Taka þurfi af vafa um nýtingarrétt á náttúruauðlindum í stjórnarskrárfrumvarpi

Að mati ASÍ þarf að gera breytingar á frumvarpi um stjórnarskrárbreytingar til þess að taka af allan vafa um nýtingarrétt auðlinda náttúru Íslands. Sambandið sér hvorki ástæðu til að stytta kjörtímabil forseta né takmarka embættistíma.

Alþýðusamband Íslands - ASÍ
Auglýsing

Brýnt er að taka allan vafa af um hvort auð­lindir í nátt­úru Íslands séu í eigu þjóð­ar­inn­ar, að ekki sé heim­ilt að úthluta þeim til var­an­legra afnota og að úthlutun geti aldrei leitt til einka­rétt­ar­legrar eignar eða óaft­ur­kall­an­legs for­ræðis að mati Alþýðu­sam­bands Íslands. Þetta kemur fram í umsögn sam­bands­ins um frum­varp um breyt­ingu á stjórn­ar­skrá lýð­veld­is­ins.

Í umsögn­inni er sagt að gera þurfi breyt­ingar til þess að taka af allan vafa um að nýt­ing­ar­réttur sé tíma­bund­inn. Sam­bandið telur auk þess að stjórn­völdum „beri að inn­heimta gjald af nýt­ingu sem tryggi að renta af nýt­ingu auð­linda renni til þjóð­ar­inn­ar.“

Auglýsing

Fjalla um tvær nýjar greinar í umsögn

Umsögn sam­bands­ins snýr að 22. grein frum­varps­ins en hún fjallar um þrjár nýjar greinar sem lagt er til að rati inn í stjórn­ar­skrána. Í umsögn ASÍ kemur fram, líkt og í fyrri umsögnum sam­bands­ins um stjórn­ar­skrár­breyt­ing­ar, að sam­bandið styðji það sjón­ar­mið að nauð­syn­legt sé að þjóðin setji sér „nýja, skýra og nútíma­lega stjórn­ar­skrá í opnu og lýð­ræð­is­legu ferli.“ Frum­varpið sem um ræðir lítur hins vegar að afmörk­uðum breyt­ing­um.

Í umsögn­inni er fjallað um a) og b) lið 22. greinar frum­varps­ins en báðir lið­irnir fjalla um nýjar stjórn­ar­skrár­greinar sem fjalla um nátt­úru Íslands og auð­lindir hennar en sam­bandið fagnar því að greinar þess efnis rati í stjórn­ar­skrána. „ASÍ telur að inn­leið­ing umhverf­is- og auð­linda­á­kvæða í stjórn­ar­skrá Íslands styðji við þá stefnu ASÍ að atvinnu­upp­bygg­ing fari fram á for­sendum sjálf­bærrar þró­unar og að almanna­hagur sé hafður að leið­ar­ljósi við nýt­ingu nátt­úru­gæða. Liður í því að leggja almanna­hag til grund­vallar sjálf­bærrar upp­bygg­ingar vinnu­mark­aðar sé að tryggja jafn­ræði og gagn­sæi við úthlutun nýt­ing­ar­heim­ilda nátt­úru­gæða.“

Því sé það jákvætt að sér­stak­lega kveðið á um þessi atriði í frum­varp­inu að mati ASÍ.

„Nátt­úra Íslands er und­ir­staða lífs í land­inu“

Í a) lið 22. greinar frum­varps­ins segir að nátt­úra Íslands sé und­ir­staða lífs í land­inu og að ábyrgð á vernd hennar hvíli sam­eig­in­lega á öll­um. Verndin skuli grund­vall­ast á var­úð­ar- og lang­tíma­sjón­ar­miðum með sjálf­bæra þróun að leið­ar­ljósi. Þar segir einnig að allir eigi rétt til heil­næms umhverfis auk þess sem kveðið er á um að almenn­ingi sé heimil för um land­ið.

Það er mat ASÍ að ákvæðið sé „fram­sækið og að í því felist mik­il­vægar góðar við­bætur og umbætur á núver­andi stjórn­ar­skrá.“ Tekið er fram í umsögn­inni að þetta mat sé fengið eftir yfir­ferð og sam­an­burð á grein­inni við til­lögur stjórn­laga­ráðs og yfir­ferð grein­ar­gerðar sem fylgir frum­varp­inu. Að mati sam­bands­ins inni­heldur greinin mjög sam­bæri­legt ákvæði og finna má í til­lögum stjórn­laga­ráðs og nær yfir öll þau atriði sem voru í til­lögum ráðs­ins um sama efni.

