfangsefni í myndbandsframleiðslu Samherja.
Birgir Þór Harðarson

Hann bendir á að bæði hann og Ingi Freyr hafi lent í ýmsu á sínum blaða- og frétta­manna­ferli, fólk hafi reiðst og þeir fengið hót­anir en hann segir að þessi sam­skipti séu af öðrum toga. „Þetta er bara eitt­hvað alveg glæ­nýtt. Ég neita að trúa því að Sam­herji viti hvað hann hefur verið að gera í þessum sam­skiptum við okkur – þótt Jón Óttar sé aug­ljós­lega búinn að vera upp­tek­inn und­an­farið við vinnu fyrir Sam­herja. Þessi sam­skipti hafa auð­vitað ekk­ert efn­is­lega með málið að gera. Ég vil draga línu þar á milli.“ Hann seg­ist jafn­framt vera meira en reiðu­bú­inn að ræða málið efn­is­lega, það sé sjálf­sagt mál. „Þetta er bara eitt­hvað allt ann­að. Þetta er bara kjána­leg­t.“

Það skrítn­asta við þetta allt sam­an, að mati Helga, er úthald Jóns Ótt­ars en eins og áður segir hafa þessar ferðir hans á kaffi­húsið staðið yfir í níu mán­uði. „Þetta virð­ist vera ein­hver taktík hjá honum sem ég veit svo sem ekki hverju á að skila öðru en því að hann sé að reyna að taka mig á taugum og svo Inga aug­ljós­lega nún­a,“ segir hann. 

Nennir ekki að taka þátt í þessum spæj­ara­leik

Eins og áður segir fékk Helgi skila­boð þar sem Jón Óttar þakk­aði fyrir „góðar stundir á kaffi­húsi góða og gáf­aða fólks­ins“ sem sagð­ist enn fremur ekki ætla að koma aftur þang­að, hann þyrfti þess ekki.

„Hann er ekk­ert að fela það að þetta var eitt­hvað sem hann telur sig hafa þurft að gera, sama hvert erindið var. Hann er ekk­ert að fela það þegar hann sendir mér þessi skila­boð. Ég nenni ekki að taka þátt í þessum spæj­ara­leik hans – hann er hvort sem er ekk­ert svo góður í hon­um. Ef Jón Óttar hefur sjálfur ekki skyn­bragð á því að þetta sé ekki leiðin til að eiga í sam­skiptum um efn­is­leg frétta­efni þá er von­andi ein­hver þarna hjá Sam­herja sem getur bent honum á fleiri leið­ir.“

Helgi seg­ist ekki ætla að aðhaf­ast meira varð­andi þessi skila­boð. „Ef Sam­herji telur sig þurfa að koma að leið­rétt­ingum eða ein­hverju slíku þá hafa þeir nákvæm­lega sömu tæki og tól til þess og aðrir í þessu sam­fé­lagi. Þeim hefur staðið það til boða og stendur það enn til boða. Ég er til­bú­inn að hitta þá og hlusta á þá – nákvæm­lega eins og ég geri við annað fólk – en ég er ekki til­bú­inn að hitta þá á leyni­fundi í London eins og okkur var boð­ið,“ segir Helgi, en í aðdrag­anda þess að umfjöllun Kveiks og Stund­ar­innar um mál­efni Sam­herja birt­ist í nóv­em­ber hafði Sam­herji boðið Rakel Þor­bergs­dóttur frétta­stjóra RÚV að koma til London, þar sem Sam­herji sagð­ist ætla að veita „bak­grunns­upp­lýs­ing­ar“ um Namib­íu­málið eftir að hafa ítrekað hafnað því að veita frétta­mönnum Kveiks við­tal.

„Mér þætti bara vænt um að halda einn á kaffi­boll­anum mínum á morgn­ana,“ segir Helgi að lok­um. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar