Íslenskir rannsakendur hafa aflað upplýsinga um þrjú félög tengd Samherja í Færeyjum

Færeyski skatturinn staðfestir við Kringvarpið að íslenskir rannsóknaraðilar hafi óskað eftir liðsinni vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum. Félögin sem íslensk yfirvöld spurðust fyrir um eru öll í slitameðferð.

Færeyska Kringvarpið birtir annað kvöld heimildaþátt sem ber nafnið Teir ómettiligu og fjallar m.a. um hvernig rannsókn á meintum brotum Samherjasamstæðunnar í Namibíu teygir sig til Færeyja.
Færeyska Kringvarpið birtir annað kvöld heimildaþátt sem ber nafnið Teir ómettiligu og fjallar m.a. um hvernig rannsókn á meintum brotum Samherjasamstæðunnar í Namibíu teygir sig til Færeyja.
Auglýsing

Íslenskir rann­sókn­ar­að­ilar hafa verið í sam­bandi við Taks, fær­eyska skatt­inn, og óskað eftir upp­lýs­ingum um þrjú félög tengd Sam­herja sem eru skráð hafa verið í Fær­eyj­um. Þetta kemur fram í frétt fær­eyska Kringvarps­ins í dag.

Félögin þrjú heita Tind­hólm­ur, Har­engus og Scombrus og munu hafa verið í hluta­eigu dótt­ur­fé­laga Sam­herj­a­sam­stæð­unnar sem skráð eru á Kýp­ur. Annað kvöld mun fær­eyska sjón­varpið taka til sýn­inga heim­ilda­þátt sem ber heitir „Teir ómettiligu“ sem útlagst gæti sem „Hinir óseðj­andi“ á íslenskri tungu.

Félögin þrjú í slita­með­ferð

Sam­herji hefur tengst fær­eyskum sjáv­ar­út­vegi allt frá árinu 1994, en þá stofn­aði fyr­ir­tækið útgerð­ar­fé­lagið Fram­herja í félagi við Fær­ey­inga. Þor­steinn Már Bald­vins­son var stjórn­ar­for­maður félags­ins þar til í nóv­em­ber 2019, en hann sagði sig frá því hlut­verki eftir umfjöllun um meintar mútu­greiðslur og fleira í starf­semi Sam­herja í Namib­íu.

Auglýsing

Sam­kvæmt eft­ir­grennslan Kjarn­ans í fær­eysku fyr­ir­tækja­skránni, Skrá­set­ingu Fær­eyja, hefur félög­unum þremur sem íslenskir rann­sókn­ar­að­ilar leit­uðu upp­lýs­inga um hjá fær­eyska skatt­inum öllum verið stefnt í slita­með­ferð, en það var gert í nóv­em­ber og des­em­ber árið 2020.

Egill Helgi Árna­son, einn þriggja Íslend­inga sem nú sæta ákæru vegna Sam­herj­a­máls­ins á namibískri grundu, sat í stjórnum fær­eysku félag­anna þriggja frá 2015 og þar til snemma árs 2019, sam­kvæmt til­kynn­ingum til fær­eysku fyr­ir­tækja­skrár­inn­ar.

Þor­steini Má bregður fyrir í aug­lýs­ingu

Í stiklu sem Kringvarpið hefur birt á sam­fé­lags­miðlum í dag kemur lítið fram um vænt­an­legt efni þátt­ar­ins, en sam­kvæmt því sem segir í frétt Kringvarps­ins í dag fjallar þátt­ur­inn meðal ann­ars um hvernig rann­sókn á starf­semi Sam­herja í Namibíu teng­ist til Fær­eyja. Í stiklunni má sjá for­stjóra Sam­herja bregða fyr­ir.

Hér­aðs­sak­sókn­ari og skatt­rann­sókn­ar­stjóri vinna að rann­sókn Sam­herj­a­máls­ins hér á landi, en ekki kemur fram í frétt Kringvarps­ins hvort emb­ætt­anna óskaði lið­sinnis fær­eyska skatts­ins. Í frétt Kringvarps­ins er ein­ungis talað um að íslenska lög­reglan hafi sett sig í sam­band.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 35. þáttur: Nunnusjóguninn I
Kjarninn 22. apríl 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Vill framlengja skattfrjálsa heimild fyrir þá sem nota séreign til að borga niður húsnæði
Frá miðju ári 2014 hefur tæplega þriðjungur íslensks vinnumarkaðar fengið yfir 21 milljarð króna í skattafslátt til að borga niður húsnæðislánin sín. Nú á að framlengja það úrræði. Reykjavík vill að ríkið bæti borginni tekjutap sem úrræðið veldur henni.
Kjarninn 22. apríl 2021
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.
Tekjur RÚV stóðu í stað milli ára – Fengu 4,9 milljarða króna úr ríkissjóði
RÚV skilaði tapi á síðasta ári í fyrsta sinn síðan 2014 þrátt fyrir að tekjur fyrirtækisins hafi verið þær sömu og 2019. RÚV hefur á síðustu árum selt byggingarétt og lengt í skuldabréfaflokki til að auka verulega á fjárhagslegt svigrúm til skamms tíma.
Kjarninn 22. apríl 2021
28 þingmenn sögðu já.
Svona féllu atkvæði þingmanna um breytingar á sóttvarnalögum í nótt
Þingmenn tveggja flokka, Vinstri grænna og Framsóknar, greiddu allir atkvæði með tímabundnum lagabreytingum er tengjast landamærum þegar atkvæðagreiðsla fór fram í nótt. Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokks sögðu já, einn sagði nei og þrír voru fjarverandi.
Kjarninn 22. apríl 2021
Þórður Snær Júlíusson
Fullnaðarsigur skattsvikara
Kjarninn 22. apríl 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 22. apríl 2021
Efstu fjórir frambjóðendur á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi: (F.v.) Þórunn Wolfram Pétursdóttir, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Elva Dögg Sigurðardóttir og Guðbrandur Einarsson.
Guðbrandur leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Fyrsti framboðslisti Viðreisnar fyrir þingkosningarnar í haust er í Suðurkjördæmi. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, leiðir listann. Í öðru sæti er Þórunn Wolfram Pétursdóttir.
Kjarninn 22. apríl 2021
Katrín Baldursdóttir
Kærleikshagkerfið
Kjarninn 22. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent