Danmörk fáni
Auglýsing

For­stöðu­menn og for­stjórar danskra rík­is­fyr­ir­tækja og stofn­ana á veg­um ­rík­is­ins (kirkjur þar með­tald­ar) hafa kannski margir hverjir gjóað augum á alm­an­akið í síð­ustu viku þegar þeir lásu bréf sem borist hafði frá Fjár­mála­ráðu­neyt­in­u á Hall­ar­hólm­anum í Kaup­manna­höfn. Send­ingin fannst þeim meira í ætt við 1. a­príl gabb en bréfið kom frá ráðu­neyt­inu þegar nokkrir dagar voru liðnir af ár­inu 2016. 

Fjár­mála­ráðu­neytið er reyndar ekki þekkt að gam­an­semi í bréfa­skrift­um, þar er alvaran yfir­leitt ríkj­andi. Ein­hverjir for­stöðu­menn voru hand­vissir um að und­ir­menn þeirra hefðu soðið bréfið sam­an, þetta væri sak­laus hrekkur svona til­ að lífga upp á til­ver­una svona þegar hvers­dag­ur­inn væri tek­inn við eft­ir há­tíð­arn­ar. Eftir sím­töl og tölvu­póst­send­ingar komust þó for­stöðu­menn og ­for­stjórar að því að starfs­menn þeirra hefðu ekki sent umrætt bréf, það væri komið frá hinu háa fjár­mála­ráðu­neyti. Og væri hreint engin grín­send­ing.

Telja og til­kynna

Bréf ráðu­neyt­is­ins var hvorki langt né flók­ið. Þar var ein­fald­lega að finna ­fyr­ir­mæli um að telja þær fánastangir sem til­heyra við­kom­andi stofnun og standa ut­andyra. Nið­ur­stöður taln­ing­ar­innar skyldu ber­ast ráðu­neyti fjár­mála eig­i ­síðar en 11. jan­úar 2016. Enn­fremur að verið sé að rann­saka venjur stofn­ana og ­fyr­ir­tækja ríks­ins varð­andi notkun þjóð­fán­ans.”

Auglýsing

Á fána­dögum á að flagga

Danski ­þjóð­fán­inn er tal­inn hinn elsti í heim­inum og Danir ákaf­lega stoltir af hon­um.

Svo­kall­að­ir ­fána­dagar eru sautján tals­ins í Dan­mörku. Þá er til þess ætl­ast að danski ­þjóð­fán­inn blakti við hún á bygg­ingum rík­is­ins og sveit­ar­fé­lögin hafa einnig ­fylgt þeim sið, að minnsta kosti flest. Ann­ars eru reglur um fán­ann, og notk­un hans fáar og ein­fald­ar. Hann á að vera af til­tek­inni stærð (sem mið­ast við ­lengd flaggstang­ar), hlut­föllin í fán­anum ætíð hin sömu (28:37) og rauð­i lit­ur­inn mið­ast við lita­flokk­inn pant­one 186C. Fán­inn á að vera úr polyester efni, og efn­is­magnið 130- 175 grömm á fer­metra. Fán­inn á aldrei að snerta jörð­u, hann má hanga uppi frá sól­ar­upp­rás til sól­ar­lags en þó lengur ef ljósi er varpað á hann, t.d. frá kast­ara.

Almenn­ir ­borg­ar­ar, og fyr­ir­tæki, mega flagga þegar þeim sýnist, svo fremi að áður­nefn­um ­reglum sé fylgt. Oft er sagt um Dani að þeir séu mikil fána­þjóð og víst er um það að mjög víða má ætíð sjá Dannebr­og, eins og hann heit­ir, blakta við hún­. D­anskir sum­ar­húsa­eig­endur eru dug­legir að flagga og sömu sögu er að segja af ­eig­endum smá­hýsa í garð­löndum (kolon­i­haver) þar þykir sjálf­sagt að draga fána að hún um leið og eig­endur koma á stað­inn. Á afmælum þarf skil­yrð­is­laust að ­flagga og þá ofast líka settir fánar við úti­dyr eða garð­hlið til að vísa gest­u­m ­veg­inn.  Engar reglur gilda um flaggstangir, eitt dönsku blað­anna nefndi þann mögu­leika að danska stjórnin ætl­aði sér að ­skipta út öllum flagg­stöngum rík­is­ins „á einu bretti ”. Benti jafn­framt á að slíkt væri hæpið því fánastangir í eigu hins opin­bera væru margs­konar og lengd, ­stað­setn­ing o.fl. helg­að­ist af aðstæð­um, sem væru mjög mis­mun­andi. Eins­konar „fánastanga­stað­all” væri úti­lok­að­ur.

