Taka þurfi af vafa um nýtingarrétt á náttúruauðlindum í stjórnarskrárfrumvarpi

Að mati ASÍ þarf að gera breytingar á frumvarpi um stjórnarskrárbreytingar til þess að taka af allan vafa um nýtingarrétt auðlinda náttúru Íslands. Sambandið sér hvorki ástæðu til að stytta kjörtímabil forseta né takmarka embættistíma.

Alþýðusamband Íslands - ASÍ
Auglýsing

Brýnt er að taka allan vafa af um hvort auðlindir í náttúru Íslands séu í eigu þjóðarinnar, að ekki sé heimilt að úthluta þeim til varanlegra afnota og að úthlutun geti aldrei leitt til einkaréttarlegrar eignar eða óafturkallanlegs forræðis að mati Alþýðusambands Íslands. Þetta kemur fram í umsögn sambandsins um frumvarp um breytingu á stjórnarskrá lýðveldisins.

Í umsögninni er sagt að gera þurfi breytingar til þess að taka af allan vafa um að nýtingarréttur sé tímabundinn. Sambandið telur auk þess að stjórnvöldum „beri að innheimta gjald af nýtingu sem tryggi að renta af nýtingu auðlinda renni til þjóðarinnar.“

Auglýsing

Fjalla um tvær nýjar greinar í umsögn

Umsögn sambandsins snýr að 22. grein frumvarpsins en hún fjallar um þrjár nýjar greinar sem lagt er til að rati inn í stjórnarskrána. Í umsögn ASÍ kemur fram, líkt og í fyrri umsögnum sambandsins um stjórnarskrárbreytingar, að sambandið styðji það sjónarmið að nauðsynlegt sé að þjóðin setji sér „nýja, skýra og nútímalega stjórnarskrá í opnu og lýðræðislegu ferli.“ Frumvarpið sem um ræðir lítur hins vegar að afmörkuðum breytingum.

Í umsögninni er fjallað um a) og b) lið 22. greinar frumvarpsins en báðir liðirnir fjalla um nýjar stjórnarskrárgreinar sem fjalla um náttúru Íslands og auðlindir hennar en sambandið fagnar því að greinar þess efnis rati í stjórnarskrána. „ASÍ telur að innleiðing umhverfis- og auðlindaákvæða í stjórnarskrá Íslands styðji við þá stefnu ASÍ að atvinnuuppbygging fari fram á forsendum sjálfbærrar þróunar og að almannahagur sé hafður að leiðarljósi við nýtingu náttúrugæða. Liður í því að leggja almannahag til grundvallar sjálfbærrar uppbyggingar vinnumarkaðar sé að tryggja jafnræði og gagnsæi við úthlutun nýtingarheimilda náttúrugæða.“

Því sé það jákvætt að sérstaklega kveðið á um þessi atriði í frumvarpinu að mati ASÍ.

„Náttúra Íslands er undirstaða lífs í landinu“

Í a) lið 22. greinar frumvarpsins segir að náttúra Íslands sé undirstaða lífs í landinu og að ábyrgð á vernd hennar hvíli sameiginlega á öllum. Verndin skuli grundvallast á varúðar- og langtímasjónarmiðum með sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Þar segir einnig að allir eigi rétt til heilnæms umhverfis auk þess sem kveðið er á um að almenningi sé heimil för um landið.

Það er mat ASÍ að ákvæðið sé „framsækið og að í því felist mikilvægar góðar viðbætur og umbætur á núverandi stjórnarskrá.“ Tekið er fram í umsögninni að þetta mat sé fengið eftir yfirferð og samanburð á greininni við tillögur stjórnlagaráðs og yfirferð greinargerðar sem fylgir frumvarpinu. Að mati sambandsins inniheldur greinin mjög sambærilegt ákvæði og finna má í tillögum stjórnlagaráðs og nær yfir öll þau atriði sem voru í tillögum ráðsins um sama efni.

Breytingar á kjörtímabili forseta óþarfar

Líkt og áður kom fram segir ASÍ það ekki vera hafið yfir vafa hvort auðlindir náttúru Íslands séu í eigu þjóðarinnar, hvort heimilt sé að úthluta þeim til varanlegra afnota og hvort að úthlutun geti leitt til einkaréttarlegrar eignar eða óafturkallanlegs forræðis. Því gerir sambandið athugasemd við b) lið 22 greinar frumvarpsins sem felur í sér að bætt verði inn í stjórnarskrá 80. grein sem fjallar um auðlindir náttúru Íslands. Greininni þurfi að breyta til þess að taka af allan vafa um nýtingarrétt.

