Færeyskur ráðherra vill ekki fara í bólusetningu fyrr en langtímaáhrif verða ljós

Þvert á tilmæli landsstjórnar sinnar ætlar Jenis av Rana, ráðherra í færeysku landsstjórninni, ekki að fara í bólusetningu. Jenis vakti mikla athygli hér á landi fyrir um áratug þegar hann neitaði að sitja til borðs með Jóhönnu Sigurðardóttur.

Jenis av Rana er ráðherra utanríkismála sem og mennta- og menningarmála í færeysku landsstjórninni.
Jenis av Rana er ráðherra utanríkismála sem og mennta- og menningarmála í færeysku landsstjórninni.
Auglýsing

Jenis av Rana, utan­rík­is- og mennta­mála­ráð­herra lands­stjórn­ar­innar í Fær­eyj­um, hyggst ekki láta bólu­setja sig við COVID-19. Í sam­tali við fær­eyska vef­mið­il­inn Vága­portal­urin segir Jenis að of mikil óvissa sé um lang­tíma­á­hrif bólu­efnis og að hann vilji ekki þiggja bólu­efni fyrr en lang­tíma­á­hrif þeirra hafa verið rann­sök­uð.

Jenis gengur þar með gegn til­mælum sinnar eigin rík­is­stjórnar sem hefur hvatt fólk til að láta bólu­setja sig. Spurður að því hvort Janis telji fær­eysku rík­is­stjórn­ina hafa gert mis­tök með því að mæla með bólu­setn­ingum segir Janis svo ekki vera. Það sé hans ákvörðun að þiggja ekki bólu­efnið og hans skoðun end­ur­spegli ekki skoðun rík­is­stjórn­ar­innar til bólu­setn­ing­ar.

Ráð­herr­ann er einnig spurður að því hvort hann ráð­leggi fólki frá því að láta bólu­setja sig. Það gerir Jenis ekki, hann seg­ist hvorki geta mælt með eða gegn bólu­efni á þessu stigi máls­ins. Aftur á móti hvetur hann fólk til þess að taka sjálft ákvörðun um hvort það þiggi bólu­setn­ing­ar.

Auglýsing

Rúm­lega helm­ingur Fær­ey­inga fengið bólu­efni

Allir Fær­ey­ing­ar, 16 ára og eldri, eiga rétt á bólu­setn­ingum án end­ur­gjalds. Rúm­lega helm­ingur Fær­ey­inga hafa fengið að minnsta kosti eina sprautu af bólu­efni en allir Fær­ey­ing­ar, 16 ára og eldri, eiga rétt á ókeypis bólu­setn­ing­um. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum á vef fær­eyskra heil­brigð­is­yf­ir­valda sem upp­færðar voru í vik­unni hafa tæp 15 pró­sent Fær­ey­inga fengið seinni skammt bólu­efnis en 36 pró­sent fyrri skammt.

Nú hafa alls 670 greinst með COVID-19 í Fær­eyj­um. Eins og staðan er núna eru tvö virk smit í eyj­unum og fimm í sótt­kví. Frá upp­hafi kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins hefur einn ein­stak­lingur lát­ist af völdum veirunnar í Fær­eyj­um.

Neit­aði að sitja til borðs með Jóhönnu Sig­urð­ar­dóttur

Jenis av Rana rataði í frétt­irnar hér heima fyrir rúmum tíu árum síðan vegna fram­komu sinnar í garð Jóhönnu Sig­urð­ar­dóttur sem þá var for­sæt­is­ráð­herra. Jenis ákvað að mæta ekki í kvöld­verð­ar­boð sem haldið var með Jóhönnu og eig­in­konu hennar þegar Jóhanna fór í opin­bera heim­sókn til Fær­eyja í sept­em­ber árið 2010.

Jenis hefur verið for­maður kristi­lega Mið­flokks­ins í Fær­eyjum frá árinu 2001 en flokk­ur­inn hefur barist gegn rétt­indum sam­kyn­hneigðra í Fær­eyj­um. Fram­koma hans vakti mikla athygli hér á landi en í við­tali við Vága­portal­urin sagði Jenis að honum dytti ekki í hug að sitja veisl­una, heim­sókn Jóhönnu væri hrein ögrun og ekki í sam­ræmi við boð­skap Bibl­í­unn­ar. Kaj Leo Johann­essen, þáver­andi lög­maður Fær­eyja, sagði Jenis av Rana að hann ætti að skamm­ast sín fyrir ummæl­in.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 47. þáttur: Síðasta Heian-skáldið
Kjarninn 20. janúar 2022
Tvöföld og ógagnsæ verðlagning á rafmagni til rannsóknar
Verðlagning N1 Rafmagns á rafmagni til þeirra sem koma óafvitandi í viðskipti hjá félaginu hefur verið harðlega gagnrýnd af samkeppnisaðilum. Lögfræðingur hjá Orkustofnun segir ekki hafa verið fyrirséð að N1 myndi rukka eins og fyrirtækið gerir.
Kjarninn 20. janúar 2022
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur ekki áhyggjur af því að almenningur sé orðin ónæmur eða hættur að hlusta þegar almannavarnastig er sett á.
„Almannavarnir lýsa ekki yfir almannavarnarstigi af léttúð“
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn telur að almenningur taki yfirlýsingu neyðarástands vegna COVID-19 ekki af meiri léttúð, þrátt fyrir að neyðarástandi hafi verið lýst yfir fjórum sinnum á síðustu tveimur árum.
Kjarninn 19. janúar 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverksmiðjunni í Helguvík í rúmlega fjögur ár.
Bæjarstjórnin skorar á Arion banka að hætta við áform um endurræsingu kísilversins
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar skorar á Arion banka að falla frá áformum um endurræsingu kísilversins í Helguvík og hefja viðræður við sveitarfélagið um aðrar og grænni leiðir.
Kjarninn 19. janúar 2022
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Hraðpróf í tengslum við smitgát úr sögunni og fólk í einangrun má fara í stutta göngutúra
Heilbrigðisráðherra hefur staðfest reglugerð þess efnis að þeir sem eru í smitgát þurfi ekki lengur að fara í hraðpróf, heldur einungis að fara gætilega. Einnig er rýmkað fyrir útiveru þeirra sem eru í einangrun.
Kjarninn 19. janúar 2022
Tómas A. Tómasson þingmaður Flokks fólksins.
„Það er ósanngjarnt að reka fólk heim þegar það getur unnið“
Þingmaður Flokks fólksins gerði málefni eldri borgara að umtalsefni á þinginu í dag.
Kjarninn 19. janúar 2022
Bólusetning með bóluefni Pfizer er hafin í Nepal.
Meira en milljarður skammta loks afhentur í gegnum COVAX
Markmið COVAX-samstarfsins náðust ekki á síðasta ári. Þó er komið að þeim áfanga að milljarður skammta hefur verið afhentur í gegnum samstarfið. Mun betur má ef duga skal.
Kjarninn 19. janúar 2022
Launafólk í verri stöðu en fyrir ári síðan
Þrátt fyrir mikinn hagvöxt í fyrra hefur fjárhagsstaða og andleg heilsa launafólks versnað töluvert á milli ára, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Vörðu. Tæpur helmingur innflytjenda segist nú eiga erfitt með að ná endum saman.
Kjarninn 19. janúar 2022
Meira úr sama flokkiErlent