Til­gangur stanga­taln­ingar

Eins og áður var ­getið voru upp­lýs­ingar fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins um til­gang ­flaggstanga­taln­ing­ar­innar mjög tak­mark­að­ar. Dönsku fjöl­miðl­arnir hafa, síðan af ­mál­inu frétt­ist, ítrekað reynt að fá upp­lýst  hjá ráðu­neyt­inu hvaða til­gangi taln­ing á þessum til­teknu eigum rík­is­ins þjóni. Engin svör hafa feng­ist umfram það sem í bréf­in­u stend­ur. 

Blaða­maður Berl­ingske lét sér detta í hug að kannski vildi fjár­mála­ráðu­neyt­ið vita hvar danska ríkið stæði í sam­an­burði við önnur ríki að þessu leyti. Hann hringdi út og suður til fjöl­margra fjár­mála­ráðu­neyta víða um lönd. Eng­ar ­upp­lýs­ingar um flaggstanga­eign ein­stakra ríkja gat hann grafið upp, slík­ar ­upp­lýs­ingar væru ein­fald­lega ekki til fékk hann að vita. Sam­an­burður við önn­ur ­ríki gat því ekki verið skýr­ingin ályktaði blaða­maður Berl­ingske. Í laug­ar­dags­út­gáfu blaðs­ins (16. jan­ú­ar) birt­ist við­tal við yfir­mann ­fjöl­miðla­deildar Fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins. Þrátt fyrir margend­ur­teknar spurn­ing­ar ­feng­ust þar engin svör önnur en að taln­ing­ar­fyr­ir­skip­unin hefði til­gang og jafn­fram­t að sér hefði verið harð­bannað að segja meira um þetta mál. 

Blaða­mann­inum hjá Berl­ingske datt þá í hug að kannski hefði borist fyr­ir­spurn frá ein­hverjum stjórn­mála­flokk­anna, sem spyrj­a um allt mögu­legt, og jafn­vel ómögu­legt. Af flokk­unum þótti blaða­mann­inum Danski ­Þjóð­ar­flokk­ur­inn lík­leg­astur en einn þing­maður hans minnt­ist fyrir skömmu á það í við­tali að engin þjóð í heim­inum væri jafn dug­leg að flagga þjóð­fán­anum og D­an­ir. Blaða­full­trúi flokks­ins svar­aði strax að þetta væri ekki frá þeim kom­ið en „okkur hefði alveg getað dottið þetta í hug”. Full­trúar ann­arra flokka ­neit­uðu sömu­leiðis allir að tengj­ast flaggstanga­taln­ingu. Ein­hverjir bentu á að ein­kenni­legt væri að skip­unin um taln­ingu kæmi frá fjár­mála­ráðu­neyt­inu, það sem við­kæmi þjóð­fán­anum heyrði undir ráðu­neyti dóms­mála.

 

Til­gátur um til­gang

Eftir að frétt­irnar um taln­ing­ar­fyr­ir­skip­un­ina birt­ust í fjöl­miðlum óskaði Berl­ingske eftir til­gátum les­enda um til­gang taln­ing­ar­inn­ar. Fjöl­margar til­gátur bár­ust.

Einn les­and­i ­sagði að nú, loks­ins, ætl­aði ríkið að gera gang­skör að því að end­ur­nýja ­fána­kost rík­is­ins. Enda ekki van­þörf á þar sem víða mætti sjá trosn­aða og ­jafn­vel upp­lit­aða fána hanga við hún. Ríkið ætl­aði örugg­lega að efna til­ alls­herjar fána­út­boðs og því nauð­syn­legt að vita hve marga fána þyrfti að ­kaupa. Þessi les­andi kvaðst jafn­framt hlakka til þess að sjá nýja og skarprauða ­fána prýða flaggstangir hins opin­bera.

Annar les­and­i taldi að ríkið ætl­aði að útvega öllum stofn­unum rík­is­ins fána Evr­ópu­sam­bands­ins til þess að flagga með á sér­stökum ESB dög­um.

