Danir þurfi að læra meira um Færeyjar og Grænland

Fánadagar í danska konungsríkinu urðu 19 í ár þegar færeyskum og grænlenskum fánadögum var bætt við. Þessi sáttahendi danskra stjórnvalda er hins vegar orðin hálf lympuleg því Danir flögguðu vitlausum fána fyrir Færeyjar.

Svona er færeyski fáninn; rauður kross með bláum borða á hvítum fleti.
Svona er færeyski fáninn; rauður kross með bláum borða á hvítum fleti.
Auglýsing

Enn rak veg­far­endur í Dan­mörku í rogastans þegar þeir sáu annan fánan en Dannebr­og, þjóð­fána Dan­merk­ur, blakta við opin­berar bygg­ingar síð­ast­lið­inn laug­ar­dag þegar fyrsti opin­beri fær­eyski fána­dag­ur­inn var í Dan­mörku. Áður höfðu Danir velt fyrir sér að morgni sól­stöðu­dags 21. júní hvers vegna græn­lenski þjóð­fán­inn blakti við allar stjórn­ar­bygg­ingar og á stræt­is­vögn­um, eins og Dannebrog gerir á opin­berum fána­dög­um. Ástæðan var sú að þá var fyrsti græn­lenski fána­dag­ur­inn í Dan­mörku.

En það var ekki vegna þess að fyrsti fær­eyski fána­dag­ur­inn var í Dan­mörku laug­ar­dag­inn 29. júlí sem fólki brá í brún þegar það báru fán­ana aug­um, heldur vegna þess að lit­unum hafði verið snúið við í fær­eyska flagg­inu. Í stað þess að rauður kross með bláum borða lægi á hvítum fleti var kross­inn blár og með rauðum borða.

Auglýsing

Dönum tókst nefni­lega að flagga vit­lausum fána á þessum fyrsta opin­bera fána­degi Fær­eyja í Dan­mörku og þykir málið hið vand­ræða­leg­asta fyrir dönsk stjórn­völd og Lars Løkke Rasmus­sen for­sæt­is­ráð­herra. „Þetta und­ir­strikar — þyngra en tárum taki — punkt­inn minn um að við þurfum að vita meira um hvort ann­að,“ skrif­aði Rasmus­sen á Twitter þegar mis­tökin uppgvöt­uð­ust.Fær­eyski stjórn­mála­mað­ur­inn Sjúrður Skaale lét svo hafa eftir sér á danska vefnum Politiko að hann hafi fyrst haldið að mynd­irnar hefðu verið skrum­skældar í tölvu. „Þetta sýnir ótrú­lega mik­inn skort á þekk­ingu meðal Dana á Fær­eyj­um. Það eru margir Fær­ey­ingar sem telja sér sýnd mikil van­virð­ing með þessu.“

Vit­lausu fán­ana fram­leiddi elsta fána­sauma­stofa í Dan­mörku. Dahls Flag­fa­brik stærir sig af því á vef­síðu sinni að danski fán­inn, Dannebr­og, hafi aldrei selst upp í versl­un­inni nema dag­inn sem Dan­mörk var leyst undan járn­hæl Þýska­lands eftir seinni heim­styrj­öld­ina 5. maí 1945. Peter Øster­bye, for­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, segir málið vera allt hið vand­ræða­leg­asta.

Færeyski fáninn réttur og rangur.

Töldu fánastangir í jan­úar

Stjórn­völd í Dan­mörku ákváðu upp­hafi árs að fjölga opin­berum fána­dögum úr 17 í 19 þetta árið. Opin­ber græn­lenskur fána­dagur yrði 21. júni á þjóð­há­tíð­ar­degi Græn­lands og á þjóð­há­tíð­ar­degi Fær­eyja, Ólafs­deg­inum 29. júlí, yrði opin­ber fær­eyskur fána­dag­ur. Það var hins vegar ekki til­kynnt fyrr en eftir sér­lega flaggstanga­taln­ingu í danska rík­inu.

Í jan­úar sl. bár­ust for­­stöð­u­­mönnum danskra rík­­is­­fyr­ir­tækja og stofn­ana rík­­is­ins bréf frá fjár­­­mála­ráðu­­neyt­inu. Þótt þeir væru ýmsu vanir þegar kemur að erindum og fyr­ir­­spurnum frá því virð­u­­lega ráðu­­neyti var inn­i­hald bréfs­ins ólíkt öllu því sem áður hafði borist. Þeim var semsé gert að telja þær flaggstangir sem til­­heyrðu við­kom­andi stofnun og senda fjár­­­mála­ráðu­­neyt­inu upp­­lýs­ing­­arn­­ar. „Maður er nú öllu vanur úr þess­­ari átt“ sagði for­­stöð­u­­maður einnar rík­­is­­stofn­unar og bætti við „hvað skyldu þeir háu herrar vilja fá talið næst?“ Ekki kom þó til þess að óskað væri eftir upp­­lýs­ingum um fjölda hand­lauga og fata­hengja, eins og einn for­­stöð­u­­maður lét reyndar fylgja með þegar hann upp­­lýsti að hjá sinni stofnun væri ein flagg­­stöng, sem því miður hefði nýlega brotn­að. 

Fjöl­mið­l­­arnir gerðu sér mik­inn mat úr þessu taln­inga­­máli sem þeir köll­uðu „Flagstangs­ga­te“ og veltu fyrir sér til­­­gang­in­­um. Emb­ætt­is­­menn­irnir voru þög­ulir sem gröf­in, vís­uðu á for­­sæt­is­ráð­herr­ann þegar spurt var.

