grænlenski fáninn
Auglýsing

Margir Danir ráku upp stór augu að morgni sól­stöðu­dags 21. júní þegar þeir sáu græn­lenska þjóð­fán­ann blakta við hún á opin­berum stofn­unum og bygg­ingum í Dana­veldi. Sumir héldu að Græn­lend­ingar stæðu fyrir þessu og væru með til­tæk­inu að vekja athygli á sjálf­stæð­is­bar­áttu sinni, eða kannski væri þetta bara svona prakk­ara­skap­ur. Stræt­is­vagn­arnir sem aka um götur bæja og borga skört­uðu græn­lenskum fána­veifum en á hátíð­is- og tylli­dögum aka þeir með danskar fána­veifur og sömu­leiðis á afmæl­is­dögum fjöl­skyldu Mar­grétar Þór­hild­ar. Dönsku fána­dag­arnir hafa lengi verið sautján tals­ins, en verða fram­vegis nítján. Ástæða þess að græn­lenski fán­inn hékk við hún 21. júní er sú að for­sæt­is­ráð­herra Dan­merkur ákvað að Græn­land og Fær­eyjar fengju sinn fána­dag. Græn­lenski fána­dag­ur­inn verður sól­stöðu­dag­ur­inn, sem er þjóð­há­tíð­ar­dagur Græn­lend­inga. Fær­eyski fána­dag­ur­inn verður hins vegar 29. júlí á Ólafs­deg­in­um, þjóð­há­tíð­ar­degi Fær­ey­inga sem jafn­framt markar upp­haf Ólafsvöku. Fram til þessa hefur eng­inn fáni annar en danski þjóð­fán­inn, Dannebr­og, blakt á opin­berum flagg­stöngum í Dan­mörku.

Flaggstanga­taln­ingin

Í jan­úar sl. bár­ust for­stöðu­mönnum danskra rík­is­fyr­ir­tækja og stofn­ana rík­is­ins bréf frá fjár­mála­ráðu­neyt­inu. Þótt þeir væru ýmsu vanir þegar kemur að erindum og fyr­ir­spurnum frá því virðu­lega ráðu­neyti var inni­hald bréfs­ins ólíkt öllu því sem áður hafði borist. Þeim var semsé gert að telja þær flaggstangir sem til­heyrðu við­kom­andi stofnun og senda fjár­mála­ráðu­neyt­inu upp­lýs­ing­arn­ar. „Maður er nú öllu vanur úr þess­ari átt“ sagði for­stöðu­maður einnar rík­is­stofn­unar og bætti við „hvað skyldu þeir háu herrar vilja fá talið næst?“ Ekki kom þó til þess að óskað væri eftir upp­lýs­ingum um fjölda hand­lauga og fata­hengja, eins og einn for­stöðu­maður lét reyndar fylgja með þegar hann upp­lýsti að hjá sinni stofnun væri ein flagg­stöng, sem því miður hefði nýlega brotn­að. 

Fjöl­miðl­arnir gerðu sér mik­inn mat úr þessu taln­inga­máli sem þeir köll­uðu „Flagstangs­ga­te“ og veltu fyrir sér til­gang­in­um. Emb­ætt­is­menn­irnir voru þög­ulir sem gröf­in, vís­uðu á for­sæt­is­ráð­herr­ann þegar spurt var.

Auglýsing

For­sæt­is­ráð­herra upp­lýsir um málið

Nokkrum dögum eftir að taln­ing­ar­skip­un­ar­bréfið var sent út upp­lýsti for­sæt­is­ráð­herr­ann um málið á fés­bók­ar­síðu sinni. Sér væri mjög hlýtt til Græn­lend­inga og Fær­ey­inga (Sól­run, eig­in­kona ráð­herr­ans, er fær­eysk) og nú hefði hann ákveðið að Græn­lend­ingar og Fær­ey­ingar fengju sér­stakan fána­dag. „Þegar farið var að ræða um þetta kom í ljós að í fórum rík­is­ins voru engar upp­lýs­ingar til um fjölda opin­berra flaggstanga í kon­ungs­rík­in­u,“ sagði ráð­herr­ann. Til að allar stofn­anir gætu fengið þjóð­fán­ana væri nauð­syn­legt að vita hve marga þyrfti að útvega. Ráð­herr­ann til­kynnti svo síðar að fána­dag­arnir yrðu 21. júní fyrir Græn­land og 29. júlí fyrir Fær­eyj­ar.

