Hópsmit um borð í rússneskum togara sem lagði að bryggju í Færeyjum

Virk smit af kórónuveirunni í Færeyjum urðu skyndilega 26 um helgina eftir að 23 skipverjar á rússneskum togara greindust með veiruna.

Klakksvík íFæreyjum.
Klakksvík íFæreyjum.
Auglýsing

Um helg­ina greindust 23 ný til­felli af COVID-19 í Fær­eyj­um. Þetta er mesti fjöldi smita sem greindur er á einum degi frá því að far­ald­ur­inn braust út í mars. Á eyj­unum hafa því greinst 26 virk smit síð­ustu daga. Þeir sem greindust um helg­ina eru allir skip­verjar á rúss­neskum tog­ara sem þar lagði að bryggju. Þrjú smit til við­bótar greindust í síð­ustu viku. Þar var um að ræða fjöl­skyldu sem var að koma í frí til eyj­anna. Fór hún í ein­angrun í húsi sem hún hafði tekið á leigu.

Tog­ar­inn AK-0749 Kar­elia, lagði að bryggju í Fær­eyjum fyrir helgi. Einn skip­verj­inn var lagður inn á sjúkra­húsið í Klakks­vík á föstu­dag með lungna­bólgu. Á laug­ar­dag kom í ljós að hann var sýktur af COVID-19. Þá var hann fluttur á lands­sjúkra­húsið í Þórs­höfn, segir í frétt fær­eyska sjón­varps­ins. Einn  skip­verji til við­bótar var um helg­ina fluttur á COVID-­deild lands­sjúkra­húss­ins.

Haft er eftir Lars Fod­gaard Møller land­lækni að skip­verjarnir hafi ann­ars ekki komið í land í Fær­eyj­um. Hins vegar eru átta manns, sem áttu í sam­skiptum við áhöfn­ina, komnir í sótt­kví. 

Auglýsing

Um borð í tog­ar­anum eru 77 skip­verjar og voru sýni tekin af 30 þeirra um helg­ina. 23 reynd­ust smit­aðir en sjö sýni reynd­ust nei­kvæð. Í frétt Local.fo kemur fram að tog­ar­inn hafi farið frá Fær­eyjum á laug­ar­dags­kvöld. 

Í frétt Kringvarps­ins segir að 32.453 sýni hafi verið tekin í Fær­eyjum frá upp­hafi far­ald­urs­ins. 214 hafa reynst sýktir af veirunni  og 188 hafa náð bata. Eng­inn dauðs­föll vegna COVID-19 hafa orðið á eyj­un­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
PAR á nú innan við tvö prósent í Icelandair
Bandarískur fjárfestingasjóður sem keypti stóran hlut í Icelandair í vor og varð að stærsta einkafjárfesti félagsins er ekki lengur með stærstu eigendum þess.
Kjarninn 29. september 2020
Bjarni Már Magnússon
Basic að birta
Kjarninn 29. september 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Samtök atvinnulífsins segja ekki upp kjarasamningum
Eftir að stjórnvöld kynntu 25 milljarða króna aðgerðarpakka í morgun ákvað framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins að atkvæðagreiðsla um Lífskjarasamninginn myndi ekki fara fram. Kjarasamningar gilda því áfram.
Kjarninn 29. september 2020
Vísindamennirnir telja að enn eigi töluverður fjöldi eftir að greinast með COVID-19 í þessari bylgju faraldursins.
Um 300 til 1.100 gætu smitast á næstu þremur vikum
Í þriðju bylgju faraldurs COVID-19, sem hófst 11. september, hafa 506 greinst með sjúkdóminn. Vísindamenn við Háskóla Íslands spá því að næstu daga haldi áfram að greinast 20-40 ný smit á dag.
Kjarninn 29. september 2020
Rúmlega þrjátíu Íslendingar hafa greinst með veiruna í landamæraskimun
Af þeim 119 sem greindust með COVID-19 í landamæraskimun frá 15. júní til 18. september voru 32 með íslenskt ríkisfang, 23 frá Póllandi og 13 frá Rúmeníu og færri frá 23 ríkjum til viðbótar.
Kjarninn 29. september 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
ASÍ mótmælir lækkun á tryggingagjaldi – Efling segir opinberu fé ausið til efnafólks
ASÍ mótmælir fyrirhugaðri lækkun á tryggingagjaldi og segir að það sé „nánast eini skatturinn sem fyrirtæki greiða“. Sambandið vill að ríkisstjórnin gefi vilyrði um hækkun atvinnuleysisbóta samhliða því að nýjum aðgerðarpakka verði hrint í framkvæmd.
Kjarninn 29. september 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti nýja aðgerðarpakkann í dag.
Tryggingagjald lækkað og ráðist í beina styrki til fyrirtækja sem hafa orðið fyrir tekjuhruni
Ríkisstjórnin kynnti nýjan aðgerðarpakka í dag. Hann er metinn á 25 milljarða króna en sá fyrirvari settur að ekki liggi fyrir hversu vel aðgerðirnar, sem eru átta, verði nýttar.
Kjarninn 29. september 2020
Í gær voru tekin yfir 2.300 sýni.
Tveir á gjörgæslu með COVID-19 – 32 ný smit
32 ný smit af kórónuveirunni greindust í gær, mánudag, og eru 525 eru nú með COVID-19 hér á landi og í einangrun. Tveir sjúklingar eru nú á gjörgæslu.
Kjarninn 29. september 2020
Meira úr sama flokkiErlent