Nokkrum dögum eftir að taln­ing­­ar­­skip­un­­ar­bréfið var sent út upp­­lýsti for­­sæt­is­ráð­herr­ann um málið á fés­­bók­­ar­­síðu sinni. Sér væri mjög hlýtt til Græn­­lend­inga og Fær­ey­inga (Sól­­run, eig­in­­kona ráð­herr­ans, er fær­eysk) og nú hefði hann ákveðið að Græn­­lend­ingar og Fær­ey­ingar fengju sér­­stakan fána­dag. „Þegar farið var að ræða um þetta kom í ljós að í fórum rík­­is­ins voru engar upp­­lýs­ingar til um fjölda opin­berra flaggstanga í kon­ungs­­rík­­in­u,“ sagði ráð­herr­ann. Til að allar stofn­­anir gætu fengið þjóð­­fán­ana væri nauð­­syn­­legt að vita hve marga þyrfti að útvega. Ráð­herr­ann til­­kynnti svo síðar að fána­dag­­arnir yrðu 21. júní fyrir Græn­land og 29. júlí fyrir Fær­eyj­ar

Flaggstang­irnar eru 534

Svör við spurn­ingu ráðu­­neyt­is­ins bár­ust fljótt og vel. Opin­berar flaggstangir reynd­ust 534 tals­ins. Nokkrir for­­stöð­u­­menn til­­kynntu um brotnar stangir en það stæði til bóta. Þegar stanga­­fjöld­inn lá fyrir gátu emb­ætt­is­­menn fjár­­­mála­ráðu­­neyt­is­ins pantað þann fjölda fána sem til þurfti og þeim var svo komið til stofn­ana rík­­is­ins um land allt og send­i­ráða Dan­­merkur víða um heim.

Á opin­berum fána­dögum í Dan­mörku, sem telja almenna hátíð­is- og tylli­daga auk afmæl­is­daga fjöl­skyldu Mar­grétar Þór­hildar Dana­drottnign­ar, er flaggað við opin­berar bygg­ingar og stræt­is­vagnar aka um götur bæja og borga með fána­veif­ur. Þar til græn­lenski fán­inn var dreg­inn að húni að morgni dags 21. júní hafði eng­inn fáni annar en danski þjóð­fán­inn, Dannebr­og, blakt á opin­berum flagg­stöngum í Dan­mörku.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Nichole Leigh Mosty
Kvennafrídagur 2020 og nokkra staðreyndir um stöðu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi
Leslistinn 24. október 2020
Óléttan sem allir þrá en enginn þorir enn að fagna
Það treystir sér varla nokkur maður að segja það upphátt. Þó að hún sé mikil um sig. Þyngri á sér en venjulega. Þó að hún sé einmitt á réttum aldri. En, er hvíslað í þröngum hópi, getur það mögulega verið að hún sé ólétt?
Kjarninn 24. október 2020
Yfirlitsmynd yfir fyrirhugað framkvæmdasvæði. Guli kassinn og blái þríhyrningurinn afmarka svæði 1. og 2. áfanga.
Vilja virkja vindinn á Mosfellsheiði
Ef áætlanir Zephyr Iceland ganga eftir munu 30 vindmyllur, um 200 MW að heildarafli, rísa á Mosfellsheiði. Fjölmargar hugmyndir að vindorkuverum bárust verkefnisstjórn rammaáætlunar en Zephyr telur óljóst að vindorka eigi þar heima.
Kjarninn 24. október 2020
Silja Dögg Gunnarsdóttir
Ostur í dulargervi
Kjarninn 24. október 2020
Íslands-Færeyja straumurinn (IFSJ) er sýndur með dökk fjólubláum lit á kortinu.
Uppgötvuðu hafstraum og kenna hann við Ísland
Norskir vísindamenn hafa borið kennsl á nýtt fyrirbæri í hafinu sem hefur umtalsverð áhrif á loftslag á okkar norðlægu slóðum. Hafstraumurinn hefur fengið nafnið Íslands-Færeyja brekkustraumurinn (e. Iceland-Faroe Slope Jet).
Kjarninn 24. október 2020
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri
Segir endurbata í ferðaþjónustu vera hröðustu leiðina úr kreppunni
Fyrrverandi seðlabankastjóri telur að aukin virkni ferðaþjónustunnar sé fljótvirkasta leiðin til að ná viðsnúningi í hagkerfinu.
Kjarninn 24. október 2020
Nasistar, rasistar, fasistar og hvíthettir – eða kannski bara einn stór misskilningur?
Viðbrögð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við fánamálinu hafa verið afgerandi – en embættið styður ekki með neinum hætti hatursorðræðu eða merki sem ýta undir slíkt. Það hefur þó ekki verið nóg til að lægja öldurnar á samfélagsmiðlum.
Kjarninn 24. október 2020
Meirihluti borgarstjórnar stendur á bak við þá sýn sem birtist í tillögunum að breyttu aðalskipulagi fram til ársins 2040.
Borgaryfirvöld vilja meiri borg og færri bíla
Borgaryfirvöld hafa kynnt breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur, sem framlengja núgildandi skipulag til ársins 2040. Háleit markmið eru sett um byggingu 1.000 íbúða á ári að meðaltali, alls rúmlega 24 þúsund talsins til 2040 ef vöxtur verður kröftugur.
Kjarninn 24. október 2020
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None