Einn sem ­skrif­aði benti á að þarna væri ríkið ein­fald­lega að meta kostn­að. Ekk­ert mál er að draga fán­ann upp að morgni, til dæmis klukkan átta þegar vinnu­dag­ur­inn ­byrj­ar, en ef hann á að hanga uppi til sól­ar­lags kostar það auka­vinnu, flestir fara jú heim klukkan fjögur eða fimm. „Það er nauð­syn­legt að vita hvað hlut­irn­ir ­kosta” sagði þessi les­andi.

Einn sem send­i Berl­ingske til­gátu sagði að sam­kvæmt fjár­lögum ættu allar stofn­anir að sker­a ­niður kostn­að. „Kostn­aður er margs­kon­ar” sagði les­and­inn, „það er mjög sýni­leg á­kvörðun að fækka flagg­stöng­um, og um leið fán­um, og er klár­lega sparn­að­ur­” ­sagði þessi les­andi. Hann benti líka að það yrði mjög tákn­rænt að stytta all­ar ­fánastangir rík­is­ins um tvö pró­sent, til sam­ræmis við stefnu stjórn­ar­innar um ­nið­ur­skurð.

Einn bréf­rit­ari taldi að Fjár­mála­ráðu­neytið hefði gert út mann­skap til að telja fánastangir tuga ­rík­is­stofn­ana. Sú taln­ing yrði borin saman við þær tölur sem stofn­unin gæfi upp­ og þannig væri taln­ingin í raun áreið­an­leika­próf. „Hver treystir upp­lýs­ing­um frá stofnun sem getur ekki einu sinni talið fánastang­irnar á lóð­inni eða ­hús­in­u?”

Til­gáta eins ­les­anda var að þeir hjá Fjár­mála­ráðu­neyt­inu hefðu ákveðið að vera tím­an­lega með­ 1. apríl gabbið í ár en svo hefði einn starfs­maður óvilj­andi ýtt á „senda” hnapp­inn á lykla­borð­inu og þá varð ekki aftur snú­ið. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Daimler, framleiðandi Mercedes Benz-bílanna, hefur fundið fyrir mikilli eftirspurnaraukningu frá Kína
Framleiðslugreinar ná sér aftur á strik
Minni framleiðslutakmarkanir og meiri einkaneysla í Kína virðist hafa leitt til þess að framleiðslufyrirtæki í Evrópu eru á svipuðu róli og í fyrra. Einnig má sjá viðspyrnu á Íslandi, ef horft er á vöruútflutning iðnaðarvara.
Kjarninn 22. október 2020
Sara Stef. Hildardóttir
Covid, opinn aðgangur og ekki-hringrásarhagkerfi
Kjarninn 22. október 2020
Ólga er innan bæjarstjórnarinnar í Hafnarfirði vegna málsins.
Vilja að Hafnfirðingar fái að segja hug sinn um fyrirhugaða sölu á HS Veitum
Meirihlutinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar áformar sölu á 15,42 prósenta hlut í HS Veitum til HSV eignarhaldsfélags á um það bil 3,5 milljarða króna. Samtök í bænum eru tilbúin að reyna aftur að knýja fram íbúakosningu um málið.
Kjarninn 22. október 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Kolefnisgjaldið þyrfti að vera mun hærra til þess að bíta betur
Umhverfis- og auðlindaráðherra og þingmaður Miðflokksins tókust á um kolefnisgjöld á þingi í dag.
Kjarninn 22. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Kúrfan áfram á niðurleið en „sigurinn er hvergi nærri í höfn“
„Allar tölur benda til þess að við séum raunverulega að sjá fækkun á tilfellum eins og staðan er núna,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Mögulega er hægt að hefja afléttingu aðgerða eftir 1-2 vikur.
Kjarninn 22. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Áslaug Arna: „Haturstákn og sjónarmið verða ekki liðin innan lögreglunnar“
Dómsmálaráðherra segir „alveg skýrt“ að haturstákn og sjónarmið verði ekki liðin innan lögreglunnar, hvorki nú né framvegis.
Kjarninn 22. október 2020
Ellefu sóttu um stöðu framkvæmdastjóra á skrifstofu bankastjóra Seðlabankans
Seðlabankinn auglýsti nýverið lausar til umsóknar tvær nýjar stöður við bankann. Alls sóttu 22 um stöðurnar.
Kjarninn 22. október 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 24. þáttur: Murasaki Shikibu
Kjarninn 22. október 2020
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None