Breyt­ingar á kjör­tíma­bili for­seta óþarfar

Líkt og áður kom fram segir ASÍ það ekki vera hafið yfir vafa hvort auð­lindir nátt­úru Íslands séu í eigu þjóð­ar­inn­ar, hvort heim­ilt sé að úthluta þeim til var­an­legra afnota og hvort að úthlutun geti leitt til einka­rétt­ar­legrar eignar eða óaft­ur­kall­an­legs for­ræð­is. Því gerir sam­bandið athuga­semd við b) lið 22 greinar frum­varps­ins sem felur í sér að bætt verði inn í stjórn­ar­skrá 80. grein sem fjallar um auð­lindir nátt­úru Íslands. Grein­inni þurfi að breyta til þess að taka af allan vafa um nýt­ing­ar­rétt.

Alþýðu­sam­bandið tekur ekki efn­is­lega afstöðu til ann­arra ákvæða frum­varps­ins í umsögn sinni en vísar til fyrri umsagna um frum­vörp sem byggð eru á til­lögum stjórn­laga­ráðs. Þó er vikið að kjör­tíma­bili og emb­ætt­is­tíma for­seta lýð­veld­is­ins í nið­ur­lagi umsagn­ar­inn­ar. Að mati sam­bands­ins er engin knýj­andi ástæða til þess að lengja kjör­tíma­bilið og tak­marka emb­ætt­is­tíma for­seta líkt og lagt er til í frum­varp­inu. Í umsögn­inni er fjög­urra ára kjör­tíma­bil sagt hæfi­legt og í sam­ræmi við emb­ætt­is­tíma ann­arra þátta rík­is­valds­ins og reynst vel án tak­mörk­unar á end­ur­kjöri allt frá stofnun lýð­veld­is.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 35. þáttur: Nunnusjóguninn I
Kjarninn 22. apríl 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Vill framlengja skattfrjálsa heimild fyrir þá sem nota séreign til að borga niður húsnæði
Frá miðju ári 2014 hefur tæplega þriðjungur íslensks vinnumarkaðar fengið yfir 21 milljarð króna í skattafslátt til að borga niður húsnæðislánin sín. Nú á að framlengja það úrræði. Reykjavík vill að ríkið bæti borginni tekjutap sem úrræðið veldur henni.
Kjarninn 22. apríl 2021
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.
Tekjur RÚV stóðu í stað milli ára – Fengu 4,9 milljarða króna úr ríkissjóði
RÚV skilaði tapi á síðasta ári í fyrsta sinn síðan 2014 þrátt fyrir að tekjur fyrirtækisins hafi verið þær sömu og 2019. RÚV hefur á síðustu árum selt byggingarétt og lengt í skuldabréfaflokki til að auka verulega á fjárhagslegt svigrúm til skamms tíma.
Kjarninn 22. apríl 2021
28 þingmenn sögðu já.
Svona féllu atkvæði þingmanna um breytingar á sóttvarnalögum í nótt
Þingmenn tveggja flokka, Vinstri grænna og Framsóknar, greiddu allir atkvæði með tímabundnum lagabreytingum er tengjast landamærum þegar atkvæðagreiðsla fór fram í nótt. Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokks sögðu já, einn sagði nei og þrír voru fjarverandi.
Kjarninn 22. apríl 2021
Þórður Snær Júlíusson
Fullnaðarsigur skattsvikara
Kjarninn 22. apríl 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 22. apríl 2021
Efstu fjórir frambjóðendur á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi: (F.v.) Þórunn Wolfram Pétursdóttir, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Elva Dögg Sigurðardóttir og Guðbrandur Einarsson.
Guðbrandur leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Fyrsti framboðslisti Viðreisnar fyrir þingkosningarnar í haust er í Suðurkjördæmi. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, leiðir listann. Í öðru sæti er Þórunn Wolfram Pétursdóttir.
Kjarninn 22. apríl 2021
Katrín Baldursdóttir
Kærleikshagkerfið
Kjarninn 22. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent