Færeyskur ráðherra vill ekki fara í bólusetningu fyrr en langtímaáhrif verða ljós

Þvert á tilmæli landsstjórnar sinnar ætlar Jenis av Rana, ráðherra í færeysku landsstjórninni, ekki að fara í bólusetningu. Jenis vakti mikla athygli hér á landi fyrir um áratug þegar hann neitaði að sitja til borðs með Jóhönnu Sigurðardóttur.

Jenis av Rana er ráðherra utanríkismála sem og mennta- og menningarmála í færeysku landsstjórninni.
Jenis av Rana er ráðherra utanríkismála sem og mennta- og menningarmála í færeysku landsstjórninni.
Auglýsing

Jenis av Rana, utan­rík­is- og mennta­mála­ráð­herra lands­stjórn­ar­innar í Fær­eyj­um, hyggst ekki láta bólu­setja sig við COVID-19. Í sam­tali við fær­eyska vef­mið­il­inn Vága­portal­urin segir Jenis að of mikil óvissa sé um lang­tíma­á­hrif bólu­efnis og að hann vilji ekki þiggja bólu­efni fyrr en lang­tíma­á­hrif þeirra hafa verið rann­sök­uð.

Jenis gengur þar með gegn til­mælum sinnar eigin rík­is­stjórnar sem hefur hvatt fólk til að láta bólu­setja sig. Spurður að því hvort Janis telji fær­eysku rík­is­stjórn­ina hafa gert mis­tök með því að mæla með bólu­setn­ingum segir Janis svo ekki vera. Það sé hans ákvörðun að þiggja ekki bólu­efnið og hans skoðun end­ur­spegli ekki skoðun rík­is­stjórn­ar­innar til bólu­setn­ing­ar.

Ráð­herr­ann er einnig spurður að því hvort hann ráð­leggi fólki frá því að láta bólu­setja sig. Það gerir Jenis ekki, hann seg­ist hvorki geta mælt með eða gegn bólu­efni á þessu stigi máls­ins. Aftur á móti hvetur hann fólk til þess að taka sjálft ákvörðun um hvort það þiggi bólu­setn­ing­ar.

Auglýsing

Rúm­lega helm­ingur Fær­ey­inga fengið bólu­efni

Allir Fær­ey­ing­ar, 16 ára og eldri, eiga rétt á bólu­setn­ingum án end­ur­gjalds. Rúm­lega helm­ingur Fær­ey­inga hafa fengið að minnsta kosti eina sprautu af bólu­efni en allir Fær­ey­ing­ar, 16 ára og eldri, eiga rétt á ókeypis bólu­setn­ing­um. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum á vef fær­eyskra heil­brigð­is­yf­ir­valda sem upp­færðar voru í vik­unni hafa tæp 15 pró­sent Fær­ey­inga fengið seinni skammt bólu­efnis en 36 pró­sent fyrri skammt.

Nú hafa alls 670 greinst með COVID-19 í Fær­eyj­um. Eins og staðan er núna eru tvö virk smit í eyj­unum og fimm í sótt­kví. Frá upp­hafi kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins hefur einn ein­stak­lingur lát­ist af völdum veirunnar í Fær­eyj­um.

Neit­aði að sitja til borðs með Jóhönnu Sig­urð­ar­dóttur

Jenis av Rana rataði í frétt­irnar hér heima fyrir rúmum tíu árum síðan vegna fram­komu sinnar í garð Jóhönnu Sig­urð­ar­dóttur sem þá var for­sæt­is­ráð­herra. Jenis ákvað að mæta ekki í kvöld­verð­ar­boð sem haldið var með Jóhönnu og eig­in­konu hennar þegar Jóhanna fór í opin­bera heim­sókn til Fær­eyja í sept­em­ber árið 2010.

