Hópsmit um borð í rússneskum togara sem lagði að bryggju í Færeyjum

Virk smit af kórónuveirunni í Færeyjum urðu skyndilega 26 um helgina eftir að 23 skipverjar á rússneskum togara greindust með veiruna.

Klakksvík íFæreyjum.
Klakksvík íFæreyjum.
Auglýsing

Um helgina greindust 23 ný tilfelli af COVID-19 í Færeyjum. Þetta er mesti fjöldi smita sem greindur er á einum degi frá því að faraldurinn braust út í mars. Á eyjunum hafa því greinst 26 virk smit síðustu daga. Þeir sem greindust um helgina eru allir skipverjar á rússneskum togara sem þar lagði að bryggju. Þrjú smit til viðbótar greindust í síðustu viku. Þar var um að ræða fjölskyldu sem var að koma í frí til eyjanna. Fór hún í einangrun í húsi sem hún hafði tekið á leigu.

Togarinn AK-0749 Karelia, lagði að bryggju í Færeyjum fyrir helgi. Einn skipverjinn var lagður inn á sjúkrahúsið í Klakksvík á föstudag með lungnabólgu. Á laugardag kom í ljós að hann var sýktur af COVID-19. Þá var hann fluttur á landssjúkrahúsið í Þórshöfn, segir í frétt færeyska sjónvarpsins. Einn  skipverji til viðbótar var um helgina fluttur á COVID-deild landssjúkrahússins.

Haft er eftir Lars Fodgaard Møller landlækni að skipverjarnir hafi annars ekki komið í land í Færeyjum. Hins vegar eru átta manns, sem áttu í samskiptum við áhöfnina, komnir í sóttkví. 

Auglýsing

Um borð í togaranum eru 77 skipverjar og voru sýni tekin af 30 þeirra um helgina. 23 reyndust smitaðir en sjö sýni reyndust neikvæð. Í frétt Local.fo kemur fram að togarinn hafi farið frá Færeyjum á laugardagskvöld. 

Í frétt Kringvarpsins segir að 32.453 sýni hafi verið tekin í Færeyjum frá upphafi faraldursins. 214 hafa reynst sýktir af veirunni  og 188 hafa náð bata. Enginn dauðsföll vegna COVID-19 hafa orðið á eyjunum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli þann 19. mars síðastliðinn.
„Nýr ógnvaldur“ við heilsu manna kominn fram á suðvesturhluta Íslands
Lungnalæknir segir að lítið sé vitað um langtímaáhrif vegna gasmengunar í lágum styrk til lengri tíma og áhrif kvikugasa í mjög miklum styrk í skamman tíma á langtímaheilsu. Nauðsynlegt sé að rannsóknir hefjist sem fyrst.
Kjarninn 7. maí 2021
Viðsnúningur Bandaríkjanna í óþökk lyfjarisa
Óvænt og fremur óljós stefnubreyting Bandaríkjanna varðandi afnám einkaleyfa af bóluefnum gegn COVID-19 hefur vakið litla kátínu í lyfjageiranum. Deildar meiningar eru um hvort afnám einkaleyfa kæmi til með að hraða framleiðslu bóluefna.
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ísland skoðar að kaupa 100 þúsund skammta af Spútnik V og vill fá þorra þeirra fyrir 2. júní
Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda og þeirra sem framleiða og markaðssetja hið rússneska Spútnik V bóluefni. Ísland myndi vilja fá að minnsta kosti 75 þúsund skammta fyrir 2. júní.
Kjarninn 7. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Páll Magnússon er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Nefnd búin að afgreiða fjölmiðlastyrki og umsóknarfrestur verður til loka maímánaðar
Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar hefur skilað áliti um stuðningskerfi til fjölmiðla. Þar er lagt til að þrengja skilyrði fyrir stuðningi úr ríkissjóði og gildistími laganna er færður í eitt ár.
Kjarninn 7. maí 2021
Meira úr sama flokkiErlent