grænlenski fáninn
Auglýsing

Margir Danir ráku upp stór augu að morgni sól­stöðu­dags 21. júní þegar þeir sáu græn­lenska þjóð­fán­ann blakta við hún á opin­berum stofn­unum og bygg­ingum í Dana­veldi. Sumir héldu að Græn­lend­ingar stæðu fyrir þessu og væru með til­tæk­inu að vekja athygli á sjálf­stæð­is­bar­áttu sinni, eða kannski væri þetta bara svona prakk­ara­skap­ur. Stræt­is­vagn­arnir sem aka um götur bæja og borga skört­uðu græn­lenskum fána­veifum en á hátíð­is- og tylli­dögum aka þeir með danskar fána­veifur og sömu­leiðis á afmæl­is­dögum fjöl­skyldu Mar­grétar Þór­hild­ar. Dönsku fána­dag­arnir hafa lengi verið sautján tals­ins, en verða fram­vegis nítján. Ástæða þess að græn­lenski fán­inn hékk við hún 21. júní er sú að for­sæt­is­ráð­herra Dan­merkur ákvað að Græn­land og Fær­eyjar fengju sinn fána­dag. Græn­lenski fána­dag­ur­inn verður sól­stöðu­dag­ur­inn, sem er þjóð­há­tíð­ar­dagur Græn­lend­inga. Fær­eyski fána­dag­ur­inn verður hins vegar 29. júlí á Ólafs­deg­in­um, þjóð­há­tíð­ar­degi Fær­ey­inga sem jafn­framt markar upp­haf Ólafsvöku. Fram til þessa hefur eng­inn fáni annar en danski þjóð­fán­inn, Dannebr­og, blakt á opin­berum flagg­stöngum í Dan­mörku.

Flaggstanga­taln­ingin

Í jan­úar sl. bár­ust for­stöðu­mönnum danskra rík­is­fyr­ir­tækja og stofn­ana rík­is­ins bréf frá fjár­mála­ráðu­neyt­inu. Þótt þeir væru ýmsu vanir þegar kemur að erindum og fyr­ir­spurnum frá því virðu­lega ráðu­neyti var inni­hald bréfs­ins ólíkt öllu því sem áður hafði borist. Þeim var semsé gert að telja þær flaggstangir sem til­heyrðu við­kom­andi stofnun og senda fjár­mála­ráðu­neyt­inu upp­lýs­ing­arn­ar. „Maður er nú öllu vanur úr þess­ari átt“ sagði for­stöðu­maður einnar rík­is­stofn­unar og bætti við „hvað skyldu þeir háu herrar vilja fá talið næst?“ Ekki kom þó til þess að óskað væri eftir upp­lýs­ingum um fjölda hand­lauga og fata­hengja, eins og einn for­stöðu­maður lét reyndar fylgja með þegar hann upp­lýsti að hjá sinni stofnun væri ein flagg­stöng, sem því miður hefði nýlega brotn­að. 

Fjöl­miðl­arnir gerðu sér mik­inn mat úr þessu taln­inga­máli sem þeir köll­uðu „Flagstangs­ga­te“ og veltu fyrir sér til­gang­in­um. Emb­ætt­is­menn­irnir voru þög­ulir sem gröf­in, vís­uðu á for­sæt­is­ráð­herr­ann þegar spurt var.

Auglýsing

For­sæt­is­ráð­herra upp­lýsir um málið

Nokkrum dögum eftir að taln­ing­ar­skip­un­ar­bréfið var sent út upp­lýsti for­sæt­is­ráð­herr­ann um málið á fés­bók­ar­síðu sinni. Sér væri mjög hlýtt til Græn­lend­inga og Fær­ey­inga (Sól­run, eig­in­kona ráð­herr­ans, er fær­eysk) og nú hefði hann ákveðið að Græn­lend­ingar og Fær­ey­ingar fengju sér­stakan fána­dag. „Þegar farið var að ræða um þetta kom í ljós að í fórum rík­is­ins voru engar upp­lýs­ingar til um fjölda opin­berra flaggstanga í kon­ungs­rík­in­u,“ sagði ráð­herr­ann. Til að allar stofn­anir gætu fengið þjóð­fán­ana væri nauð­syn­legt að vita hve marga þyrfti að útvega. Ráð­herr­ann til­kynnti svo síðar að fána­dag­arnir yrðu 21. júní fyrir Græn­land og 29. júlí fyrir Fær­eyj­ar.

534 opin­berar flaggstangir 

Svör við spurn­ingu ráðu­neyt­is­ins bár­ust fljótt og vel. Opin­berar flaggstangir reynd­ust 534 tals­ins. Nokkrir for­stöðu­menn til­kynntu um brotnar stangir en það stæði til bóta. Þegar stanga­fjöld­inn lá fyrir gátu emb­ætt­is­menn fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins pantað þann fjölda fána sem til þurfti og þeim var svo komið til stofn­ana rík­is­ins um land allt og sendi­ráða Dan­merkur víða um heim.

Græn­lend­ingar stoltir og glaðir

Græn­lend­ingar sem danskir fjöl­miðlar töl­uðu við á sól­stöðu­deg­inum sögð­ust bæði vera stoltir og hrærðir þegar þeir sæju þjóð­fán­ann blakta við hún á opin­berum bygg­ing­um. Sumir lýstu jafn­framt mik­illi ánægju með þetta frum­kvæði for­sæt­is­ráð­herr­ans, hann hefði með þessu hefði sýnt Græn­lend­ingum hlý­hug, sem stundum skorti hjá dönskum ráða­mönn­um. 29. júlí kemur svo röðin að fær­eyska fán­an­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur ekki áhyggjur af því að almenningur sé orðin ónæmur eða hættur að hlusta þegar almannavarnastig er sett á.
„Almannavarnir lýsa ekki yfir almannavarnarstigi af léttuð“
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn telur að almenningur taki yfirlýsingu neyðarástands vegna COVID-19 ekki af meiri léttúð, þrátt fyrir að neyðarástandi hafi verið lýst yfir fjórum sinnum á síðustu tveimur árum.
Kjarninn 19. janúar 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverksmiðjunni í Helguvík í rúmlega fjögur ár.
Bæjarstjórnin skorar á Arion banka að hætta við áform um endurræsingu kísilversins
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar skorar á Arion banka að falla frá áformum um endurræsingu kísilversins í Helguvík og hefja viðræður við sveitarfélagið um aðrar og grænni leiðir.
Kjarninn 19. janúar 2022
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Hraðpróf í tengslum við smitgát úr sögunni og fólk í einangrun má fara í stutta göngutúra
Heilbrigðisráðherra hefur staðfest reglugerð þess efnis að þeir sem eru í smitgát þurfi ekki lengur að fara í hraðpróf, heldur einungis að fara gætilega. Einnig er rýmkað fyrir útiveru þeirra sem eru í einangrun.
Kjarninn 19. janúar 2022
Tómas A. Tómasson þingmaður Flokks fólksins.
„Það er ósanngjarnt að reka fólk heim þegar það getur unnið“
Þingmaður Flokks fólksins gerði málefni eldri borgara að umtalsefni á þinginu í dag.
Kjarninn 19. janúar 2022
Bólusetning með bóluefni Pfizer er hafin í Nepal.
Meira en milljarður skammta loks afhentur í gegnum COVAX
Markmið COVAX-samstarfsins náðust ekki á síðasta ári. Þó er komið að þeim áfanga að milljarður skammta hefur verið afhentur í gegnum samstarfið. Mun betur má ef duga skal.
Kjarninn 19. janúar 2022
Launafólk í verri stöðu en fyrir ári síðan
Þrátt fyrir mikinn hagvöxt í fyrra hefur fjárhagsstaða og andleg heilsa launafólks versnað töluvert á milli ára, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Vörðu. Tæpur helmingur innflytjenda segist nú eiga erfitt með að ná endum saman.
Kjarninn 19. janúar 2022
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Vísar gagnrýni um samráðsleysi til föðurhúsanna
Sóttvarnalæknir vísar á bug gagnrýni um að hann hafi aðeins samráð við sjálfan sig. Hann á ekki von á því að leggja fram nýtt minnisblað þar til gildandi samkomutakmarkanir renna út. Til greina kemur að stytta einangrun smitaðra.
Kjarninn 19. janúar 2022
Fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði ráðin sem aðstoðarmaður ráðherra
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra og varaformaður Vinstri grænna, hefur ráðið tvo aðstoðarmenn. Annar var einu sinni bæjarstjóri og síðar framkvæmdastjóri ASÍ um árabil.
Kjarninn 19. janúar 2022
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None