Jenis hefur verið for­maður kristi­lega Mið­flokks­ins í Fær­eyjum frá árinu 2001 en flokk­ur­inn hefur barist gegn rétt­indum sam­kyn­hneigðra í Fær­eyj­um. Fram­koma hans vakti mikla athygli hér á landi en í við­tali við Vága­portal­urin sagði Jenis að honum dytti ekki í hug að sitja veisl­una, heim­sókn Jóhönnu væri hrein ögrun og ekki í sam­ræmi við boð­skap Bibl­í­unn­ar. Kaj Leo Johann­essen, þáver­andi lög­maður Fær­eyja, sagði Jenis av Rana að hann ætti að skamm­ast sín fyrir ummæl­in.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Djúpu sporin hennar Merkel
Heil kynslóð hefur alist upp með Angelu Merkel á valdastóli. Á sextán ára valdatíma hefur hún fengist við risavaxin vandamál og leyst þau flest en ein krísan stendur eftir og það er einmitt sú sem Merkel-kynslóðin hefur mestar áhyggjur af.
Kjarninn 26. september 2021
Fyrstu tölur á landsvísu, eins og þær voru settar fram í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 árið 1991, sýndu mikla yfirburði fjórflokksins. Rótgrónu flokkarnir hafa síðan gefið eftir.
„Fjórflokkurinn“ hefur aðeins einu sinni fengið minna fylgi í alþingiskosningum
Samanlagt fylgi rótgrónustu stjórnmálaafla landsins, fjórflokksins, var 64,2 prósent í kosningunum í gær. Það er ögn lægra hlutfall greiddra atkvæða en í kosningunum 2017, en hærra en árið 2016.
Kjarninn 26. september 2021
Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokks ræða saman aður en kappræður hefjast á RÚV. Mögulega um jafnt vægi atkvæða á milli flokka, en þó ólíklega.
Framsókn græddi þingmann á kostnað Sjálfstæðisflokks vegna atkvæðamisvægis
Vegna misvægis atkvæða á milli flokka fékk Framsóknarflokkurinn einn auka þingmann á kostnað Sjálfstæðisflokksins, ef horft er til fylgis flokkanna á landsvísu. Þetta er í þriðja sinn frá árinu 2013 sem þessi skekkja kemur Framsókn til góða.
Kjarninn 26. september 2021
Formenn flokka sem náðu manni inn á þing, fyrir utan formann Miðflokksins, ræddust við í Silfrinu í morgun.
Bjarni: Ekki mitt fyrsta útspil að gera kröfu um stól forsætisráðherra
Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja ætla að ræða saman strax í dag enda eðlilegt að hefja samtalið þar, við fólkið „sem við höfum vaðið skafla með og farið í gegnum ólgusjó,“ líkt og formaður Sjálfstæðisflokksins orðaði það.
Kjarninn 26. september 2021
Lenya Rún Tha Karim, frambjóðandi Pírata, er yngsti þingmaður sögunnar sem nær kjöri. Hún verður 22 ára í desember
26 nýliðar taka sæti á þingi
Um þriðjungur þingmanna sem taka sæti á Alþingi eru nýliðar. Stór hluti þeirra býr hins vegar yfir talsverðri þingreynslu en yngsti þingmaður Íslandssögunnar tekur einnig sæti á þingi.
Kjarninn 26. september 2021
Þær voru víst 30 en ekki 33, konurnar sem náðu kjöri. Píratar missa eina konu, Samfylking eina og Vinstri græn eina.
Konur enn færri en karlar á Alþingi
Í morgun leit út fyrir að Alþingi Íslendinga yrði í fyrsta skipti í sögunni skipað fleiri konum en körlum á því kjörtímabili sem nú fer í hönd. Eftir endurtalningu er staðan allt önnur: 30 konur náðu kjöri en 33 karlar.
Kjarninn 26. september 2021
Kosningum lokið: Sigurður Ingi í lykilstöðu til að mynda ríkisstjórn og á nokkra möguleika
Ríkisstjórnin ríghélt í kosningunum í gær og fjölgaði þingmönnum sínum, þrátt fyrir að samanlagt heildarfylgi hennar hafi ekki vaxið mikið. Framsókn og Flokkur fólksins unnu stórsigra en frjálslynda miðjan beið skipbrot.
Kjarninn 26. september 2021
Friðrik Jónsson
Níu áskoranir á nýju kjörtímabili
Kjarninn 26. september 2021
Meira úr sama flokkiErlent