Íslenskir rannsakendur hafa aflað upplýsinga um þrjú félög tengd Samherja í Færeyjum

Færeyski skatturinn staðfestir við Kringvarpið að íslenskir rannsóknaraðilar hafi óskað eftir liðsinni vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum. Félögin sem íslensk yfirvöld spurðust fyrir um eru öll í slitameðferð.

Færeyska Kringvarpið birtir annað kvöld heimildaþátt sem ber nafnið Teir ómettiligu og fjallar m.a. um hvernig rannsókn á meintum brotum Samherjasamstæðunnar í Namibíu teygir sig til Færeyja.
Færeyska Kringvarpið birtir annað kvöld heimildaþátt sem ber nafnið Teir ómettiligu og fjallar m.a. um hvernig rannsókn á meintum brotum Samherjasamstæðunnar í Namibíu teygir sig til Færeyja.
Auglýsing

Íslenskir rannsóknaraðilar hafa verið í sambandi við Taks, færeyska skattinn, og óskað eftir upplýsingum um þrjú félög tengd Samherja sem eru skráð hafa verið í Færeyjum. Þetta kemur fram í frétt færeyska Kringvarpsins í dag.

Félögin þrjú heita Tindhólmur, Harengus og Scombrus og munu hafa verið í hlutaeigu dótturfélaga Samherjasamstæðunnar sem skráð eru á Kýpur. Annað kvöld mun færeyska sjónvarpið taka til sýninga heimildaþátt sem ber heitir „Teir ómettiligu“ sem útlagst gæti sem „Hinir óseðjandi“ á íslenskri tungu.

Félögin þrjú í slitameðferð

Samherji hefur tengst færeyskum sjávarútvegi allt frá árinu 1994, en þá stofnaði fyrirtækið útgerðarfélagið Framherja í félagi við Færeyinga. Þorsteinn Már Baldvinsson var stjórnarformaður félagsins þar til í nóvember 2019, en hann sagði sig frá því hlutverki eftir umfjöllun um meintar mútugreiðslur og fleira í starfsemi Samherja í Namibíu.

Auglýsing

Samkvæmt eftirgrennslan Kjarnans í færeysku fyrirtækjaskránni, Skrásetingu Færeyja, hefur félögunum þremur sem íslenskir rannsóknaraðilar leituðu upplýsinga um hjá færeyska skattinum öllum verið stefnt í slitameðferð, en það var gert í nóvember og desember árið 2020.

Egill Helgi Árnason, einn þriggja Íslendinga sem nú sæta ákæru vegna Samherjamálsins á namibískri grundu, sat í stjórnum færeysku félaganna þriggja frá 2015 og þar til snemma árs 2019, samkvæmt tilkynningum til færeysku fyrirtækjaskrárinnar.

Þorsteini Má bregður fyrir í auglýsingu

Í stiklu sem Kringvarpið hefur birt á samfélagsmiðlum í dag kemur lítið fram um væntanlegt efni þáttarins, en samkvæmt því sem segir í frétt Kringvarpsins í dag fjallar þátturinn meðal annars um hvernig rannsókn á starfsemi Samherja í Namibíu tengist til Færeyja. Í stiklunni má sjá forstjóra Samherja bregða fyrir.

Héraðssaksóknari og skattrannsóknarstjóri vinna að rannsókn Samherjamálsins hér á landi, en ekki kemur fram í frétt Kringvarpsins hvort embættanna óskaði liðsinnis færeyska skattsins. Í frétt Kringvarpsins er einungis talað um að íslenska lögreglan hafi sett sig í samband.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent