grænlenski fáninn
Auglýsing

Margir Danir ráku upp stór augu að morgni sól­stöðu­dags 21. júní þegar þeir sáu græn­lenska þjóð­fán­ann blakta við hún á opin­berum stofn­unum og bygg­ingum í Dana­veldi. Sumir héldu að Græn­lend­ingar stæðu fyrir þessu og væru með til­tæk­inu að vekja athygli á sjálf­stæð­is­bar­áttu sinni, eða kannski væri þetta bara svona prakk­ara­skap­ur. Stræt­is­vagn­arnir sem aka um götur bæja og borga skört­uðu græn­lenskum fána­veifum en á hátíð­is- og tylli­dögum aka þeir með danskar fána­veifur og sömu­leiðis á afmæl­is­dögum fjöl­skyldu Mar­grétar Þór­hild­ar. Dönsku fána­dag­arnir hafa lengi verið sautján tals­ins, en verða fram­vegis nítján. Ástæða þess að græn­lenski fán­inn hékk við hún 21. júní er sú að for­sæt­is­ráð­herra Dan­merkur ákvað að Græn­land og Fær­eyjar fengju sinn fána­dag. Græn­lenski fána­dag­ur­inn verður sól­stöðu­dag­ur­inn, sem er þjóð­há­tíð­ar­dagur Græn­lend­inga. Fær­eyski fána­dag­ur­inn verður hins vegar 29. júlí á Ólafs­deg­in­um, þjóð­há­tíð­ar­degi Fær­ey­inga sem jafn­framt markar upp­haf Ólafsvöku. Fram til þessa hefur eng­inn fáni annar en danski þjóð­fán­inn, Dannebr­og, blakt á opin­berum flagg­stöngum í Dan­mörku.

Flaggstanga­taln­ingin

Í jan­úar sl. bár­ust for­stöðu­mönnum danskra rík­is­fyr­ir­tækja og stofn­ana rík­is­ins bréf frá fjár­mála­ráðu­neyt­inu. Þótt þeir væru ýmsu vanir þegar kemur að erindum og fyr­ir­spurnum frá því virðu­lega ráðu­neyti var inni­hald bréfs­ins ólíkt öllu því sem áður hafði borist. Þeim var semsé gert að telja þær flaggstangir sem til­heyrðu við­kom­andi stofnun og senda fjár­mála­ráðu­neyt­inu upp­lýs­ing­arn­ar. „Maður er nú öllu vanur úr þess­ari átt“ sagði for­stöðu­maður einnar rík­is­stofn­unar og bætti við „hvað skyldu þeir háu herrar vilja fá talið næst?“ Ekki kom þó til þess að óskað væri eftir upp­lýs­ingum um fjölda hand­lauga og fata­hengja, eins og einn for­stöðu­maður lét reyndar fylgja með þegar hann upp­lýsti að hjá sinni stofnun væri ein flagg­stöng, sem því miður hefði nýlega brotn­að. 

Fjöl­miðl­arnir gerðu sér mik­inn mat úr þessu taln­inga­máli sem þeir köll­uðu „Flagstangs­ga­te“ og veltu fyrir sér til­gang­in­um. Emb­ætt­is­menn­irnir voru þög­ulir sem gröf­in, vís­uðu á for­sæt­is­ráð­herr­ann þegar spurt var.

Auglýsing

For­sæt­is­ráð­herra upp­lýsir um málið

Nokkrum dögum eftir að taln­ing­ar­skip­un­ar­bréfið var sent út upp­lýsti for­sæt­is­ráð­herr­ann um málið á fés­bók­ar­síðu sinni. Sér væri mjög hlýtt til Græn­lend­inga og Fær­ey­inga (Sól­run, eig­in­kona ráð­herr­ans, er fær­eysk) og nú hefði hann ákveðið að Græn­lend­ingar og Fær­ey­ingar fengju sér­stakan fána­dag. „Þegar farið var að ræða um þetta kom í ljós að í fórum rík­is­ins voru engar upp­lýs­ingar til um fjölda opin­berra flaggstanga í kon­ungs­rík­in­u,“ sagði ráð­herr­ann. Til að allar stofn­anir gætu fengið þjóð­fán­ana væri nauð­syn­legt að vita hve marga þyrfti að útvega. Ráð­herr­ann til­kynnti svo síðar að fána­dag­arnir yrðu 21. júní fyrir Græn­land og 29. júlí fyrir Fær­eyj­ar.

534 opin­berar flaggstangir 

Svör við spurn­ingu ráðu­neyt­is­ins bár­ust fljótt og vel. Opin­berar flaggstangir reynd­ust 534 tals­ins. Nokkrir for­stöðu­menn til­kynntu um brotnar stangir en það stæði til bóta. Þegar stanga­fjöld­inn lá fyrir gátu emb­ætt­is­menn fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins pantað þann fjölda fána sem til þurfti og þeim var svo komið til stofn­ana rík­is­ins um land allt og sendi­ráða Dan­merkur víða um heim.

Græn­lend­ingar stoltir og glaðir

Græn­lend­ingar sem danskir fjöl­miðlar töl­uðu við á sól­stöðu­deg­inum sögð­ust bæði vera stoltir og hrærðir þegar þeir sæju þjóð­fán­ann blakta við hún á opin­berum bygg­ing­um. Sumir lýstu jafn­framt mik­illi ánægju með þetta frum­kvæði for­sæt­is­ráð­herr­ans, hann hefði með þessu hefði sýnt Græn­lend­ingum hlý­hug, sem stundum skorti hjá dönskum ráða­mönn­um. 29. júlí kemur svo röðin að fær­eyska fán­an­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðni Bergsson er formaður KSÍ.
Íslandsmótið í knattspyrnu flautað af – efstu liðin krýnd Íslandsmeistarar
Valur er Íslandsmeistari í knattspyrnu karla og Breiðablik Íslandsmeistari kvenna.
Kjarninn 30. október 2020
Þríeykið og aðrir sérfróðir viðbragðsaðilar njóta yfirburðatrausts hjá Íslendingum – en á bilinu 94-96 prósenst segjast treysta því að fá áreiðanlegar upplýsingar um veirufjárann þaðan.
Íslendingar treysta sérfróðum yfirvöldum og fjölmiðlum vel í tengslum við COVID-19
Vinnuhópur þjóðaröryggisráðs um upplýsingaóreiðu í tengslum við COVID-19 hefur skilað af sér skýrslu. Þar kemur m.a. fram að traust til þríeykisins og annarra sérfróðra yfirvalda er afgerandi og traust til innlendra fjölmiðla sömuleiðis mjög mikið.
Kjarninn 30. október 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti hertar aðgerðir vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins á blaðamannafundi fyrr í dag. Efnahagsaðgerðirnar eru afleiðing af þeirri stöðu.
Tekjufallsstyrkir útvíkkaðir, viðspyrnustyrkir kynntir og rætt um áframhald hlutabótaleiðar
Ríkisstjórn Íslands boðar enn einn efnahagspakkann. Sá nýjasti er sniðinn að mestu að þeim minni fyrirtækjum og einyrkjum sem þurfa að loka vegna kórónuveirufaraldursins.
Kjarninn 30. október 2020
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni
Segir umfram eigið fé ekki hafa tengingu við úrræði stjórnvalda
Bankastjóri Arion banka segir viðskiptavini sína hafið notið góðs af minni álagningum stjórnvalda á bankakerfið og litla tengingu vera á milli þess og umfram eigin fé bankans.
Kjarninn 30. október 2020
Frá aðalmeðferð málanna í Héraðsdómi Reykjavíkur í haust.
Seðlabankinn sýknaður af kröfum Samherja en þarf að borga Þorsteini Má persónulega
Héraðsdómur Reykjavíkur kvað í dag upp dóm í skaðabótamálum Samherja og Þorsteins Más Baldvinssonar forstjóra fyrirtækisins á hendur bankanum. Seðlabankinn var sýknaður af kröfu fyrirtækisins, en þarf að borga forstjóranum skaðabætur.
Kjarninn 30. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þetta eru áhyggjur Þórólfs
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tínir til margvísleg áhyggjuefni sín í minnisblaðinu sem liggur til grundvallar hertum samkomutakmörkunum sem eru þær ströngustu í faraldrinum hingað til.
Kjarninn 30. október 2020
Frá blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag.
Tíu manna fjöldatakmarkanir næstu vikur
Hertar sóttvarnaráðstafanir taka gildi strax á miðnætti og eiga að gilda til 17. nóvember. Einungis 10 mega koma saman, nema í útförum, matvöruverslunum, apótekum og almenningssamgöngum. Skólar verða áfram opnir.
Kjarninn 30. október 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – AMD svarar NVidia og Airpods-lekar
Kjarninn 30. október 2020
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None