15 færslur fundust merktar „færeyjar“

Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Samherji gerir hundruð milljóna kröfu í þrotabú í Færeyjum
Á slitafundi færeyska félagsins Tindhólms á föstudag var ekki tekin afstaða til rúmlega 340 milljóna kröfu frá Samherja í búið. Þetta er féð sem Samherji hefur lagt fram sem tryggingafé í Færeyjum vegna „mistaka“ sem fyrirtækið segir að hafi verið gerð.
23. ágúst 2021
Færeyingar vilja fá aðild að Alþjóða Ólympíunefndinni, en sú barátta hefur ekki skilað árangri.
Færeyingar náðu betri árangri en Íslendingar í Tókýó og vilja keppa undir eigin fána
Leiðtogi færeysku landsstjórnarinnar ítrekaði í vikunni vilja Færeyinga til þess að fá að keppa undir sínum eigin fána, Merkinu, á Ólympíuleikum. Færeyskur ræðari hafnaði í fjórða sæti á leikunum í Tókýó, en keppti fyrir hönd Danmerkur.
11. ágúst 2021
Alexandra Ýr van Erven og Stefán Pálsson
Samstaða með Færeyingum – höfnum vígvæðingu í Norðurhöfum
20. júlí 2021
Færeyjaáætlun skæruliðadeildarinnar
Undanfarna mánuði hafa starfsmenn Samherja velt vöngum yfir því hvernig ætti að bregðast við fréttum færeyska Kringvarpsins. Fulltrúi fyrirtækisins kom sér í samband við færeyskan ritstjóra í þeim yfirlýsta tilgangi að rægja færeyskt fréttafólk.
23. maí 2021
Jenis av Rana er ráðherra utanríkismála sem og mennta- og menningarmála í færeysku landsstjórninni.
Færeyskur ráðherra vill ekki fara í bólusetningu fyrr en langtímaáhrif verða ljós
Þvert á tilmæli landsstjórnar sinnar ætlar Jenis av Rana, ráðherra í færeysku landsstjórninni, ekki að fara í bólusetningu. Jenis vakti mikla athygli hér á landi fyrir um áratug þegar hann neitaði að sitja til borðs með Jóhönnu Sigurðardóttur.
20. maí 2021
Høgni Hoydal, þingmaður og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Færeyja.
Fyrrverandi ráðherra í Færeyjum segist hafa upplifað pólitískan þrýsting frá Íslandi
Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra í Færeyjum sagði í fréttaskýringarþætti í gær að stjórnmálamenn á Íslandi, sér í lagi Sjálfstæðismenn, hefðu beitt sér gegn því að útlendingar yrðu útilokaðir úr færeyskum sjávarútvegi.
9. apríl 2021
Færeyska Kringvarpið birtir annað kvöld heimildaþátt sem ber nafnið Teir ómettiligu og fjallar m.a. um hvernig rannsókn á meintum brotum Samherjasamstæðunnar í Namibíu teygir sig til Færeyja.
Íslenskir rannsakendur hafa aflað upplýsinga um þrjú félög tengd Samherja í Færeyjum
Færeyski skatturinn staðfestir við Kringvarpið að íslenskir rannsóknaraðilar hafi óskað eftir liðsinni vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum. Félögin sem íslensk yfirvöld spurðust fyrir um eru öll í slitameðferð.
8. mars 2021
Klakksvík íFæreyjum.
Hópsmit um borð í rússneskum togara sem lagði að bryggju í Færeyjum
Virk smit af kórónuveirunni í Færeyjum urðu skyndilega 26 um helgina eftir að 23 skipverjar á rússneskum togara greindust með veiruna.
27. júlí 2020
Færeyingum gekk mjög vel að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar í vetur.
Yfir tuttugu í sóttkví í Færeyjum
Ferðamenn sem komu til Færeyja á laugardag og greindust með kórónuveiruna í landamæraskimun eru komnir í einangrun í húsi sem þeir höfðu þar tekið á leigu. Yfir tuttugu þurfa í sóttkví.
20. júlí 2020
Trump stígur í vænginn við Færeyinga
Bandaríkjamenn hafa mikinn áhuga á aukinni samvinnu við Færeyinga. Þótt í orði kveðnu snúist sá áhugi ekki um hernaðarsamvinnu dylst engum hvað að baki býr.
12. júlí 2020
Náttúrufegurð Færeyja er eitt helsta aðdráttarafl eyjanna.
Færeyingar opna landamærin „sérstaklega fyrir Íslendinga“
„Kæru frændur, nú er rétti tíminn til að heimsækja Færeyjar,“ stendur í skilaboðum frá færeyska flugfélaginu Atlantic Airways til íslensku þjóðarinnar.
4. júní 2020
Íbúar Færeyja eru 52.337. Sýni hafa verið tekin af yfir 5.600 þeirra.
Vika án smita í Færeyjum
Dýralæknir í Færeyjum varaði stjórnvöld við því í janúar að kórónuveiran gæti orðið að heimsfaraldri. Þar var því gripið til skipulegra aðgerða fljótt.
15. apríl 2020
10 staðreyndir um Færeyjar
Þessa helgina stendur yfir Ólafsvaka á Færeyjum, sem er gjarnan talin óopinber þjóðhátíð þar í landi. Í tilefni hennar ákvað Kjarninn að taka saman tíu staðreyndir um þessa smáu frændþjóð okkar.
28. júlí 2018
Uppgangur með blikkandi viðvörunarljós
Níutíu og fimm prósent útflutningstekna Færeyinga koma frá fiski og fiskafurðum. Fyrir utan síld og makríl er laxinn það sem mestu skiptir í þessu samhengi. Í þessari einhæfni felst mikil áhætta.
22. apríl 2018
Svona er færeyski fáninn; rauður kross með bláum borða á hvítum fleti.
Klaufagangur í Danaveldi
Fánadagar í danska konungsríkinu urðu 19 í ár þegar færeyskum og grænlenskum fánadögum var bætt við. Þessi sáttahendi danskra stjórnvalda er hins vegar orðin hálf lympuleg því Danir flögguðu vitlausum fána fyrir Færeyjar.
3. ágúst 2016