Stóra danska flaggstangamálið upplýst

Danmörk fáni
Auglýsing

Fyrir tíu dögum eða svo ­fengu for­stöðu­menn danskra rík­is­fyr­ir­tækja og stofn­ana bréf frá­ Fjár­mála­ráðu­neyt­inu. Sumir þeirra héldu að bréfið væri eins­konar fyr­ir­fram 1. apr­ílgabb, en við nán­ari athugun kom í ljós að svo var ekki. Þeim var semsé skipað að telja þær utandyra­flaggstangir sem undir þeirra stofnun heyra og ­senda nið­ur­stöður taln­ing­ar­innar til ráðu­neyt­is­ins.

Í bréf­inu var til­gangur taln­ing­ar­innar ekki útskýrður og emb­ætt­is­menn neit­uðu að svara spurn­ingum fjöl­miðl­anna, slógu úr og í. Fjöl­miðla­full­trú­i Fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins sagði að stundum væri það svo að almenn­ingur ætti ekki að vita allt, taln­ingin hefði til­gang en ekki yrði upp­lýst nánar um mál­ið. Að sinni.

Taln­ing­ar­til­skip­un­in vakti athygli langt út fyrir danska land­steina og var frá henni greint í fjöl­miðlum víða um lönd. Ótal til­gátur komu fram um til­gang þess­arar óvenju­leg­u til­skip­unar sem, að sögn danskra fjöl­miðla, á sér hvorki for­dæmi né hlið­stæð­u. Dönsku miðl­arnir skírðu þetta Flagstang­ga­te, og skop­mynda­teikn­arar brostu með­ blý­öntum sín­um.

Auglýsing

Frest­ur til að skila upp­lýs­ingum um flaggastanga­eign stofn­ana og fyr­ir­tækja rann út 11. jan­ú­ar, ekki hefur verið upp­lýst hvernig heimtur voru.

For­sæt­is­ráðu­neytið upp­lýsir um til­gang­inn

Í gær sendi For­sæt­is­ráðu­neytið frá sér til­kynn­ingu til fjöl­miðla.

Þar var ­greint frá því að Lars Løkke Rasmus­sen for­sæt­is­ráð­herra væri að íhuga (over­veje) hvort gera ætti fána­dag Fær­eyja, 25. apr­íl, og græn­lenska fána­dag­inn, 21. júní, að dönskum fána­dög­um. Þá yrði fær­eyski fán­inn við hún 25. apríl og sá græn­lenski 21. júní. Þegar þessar vanga­veltur byrj­uð­u kom í ljós að engar upp­lýs­ingar voru til um fjölda flaggstanga í eigu opin­berra ­stofn­ana og fyr­ir­tækja í land­in­u.  Þess ­vegna var ákveðið að senda til­skip­un­ar­bréf­ið. Hvers vegna það var For­sæt­is­ráðu­neyt­ið ­sem sendi upp­lýs­inga­bréfið veit eng­inn en blaða­maður Politi­ken giskaði á að það væri gert til að auka trúð­verð­ug­leik­ann. Ef upp­lýs­inga­bréfið hefði komið frá­ Fjár­mála­ráðu­neyt­inu hefði fólk kannski haldið að það væri við­bót­ar­grín. 

Sumir dönsku ­fjöl­miðl­anna hafa lýst von­brigðum með að búið sé að upp­lýsa mál­ið. Þá er þessi ­gesta­þraut úr sög­unn­i,” sagði einn þeirra.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Nýir tímar og tónlistin á vínyl
Söngkona og lagahöfundur frá Hofi í Öræfasveit sem býr nú í Osló í Noregi safnar fyrir vinyl-útgáfu á plötu á Karolina fund.
Kjarninn 31. október 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra, og Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir.
Sóttvarnalæknir hvetur rjúpnaveiðimenn til að halda sig heima
Sóttvarnalæknir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra vilja því hvetja alla að vera heima og taka þannig öll þátt í baráttunni, líka rjúpnaveiðimenn.
Kjarninn 31. október 2020
Ásta Logadóttir, Lárus S. Guðmundsson og Ólafur Hjálmarsson
Þétting byggðar – Lýðheilsa og lífsgæði
Kjarninn 31. október 2020
Steingrímur J. Sigfússon hættir
Forseti Alþingis mun ekki vera í framboði í næstu þingkosningum. Það verður í fyrsta sinn frá 1978 sem hann verður ekki í framboði til Alþingis.
Kjarninn 31. október 2020
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki búinn að höfða mál gegn Fjármálaeftirlitinu
Fjármálaeftirlit Seðlabankans sektaði Arion banka um tæpar 88 milljónir króna í sumar. Ástæðan var sú að upplýsingar um fyrirhugaðar fjöldauppsagnir í bankanum birtust í fjölmiðlum. Arion banki vill að ákvörðunin verði ógild.
Kjarninn 31. október 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, annar forstjóri Samherja, er stjórnarformaður Síldarvinnslunnar.
Eigið fé Síldarvinnslunnar nú 50 milljarðar króna
Síldarvinnslan hefur verið dugleg við að kaupa upp aflaheimildir síðust ár. Hún er að uppistöðu í eigu Samherja og fjölskyldufyrirtækis annars forstjóra Samherja. Saman halda útgerðir sem tengjast forstjórum Samherja á um 20 prósent af öllum kvóta.
Kjarninn 31. október 2020
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra lét Katrínu Jakobsdóttir forsætisráðherra vita af málinu eftir að ráðuneyti hans fékk ábendingu um það.
Kristján Þór upplýsti Katrínu um samskipti skrifstofustjóra við Stjórnartíðindi
Sjávarútvegsráðherra upplýsti forsætisráðherra um það í júlímánuði síðastliðnum að í júlí í fyrra hefði þáverandi skrifstofustjóri ráðuneytis hans átt samskipti við Stjórnartíðindi og látið fresta birtingu nýrra laga um laxeldi, sem kom fyrirtækjunum vel.
Kjarninn 31. október 2020
Jeff Bezos forstjóri Amazon
Metfjórðungur hjá Amazon
Tekjur Amazon á síðustu þremur mánuðum voru rúmlega fjórum sinnum meiri en landsframleiðsla Íslands í fyrra.
Kjarninn 30. október 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None