Alþýðusambandið tekur ekki efnislega afstöðu til annarra ákvæða frumvarpsins í umsögn sinni en vísar til fyrri umsagna um frumvörp sem byggð eru á tillögum stjórnlagaráðs. Þó er vikið að kjörtímabili og embættistíma forseta lýðveldisins í niðurlagi umsagnarinnar. Að mati sambandsins er engin knýjandi ástæða til þess að lengja kjörtímabilið og takmarka embættistíma forseta líkt og lagt er til í frumvarpinu. Í umsögninni er fjögurra ára kjörtímabil sagt hæfilegt og í samræmi við embættistíma annarra þátta ríkisvaldsins og reynst vel án takmörkunar á endurkjöri allt frá stofnun lýðveldis.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einstök lönd geta ekki „bólusett sig út úr“ faraldrinum
Þrjú ríki heims hafa bólusett yfir 70 prósent íbúa. Ísland er eitt þeirra. Hlutfallið er undir 1,5 prósenti í Afríku. Ef ekki næst að koma því í 10 prósent bráðlega verður það „ör á samvisku okkar allra“ enda nóg til af bóluefnum, segir sérfræðingur WHO.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Fékk „bakteríuna“ eftir Söngvakeppni sjónvarpsins
„Lögin hafa orðið til á yfir 20 ára tímabili og er því nokkur breidd í þessu hjá mér; allt frá stígandi ballöðum til eins konar rokkóperu,“ segir Pétur Arnar Kristinsson sem blásið hefur til söfnunar fyrir útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Smári McCarthy er að hætta á þingi og ætlar í kjölfarið að láta reyna á sitt eigið hugvit í tengslum við loftslagsbreytingar.
„Flokkarnir voru að þvælast fyrir hvorum öðrum“ og niðurstaðan varð núll
Smára McCarthy fráfarandi þingmanni Pírata finnst sem undanfarin fjögur ár hafi litast af því að lítið ráðrúm hafi verið til þess að ræða pólitík, þar sem stjórnarflokkarnir eru ósammála um mörg grundvallarmálefni.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Það er fremur fátítt að sólarhringsúrkoma í Reykjavík mælist meira en 20 mm eða meiri að sumarlagi.
Rignir af meiri ákefð nú en áður?
Fátt bendir til þess að Ísland sleppi alfarið við aftakaúrkomu sem nágrannaríki okkar hafa upplifað á síðustu árum, skrifar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og veltir fyrir sér getu fráveitukerfa til að taka við meiriháttar vatnsflaumi.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Norska kvennaliðið í strandhandbolta að loknu Evrópumeistaramótinu í Búlgaríu á dögunum.
Bikiní- og stuttbuxnadeilan
Nýafstaðið Evrópumeistaramót í strandhandbolta vakti mikla athygli víða um heim. Það var þó ekki keppnin sjálf sem dró að sér athyglina heldur deilur um klæðnað. Nánar tiltekið klæðnað norska kvennalandsliðsins.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Joe Biden forseti Bandaríkjanna tilkynnti í apríl að viðskiptaþvingunum yrði beitt á Rússland vegna njósnanna.
Brotist inn í tölvupósta bandarískra saksóknara
Óttast er að viðkvæmum gögnum hafi verið stolið er brotist var inn í tölvur tæplega þrjátíu embætta saksóknara í Bandaríkjunum á síðasta ári. Bandarísk yfirvöld telja Rússa standa að baki árásinni.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eftir helgi verða breytingar á ferðatakmörkunum til Bretlands.
Fagna ákvörðun Breta um að bólusettir sleppi við sóttkví
„Hvenær ætla Bandaríkin að svara í sömu mynt?“ spyrja Alþjóða samtök flugfélaga sem fang ákvörðun Breta um að aflétta sóttkvíarkröfum á bólusetta farþega frá Bandaríkjunum og ESB-ríkjum.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eggert Gunnarsson
Hamfarakynslóðin
Kjarninn 31. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent