Hópsmit um borð í rússneskum togara sem lagði að bryggju í Færeyjum

Virk smit af kórónuveirunni í Færeyjum urðu skyndilega 26 um helgina eftir að 23 skipverjar á rússneskum togara greindust með veiruna.

Klakksvík íFæreyjum.
Klakksvík íFæreyjum.
Auglýsing

Um helgina greindust 23 ný tilfelli af COVID-19 í Færeyjum. Þetta er mesti fjöldi smita sem greindur er á einum degi frá því að faraldurinn braust út í mars. Á eyjunum hafa því greinst 26 virk smit síðustu daga. Þeir sem greindust um helgina eru allir skipverjar á rússneskum togara sem þar lagði að bryggju. Þrjú smit til viðbótar greindust í síðustu viku. Þar var um að ræða fjölskyldu sem var að koma í frí til eyjanna. Fór hún í einangrun í húsi sem hún hafði tekið á leigu.

Togarinn AK-0749 Karelia, lagði að bryggju í Færeyjum fyrir helgi. Einn skipverjinn var lagður inn á sjúkrahúsið í Klakksvík á föstudag með lungnabólgu. Á laugardag kom í ljós að hann var sýktur af COVID-19. Þá var hann fluttur á landssjúkrahúsið í Þórshöfn, segir í frétt færeyska sjónvarpsins. Einn  skipverji til viðbótar var um helgina fluttur á COVID-deild landssjúkrahússins.

Haft er eftir Lars Fodgaard Møller landlækni að skipverjarnir hafi annars ekki komið í land í Færeyjum. Hins vegar eru átta manns, sem áttu í samskiptum við áhöfnina, komnir í sóttkví. 

Auglýsing

Um borð í togaranum eru 77 skipverjar og voru sýni tekin af 30 þeirra um helgina. 23 reyndust smitaðir en sjö sýni reyndust neikvæð. Í frétt Local.fo kemur fram að togarinn hafi farið frá Færeyjum á laugardagskvöld. 

Í frétt Kringvarpsins segir að 32.453 sýni hafi verið tekin í Færeyjum frá upphafi faraldursins. 214 hafa reynst sýktir af veirunni  og 188 hafa náð bata. Enginn dauðsföll vegna COVID-19 hafa orðið á eyjunum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Sigurlaugsson og Sigmar Vilhjálmsson sitja báðir í undirbúningsnefnd hins nýja félags.
Unnið að stofnun nýrra hagsmunasamtaka lítilla og meðalstórra fyrirtækja
Atvinnufjélaginu er ætlað að vera málsvari fyrir hagsmuni einyrkja og lítilla og meðalstórra fyrirtækja í íslensku atvinnulífi. Þörfin á slíkum samtökum atvinnurekenda er sögð mikil af hálfu stofnenda.
Kjarninn 16. september 2021
Tryggvi Rúnar Brynjarsson
Í Dal hinna föllnu
Kjarninn 16. september 2021
Sif Sigmarsdóttir
Hvernig viljum við lifa?
Kjarninn 16. september 2021
Arnhildur Hálfdánardóttir fékk fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins í fyrra fyrir þáttaröðina Loftslagsþerapían. Hún er þar með síðasti handhafi þeirra verðlauna.
Hætta að veita fjölmiðlaverðlaun á degi íslenskrar náttúru
Algjör sprenging hefur orðið í umfjöllun fjölmiðla um loftslags- og umhverfismál og því telur umhverfis- og auðlindaráðuneytið ekki lengur þörf á að verðlauna miðla sérstaklega fyrir slíkan fréttaflutning.
Kjarninn 16. september 2021
Sif Konráðsdóttir
Áratugur Árósasamnings
Kjarninn 16. september 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í Forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Framlög til barnabótakerfisins aukin og fleiri fá þær, en raunvirði bóta hefur lítið hækkað
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Katrínar Jakobsdóttur um að ríkisstjórn hennar hafi aukið við barnabótakerfið og tryggt að það nái til fleiri en það gerði fyrir fjórum árum síðan.
Kjarninn 15. september 2021
Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir.
Rúm 40 prósent vilja að Katrín verði áfram forsætisráðherra
Í niðurstöðum könnunar á vegum ÍSKOS kemur í ljós að langflestir vilja að Katrín Jakobsdóttir verði áfram forsætisráðherra. Athygli vekur að Bjarni Benediktsson nýtur minni stuðnings í embættið en Sjálfstæðisflokkurinn nýtur í könnunum.
Kjarninn 15. september 2021
Eyþór Eðvarðsson
Rétturinn til að deyja
Kjarninn 15. september 2021
Meira úr sama flokkiErlent