534 opin­berar flaggstangir 

Svör við spurn­ingu ráðu­neyt­is­ins bár­ust fljótt og vel. Opin­berar flaggstangir reynd­ust 534 tals­ins. Nokkrir for­stöðu­menn til­kynntu um brotnar stangir en það stæði til bóta. Þegar stanga­fjöld­inn lá fyrir gátu emb­ætt­is­menn fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins pantað þann fjölda fána sem til þurfti og þeim var svo komið til stofn­ana rík­is­ins um land allt og sendi­ráða Dan­merkur víða um heim.

Græn­lend­ingar stoltir og glaðir

Græn­lend­ingar sem danskir fjöl­miðlar töl­uðu við á sól­stöðu­deg­inum sögð­ust bæði vera stoltir og hrærðir þegar þeir sæju þjóð­fán­ann blakta við hún á opin­berum bygg­ing­um. Sumir lýstu jafn­framt mik­illi ánægju með þetta frum­kvæði for­sæt­is­ráð­herr­ans, hann hefði með þessu hefði sýnt Græn­lend­ingum hlý­hug, sem stundum skorti hjá dönskum ráða­mönn­um. 29. júlí kemur svo röðin að fær­eyska fán­an­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Helstu eigendur Samherja Holding eru Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherjasamstæðan átti eigið fé upp á tæpa 160 milljarða króna um síðustu áramót
Endurskoðendur Samherja Holding gera ekki lengur fyrirvara við ársreikningi félagsins vegna óvissu um „mála­rekstur vegna fjár­hags­legra uppgjöra sem tengj­ast rekstr­inum í Namib­íu.“ Félagið hagnaðist um 7,9 milljarða króna í fyrra.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Ari Trausti Guðmundsson
Flugaska eða gjóska?
Kjarninn 30. nóvember 2022
Vilhjálmur Birgisson er formaður Starfsgreinasambands Íslands.
Samningar við Starfsgreinasambandið langt komnir – Reynt að fá VR um borð
Verið er að reyna að klára gerð kjarasamninga við Starfsgreinasambandið um 20 til 40 þúsund króna launahækkanir, auknar starfsþrepagreiðslur og flýtingu á útgreiðslu hagvaxtarauka. Samningar eiga að gilda út janúar 2024.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Bjarni Bjarnason er forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.
Vindorkuver um land allt yrðu mesta umhverfisslys Íslandssögunnar
Forstjóri Orkuveitunnar segir að ef þúsund vindmyllur yrðu reistar um landið líkt og vindorkufyrirtæki áforma „ættum við engu umhverfisslysi til að jafna úr Íslandssögunni. Hér væri reyndar ekki um slys að ræða því myllurnar yrðu reistar af ásetningi.“
Kjarninn 30. nóvember 2022
Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.
„Matseðill möguleika“ ef stjórnvöld „vilja raunverulega setja orkuskipti í forgang“
Langtímaorkusamningar um annað en orkuskipti geta tafið þau fram yfir sett loftlagsmarkmið Íslands, segir orkumálastjóri. „Þótt stjórnvöld séu með markmið þá eru það orkufyrirtækin sem í raun og veru ákveða í hvað orkan fer.“
Kjarninn 30. nóvember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun.
„Það var mjög óheppilegt að náinn ættingi hafi verið í þessum kaupendahópi“
Forsætisráðherra segir að ekki hafi verið ákveðið hvenær Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og hvaða fyrirkomulag taki við þegar selja á hlut í ríkisbanka. Hún hafði ekki séð það fyrir að faðir Bjarna Benediktssonar yrði á meðal kaupenda í ríkisbanka.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Á meðal eigna Bríetar er þetta fjölbýlishús á Selfossi.
Leigufélagið Bríet gefur 30 prósent afslátt af leigu í desember
Félag í opinberri eigu sem á um 250 leiguíbúðir um allt land og er ekki rekið með hagnaðarsjónarmið að leiðarljósi ætlar að lækka leigu allra leigutaka frá og með næstu áramótum.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Lárus Welding þegar hann var stýrði Glitni.
Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, gefur út bókina „Uppgjör bankamanns“
Fyrrverandi forstjóri Glitnis gefur í lok viku út bók þar sem hann gerir upp rúmlega áratuga langa baráttu sína við réttarkerfið á Íslandi. Hann var ákærður í fjórum málum og sakfelldur í tveimur þeirra.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None